Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur hdps kvennalistakvenna um framboðsmál í gærkvöldi Reyna til þrautar að ná samkomulagi næstu daga Átti ekki þessa sam- ræðu við ísólf Gylfa ÍSÓLFUR Gylfi Pálmason, Framsóknarflokki, sagði við utan- dagskrárumræður á Alþingi í gær um breytingar á skipulagi lögreglu- stjóraembaettisins í Reykjavík að Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hefði sagt við sig að Landssambandi lögreglu- manna kæmi málið ekki við. Þór- hallur segir í samtali við Morgun- blaðið að hann hafi aldrei átt þessa samræðu við Isólf Gylfa. Þórhallur segir að ráðuneytið haíi átt í viðræðum við samtök lögreglu- manna. Verið sé að vinna að skipu- ritinu og enn eigi eftir að hafa frek- ari viðræður við hagsmunaaðila. „Aðalatriðið er samt það að veist er að mönnum utan Alþingis sem ekki geta svarað fyrir sig á sama vettvangi," segir Þórhallur. Hann gagnrýnir forseta Alþingis fyrir að hafa ekki gripið inn í þegar Isólfur Gylfi viðhafði ummælin. „Það hefur verið regla á Alþingi að þingmenn veitist ekki að fólki með þessum hætti, hvað þá þegar þau eni ósönn orðin sem eru viðhöfð. Kostirnir eru þeir að mér verði leyft að svara ummælunum á Alþingi, Isólfur Gylfi biðjist afsökunar á þeim eða forsætisnefnd Alþingis ávíti þingmanninn," sagði Þórhall- ur. ■ Hart deilt/12 ------------- I ísknattleik SKÓLAKRAKKAR í Neskaup- stað eru áhugasamir um vetr- aríþróttir. Þar gefst nú færi til að iðka ísknattleik því snjór er yfir öllu. Þau báru sig fag- mannlega á svellinu og greini- legt að keppnisskapið var til staðar. HÓPUR kvennalistakvenna í öllum kjördæmum ákvað á fundi í gærkvöldi að halda áfram viðræðum við A-flokkana um sameiginlegt framboð og reyna til þrautar á næstu tveimur vikum hvort hægt verður að ná samkomulagi. Guðný Guðbjömsdóttir, alþingis- kona Kvennalistans, segir að niður- staða stýrihóps samfylkingarinnar frá sl. sunnudegi sé í fullu gildi, að mati Kvennalistans. „Þar lýsti for- maður Alþýðuflokksins því yfir við okkur að þeir gætu illa sætt sig við skilyrði Kvennalistans en það var ljóst að þar er fyrst og fremst verið að tala um Reykjavík og Reykjanes vegna þess að þriðja sætið í flestum kjördæmum gefur ekki þingsæti. Við erum í raun og veru hugsanlega að tala um tvö þingsæti í Reykjavík og eitt á Reykjanesi. Það var ákveðið að gefa þessu framboðsferli tvær vikur í viðbót," segir hún. Guðný segir að kvennahstakonur séu hissa á yfirlýsingum formanns Alþýðuflokksins í fjölmiðlum sl. mánudag. „Konum fannst þetta óheppilegt og að þetta hafi í raun og veru ógnað þessu ferli öllu. Margar eru tvístígandi eftir þetta. Okkur fannst þetta vera ógnun við allan ferilinn og við alla raunverulega samfylkingarsinna og þá sem virða vald stýrihópsins sem er æðsta stofnun þessa ferils." Skilyrðin þýða 3 þingkonur Guðný segir að skilyrði Kvenna- listans hafi verið mistúlkuð. „Þau þýða í raun þrjár þingkonur miðað við núverandi kjörfylgi. Það þýðir 13% þingmanna eða þrjár þingkon- ur af 23 þingmönnum eins og staðan er núna en ekki þriðjung þing- manna,“ segir hún. „Það sem hefur haldið þessu í gíslingu er skilyrði Alþýðuflokksins um prófkjör í Reykjavík og skilyrði Alþýðubanda- lagsins um handröðun en ekki skil- yrði Kvennalistans,“ segir Guðný. „Landsfundur okkar samþykkti að vera með í þessu ferli. Við ætl- um ekki að hætta því fyrr en ljóst verður hver afstaðan er úti í kjör- dæmunum," sagði hún. „Við mun- um gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þessu ferli í höfn með reisn fyrir alla aðila. Kannski var þetta einhvers konar neyðaróp hjá formanni Alþýðu- flokksins um að við kæmum inn í þetta með virkari hætti. Við teljum að þetta sé sérstakt tækifæri í ís- lenskum stjórnmálum og ætlum ekki að hætta fyrr en það er full- reynt að það gengur ekki,“ segir Guðný. Bókatíðindi á mbl.is LESENDUM mbl.is gefst nú kostur á að skoða Bókatíðindi 1998 á vef Morgunblaðsins. Vefur þessi er settur upp í samvinnu við Félag íslenskra bókaútgefenda. A vefnum má finna 465 bókartitla frá 81 útgáfufyrirtæki og hægt er að leita að bókum eft- ir titli eða nafni höfundar. Hægt er að nálgast vefinn með því að smella á hnappinn Bókatíðindi innan flokksins Sér- vefir á forsíðu mbl.is eða smella á hnapp með sama nafni undir flokknum Nýtt á mbl.is. Þá má einnig slá inn slóðina http://www.mbl.is/baekur. A vefnum er einnig hægt að tengjast stærstu bókaverslun heimsins á Netinu, Amazon.com. Morgunblaðið er í samstarfi við fyrirtækið um sölu erlendra bóka á mbl.is. Sjólaskip semja um tvo verksmiðjutogara Akveða að taka að sér end- urbyggingu og rekstur SJÓLASKIP hf. í Hafnarfirði hafa tekið að sér að sjá um endurbygg- ingu og rekstur á tveimur erlendum verksmiðjutogurum sem legið hafa um hríð í Litháen. Ætlað er að end- urbæturnar taki fjóra til sex mánuði og verður yfirstjórn og skipulag verksins í höndum íslenskra aðila. Sjólaskip hf. munu síðan sjá um rekstur skipanna. Sjólaskip hf. eiga og gera út frystitogarann Harald Kristjánsson HF 2 og ísfisktogarann Sjóla HF 1 og í samvinnu við erlent fyrirtæki hefur fyi-irtækið undanfarið gert út frystitogarann Heinaste við strend- ur Afríku. Nú hafa Sjólaskip hf. haft milligöngu um kaup á tveimur systurskipum Heinaste fyrir sam- starfsaðilann. Hvort skip er 7.700 tonn, 120 m langt og með lestarrými fyrir um 2 þúsund tonn af afurðum. Skipin voru smíðuð árin 1988 til 1989 fyrir úthafsveiðiflota Rússa. I frétt frá Sjólaskipum hf. segir að vegna erfiðleika í fyrrum Sovétríkjunum hafi hluti af rúss- neska fiskiskipaflotanum legið ónotaður eða í niðurníðslu í höfnum en vestræn fyrirtæki hafi í vaxandi mæli lagt til fjáiTnagn og þekkingu til að koma þessum skipum í drift á ný- Ætlað er að fjóra til sex mánuði taki að koma þessum tveimur skip- um í gagnið með þeim endurbótum sem vinna þarf. Verður yfirstjóm á því í höndum Islendinga og segir í fréttinni að leitast verði við að nýta sem mest íslenska þekkingu í því sambandi. Þá hafa Sjólaskip hf. samið um að taka að sér rekstur skipanna og er líklegt að þau verði við veiðar á makríl við strendur Af- ríku. SSÍDU Á MIÐVIKUDÖGUM -i 'JÍDUíi Aur Sigursteinn Gíslason frá ÍA til KR Öster rifti I Geir ekki samningnum j með á móti við Þorvald j Ungverjum C1 C1 : C3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.