Morgunblaðið - 18.11.1998, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kona hlaut 4 ára fang-
elsi fyrir hnífstungu
Stóra-Breiðavík
Elds-
upptök
enn óljós
Rannsóknarlögreglumenn
frá Eskifírði vinna enn á vett-
vangi þar sem stórbruni varð á
Stóru-Breiðuvík í Reyðarfirði
á mánudag. Ekki hefur enn
fundist líkleg orsök eldsupp-
taka, en lögreglan telur hins
vegar ólíklegt að kviknað hafí í
út frá rafmagni. Lögreglan
treysti sér ekki til að gefa upp
aðra möguleika sem hún veltir
fyi’ir sér í stöðunni, en nánari
frétta er að vænta á morgun.
Stórtjón hlaust af eldsvoð-
anum, en 244 kindur brunnu
inni, full hiaða af heyi og fjár-
hús, sem hvort tveggja brann
til gi’unna.
42 ÁRA gömul kona, Sólrún
Elídóttir, var í gær dæmd í 4 ára
fangelsi fyrir að stinga hnífí í
brjósthol fyrrverandi sambýlis-
manns síns hinn 1. mars sl. með
þeim afleiðingum að hann missti
mikið blóð og að um það bil einn
lítra af blóði þurfti að tæma úr
brjóstholi hans þegar hann leitaði
læknis tveim dögum síðar. Ákærða
var sýknuð af ákæru um að hafa
veitt sama manni áverka með
hvössu eggjárni á hálsi.
Ákærða hefur hlotið 15 refsi-
dóma frá árinu 1973.
Fórnarlambið leitaði sér læknis-
hjálpar tveimur dögum eftir árás-
ina og tregðaðist við að gefa upp
hvernig hann hlaut sárið vegna
þess hlýhugs sem hann bar til
ákærðu. Þau bjuggu saman í átta
ár á níunda áratugnum uns þau
slitu samvistir vegna óreglu. Fóm-
arlambið dvaldi á heimili ákærðu
frá föstudagskvöldinu 27. febráar
til sunnudagsins 1. mars við
drykkju, en þá kom til rifrildis sem
endaði þannig að ákærða stakk
fórnarlambið með hnífnum. I vitn-
isburði fórnarlambsins kemur
fram að það hafi dvalið í íbúð
ákærðu í tvo sólarhringa eftir
hnífstunguna og deyft sig með víni
uns þrautimar voru orðnar sVo
miklar að það hafi verið tilneytt að
fara til læknis.
Blóðblettir fundust í íbúðinni
Við húsleit í íbúð ákærðu í
Kópavogi fannst poki með sæng og
dýnuhlíf með blettum sem ætla
mætti að væm blóðblettir og ann-
að sem benti til að fórnarlambinu
hefði verið veittur áverkinn þar.
Ennfremur fundust blóðblettir í
íbúðinni sem reyndust vera úr
fórnarlambinu.
Við refsimat í málinu var hafður
til hliðsjónar sakaferill ákærðu og
einnig framferði hennar eftir
verknaðinn, en ljóst þótti að hún
reyndi að hylja sporin eftir hann
og reyndi að fá fórnarlambið til að
falla frá kæra.
Guðmundur L. Jóhannesson,
héraðsdómari í Héraðsdómi
Reykjaness, kvað upp dóminn
ásamt meðdómsmönnunum Finn-
boga H. Alexanderssyni og Sveini
Sigurkarlssyni.
Afnotagjöld
Ríkisútvarpsins
hækka um 5%
RÍKISSTJÓRNIN heimilaði í gær
Ríkisútvarpinu að hækka afnota-
gjald sitt um 5% eða 87 krónur á
mánuði frá og með 1. desember.
Verður gjaldið nú 1.841 króna á
mánuði í stað 1.754 króna.
Hækkunin þýðir 80 milljóna
króna tekjuauka fyrir stofnunina og
segir Markús Öm Antonsson út-
varpsstjóri ekki veita af. „Afnota-
gjöld Ríkisútvarpsins hafa verið
óbreytt frá árinu 1993 en á sama
tíma hafa orðið allverulegar kostn-
aðarhækkanir, launavísitala hefur
til dæmis hækkað um 30% á þessu
tímabili. Við höfum hingað til mætt
þessu með aukinni hagræðingu og
sparnaði í rekstri en teljum að það
verði vart lengra gengið í þeim efn-
um. Við höfum jafnframt sótt enn
frekar á auglýsingamarkaðinn sem
gengið hefur vei, en við getum ekki
treyst um of á hann. Þess vegna
óskuðum við eftir hækkun á afnota-
gjöldunum nú í tengslum við gerð
fjárhagsáætlunar næsta árs, en
gjöldin eru helsta tekjulind stofnun-
arinnar og nauðsynlegt að treysta
þau sem slík,“ sagði Markús Örn við
Morgunblaðið.
Hann upplýsti að á síðastliðnum
fimm árum hefðu beiðnir verið
sendar um hækkun gjaldanna en
stjórnvöld ekki séð sér fært að
verða við þeim. Nú hefði verið tekið
tillit til áætlanagerðar og fjárhags-
stöðu stofnunarinnar og leyfi veitt
fyrir 5% hækkun afnotagjalda.
Ýmis viðfangsefni
liggja fyrir stofnuninni
„í rökstuðningi okkar var jafn-
framt bent á ýmis viðfangsefni sem
fyrir stofnuninni liggja. Aukin
áhersla verður lögð á innlenda dag-
skrárgerð á næstu misseram, ekki
síst í tengslum við tímamótaárið
2000. Við eigum í samvinnu við þær
hátíðarnefndir sem vinna að undir-
búningi hátíðarhalda vegna landa-
fundanna, kristnihátíðar og alþing-
ishátíðar, auk Reykjavíkur - menn-
ingarborgar árið 2000 og ýmsar
spennandi hugmyndir eru á borð-
inu,“ sagði Markús. „Að okkur snúa
sem sagt ýmis verkefni sem era
kostnaðarmeiri en í venjulegu ár-
ferði, ef svo má að orði komast, og
því er kærkomið að fá leyfi nú fyi-ir
þessari hækkun."
Morgunblaðið/Þorkell
Hæstiréttur úrskurðar um upplýsingaskyldu netþjónustufyrirtækja
Ber að afhenda
lögreglu gögn
HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað
að netþjónustufyrirtækjum beri að
afhenda lögreglu upplýsingar um
tengingar í netþjónum fyrh-tækj-
anna vegna rannsóknar á innbrot-
um í tölvukerfi. Úrskurðurinn var
kveðinn upp vegna innbrots í tölvu-
kerfi Garðaskóla og Garðalundar í
síðasta mánuði.
„Nú hillir loks undir það að við
getum farið að rannsaka þetta mál
af alvöru, allur tíminn til þessa
hefur farið í að fá fram úrskurði
ýmiss konar til að geta sinnt rann-
sókninni,“ sagði Arnar Jensson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá
embætti ríkislögreglustjóra, en
hann stýrir efnahagsafbrotadeild
embættisins.
„Netþjónustufyrirtæki sem við
þurftum að fá upplýsingar frá um
tengingar taldi sig ekki geta afhent
þær á grundvelli trúnaðar vegna
fjarskiptalaga. Við ki’öfðumst úr-
skurðar hjá Héraðsdómi Reykjavík-
ur en hann gekk gegn okkur þannig
að við komumst ekki í þessar upp-
lýsingar sem nauðsynlegar voru til
að upplýsa málið. Við kærðum þann
úrskurð til Hæstaréttar, sem stað-
festi hins vegar, að fyrirtækinu
bæri að láta okkur hafa þessai’ upp-
lýsingar.
Ríkir almannahagsmunir
geta verið í húfi
Samkvæmt þessu heldur það
ekki, að þagnar- og trúnaðarskylda
netþjónustufyrirtækja við notendur
sína sé það rík að ekki megi afhenda
lögreglu upplýsingar þegar hafin er
rannsókn. Hæstiréttur hefur stað-
fest að það séu ríkir almannahags-
munir sem geti verið í húfi og lög-
regla geti einfaldlega ekki upplýst
mál nema fá tilteknar upplýsingar
frá netþjónustufyrirtækjum um
tengingar sem eiga sér stað í net-
þjónunum. Nú hillir því loks undir
að við getum farið að rannsaka mál-
ið af alvöru," sagði Arnar Jensson.
í úrskurði Hæstaréttar kemur
fram að uppvíst varð að morgni 2.
nóvember að vefsíðum Garðaskóla
hafði verið breytt. Var leitað til vef-
þjónustunnar Islandia Intemet sem
lokaði aðgangi að síðunum svo hægt
væri að gera á þeim breytingar. Síð-
ar þann dag var starfsmaður Garða-
skóla að vinna að lagfæringum í
tölvu sinni þegar verulegar traflanir
komu fram í vinnslunni. Allt sem
skráð var á lyklaborð tölvunnar
þurrkaðist út jafnharðan, ritbendill
fór stjórnlaust um tölvuskjáinn og
öll vinnsla varð hægari. Tilraunir til
lagfæringar vora árangurslausar og
var að lokum leitað til Islandia
Internet sem eyddi öllum vefsíðum
Garðaskóla og Garðalundar.
Fram kemur að Islandia Intemet
hafi þegar kannað gögn sín og komist
að raun um að tveir menn hafi gert
breytingar á umræddum vefsíðum án
þess að hafa átt að eiga aðgang til
slíkra verka. Hafi fyrirtækið undir
höndum nöfn þeirra og kennitölur.
Islandia Intemet taldi sér hins vegai’
óheimilt að veita umbeðnar upplýs-
ingar nema að gengnum dómsúr-
skurði um skyldu sína til þess.
Hæstiréttur komst að þeiiri nið-
urstöðu að þeir sem áttu í hlut
kynnu að hafa komist í viðkvæm
gögn auk þess sem þeir kynnu að
hafa valdið fjártjóni. Vandséð sé
hvaða úrræði aðilar hafi önnur en
að gera kröfu til netþjónustufyrir-
tækja um upplýsingar og augljóst
sé að það sama geti að öðru jöfnu
átt við um sambærileg brot.
Sé þannig hætt við að mjög geti
dregið úr varnaðaráhrifum ákvæða
almennra hegningarlaga ef rann-
sókn á brotum gegn þeim sé háð
þeim takmörkunum að ekki verði
aflað gagna á borð við þau sem
krafist er í þessu máli. Því verði að
líta svo á að í senn krefjist ríkir al-
mannahagsmunir og einkahags-
munir þess að veittur sé aðgangur
að gögnunum.
3 mánaða
fangelsi
fyrir kyn-
ferðisbrot
FIMMTUGUR karlmaður var í
gær dæmdur í þriggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir kynferðis-
brot og brot á lögum um vernd
barna og unglinga. Akærði er orku-
miðill að starfi og var ákærður fyrir
að hafa þann 20. nóvember 1997
sært blygðunarsemi sextán ára
stúlku, sem var hjá ákærða í höfuð-
beina- og spjaldhryggjarnuddi með
því að hafa nuddað hana á lostugan
hátt á öðrum og viðkvæmari stöðum
líkamans en til hafði verið ætlast,
svo sem maga, brjóstum, lífbeini og
lærum.
Ákærði var einnig dæmdur til að
greiða allan sakarkostnað.
Dóminn kvað upp Sveinn Sigur-
karlsson, héraðsdómari við Héraðs-
dóm Reykjaness, ásamt héraðsdóm-
urunum Gunnari Aðalsteinssyni og
Þorgeiri Inga Njálssyni.
--------------
A
Utskrifaður
af gjör-
gæsludeild
NIU ára gamli drengurinn, sem
hlaut alvarlega áverka þegar ekið
var á hann á Miklubrautinni síð-
astliðið föstudagskvöld var tekinn
úr öndunarvél og útskrifaður af
gjörgæsludeild Borgarspítalans í
gær. Hann var lagður inn á barna-
deild og er í hægri framför, að
sögn læknis.
Breytt í
Austurstræti
ÁÆTLAÐ er að endurbætur og
uppbygging verslunar Pennans
Eyinundssonar í Austurstræti
kosti um 40 milljónir kr. Byrjað
er að setja gler í frainhlið versl-
unarinnar en hún hefur verið lok-
uð í rúmar tvær vikur vegna
framkvæmda. Verslunin verður
opnuð á ný fímmtudaginn 19.
nóvember. Miklar breytingar
verða einnig gerðar innandyra.
Búið er að brjóta gólf og veggi og
opna milli þriggja hæða. Barna-
bókadeild verður í kjallara og á
annarri liæð erlendar bækur.
Minnk-
andi líkur
á stærri
skjálfta
SÍÐASTLIÐINN sólarhring
hefur verið of lítil uppbygg-
ing á spennu á sprangusvæð-
um, sem jarðskjálftavirknin í
Ölfusi er rakin til, til að líkur
aukist á að stóri jarðskjálft-
inn ríði yfir, sem búist var
við í kjölfar jarðskjálftanna á
föstudag og laugardag. Að
sögn sérfræðinga á jarðeðlis-
fræðideild Veðurstofu Is-
lands eru því minnkandi lík-
ur á stóra skjálftanum sam-
hliða minnkandi virkni, en
vakt heldur áfram og verður
fylgst með hræringum frá
svæðinu frá Veðurstofunni.
Enn er of snemmt að segja
til um hvort jarðskjálftahrin-
an sé gengin yfir.