Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SÓLRÚN Bragadóttir ásamt Margaret Singer píanóleikara. Sólrún Braga- dóttir á söng- ferðalag-i um landið SÓLRÚN Bragadóttir, ásamt með- leikara sínum Margaret Singer, heldur þrenna tónleika úti á landi næstu daga. í Félagsheimili Bol- ungarvíkur fímmtudaginn 19. nóv- ember, kl. 20.30; í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 17 og í Stykkishólms- kirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 20.30. Tilefni tónleikanna er útgáfa hljómplötu þar sem Sólrún syngur einsöngsperlur eftir Sigvalda Kaldalóns, Þorkel Sigurbjömsson, Atla Heimi Sveinsson, Tryggva Baldvinsson, Karl 0. Runólfsson, Jón Ásgeirsson og Sveinbjöm Sveinbjörnsson. ---------------- Lesið úr nýjum bókum á Austurlandi THOR Vilhjálmsson og Auður Jónsdóttir lesa úr nýútkomnum skáldsögum sínum á Hótel Kirkju- bæjarklaustri í kvöld kl. 20.30. Thor les úr Morgunþulu í stráum og Auð- ur úr Stjómlausri lukku. Fimmtudaginn 12. nóvember les Sveinbjörn I. Baldvinsson úr ljóða- bók sinni Stofa kraftaverkanna og Gunnhildur Hrólfsdóttir úr skáld- sögu fyrir unglinga sem nefnist Það sem enginn sér á Hótel Höfn kl. 20. Fimmtudaginn 12. nóvember les Mikael Torfason úr skáldsögunni Saga af stúlku og Huldar Breiðfjörð úr ferðasögunni Góðir íslendingar fyrir Egilsstaðabúa og nærsveita- menn á Hótel Héraði kl. 22. Lestramir eru haldnir í samstarfí Máls og menningar og Flugleiða- hótelanna. London. Reuters. BRESK stjórnvöld leita nú nýs lár- viðarskálds eftir lát Teds Hughes. Standa þau frammi fyrir erfiðu vali, verk skáldsins verða að vera nútíma- leg, aðgengileg og bera „rétt“ póli- tísk skilaboð, en launin eru aðeins 100 pund á ári, um 12.000 ísl. kr, og kassi af góðu víni. Segja bókmennta- fræðingar að erfítt geti reynst að fínna skáld sem falli breskum stjóm- völdum í geð og tilfinningar margra gagnvart lárviðarskáldinu eru ákaf- lega blendnar enda margir þeirrar skoðunar að nafnbótin sé einfaldlega tímaskekkja. Um 300 ára hefð er fyrir því að konungur eða drottning skipi opin- bert skáld í Bretlandi, svokallað lár- viðarskáld. Það þykir að sjálfsögðu mikili heiður en getur þó reynst blendin ánægja. Lárviðarskáld em t.d. kölluð til þegar yrkja þarf um stórviðburði í konungsfjölskyldunni, svo sem brúðkaup, svo og merka við- burði í bresku þjóðlífi. Næsta lárvið- arskáldi mun t.d. vafalaust verða falið að yrkja um aldamótin. „Lárvið- arskáldið hefur ekkert hlutverk. Þetta er heiðursnafnbót, starfssviðið er ekki til í raun. Því nær sem ljóð- Skáldsögur, ljóð og handbækur frá Iðunni Hannes Þorsteinn Vigdís Pétursson frá Hamri Grímsdóttir TVÆR íslenskar skáldsögur eru væntanlegar frá Iðunni. Nætur- söngvar er eftir Vigdísi Grímsdótt- ur. „Vigdísi hefur löngum verið lag- ið að skapa framandi en þó svo kunnuglega veröld í verkum sínum og hér fetar hún enn á ný ókannað- ar slóðir," segir í kynningu. Maður með hrafnshöfuð vitjar konu í svefni, því að hann á við hana erindi. Þetta er saga sem þykir í senn fög- ur og vægðarlaus, að sögn útgef- anda. Góða ferð, Sveinn Ólafsson er eft- ir Friðrik Erlingsson. Friðrik Erl- ingsson sendir frá sér uppvaxtar- sögu sem lýsir þeirri baráttu sem fylgir hverju þroskaskeiði, þeim átökum sem það kostar að horfast í augu við sjálfan sig í lífsins ólgusjó. Sagan er sögð „skrifuð af djúpum skilningi en jafnframt með glettni og gamansemi." Hannes, Þorsteinn og Hjörtur Ljóðasafn Hannesar Péturssonar kemur út. Hér er komin heildarút- gáfa á öllum verkum skáldsins, allt frá fyrstu bók hans, Kvæðabók, sem út kom árið 1955, til nýjustu bókar hans, Eldhyls, sem hann hlaut ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir. Þar á milli komu út bækurnar í sumardölum, Stund og staðir, Inn- lönd, Rímblöð, Óður um ísland, Kvæðasafn, Heimkynni við sjó og 36 ljóð. Njörður P. Njarðvík ritar formála að ljóðasafninu en Haukur Hannesson sá um útgáfuna. Ritsafn Þorsteins frá Hamri er einnig meðal útgáfubóka. Fjörutíu ár eru liðin síðan Þorsteinn frá Hamri sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, í svörtum kufli. En hér eru saman komnar í einu bindi allar þrettán ljóðabækur skáldsins og skáldsögur hans þrjár, Himinbjarg- arsaga, Haust í Skírisskógi og Möttull konungur, og söguþátturinn Hallgrímur smali og húsfreyjan á Bjargi. Njörður P. Njarðvík ritar ít- arlegan formála að þessari heildar- útgáfu á verkum Þorsteins frá Hamri. Úr Þegjandadal er eftir Hjört Pálsson. Hjörtur Pálsson sendir núna frá sér nýja ljóðabók, en tæp- lega hálfur annar áratugur er liðinn síðan hann hefur kvatt sér hljóðs með útgáfu nýrrar bókar og margt verður skáldinu að yrkisefni; ljúfar stemmningar, hugrenningar um liðna tíð og áleitnar hugsanir um nútimann. Litli hvalurinn er eftir Harald S. Magnússon. Þetta er barnasaga sem Brian Pilkington myndskreytir og segir frá litlum hval sem var minnstur allra í hvalavöðunni og og var því stundum skilinn út undan. En hann lærði ýmislegt af ævin- týralegri reynslu. Lúlli lestarstjóri, Lúlli og Gunna í ævintýralandi, Lúlli og vinir hans eru eftir sænska rithöfundinn Ulf Löfgren. Þrjár nýjar þýddai- bækur um góðvin yngstu kynslóðarinnar, kanínustrákinn Lúlla, koma út núna fyrir jólin. Uppátæki Lúlla og fé- laga hans koma sífellt á óvart. Handbækur og fróðleikur Saga Reykjavíkur - Borgin 1940-1990, er í tveimur hlutum og eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing. Nú koma út tvö viða- mikil bindi í bókaflokknum um Sögu Reykjavíkur. I kynningu segir: „Eins og gefur að skilja er saga höf- uðborgarinnar á þessu tímabili örra framfara og umbrota samofín sögu allrar þjóðarinnar. Öllum helstu þáttum borgarlífsins eru gerð skil á mjög aðgengilegan og skemmtileg- an hátt; fylgst er með þeirri gjör- breytingu þjóðfélagshátta sem átti sér stað á fáeinum áratugum, hugað að atvinnu- og byggðarmálum, vel- ferðarþjónustu, verkalýðsbaráttu, skóla- og uppeldismálum, skemmt- unum, menningu og listum svo fátt eitt sé nefnt. Einnig prýðir mikill fjöldi ljósmynda verkið _og segja þær einnig sína sögu.“ Aður hafa komið út tvö bindi í sama flokki og fjalla þau um tímabilið frá 1870 til 1940, en það var Guðjón Friðriks- son sem var höfundur þeirra. Matarást er eftir Nönnu Rögn- valdardóttur. Hér er á ferðinni yfir- gripsmikið uppflettmt um mat og matargerð, hráefni og aðferðir, sögu og matarmenningu, húsráð og hollustu, „rit sem er í raun óþrjót- andi fjársjóður bæði fróðleiks og skemmtunar og á engan sinn líka á íslenskum markaði," segir í kynn- ingu. Um sextán hundruð uppskrift- ir af öllu tagi eru í bókinni. Itölsk-íslensk orðabók er eftir Paolo Maria Turchi. Þetta er að sögn yfirgripsmikil og ítarleg orða- bók, sambærileg við Islensk-ítalska orðabók sama höfundar, er út kom 1994. Bókin er sniðin að þörfum allra þeirra sem vilja læra ítölsku eða þurfa að nota hana í námi, starfí eða sér til ánægju. Orðaforðinn er einkar fjölbreyttur og víðtækur en megináherslan er lögð á ítalskt og íslenskt nútímamál. Fuglar á sjó og landi er eftir Jó- hann Óla Hilmarsson og er kynnt sem handhæg og nýstárleg hand- bók um fugla og fuglaskoðun, bók fjn'ir náttúraunnendur, skólafólk, veiðimenn og alla þá sem langar að glöggva sig á fuglum í garðinum sínum og fræðast um þá. íslenskir bátar er eftir Jón Björnsson, nýtt og umfangsmikið verk þar sem fínna má upplýsingar um alla smábáta sem skráðir hafa verið í skipaskrá frá upphafi, en einnig alla báta aðra sem tekist hef- ur að afla einhverra upplýsinga um, allt frá upphafi vélbátaaldar á ís- landi, alls hátt á sjötta þúsund trill- ur, og hefur höfundur notið aðstoðar fjölmargra heimildarmanna um land allt við öflun upplýsinga. Mikið kapp hefur verið lagt á að afla mynda af sem flestum bátum og eru hátt á fjórða þúsund myndir í verkinu. Islensk skip, 5. bindi er einnig eftir Jón Bjömsson, en fyrstu fjög- ur bindin komu út fyrir nokkrum ánim. Hér eru talin öll skip sem bæst hafa við íslenska skipaflotann frá 1989 og birtar myndir af þeim ásamt upplýsingum. Einnig er hér greint frá öllum breytingum sem orðið hafa á skipum þeim sem á skrá voru er fyrri bindin komu út, eigendaskiptum, breytingum og öðru. Tekist hefur að afla fyllri upp- lýsinga um ýmis eldri skip og er það allt birt hér, auk leiðréttinga og við- auka. Með tilkomu 5. bindisins er fengið heildaryfirlit yfir öll skip skráð á íslandi fram til 1997. Leitað að ljóð- skáldi fólksins listin færist því að vera opinber, því minni möguleika á hún á því að vera góð, segir A1 Alvarez, ljóðskáld og bókmenntagagnrýnandi. Þjóðaratkvæði? Á næstu mánuðum munu aðstoðar- menn Tony Blairs forsætisráðherra leggja fram lista með nöfnum nokk- urra ljóðskálda sem til greina koma sem næsta lárviðarskáld. Áhugi al- mennings virðist af skornum skammti, enda sú skoðun útbreitt að nútímaljóðlist sé torskilin. Eru Hug- hes og írski nóbelsverðlaunahafinn Seamus Heaney einu nútímaljóð- skáldin sem njóta almennra vinsælda. Ymsir hafa lagt til að staðan verði einfaldlega lögð niður. „Það síðasta sem bresk ljóðlist þarf á að halda er enn eitt lárviðarskáldið. Skáld ættu að reyna að selja verk sín ... og læra að þóknast lesendum sínum að nýju,“ segir bókmenntagagnrýnand- inn Auberon Waugh. Því hefur heyrst fleygt að Blair íhugi að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um eftirmann Teds Hughes. Er Blair sagður leita að „ljóðskáldi fólksins“, og sé þar vísað til Díönu prinsessu, sem forsætisráð- herrann kallaði prinsessu fólksins og mæltist sú líking vel fyrir. Þegar ráðherrar eru spurðir hverjir komi til greina vilja þeir lítið um málið segja. Mo Mowlam, Norður-írlands- málaráðherra, kvaðst myndu velja Paul McCartney, fengi hún nokkru um ráðið og dagblaðið Guardian sagði að ef tekið væri mið af hvaða listamenn væru í náðinni hjá stjórn- völdum yrði Noel Gallagher úr popp- hljómsveitinni Oasis fyrir valinu. Andrew Motion líklegur Hjá breskum veðmöngurum er Andrew Motion, prófessor í skap- andi skrifum við Áustur-Anglíu há- skóla, talinn líklegasti eftirmaður Hughes. Á eftir honum koma Seam- us Heaney og Ástralinn Les Murray. Skáld á borð við Tony Harrison og James Fenton eru ekki talin eiga neinn möguleika, verk þeirra séu einfaldlega of háfleyg og snerti of viðkvæm pólitísk málefni. Þá hafa margir veðjað á að kona eða blökkumaður hljóti þessa heið- ursnafnbót. Ljóðskáldið og nóbels- verðlaunahafinn Derek Walcott lýsti því t.d. yfir í blaðaviðtali að sér fynd- ist tilhugsunin um að verða lárviðar- skáld „frábær“. Jafnframt sagðist Walcott andvígur því hvaða hátt Bandaríkjamenn hafa á, en þeir skipa lárviðarskáld til tveggja ára í senn og fær það 35.000 dali, um 2,45 milljónir ísl. kr. í árslaun. Kveðst Walcott þehrar skoðunar að skipa eigi lái-viðarskáld fyrir lífstíð. Lesið úr nýjum bókum á Súfístanum UPPLESTUR á vegum Máls og menningar og Forlagsins á Súfistanum, bókakaffi, Lauga- vegi 18 verður fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20.30. Lesið verður úr fimm ís- lenskum skáldverkum og einni þýðingu. Gerður Kristný les úr smásagnasafni sínu Eitruð epli, Kristín Omarsdóttir úr ljóða- bókinni Lokaðu augunum og hugsaðu um mig, Sigmundur Ernir úr ljóðabókinni Sjaldgæft fólk, Sigurður Pálsson úr skáld- sögunni Pai-ísarhjól og Ólöf Eldjám úr þýðingu sinni á skáldsögunni Guð hins smáa eftir Arhundati Roy. — ; J • *■ . - , Grjetar Andrésson sýnir í Skógarbæ NÚ stendur yfir sýning á mál- verkum eftir Grjetar Andrés- son listmálara í sal þjónustu- miðstöðvar Revkjavíkurborgar Skógarbæ, Árskógum 4, í Breiðholti. Sýnd eru um 30 málverk, að- allega olía á striga, einnig akrýl á karton og vatnslitamyndir. Sýningin er opin frá 9-17 alla daga til 8. desember nk. Hægt er að sjá brot af sýningunni á Netinu, og er veffangið: http://www.itn.is/grand. Nýjar bækur • DAGUR ljónsins er fyrsta skáidsagu Einars Þorsteins. I kynningu segir: „Þetta er spennu- saga sem gerist í ná- inni framtíð og er vett- vangurinn Reykjavík og nokkur fylki Bandrílg'- anna. Sögu- hetjan, Jónas Starsand, flækist inn í atburði sem eru að verða að ógnun við alla heimsbyggð- ina.“ Einar hefur ski'ifað tvær bækur um mannlega tUveru. Útgefandi er L.E.F. Bókaút- gáfan. Bókin er í vasabókar- broti, 208 síður. Verð: 1.695 kr. Mark Kurlan- sky áritar Ævisögu þorsksins BANDARÍSKI verðlaunahöf- undurinn Mark Kurlansky, höf- undur bókarinnar Ævisaga þorsksins - fiskurinn sem breytti heiminum, áritar bók sína á morgun, fimmtudag, frá kl. 12-13, í bókabúð Eymunds- son við Austurstræti, en þann dag verður verslunin opnuð eft- ir gagngerar breytingar. Einar Þorsteinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.