Morgunblaðið - 18.11.1998, Page 22

Morgunblaðið - 18.11.1998, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ummæli varaforseta Bandaríkjanna valda uppnámi á fundi APEC í Kuala Lumpur Átalinn fyrir að beina at- hygli frá efnahagsmálum Kuala Lumpur. Reuters. MALASIUMENN fordæmdu í gær stuðningsyfirlýsingu Als Gores, varaforseta Bandaríkjanna, við stjórnarandstöðuna í Malasíu, og átöldu hann fyrir afskipti af innan- ríkismálum. Nokkrir fulltrúar aðild- arríkja Efnhagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) lýstu yfir óánægju með að stjórnmáladeilur hefðu skyggt á hið raunverulega verkefni fundar samtakanna, sem hófst í Kuala Lumpur í gær og lýkur í dag. Gore hélt á mánudagskvöld ávarp í kvöldverðarboði Mahathirs Mo- hamads, forsætisráðherra Malasíu, þar sem hann hrósaði stuðnings- mönnum Anwars Ibrahims, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og þeim sem barist hefðu fyrir því að endi yrði bundinn á 17 ára valdasetu Mahat- hirs. Gore gaf jafnframt til kynna að stjórnarfarsumbóta væri þörf í Malasíu, og sagði meðal annars að einungis „lýðræði gæfi umbótatil- raunum það lögmæti, sem nauðsyn- legt væri til að þær tækjust“. Bandaríkjamenn sæti ábyrgð ef upp úr sýður Utanríkisráðherra Malasíu, Abdullah Badawi, gaf í gær út yfir- lýsingu þar sem hann fordæmir um- mæli Gores sem „ruddaleg afskipti af innanríkismálum og ófyrirleitið brot á grundvallarreglum um sam- skipti fullvalda ríkja“. Hann segir það „afar andstyggilegt“ af Banda- ríkjamönnum að hvetja til þess að stjórn landsins verði steypt, og átel- ur Gore íyrir „óábyrga æsingastarf- semi“. Loks er fullyrt að Bandaríkja- menn verði látnir sæta ábyrgð ef upp úr sýður í landinu. Stjórnmáladeilur eru vanalega lagðar til hliðar á fundum APEC, enda eru innan vébanda samtakanna jafnt lýðræðisríki, kommúnistaríki og konungsríki. Nokkuð bar á óá- nægju meðal aðildarríkja vegna þess að Gore hefði með ummælum sínum gert þeim erfiðara fyrir að ná sam- komulagi um hvernig leysa mætti efnahagsvanda Asíu, sem er megin- verkefni fundarins í ár. Jenny Shipley, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsti yfir áhyggjum af því að „gjallarhornspólitík“ ógnaði APEC. Hún minnti á að markmið samtakanna væri að efla samvinnu á sviði efnahagsmála, og þau væru ekki vettvangur til að útkljá ágrein- ingsefni einstakra ríkja. Forsætis- ráðherra Singapúr tók í sama streng og Kínverjar ítrekuðu að aðildam'ki ættu ekki að hlutast til um innan- landsmál hvert annars. Sumir bandarísku viðskiptafull- trúanna, sem sitja fund AJPEC, sögðust jafnvel hneykslaðir á fram- ferði varaforsetans. Joseph Estrada, forseti Filippseyja, kom þó Gore til varnar og sagðist deila samúð hans með Anwar Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarforsætisráð- herra Malasíu, sem var vikið úr rík- isstjórninni í september og situr nú í fangelsi, sakaður um spillingu og kynferðismisferli. Anwar hefur neit- að öllum sakargiftum og segir ásak- anirnar vera lið í pólitísku samsæri gegn sér. Estrada, sem átti fund með eiginkonu Anwars á mánudag, sagði mannréttindamál yfirstíga öll landamæri. Ummælin yfírvegnð Gore var ekki á þeim buxunum að biðjast afsökunar á ummælum sín- um, og sagði boðskap sinn hafa verið þann að lýðræði þyrfti að fylgja efnahagsumbótum. „Petta er hinn ameríski boðskapur, og ég er stoltur af því að breiða hann út, hér og hvar Kaupmannasamtök Islands BJOR OG LETTVIN I MATVORUBUÐIR? Treystir einkarekin smásala þeirra byggð í dreifbýli? Jafnar einkarekin smásala bjórs og víns lífskjör í landinu? Morgunverðarfundur Kaupmannasamtaka íslands í Grand Hótel, Reykjavík, fimmtudaginn 19. nóv., kl. 8.15-9.45. Frummælendur: Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður. Þorsteinn Pálsson, framkvstj. Kaupfélags Ámesinga. Oskur Magmísson, Þórarinn Tyrfingsson. stjórnarformaáur Haugs hf yjprltvknir SÁÁ ViUijálmnr Þ. Vilhjálmsson, form. Ögmundur Jónasson, Sambands ísi. sveiiarfétaga. alþmgjgmaður. Benedikt Kristjánsson, formaður K.Í., stjómar umræðum að loknum framsöguerindum. Fundurinn er ölluni opitm. Þátttökugjald með morgunverði et kr. I.SUD fvrir felassmcnn o« kr. 2.200 fvrir aðra. sem ég er,“ sagði varaforsetinn við fréttamenn í gær. Bandarískur embættismaður sagði í gær að ummæli Gores hefðu verið yfirveguð og samin með það fyrir augum að vekja athygli. Hvíta húsið lýsti því einnig yfir að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefði haft sama boðskap fram að færa, hefði Iraksdeilan ekki komið í veg fyrir að hann sæti fundinn. Nokkur hundruð stuðningsmenn Anwars Ibrahim stóðu fyrir mót- mælum gegn stjórn Mahathirs í gær, við mosku í Kuala Lumpur. Hafa mótmæli og kröfugöngur verið nær daglegt brauð í Malasíu síðan Anwar var vikið úr ríkisstjórninni. Reuters AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna, fylgist með sýningu á hefðbundnum malasískum dönsum í Kuala Lumpur í gær. Mat á lánshæfi jap- anska ríkisins lækkað OECD segir, að efnahagsástandið í Japan hafi versnað og dregur upp dökka mynd af stöðunni í A-Asíuríkjum Tókýó, París, Singapore. Reuters. BANDARÍSKA fyinrtækið Mood- y’s, sem metur lánshæfi ríkja, lækk- aði í gær mat sitt á Japan úr Aaa í Aal. Er það túlkað sem mikið áfall fyrir japönsk stjómvöld, sem til- kynntu nýlega, að þau ætluðu að verja næstum 14.000 milljörðum ísl. kr. til að örva efnahagslífið í landinu. í nýrri skýrslu frá OECD, Efna- hags- og framfarastofnuninni, segir, að efnahagsástandið í Japan hafi versnað þrátt fyrir tilraunir til að snúa þróuninni við og þar er dregin upp fremur dökk mynd af ástandinu í öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu. Á fjármálamörkuðunum hafði verið búist við því, að lánshæfi Japans yrði lækkað og því voru við- brögðin við lækkuninni ekki mikil þegar til hennar kom. Hún er samt mikið áfall og er eins og staðfesting á því, að lítil trú sé á, að Japans- stjórn takist að koma í veg fyrir frekari samdrátt. Þá er bent á, að björgunaraðgerðir stjómarinnar verði fjármagnaðar með skulda- bréfaútboði, sem muni vafalaust verða til að hækka vexti þótt Kiichi Miyazawa, fjármálaráðherra Japans, neiti því. Þá mun útboðið einnig verða til að stórauka skuldir ríkisins. Er því spáð, að þær verði orðnar jafn háar vergri þjóðarfram- leiðslu á ári áður en fjárlagaárinu lýkur í mars nk. Verðhjöðnunar tekið að gæta Japanskir frammámenn gerðu sumir lítið úr lækkuninni en Masaru Hayami, seðlabankastjóri í Japan, sagði, að hann teldi, að auknar ríkis- skuldir vegna efnahagsaðgerðanna hefðu valdið henni. Hann benti hins vegar á, að greiðslujöfnuður Japans við erlend ríki væri afar hagstæður og Japanir ættu mikið fjármagn er- lendis. Greiðslugetan væri því góð. í OECD-skýrsIunni um Japan segir, að verðhjöðnunar sé aftur farið að gæta á vöru-, vinnu- og fasteignamarkaði, lánsfjárskortur sé viðvarandi og æ fleiri íyrirtæki verði gjaldþrota. Þá hafi dregið úr útflutningi og mikillar svartsýni gæti hjá eigendum og forsvars- mönnum fyrirtækja. OECD hvetur til róttækari að- gerða en þegar hefur verið gripið til og sérstaklega, að bankakerfið verði endurfjármagnað og endur- skipulagt. Áfranihaldandi samdráttur í skýrslu OECD um önnur Asíu- ríki, Filippseyjar, Indónesíu, Hong Kong, Malasíu, Singapore, Tæland og Tævan, segir, að þar sé sam- dráttur næstum alls staðar og litlar líkur á hagvexti fyrr en á síðara misseri næsta árs. I apríl sl. var bú- ist við hagvexti á ný fyrir árslok í Malasíu, Filippseyjum, Hong Kong og Singapore en nú er samdráttur- inn í Malasíu 4,7%, í Hong Kong 4,5%, á Filippseyjum 0,5% og Singapore á núlli. Búist er við, að efnahagslífið í Tælandi dragist sam- an um 7% ájoessu ári og um 15,5% í Indónesíu. I Kína hafði verið spáð 7,6% hagnvexti en Ijóst er, að úr honum hefur dregið. HiIIary prýðir forsíðu Vogue London. Tlie Daily Telegraph. HILLARY Clinton, forseta- frú Bandaríkjanna, prýðir for- síðu nýjasta tölublaðs tísku- tímaritsins Vogue. Aðalrit- sjóri blaðsins og aðdáandi for- setafrúarinnar, Anna Winto- ur, kom þessu í kring, enda sagði hún tímabært að Hillary hlyti „sinn skerf'. „Hversu margar konur gætu borið sig svo vel eftir annað eins ár?“ sagði Wintour í samtali við The Daily Telegraph. Á forsíðumyndinni, sem Annie Leibovitz tók, klæðist Hillary flauelskjól frá Oscar de la Renta. í dagblaðinu The Washington Post segir að myndin sé „þrungin merk- ingu: smánuð kona sem stend- ur uppi sem sigurvegari, sönnun þess að glæsilegt útlit getur verið fullnægjandi hefnd“. Reuters Kyrrt í Indónesíu AMIEN Rais, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Indónesíu, sakaði í gær B.J. Habibe, forseta landsins, um að viðhalda þeirri hörku, sem einkennt hefði stjórn forvera hans, Suharto. Sakaði Rais Habibe um að halda áfram að kúga al- menning líkt og Suharto hefði gert og krafðist þess að forsetinn fyrrverandi yrði settur í varðhald og færður fyrir dómstóla, þar sem hann yrði látinn svara til saka fyr- ir glæpi í 32 ára stjórnartíð sinni. Allt var með kyrrum kjörum í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær eftir átök helgarinnar, sem kostuðu fjórtán manns lífið. Mikil öryggisgæsla var hins vegar á helstu stöðum. Friðsamleg mót- mæli hafa þó verið haldin, m.a. þessi í Surabaya á Austur-Tímor, en þau beindust að Suharto og Wiranto, yfirhershöfðingja lands- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.