Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forstöðumaður upplýsingasviðs Landmælinga um nýja gjaldskrá fyrir útgáfu og birtingu korta
Ekki um aukna gjaldtöku
fyrir útgáfu að ræða
Gjaldskrá fyrir útgáfu og birtingu gagna frá Landmælingum íslands
Stærð korts og mynda sem á að gefa út
Gjald- flokkar A6 og minna 155 fersm. A5 og minna 310 fersm. A4 og minna 625 fersm. A3 og minna 1.250 fersm. A2 og minna 2.500 fersm. A1 og minna 5.000 fersm. A0 og minna 10.000 fersm.
Flokkur 1 kr. 2,00 kr. 4,00 kr. 10,00 kr. 20,00 kr. 33,00 kr. 46,00 kr. 65,00
Flokkur 2 1,50 3,00 7,50 15,00 25,00 35,00 50,00
Flokkur 3 1,00 1,50 2,50 5,00 7,50 10,00 15,00
Flokkur 4 0,25 0,50 1,00 2,00 3,00 4,00 6,00
Ofangreint verð er miðað við gjald fyrir hvert eintak. Allar fjárhæðir eru tilgreindar án virðisaukaskatts.
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur gefið út nýja gjaldskrá fyrir út-
gáfu og birtingu gagna frá Land-
mælingum íslands (LMÍ) í prent-
uðu formi. Gjaldskráin er byggð á
lögum sem sett voru á síðasta ári
um landmælingar og kortagerð en
þar segir að stofnunin skuli m.a.
afla sér tekna með þjónustugjöldum
vegna afgreiðslu gagna. í eldri lög-
um var gert ráð fyrir að Landmæl-
ingar öfluðu sér tekna m.a. með inn-
heimtu stimpilgjalds af hverju korti
sem gefíð var út og boðjð til sölu eða
dreift án endurgjalds. í þeim lögum
voru þó uppdrættir í dagblöðum,
tímaritum eða bókum sem ætlað var
að vera til skýringar á rituðum
texta og kort til notkunar í vísinda-
legum tilgangi eða til kennslu und-
anþegin stimpilgjaldinu. Ekki er að
finna sams konar ákvæði í nýju lög-
unum.
Ríkið eigandi
höfundarréttar
Þorvaldur Bragason, forstöðu-
maður upplýsinga- og markaðssviðs
Landmælinga, segir að með nýju
gjaldskránni sé ekki um aukna
gjaldtöku fyrir útgáfu og birtingu
gagna frá Landmælingum að ræða.
Skv. gjaldskránni er gert ráð fyr-
ir að veitt verði leyfi fyrir útgáfu og
birtingu m.a. Ijósmynda, loftmynda
og korta frá Landmælingum. Gjald-
skránni er skipt í fjóra gjaldflokka
og á að innheimta
ákveðnar upphæðir fyrir
hvert útgefið eintak, mis-
munandi hátt eftir því
m.a. hvort um er að ræða
nákvæma endurgerð
korta eða annarra gagna
frá Landmælingum eða hvort á
þeim eru gerðar mikilsverðar breyt-
ingar, endurteikningar upp úr
frumgögnum LMÍ eða algerlega
teiknað upp að nýju.
„í gömlu lögunum um Landmæl-
ingar var höfundarréttur á gögnum,
sem stofnunin hafði unnið, eign
Landmælinga. Ný lög um landmæl-
ingar og kortagerð tóku gildi 1. júlí
1997 og í þeim var gerð breyting á
ákvæðinu um eignarrétt á gögnum
og tekið fram að ríkið væri eigandi
að öllum réttindum sem Landmæl-
ingar hefðu öðlast en stofnuninni var
falið að gæta hagsmuna ríkisins á
sviði höfundar- og afnotaréttar á öllu
því efni sem hún hefur eignast, unnið
eða gefið út í sambandi við mæling;
ar, kort eða myndir af íslandi. í
framhaldi af þessu var óskað eftir
túlkun á því hvort þetta fæli í sér ein-
hverja breytingu varðandi meðferð
höfundarréttar á gögnum og í sam-
bandi við birtingarleyfi og svaraði
ráðuneytið bréflega til Landmælinga
í október síðastliðnum. Þar kom fram
að stofnunin ætti að halda utan um
þennan rétt og taka gjald fyrir birt-
ingu hans eins og áður. í bréfínu var
áréttað að varðandi gjald íyrir birt-
ingarleyfi þyrfti stofnunin
að leggja fram hugmyndir
að nýrri gjaldskrá,“ segir
hann.
„Stofnunin sendi ráðu-
neytinu sl. sumar þýð-
ingu og drög að hugmynd
vegna gjaldskrár fyrir birtingar á
gögnum og í framhaldi af þessu
bréfi ráðuneytisins var farið í að út-
færa þessar hugmyndir nánar. Nið-
urstaðan af þeirri málsmeðferð hjá
ráðuneytinu, stofnuninni og lög-
fræðingi stofnunarinnar, var sú að
gjaldskráin var samþykkt og var
hún birt í Stjórnartíðindum 6. nóv-
ember,“ segir hann.
Samræma ólíkar gjaldskrár
Þorvaldur segir að fyrir þessar
breytingar hafi verið stuðst við
tvær gjaldskrár fyrir birtingu á
gögnum stofnunarinnar. „Þar var
annars vegar um að ræða gjaldskrá
sem var byggð á verðskrá Mynd-
stefs, frá því um 1990, sem fjallaði
aðallega um birtingar á ljósmynd-
um, loftmyndum og gervitungla-
myndum. Hins vegar byggði stofn-
unin á gjaldskrá varðandi gjaldtöku
fyrir prentuð kort.
Markmiðið með nýi'ri gjaldskrá
var að reyna að samræma þessar
hugmyndir og fá eina, heildstæða
og skýra gjaldskrá fyrir þessi mis-
munandi gögn sem við höfum verið
með, þar sem notandinn gæti séð
hvaða tölur væru á bak við ýmsa
möguleika varðandi gögnin. Við
teljum að fyrir langflesta notendur
sem hafa fengið birtingarleyfi fyrir
gögnum í bókum, tímaritum, ferða-
bæklingum og öðru slíku, sé í mörg-
um tilfellum um verðlækkun að
ræða með nýju gjaldskránni. I öðr-
um tilfellum sé um óverulega hækk-
un að ræða. Hins vegar erum við
með nánari útfærslu á þessu á blaði,
sem ekki var birt í Stjómartíðind-
um, þar sem fram kemur nánari út-
færsla á þessu. Þar kemur til dæmis
fram að fella skuli niður birtingar-
gjald fyrir kort sem eru á mæli-
kvarðanum frá 1 á móti 2 milljónum
og á minni mælikvörðum, s.s. á
kortum sem eru einfaldar skýringa-
myndir í bókum, á litlum kortum og
allt upp í kort af stærðinni A5 og
A4, sem eru gerð af öðrum en unn-
in upp úr grunngögnum okkar.
Þetta þýðir þá auðvitað lækkun eða
niðurfellingu gjalda fyrir marga
sem hafa verið að nota kort í ferða-
bæklingum og öðru slíku,“ segir
Þorvaldur.
„Svo eru kannski atriði sem eru
nokkuð óljósari. I þeim tilvikum er
gert ráð fyrir að gerðir verði samn-
ingar við notendur sem birta mikið
af kortum eins og til dæmis dagblöð
og aðrir slíka aðilar,“ segir hann.
Samið við stærri
notendur
Þorvaldur bendir einnig á að
stjóm Landmælinga hafi ákveðið í
haust að endurskoða allar
gjaldskrár vegna gagna
og útgáfustarfsemi Land-
mælinga og samræma
þær í eina heildargjald-
skrá, sem komi út nálægt
næstu áramótum.
„Ákveðið var að fara kerfisbundið
ofan í alla þessa hluti gefa út eina
heildstæða gjaldskrá. Umrædd
gjaldskrá fyrir birtingu gagna frá
Landmælingum yrði þá hluti af
henni. Ef koma upp einhverjir
hnökrar á þessari gjaldskrá er gert
ráð fyrir að málin verði skoðuð í
heild þegar heildargjaldskráin verð-
ur gerð,“ segir hann.
Aðspurður hvort reglugerðin
verði skilin á annan hátt en þann að
skylt sé að taka upp þjónustugjöld
af allri útgáfu og birtingu gagna
Landmælinga segir Þorvaldur að
með þessu sé verið að einfalda hlut-
ina og koma á viðmiðunargjaldskrá
sem nái utan um meirihluta þeirra
umsókna sem stofnuninni berast.
Gert sé ráð fyrir að samið verði sér-
staklega við stærni notendur. „Þær
gjaldskrár sem voru í notkun voru
mjög flóknar. Hvað kortin varðar
var til dæmis sérstök tafla fyrir
kort í mismunandi mælikvörðum.
Það voru einnig í gildi margir gjald-
flokkar fyrir loftmyndir. Nú er ver-
ið að reyna að samræma þessi gjöld
þannig að um verði að ræða eitt lág-
marksgjald og fellur stór hluti um-
sókna um birtingar sem við fáum,
undir lágmarksgjaldið," segir hann.
í eldri lögum var m.a. gert ráð
fyrir að Landmælingar öfluðu sér
tekna með innheimtu sérstaks
stimpilgjalds af hverju korti sem
gefið var út. Veittar voru undanþág-
ur m.a. vegna uppdrátta í dagblöð-
um, tímaritum eða bókum sem var
ætlað að vera til skýringar á rituð-
um texta. I nýju lögunum er ekki að
finna nein ákvæði um undanþágur.
Þorvaldur segir að stofnunin hafi
ekki innheimt nein stimpilgjöld. Ut-
gefendur bóka og rita hafi hins veg-
ar alltaf greitt fyrir birtingu gagna
frá Landmælingum hvort sem um
var að ræða í bókum, í bæklingum
og blöðum eða í tímaritum. Ekki
hafi þó verið greitt fyrir birtingar í
dagblöðum. „Gert var ráð fyrir því í
gjaldskránum en það hefur kannski
ekki verið gengið eftir því. Þó að
ekkert sé kveðið á um undanþágur í
nýlu gjaldskránni þá er ekkert sem
bannar stofnuninni að gera samn-
inga og semja um
greiðslur. Það var kallað
eftir því af ráðuneytinu
að þessi gjaldskrá yrði
gefin út og hún var sett
upp að erlendri fyrir-
mynd. Verðið er í sam-
ræmi við það. Það er ekki gengið
eins langt í þessari gjaldski'á eins
og til dæmis í þeirri gjaldski'á sem
helst var höfð til fyrirmyndar, þar
sem menn hafa heimild til að leggja
álögur á verðið, ef um er að ræða
samkeppnisvörur við kortaútgáfu
stofnunarinnar," segir hann.
„Engin
stimpilgjöld
verið
innheimt“
„Lækkun
eða niður-
felling fyrir
marga“
Morgunblaðið/Golli
Evrópu-
dögum lokið
EVRÓPUDAGAR 1998 voru í
Perlunni um síðustu helgi. Þar
var vakin athygli á verkefnum
sem íslendingar hafa unnið í
tengslum við áætlanir Evrópu-
sambandsins en þau eru flest á
sviði menntunar og vísinda.
Einnig voru þar kynntar allar
aðrar áætlanir ESB sem standa
Islendingum til boða og var fólk
hvatt til að taka þátt í þeim.
Reiknað er með að 1% þjóðar-
innar hafi komið í heimsókn á
Evrópudaga. Frá árinu 1995 til
1998 hafa um það bil 2700 manns
tekið þátt í verkefnum sem ESB
hefur staðið fyrir.
Tillögur um reynslusveitar-
félög’ á Norðurlandi vestra
MÁLFLUTNINGUR var í Hæsta-
rétti á mánudag í svokölluðu kvóta-
máli Valdimars Jóhannessonar
gegn íslenska ríkinu. I febrúar síð-
astliðnum hafnaði Héraðsdómur
Reykjavíkur kröfu Valdimars um að
ógilda synjun sjávarútvegsráðu-
neytisins um leyfi, sem hann hafði
sótt um, til fiskveiða í atvinnuskyni
og aflaheimildir í íslenskri land-
helgi. Valdimar áfrýjaði niðurstöðu
héraðsdóms til Hæstaréttar og sótti
hann sjálfur málið fyrir rétti. Guð-
rún M. Árnadóttir er lögmaður rík-
isins í málinu.
Stefnandi féll frá aðalkröfu áfrýj-
unarstefnu sinnar um að dómur hér-
aðsdóms yrði ómerktur og málinu
vísað aftur heim í hérað til löglegrar
meðferðar og sagði: ,Ástæða þess er
sú að ég tel mig hafa hagsmuni af því
að Hæstiréttur taki málið sem fyrst
til efnislegi'ar meðferðar. Ef málinu
yi'ði vísað í annað skipti aftur heim í
hérað er viðbúið að Héraðsdómur
komi sér í þriðja skiptið undan því að
taka til úrlausnar þau efnisatriði sem
fyrir dóminn væru lögð. Yrði það aug-
ljóslega til þess að tefja málið en ég
tel mig hafa hagsmuni af því að fá
efnislega niðurstöðu með sem minnst>
um töfum úr því sem komið er.“
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra kynnti á ríkisstjórnarfundi í
gær tillögur nefndar, sem fjallaði
um úrbætur í atvinnumálum á
Norðurlandi vestra. Felst megintil-
laga nefndarinnar í því að komið
verði á fót reynslusveitarfélögum,
sem taki að sér ýmsa þjónustu og
eftirlit sem verið hefur á hendi rík-
isins.
„Vegna lélegs atvinnuástands á
Norðurlandi vestra lagði ég fram
tillögu um það í sumar um að sett
yrði á fót nefnd með þátttöku nokk-
urra ráðuneyta til þess að leita úr-
bóta,“ sagði Páll. „I nefndinni voru
fulltrúar félagsmálaráðheira,
menntamálaráðherra, forsætisráð-
herra, iðnaðarráðherra og landbún-
aðarráðherra. Nefndin vann mjög
vel og skilaði tillögum til mín sem
ég kynnti í ríkisstjórn.“
Páll segir megintillögu nefndar-
innar felast í því að komið verði á
fót reynslusveitarfélögum, sem taki
að sér ýmsa þjónustu og eftirlit sem
verið hefur á hendi ríkisins. Einnig
leggur nefndin til að komið verði á
fót miðstöð símenntunar í kjördæm-
inu, að gert verði átak í skógrækt
og að almennt verði hugað að
svæðaskiptingu í landbúnaði þannig
að sauðfjárframleiðslu verði beint á
þau svæði þar sem beitarþol er yfir-
drifið. Þá eru lögð til verkefni varð-
andi samgöngumál og ferðaþjón-
ustu og sett fram sú tillaga að kom-
ið verði á fót miðstöð fyrir íslenska
hestinn í tengslum við Hólaskóla.
„Engin þessara tillagna var sleg-
in af á ríkisstjórnarfundinum heldur
ákveðið að vinna áfram með tillög-
urnar í samráði við viðkomandi ráð-
herra,“ sagði Páll.
„Kvótamálið flutt
í Hæstarétti
hAskóunn
A AKUREYOI
Opinn fyrirlestur
Titill: Fiskveiðar Frakka við ísland í 300 ár.
Fyrirlesari: Elín Pálmadóttir, blaðamaður.
Staður: Þingvallastræti 23, stofa 25.
Tími: Laugardagur 21. nóvember kl. 14.00.