Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 13 FRÉTTIR Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri um samgöngubætur Kostnaður fer lækkandi vegna stærri framkvæmda HELGI Hallgrímsson vegamála- stjóri segir það rétt að kostnaður vegna samgöngubóta fari lækkandi þegar til lengri tíma er litið og að það eigi sérstaklega við um stærri framkvæmdir en eins og fram kom í viðtali við Finn Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra í sunnudags- blaði Morgunblaðsins fer kostnaður við jarðgöng og þverun fjarða lækk- andi um leið og arðsemi slíkra fram- kvæmda eykst. Helgi sagði að kostnaður við jarð- vinnu hefði lækkað en ekki væri um byltingu að ræða heldur þróun. Pað sama ætti við um kostnað við jarð- gangagerð sem færi lækkandi en á móti kæmu auknar kröfur um ör- yggi, frágang, útlit og betri búnað í göngunum og nefndi hann Hval- fjarðargöngin sem dæmi. Pau væru best búnu göng landsins enda væri umferðin mest um þau. Markaðurinn ræður „Eg held samt að hægt sé að segja að kostnaður við jarðvinnu eins og reyndar við alla fram- kvæmdavinnu miðað við einingu fari lækkandi,“ sagði hann. „Ég get ekki nefnt neinar tölur en hér á landi ræður markaðurinn miklu um svona sveiflur. Þegar mikið er að gera þá hefur kostnaðurinn tilhneigingu til að hækka eins og gerðist íyrr á þessu ári en nú eru tilboðin hjá okk- ur aftur á niðurleið. Þegar ég er að tala um verðþróun þá er ég að tala um þróun til lengri tíma litið en það má segja að þegar framkvæmdir eru mjög stórar þá gæti ótvírætt þessarar þróunar til lækkunar.“ Athugasemd frá MH MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Lárusi H. Bjarnasyni, rektor Menntaskól- ans við Hamrahlíð: „I leiðara Morgunblaðsins fimmtudaginn 12. nóv. sl. sem ber yfirskriftina Starf í framhaldsskól- um segir að fjöldi kennsludaga í Menntaskólanum við Hamrahlíð samsvari því „...að nemendur MH hafi farið á mis við lögbundna kennslu í þrjár og hálfa viku á skólaárinu...". Þessi framsetning er villandi og særir að óþörfu kennara og nemendur MH, enda hefur ekki farið það orðspor af Menntaskólan- um við Hamrahlíð að þar séu ástunduð vafasöm lögbrot og und- irmálsvinnubrögð. Hefði leiðara- höfundur gætt eðlilegs samræmis hefði hann getið um fjölda svokall- Menntaskólanemar í Eystra- saltskeppni í stærðfræði EYSTRASALTSKEPPNI fram- haldsskóla í stærðfræði fór ný- verið fram í Varsjá og lentu Is- lendingar í 7. til 9. sæti af 11 þátttakendum. Öll lönd við Eystrasalt taka þátt i keppninni auk Islendinga og Norðmanna. Þátttakendur eru fimm menntaskólanemar frá hverri þjóð. Fást þeir sameigin- lega við 20 dæmi og fá til þess fjóra og hálfan tíma. Lettar sigruðu í keppninni, Eistar urðu í öðru og Pólverjar þriðja sæti. Austur-Evrópuþjóð- irnar hafa yfirleitt verið í efstu sætunum. Þær eiga langa hefð fyrir keppni sem þessari. Islendingar voru jafnir Dönum og Norðmönnum í 7. til 9. sæti, en fyrir ofan Þjóðverja og Lit- háa. Það var mat manna að keppnin hefði verið óvenju erfið að þessu sinni og til marks um það væri að sigurvegararnir hefðu aðeins fengið 72 stig af 100 mögulegum. íslenska liðið, sem valið var eftir keppni í öllum framhaldsskólum landsins í októ- ber, fékk 49 stig. Hluti af undirbúningnum undir keppnina var að kennarar, þjálf- arar liðsins, skoruðu á það í keppni. Sigruðu nemendur með 89 stigum gegn 82. Aformað er að halda Eystra- saltskeppnina á Islandi árið 1999. ISLENSKA keppnisliðið í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði: (f.v.) Piotr Daruk, leiðsögumaður liðsins, Einar Arnalds Jónasson liðsstjóri, Steinunn A. Stefánsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Stefán Ingi Valdimarsson, Menntaskólanum f Reykjavík, Marteinn Harðar- son, Flensborg, Bjarni K. Torfason, Menntaskólanum í Reykjavík, Jóel Friðriksson, Menntaskólanum í Reykjavík, og Benedikt Jóhannesson dónmefndarfulltrúi. aðra skertra kennsludaga í MH á sama hátt og hann gerði gagnvart þeim skóla sem flesta kennsludaga hafði, Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Kennsludagur getur talist skertur þótt ekki falli niður nema tvær af tíu kennslustundum og á slíkum degi kann að vera full kennsla hjá sumum nemendum eftir því hvernig stundaskrá þeirra liggur. Samtals voru kennsludagar MH í fyrra 135 sem er sá fjöldi sem tilskilinn var allt til síðasta skólaárs. Vegna þess hve kjarasamningar kennara, þar sem m.a. var tekist á um breyting- ar sem leiddi af nýjum framhalds- skólalögum, drógust á langinn sumarið 1997 áttu skólarnir í erf- iðleikum með að skipuleggja starf sitt í tíma þannig að viðbótar- kennsludögum yi-ði náð strax á skólaárinu 1997-1998. í MH töldu stjórnendur ekki annað fært gagnvart nemendum en að standa við þá dagsetningu um skólabyrj- un sem ákveðin hafði verið þegar sumarleyfi hófst. Þessu til viðbót- ar urðu ófyrirséð atvik i MH til þess að skerða möguleika skólans á að koma tiþmóts við umrædda dagafjölgun. A það skal og bent, sem reyndar kemur fram í um- fjöllun Mbl. hinn 11. nóv., „...að menntamálaráðuneytið lítur svo á að síðastliðið skólaár hafí verið að- lögunartími fyrir framkvæmd fyrrgreinds ákvæðis...". Að endingu vek ég athygli á að MH var í hópi þeirra framhalds- skóla sem byrjuðu fyrstir kennslu í haust og engin teikn eru á lofti um annað en að skólinn muni uppfylla þær kröfur sem menntamálaráðu- neytið setur um nýtingu starfs- tíma.“ Concorde XÁPTA Viðskipta- og stjórnunarkerfi Frumsýning Concorde Axapta ísland ehf. býður til frumsýningar viðskiptahugbúnaðarins Axapta I Háskólabiói miðvíkudaginn 18. nóvember milli kl. 16:30 og 18:30. Fulltrúar Concorde Axapta íslands ehf., KPMG Endur-skoðunar hf., Samtaka iðnaðarins og Damgaard framleiðendum Axapta munu flýtja ávarp. Söluaðílar sýna möguleika hugbúnaðarins. Skemmtiatriði - veitingar. Axapta byggir á viðskiptahugbúnaðinum Concorde XAL, er að fullu Microsoft vottað og hentar stórum sem smáum fyrirtækjum. Framleiðandi Axapta er danska fyrirtækið Damgaard. www.axapta.is Söluaðilar Axapta eru: 1«BÐlCIIÍV£Rl Pt) HUGUR www.taeknlval.ls fÓkRlfAljRÓUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.