Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ I Noreg’i selja menn líka kvóta sem þeir eiga ekki Samkvæmt norskum lögum eiga útgerðar- menn ekki fískveiðikvótann sem skip þeirra veiða. Þeir eru með kvótann að láni, en samfélagið á fiskimiðin, rétt eins og 1. grein laga um stjórn fískveiða hér á landi kveður á um að fiskimiðin umhverfís Is- land séu sameign þjóðarinnar. Peter Gulle- stad fiskistofustjóri Noregs er með aðsetur í Bergen. Hann lýsti því m.a. fyrir Agnesi Bragadóttur í höfuðstöðvum Fiskistofu Noregs í Bergen fyrir skömmu með hvaða hætti útgerðarmenn í Noregi geta farið í kringum þetta lagaákvæði. Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir PETER Gullestad fiskistofustjóri Noregs segir að gagnrýni á kvóta- brask verði æ háværari á þeim svæðum í Noregi, Vestur- og Norður- Noregi, þar sem sjávarútvegur er undirstöðuatvinnugrein. Útflutningsverðmæti norsks fisks og fiskafurða 1987-’97 milljarðar ísl. kr. 1 250 200 150 100 50 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 STJÓRN fiskveiða er hitamál í Noregi, þótt ekki sé umræð- an að umfangi og hita jafn- mikil og hér á landi. Augljóst er af máli þeirra' sem rætt var við, auk Gullestads, að þeir sem lifa og hrærast í sjávarútvegi og greinum tengdum honum í Noregi telja að skipting fiskveiðikvótans milli tog- ara, fiskiskipa, báta og svæða sé mesta hitamáiið í norskri sjávarút- vegspólitík. Jafnframt kom greinilega fram í máli viðmælenda, bæði frá Fiski- stofu Noregs, Hafrannsóknastofn- un Noregs og frá norska sjávarút- vegsfréttablaðinu Fiskaren, að um- ræðan um veiðileyfagjald hefur færst í vöxt. Norska ríkið á veiðiheimildirnar „Veiðiheimildirnar hér í Noregi eru í eigu norska ríkisins. Þeir sem eiga og gera út bátana eru bara með veiðiheimildirnar að láni og ef þeir ákveða að selja skip, eða hætta útgerð, þá fylgja veiðiheim- ildirnar skipunum í raun og veru, þótt formsins vegna sé kvóta skipsins skilað til sjávarútvegs- ráðuneytisins," segir Peter Gul- lestad. Gullestad segir að þessi við- skipti gerist á eftirfarandi hátt: Ef eigandi báts ákveður að selja bát sinn, sem er kannski um einnar milljónar norskra króna virði (um 10 milljónir íslenskar), þá finnur hann kaupanda að bátnum og þeir semja um það sín á milli að kaup- verðið verði t.d. 3 milljónir norskra króna. Þannig hefur það orðið að samkomulagi þeirra á milli, að kvótinn sem fylgir bátnum í raun, sé tveggja milljóna norskra króna virði. Kvótanum er svo skiiað til ráðuneytisins, seljandinn fær and- virði hans, en kaupandinn hefur tryggingu fyrir því að báturinn sem hann kaupir fær þennan sama kvóta í sinn hlut. Það liggur fyrir þögult sam- þykki sjávarútvegsráðuneytisins fyrir því að þessi háttur sé hafður á kvótaviðskiptunum, því ella gæti seljandinn ekki tryggt kaupanda skipsins að hann fengi jafnframt þann kvóta sem fylgdi skipinu, þar sem það er sjávarútvegsráðuneyt- ið sem úthlutar kvótanum. Kvótabrask á sér augljóslega stað, að sögn Gullestad, þar sem þeir sem ekki eiga kvótann, báts- eigendurnir, selja hann við góðu verði. Hann segir að gagnrýni á þetta fyrirkomulag verði æ hávær- ari á þeim svæðum í Noregi, Vest- ur- og Norðui-Noregi, þar sem sjávarútvegur er undirstöðuat- vinnugrein. Á hinn bóginn sé um- ræða sem þessi beinlínis ekki á dagskrá í höfuðborginni Ósló. Gagnrýnin færist í vöxt „Þó að ég segi að gagnrýnin hér á núverandi fyrirkomulag hafi færst í vöxt, þá er ekki hægt að bera sam- an þá umræðu sem er hér um þessi mál, og þá sem er hjá ykkur á Is- landi, því mér hefur skilist að hún sé mun meiri og harðari þar en hér,“ segir Gullestad. Gullestad segir að þegar útgerð- armaður ákveði á hinn bóginn að kaupa skip, til þess að fá yfirráð yfir kvóta skipsins, sem hann ætli að leggja, og flytja veiðiheimildimar yfir á annað eða önnur skip sem hann á fyrir, þá gildi aðrar reglur. Honum sé þetta heimilt, en þó með þeim takmörkunum, að hann fái ekki að nýta viðbótarveiðiheimild- imar lengur en 13 ár og verði að því búnu að skila þeim aftur til norska ríkisins. Þegar lagasetning í þessa veru var í undirbúningi, þá vom höfund- ar frumvarpsins á Stórþinginu með þær hugmyndir að nýtingartíminn yrði ekld lengri en 10 ár, en útgerð- armenn gerðu aftur á móti kröfu um að hann yrði 15 ár og niðurstað- an varð að menn mættust næstum á miðri leið og nýting er heimil í 13 ár nú. Gullestad segir að sömuleiðis séu takmarkanir settar í lögunum um hve lengi útgerðarmaður getur ráð- ið yfir veiðiheimild, án þess að fiska. Ef hann fiskar ekki a.m.k. 10% af kvóta sínum í tvö ár, séu veiðiheim- ildimar innkallaðar, en eins og gef- ur að skilja, þá gerist slíkt varla. Gullestad bendir á að norska fisk- veiðistjómunarkerfið sé afar flókið og um margt ólíkt því íslenska. „Hér em til dæmis strangar reglur um framsal kvóta eftir útgerðar- flokkum. Hér er bannað að flytja kvóta sem úthlutaður er strand- veiðiflotanum á milli fylkja. Hér er einnig bannað að flytja kvóta á milli skipaflokka," segir Gullestad. Gott samstarf við Fiskistofu í Reykjavík Hann kveðst fylgjast vel með um- ræðunni um sjávarútvegsmál á Is- landi, enda eigi Fiskistofa Noregs náið samstarf við Fiskistofuna í Reykjavík. „Hér hefur það vissu- lega komið til tals, hvort ekki sé rétt að útgerðarmenn greiði veiðileyfa- gjald fyrir afnotin af sameiginlegum fiskimiðum þjóðarinnar. Umræðan er þó hvorki eins mikil né áköf og mér skilst að hún sé á Islandi. Hér hafa ekki verið gerðar neinar skoð- anakannanir, til þess að leiða í ljós hver vilji almennings er í þessum efnum, en sjálfur er ég ekki í nokkmm vafa um að veiðileyfagjald verður tekið upp í norskum sjávar- útvegi innan fáira ára,“ segir Peter Gullstad. I norska fiskiskipaflotanum em 13.645 skip, en skipafloti Norð- manna hefur dregist verulega sam- an á undanfómum ámm og hag- kvæmni í rekstri aukist að sama skapi. Mest hefur fækkunin orðið í flokki báta 10 metra eða styttri. Norsk skip sem stunda þorsk- veiðar em liðlega 3.000. Á þessu fiskveiðiári var þorskkvótinn 313 þúsund tonn og var honum skipt þannig á milli togara og annarra fiskiskipa, að togurum var úthlutað rúmum 100 þúsund tonnum, strand- veiðiskip fengu um 186 þúsund tonn og í hlut minnstu smábátanna komu um 25 þúsund tonn. FÓLK Doktor í tónvís- indum •BJARKI Sveinbjömsson lauk doktorsprófí í tónvísindum frá há- skólanum i Álaborg, Danmörku, í apnl 1998. Rannsóknamtgerð hans ber yfirskriftina Tónlistin á íslandi á 20. öld með sérstakri áherslu á upp- haf og þróun elektrónískrar tónlist- ar á áranum 1960-90. Leiðbeinandi hans var prófess- or dr. Phil Finn Egeland Hansen. Ritgerðin er í höfuðdráttum tvíþætt. í fyrri hlutanum eru raktir helstu þættir í upp- byggingu tónlist- arlífsins í Reykjavík frá ár- unum 1920-60 og má þar nefna stofnun Hljómsveitar Reykjavíkur, Tónlistai’skólans í Reykjavík, Tón- listarfélagsins, Félags íslenskra hljómlistarmanna, Kammermús- íkklúbbsins, Tónskáldafélagsins, STEFS, tónlistarmál á Alþingishá- tíðinni o.fl. Einnig er fjallað um þátt Ríkisútvarpsins í tónlistarmál- um, stofnun Sinfóníuhljómsveitar Islands, fjallað um óperuflutning þjóðleikhússins á fyi’stu árum þess, svo og stofnun Islenskrar tónverka- miðstöðvar svo eitthvað sé nefnt. Þá em rakin ýmis þau mál er upp komu í samskiptum manna í þessari sögulegu þróun tónlistarlífsins. I síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um stofnun Musica Nova og tónleikahald þess, fyrstu tilraunir til að nota tækni í tengslum við tón- list - þ.e. hljóðritavél Isólfs Páls- sonar á Stokkseyri og fyrstu el- ektrónísku tónverkin sem samin vora á Islandi. Einnig eru nefnd nánast öll íslensk elektrónísk verk sem samin hafa verið fram til ársins 1990 og rakinn ferill tónskáldanna. Þá er ítarleg umfjöllun um einstök verk, hljóðlindir, efnistök, hug- myndir, form og úrvinnslu þeirra. Einnig er gerð tilraun til að skil- greina hugtakavanda er tengist greiningu elektrónískrar tónlistar. Með ritgerðinni fylgir nákvæm skrá yfir allar blaðagreinar sem notaðar hafa verið sem heimildir, skrá yfir bréf, skjöl, gerðabækur hljóðritanir o.fl. sem stuðst var við við rannsóknirnar. Eintök af rit- gerðinni má sjá hjá Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni, en einnig er unnið að því að birta hana í heild sinni á alnetinu. Bjarki Sveinbjömsson er fæddui’ á Stokkseyri árið 1953. Hann útskrif- aðist sem tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1976 og starfaði við tónlistarkennslu í tónlistarskólum og grannskólum í mörg ár. Hann stundaði nám í orgel- leik og fræðigreinum í Bandaríkjun- um á ámnum 1979-80. Hann hóf nám í tónvísindum við háskólann í Álaborg árið 1989, lauk BA-prófi árið 1992, Cand.Phil-prófi árið 1994 og Ph.D.-gráðu árið 1998. Hann hefur skrifað greinar um íslenska tónlist og tónlistannál í blöð og tímarit svo og haldið fyrirlestra um íslenska tón- list á Islandi, Noregi og í Danmörku. Foreldrar hans era Sveinbjörn Guðmundsson fyrrverandi útibús- stjóri Kaupfélags Árnesinga á Stokkseyri og Ingibjörg Sigur- grímsdóttir. Hann er kvæntur Sig- rdnu Kristinsdóttur og eiga þau tvö börn, en fyrir átti Bjarki eina dóttur. Hann starfar nú sem dag- skrárgerðarmaður á tónlistardeild Rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu. Einnig er hann verkefnastjóri í verkefninu íslenskur tónlistararfur sem styrkt er af Vísindasjóði. Markmið þess er að birta á alnetinu stafrænar mynd- ir af nótum þeim sem finnast í ís- lenskum handritum varðveittum í handritadeild Landsbókasafns Is- lands - Háskólabókasafns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.