Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Opiðídagkf. 10-18 Trebol 60 0 Verð 31.500 kr. Margir viðarlitir ERLENT Kínverjar for- dæma Tævan- för Richardsons Baltimor L: 210 sm Microvin áklæði 99.800 kr. Margir litir Tilkynning um almennt hlutafjárútboð og skráningu á Verðbréfaþingi íslands OPIN KERFIHF m HEWLETT PACKARD Hlutafjárútboð Fjárhæð útboðsins er 4.000.000 krónur að nafnvirði og er um að ræða nýtt hlutafé. Hlutabréf Opinna kerfa hf. að nafnvirði 38 m.kr. eru þegar skráð á Aðallista Verðbréfaþings íslands. Útboðsgengi er 55,5 til forkaupsréttarhafa og 57,0 í almennri sölu. Tilgangur útboðsins er að afla fjár vegna fjárfestinga í öðrum félögum og fjölga hluthöfum til að uppfylla skilyrði Verðbréfaðings íslands um skráningu Opinna kerfa hf. á Aðallista. Forkaupsréttartímabil: 11. nóvember 1998 til 13. nóvember 1998. Almennt sölutímabil: 16. nóvember 1998 til 20. nóvember 1998. Nokkrir stærstu hluthafar Opinna kerfa hf. hafa framselt forkaupsrétt sinn til Búnaðarbankans Verðbréfa sem mun annast sölu á þeim hluta til almennings. Söluaðilar eru Búnaðarbankinn Verðbréf og útibú Búnaðarbanka íslands hf. Umsjón með útboðinu hefur Búnaðarbankinn Verðbréf, Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá ný hlutabréf Opinna kerfa hf. á Aðallista þingsins. Niðurstöður útboðsins, sem munu liggja fyrir í lok nóvember, verða tilkynntar í viðskiptakerfi Verðbréfaþings íslands ásamt upplýsingum um endanlega skráningardagsetningu. Skráningar má vænta í byrjun desember, enda uppfylli félagið þá öll skilyrði um skráningu. Skráningarlýsing og önnur gögn um Opin kerfi hf. liggja frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum og Opnum kerfum hf. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti Hlífðarefni undir borðdúka Uppsetningabúðin Hverfísgötu 74, sími 552 5270. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit - .mbl.is/fasteignir Peking. Reuters. KÍNVERJAR fordæmdu í gær fyrirhugaða heimsókn Bills Ric- hardsons, orkumálaráðherra Band- aríkjanna, til Taívan í næstu viku, og vöruðu við því að hún myndi skaða samskipti Bandaríkjanna og Kína. I yfírlýsingu kínverska utan- ríkisráðuneytisins segir að stjóm- völd í Kína séu mótfallin formleg- um tengslum Bandaríkjanna og Taívan, sem og heimsóknum band- arískra embættismanna þangað. Er Bandaríkjastjóm hvött til að einskorða samskipti við Taívan við óopinber tengsl. Bandaríkjastjóm greindi frá því á fimmtudag að Richardson myndi heimsækja Taívan til að ræða efna- hags- og viðskiptamál, og ráðgert er að hann eigi fund með Lee Teng-hui, forseta eyjarinnar. Engin stefnubreyting Heimsóknir bandarískra emb- ættismanna til Taívans hafa verið fátíðar, en James Rubin, talsmað- ur utanríkisráðuneytisins, vísaði því á bug að för Richardsons markaði stefnubreytingu af hálfu Bandaríkjastjórnar. Heimsóknin væri í samræmi við ákvörðun sem tekin var árið 1994 um að embætt- ismönnum á sviði efnahags- og tæknimála væri heimilt að fara í ferðir til eyjarinnar. Rubin sagði að Richardson færi í boði nokk- urra fyrirtækja, en Bandaríkin eru stærsti viðskiptaaðili Taívana. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af Kína, og hafa þrýst fast á bandarísk stjórnvöld að embættis- menn fari ekki þangað í opinberar heimsóknir. Bandaríkjastjóm hélt stjórnmálasamskiptum við stjórn Chiang Kai-sheks á Taívan eftir valdatöku kommúnista í Kína árið 1949, en sleit þeim og viðurkenndi stórnvöld í Peking árið 1979. Bill Clinton Bandaríkjaforseti olli nokkurri reiði á Taívan í sumar, er hann heimsótti Kína og gaf til kynna að Bandaríkin styddu ekki kröfu Taívana um alþjóðlega við- urkenningu á sjálfstæði eyjarinn- ar. Reuters Flóðahætta í SÍGAUNAR í Ungveijalandi hlaða varnargarða við ána Tisza, við þorpið Tivadar, um 350 km frá Búdapest. Mikil úr- Ungverjalandi koma hefur valdið flóðum víða í Evrópu. Óttuðust menn í gær að áin myndi flæða yfir bakka sína og voru hús við hana rýmd. Umræðum um Kyoto-sáttmálann ljúki árið 2001 Buenos Aires, London. Reuters. GERT er ráð fyrir að fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Buenos Aires í Ai-gentínu samþykki að tímamörk til að ljúka umræðum um Kyoto-loftslagssáttmálann verði árið 2001, að sögn frétta- skýrenda. Er nú tekin að koma skýrari mynd á viðræður á ráðstefnunni og sagði Michael Williams, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, í gær að von- ast væri til að á næstu tveimur til þremur árum tækist að samþykkja áætlun sem tryggði að öll ákvæði Kyoto-sáttmálans ættu við er hann verður tekinn í notkun, en verði ekki staðlausir stafír. Hið sögulega Kyoto-samkomu- lag, sem samþykkt var í desember síðastliðnum, gerir kröfu um að iðnríkin hefji baráttu gegn gróður- húsaáhrifum með því að draga úr notkun efna, sem gefa frá sér skað- legar gastegundir, um fímm pró- sent frá því sem var árið 1990, á tímabilinu 2008-2012. Er mjög rætt um það í Buenos Aires hvern- ig hægt sé að ná þessum markmið- um, sem virðist ætla að reynast þjóðum erfitt þótt græningjar víðs vegar að úr heiminum hafí í gær haldið því fram að þetta 5% mark- mið sé engan veginn nægjanlegt og að gera yrði mun strangari kröfur. Er gert ráð fyrir því, eins og áð- ur segir, að þjóðum heims verði gert skylt að ljúka umræðu um Kyoto-sáttmálann árið 2001 og er áætlað að fram fari ráðstefna ári áður annaðhvort í Marokkó eða Jórdaníu þar sem gerð verður grein fyrir stöðu mála. Annað mál er hvort þessum markmiðum verð- ur náð því helstu mengunarvaldar í heiminum, Rússar og Bandaríkja- menn, eiga enn langt í land með að samþykkja Kyoto-sáttmálann, ef af því verður á annað borð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.