Morgunblaðið - 18.11.1998, Qupperneq 36
,36 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hláturinn
lengir lífíð
Að hverju hlæjum við þegar við horfum
á farsapersónur engjast í martraðarkennd,-
um aðstœðunum? Hláturinn stafar afein-
skærum feginleika. Hann stafar af
orðlausu þakklœti okkar yfir að vera ekki
í þessum aðstæðum sjálf heldur í
öruggu sæti úti í sal.
S
JL dögunum gerði ég rúst, æran horfin og framtíðin
Aað umtalsefni mikla
aðsókn í leikhús og
fjölda sýninga sem
eru í boði. Reyndust
28 leiksýningar í gangi og rétt-
ur helmingur þeirra íslenskur;
dramatísk leikrit, gamanleikrit
og barnaleikrit í bland. Óum-
deilanleg er þó sú staðreynd að
mestrar aðsóknar á þessu
hausti njóta farsar og ýkju-
kenndir gamanleikir. Nú er
alltaf ákveðin einföldun því
samfara að draga leikverk í
dilka á þennan hátt. Snerth-
þetta vafalaust þá áráttu
margra að vilja hafa væntan-
lega upplifun sæmilega skil-
greinda svo hægt sé að bregð-
ast rétt við frá fyrsta augna-
bliki. Það er t.d. bráðnauðsyn-
legt að hafa
VIDHORF það á hreinu
Eftir~Hávar að nWas^ .
Sigurjónsson uppfærslan í
Þjóðleikhús-
inu, Tveir tvöfaldir, er farsi en
ekki harmleikur. Sömuleiðis er
Sex í sveit í Borgarleikhúsinu
ósvikinn farsi en ekki leikgerð
einnar af sögum Enid Blyton.
Sagt er að hláturinn lengi líf-
ið og víst er mikið hlegið að
försum, en aðeins ef þeir eru
fyndnir. Leiðinlegasta leikhús-
upplifun sem fyrirfinnst er
ófyndinn farsi. Alvarlegur farsi
er jafn misheppnuð skemmtun
og fyndinn harmleikur. Þó er
titill einnar sýningar í Þjóðleik-
húsinu einmitt Gamansami
harmleikurinn. Hvað veldur?
Er bilið þai-na á milli kannski
styttra en halda mætti í fljótu
bragði? Að sögn þeirra sem í
hafa komist er farsinn svo efn-
islega náskyldur harmleiknum
að munurinn liggur aðallega í
leikstílnum og leikhraðanum.
Spyrja má að hverju sé verið
að hlæja og hvað sé svona
fyndið við farsa. Farsinn lýsir
herfilegum óförum og skelfileg-
um uppákomum í lífí persóna
sinna. Fáir eru svo illa innrætt-
ir að þeir óski óvinum sínum
þeirra slæmu örlaga að lenda í
farsakenndri uppákomu. Ef
ekki væri gefið grænt ljós í
upphafi leiks á hlátur að óför-
um persónanna sætu áhorfend-
ur vafalaust lamaðir af skelf-
ingu yfir þeim hremmingum
sem persónur farsans lenda í.
Hvað er t.a.m. fyndið við vel
undirbúið framhjáhald á nota-
legu hóteli útá landi eina helgi?
Hvað er fyndið við að komast
að því að á hótelinu eru flestir
kunningjarnir, yfirmaður úr
vinnunni, fjölmiðlafólk, makinn
og tengdaforeldrarnir og öll
eru þau þarna í sama tilgangi.
Hvað er fyndið við að allir æða
um í örvæntingu, reyna að
dylja skelfingu sína eftir mætti
og sökkva sífellt dýpra í fen
lyga á lyga ofan. Aður en lýkur
hafa allar lygarnar verið rekn-
ar aftur til föðurhúsanna, orð
fyrir orð, staf fyrir staf. Líf
allra sem koma við sögu er í
algjört svartnætti.
Ef einhver okkur nákominn
skreiddist inn á mánudegi, föl-
ur og tekinn og segði sínar far-
ir ekki sléttar frá helginni og
rekti síðan söguþráð dæmi-
gerðs farsa og setti sjálfan sig í
aðalhlutverk, stykki okkur ekki
bros. Við sætum föl af hryll-
ingi, augun þi-ungin samúð,
fyndum engin orð til að létta á
þjáningu hins ógæfusama far-
safórnarlambs. Að lenda í
raunverulegum farsa er að
vera gripinn með allt niðrum
sig, snúið í marga hringi ber-
rössuðum svo niðurlægingin sé
sem háðulegust, hvergi er náð
eða miskunn að finna heldur er
hlegið grimmdarlega allt um
kring. Þetta er endurtekið aft-
ur og aftur þar til allir við-
staddir hafa fengið nægju sína
af ófórum farsapersónunnar.
Þá er henni fleygt út í horn, ör-
magna og þurrundinni. Harm-
leikur farsapersónunnar á sér
ekki einasta stað á sviðinu
heldur einnig eftir að leikritinu
er lokið; ef hugsað er augnablik
um hvers konar framtíð blasir
við aðalpersónu farsans er hún
ekki gæfuleg. Öllum er sama
hvað verður um hana og henn-
ar bíður enn frekari háðung á
vinnustað og heima fyrir. Slúð-
ur og hlátur á bak mun fylgja
um langan aldur. Enginn getur
gengið uppréttur eftir að hafa
verið aðalpersóna í farsa. Ekki
dettur þó neinum í hug að
bjóða áfallahjálp eins sárlega
og hennar er þó þörf.
Hvað er fyndið við þetta? Að
hverju hlæjum við þegar við
horfum á farsapersónurnar
engjast í martraðarkenndum
aðstæðunum? Hláturinn stafar
af einskærum feginleika. Hann
stafar af orðlausu þakklæti
okkar yfir að vera ekki í þess-
um aðstæðum sjálf, heldur í ör-
uggu sæti úti í sal; að þetta
skuli vera aðrir en við. Hlátur-
inn er óttalaus útrás fyrir ótt-
ann um að verða einhvern tíma
gripinn með allt niðrum sig.
Þess vegna eru farsar merki-
legir til fræðilegi'ar skoðunar
þótt þeir varpi svosem ekki
nýju ljósi á neina þætti mann-
legrar hegðunar og auki ekki
skilning okkar á mannlegu
samfélagi. Skellihlátur okkar
þegar verst stendur á fyrir að-
alpersónunni er gleðiöskur, yfir
að sjá ímyndun okkar um
verstu hugsanlegu aðstæður
sem hægt væri að lenda í gerð-
ar raunverulegar án þess að
þeim fylgi nokkrar minnstu af-
leiðingar. Við vitum að þetta er
allt í plati, við fáum óbeislaða
útrás fyrir meðfæddan kvikind-
isskap okkar og hlæjum af
hjartans lyst, því farsinn er
sviðsettur, hann er ekki raun-
verulegur, á bakvið gervin eru
leikarar sem standa uppréttir í
leikslok, tilfinningalega
ósnortnir og líkamlega
óskemmdir. Bara svolítið lúnir.
AÐSENDAR GREINAR
Friðhelgi
þjóðarleiðtoga
Iimgangur I.
LÁVARÐADEILD
breska þingsins, æðsti
dómstóll Englands,
hefur nú til meðferðar
harla athyglisvert úr-
lausnarefni. Spænsk
yfirvöld hafa krafist
þess að Augusto Pin-
ochet Ugarte verði
framseldur til Spánar
vegna gruns um að
hafa fyrirskipað hóp-
morð, hryðjuverk og
pyndingar í valdatíð
sinni í Chile og þannig
orðið valdur að dauða
eða hvarfi 3.178 manna,
eins og fram kemur í
kröfugerð spænska rannsóknar-
dómarans Baltasars Garzón. I
dómi sínum í lok október sl. var
niðurstaða Bingham lávarðar af
Comhill sú að óheimilt hefði verið
að handtaka Pinochet. Þá bryti það
gegn enskum lögum að framselja
hann til Spánar. Dómur þessi hefur
sætt mikilli gagnrýni hjá fræði-
mönnum á sviði alþjóðlegs refsirétt-
ar. I gi’ein þessari verður í fyrstu
leitast við í stórum dráttum að gera
grein fyrir þeim reglum alþjóðlegs
refsiréttar og réttarfars um stöðu
þjóðarleiðtoga og friðhelgi þeirra.
Verður síðan vikið stuttlega að því
hvaða áhrif þessar reglur hafi haft á
áðumefnda niðurstöðu enska dóm-
stólsins í máh Pinochets.
II.
Reglur alþjóðlegs refsiréttar um
friðhelgi þjóðarleiðtoga. Af for-
sendum enska dómsins í Pinochet-
málinu virðist mega ráða að reglur
alþjóðlegs refsiréttar um friðhelgi
þjóðarleiðtoga og sú gríðarlega
þróun, sem átt hefur sér stað á því
réttarsviði á undanförnum árum og
áratugum hafi ekki haft þau áhrif á
niðurstöðu dómsins, sem vænta
hefði mátt. Hér ber einkum að líta
til áhrifa frá alþjóðastríðsglæpa-
dómstólunum vegna atburðanna í
Júgóslavíu og Rúanda, en ljóst er
að stofnun þeirra hratt af stað
þeirri flóðbyigju umræðna á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna, sem
leiddi til undirritunar Rómar-
samningsins um Alþjóðasakamála-
dómstólinn 17. júlí sl.
Það má með nokkrum sanni
segja að efnisákvæði Rómarsamn-
ingsins endurspegli núgildandi
réttarástand á sviði alþjóðlegs
refsiréttar. I 5. gr. Rómarsamn-
ingsins kemur meðal annars fram
að Alþjóðasakamáladómstóllinn
skuli hafa lögsögu í málum er
varða hópmorð (genocide), en eins
og iýrr greinir hafa
spænsk yfirvöld haldið
því fram að Pinochet sé
grunaður um slíkan
glæp. Samkvæmt 1.
mgr. 27. gr. samnings-
ins taka ákvæði samn-
ingsins jafnt til allra
einstaklinga, hvort sem
þeir gegna opinberri
stöðu eður ei. Þá er
tekið sérstaklega fram
að enda þótt að ein-
staklingur gegni stöðu
þjóðarleiðtoga, leiðtoga
ríkisstjórnar, ráðherra,
þingmanns, kjörins
fulltrúa eða fulltrúa
ríkisvaldsins, þá skuli
staða hans ekki undir neinum
kringumstæðum útiloka refsiá-
byi’gð hans á grundvelli ákvæða
Reglur og þróun á sviði
alþjóðlegs refsiréttar,
segir Róbert R. Spanó,
virðast hafa haft lítil
áhrif á niðurstöðu
ensks dómstóls í Pin-
ochet-málinu.
samningsins. í 2. mgr. 27. gr.
samningsins er síðan skýi’lega tek-
ið fram að reglur landsréttar eða
alþjóðaréttar um friðhelgi opinbers
valdhafa skuli ekki koma í veg fyrir
að lögsaga dómstólsins verði virk í
máli hans.
Af framangreindum ákvæðum
verður ráðin sú fortakslausa regla
að samkvæmt Rómarsamningnum
geti þjóðarleiðtogi ekki borið fyrir
sig að hann hafí notið friðhelgi þeg-
ar hann framdi eða fyrirskipaði
hinar refsiverðu athafnir, hvort
sem slíkar friðhelgisreglur eru
fundnar í réttarkerfum einstakra
þjóðríkja sem í hlut eiga eða í al-
þjóðareglum. Þess ber að geta að
ákvæði 27. gr. Rómarsamningsins
er ekki að öllu leyti nýmæli um
stöðu handhafa opinbers valds í al-
þjóðlegum refsirétti. Sambærileg
ákvæði voru í 7. gr. stofnskrár
Núrnberg-dómstólsins frá 8. ágúst
1945 og eru nú í 7. gr. samþykkta
fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn
í Haag, en í báðum þessum réttar-
heimildum er gert ráð fyrir að leið-
togar geti ekki komið sér undan
refsiábyrgð með skírskotun til
stöðu sinnar. Hér má að auki
benda á sambærilegt ákvæði í 4.
gr. sáttmálans um ráðstafanir gegn
og refsingar fyrir hópmorð frá 9.
Róbert R.
Spanó
desember 1948. Það er aftur á móti
skoðun höfundar að með ákvæði
27. gr. Rómar-samningsins sé
gengið heldur lengra í þá átt að
koma í veg fyrir þann möguleika að
opinber valdhafi skýli sér á bak við
friðhelgisreglur þegar til skoðunar
kemur hvort hann hafi gerst sekur
um alvarlegan alþjóðaglæp, sem
fallið getur undir lögsögu dóm-
stólsins. Þrátt fyrir það sem rakið
er hér að framan um stöðu þjóðar-
leiðtoga samkvæmt Rómarsamn-
ingnum verður að hafa í huga að
samningurinn hefur ekki tekið
gildi. Einnig verður að líta til þess
að enda þótt Alþjóðasakamáladóm-
stóllinn væri þegar tekinn til
staríá, gæti lögsaga hans ekki tek-
ið til þeirra brota sem Pinochet er
ákærður fyrir, sökum þess að þau
áttu sér stað fyrir gildistöku samn-
ingsins.
III.
Áhrif alþjóðlegs refsiréttar á
niðurstöðuna í Pinochet-málinu.
Hér að framan var þeirri skoðun
haldið fram að áhrif framan-
greindrar þróunar um stöðu þjóð-
arleiðtoga og giidi friðhelgisreglna
í alþjóðlegum refsirétti hafi að lík-
indum ekki haft þau áhrif á niður-
stöðu Bingham lávarðar í Pin-
ochet-máhnu, sem ætla hefði mátt.
Verður nú leitast við að skýra
þetta nánar.
Það hefur lengi verið talin algild
venjuréttarregla (jus cogens) í al-
þjóðlegum refsirétti að ríki beri
skylda til þess annaðhvort að fram-
selja sakborning til annarra ríkja
samkvæmt beiðni þeirra, að því
gættu að lög framsalsríkis heimili
það, eða þá að rannsaka og sak-
sækja málið fyrir eigin dómstólum
(aut dedere aut judicare), þegar
grunur leikur á um að sakborning-
ur, sem staddur er á landsvæði
þess, sé valdur að alvarlegum al-
þjóðaglæp. Ekki hefur í sjálfu sér
verið deilt um gildi þessarar al-
þjóðlegu venjureglu við meðferð
Pinochet-málsins. Aftur á móti
hafa lögmenn Pinochets byggt
málsvörn hans að meginstefnu til á
því að enska löggjöfin um friðhelgi
opinberra valdhafa (State Imm-
unity Act frá 1978 og Diplomatic
Immunities Act frá 1964) girði fyr-
ir að heimilt sé að framselja Pin-
ochet, enda hafi hann notið frið-
helgi sem þjóðarleiðtogi fullvalda
ríkis á þeim tíma, sem hinir meintu
alþjóðaglæpir áttu sér stað.
Álþjóðalaganefnd Sameinuðu
þjóðanna hefur dregið þá ályktun
af könnun sinni á framangreindum
réttarheimildum í alþjóðlegum
refsirétti frá 1945 og alþjóðafram-
kvæmd á þessu sviði að opinber
valdhafi, sem framið hefur alvar-
legan alþjóðaglæp á borð við hóp-
morð og glæp gegn mannúð, geti
hvorki verið undanþeginn refsiá-
byrgð á grundvelli friðhelgisreglna
né vænst þess að refsiákvörðun
verði lækkuð með tilliti til stöðu
hans. Telja verður að gi-unnrökin
INNLENT
Ráðstefna um verkefnið
Karlar og fæðingarorlof
í TILEFNI af lokum verkefnisins
Karlar og fæðingarorlof gengst
jafnréttisnefnd Reykjavíkurborg-
ar fyi’ir ráðstefnu undir heitinu
Gegnum súrt og sætt - ráðstefna
um sambúð fjölskyldulífs og at-
vinnulífs. Ráðstefnan verður
föstudaginn 20. nóvember í Iðnó
við Vonarstræti og stendur frá kl.
13-17.
Ráðstefnan hefst með ávarpi
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
borgarstjóra. Þá mun Þorgerður
Einarsdóttir, félagsfræðingur sem
sá um rannsóknarhluta verkefnis-
ins, kynna í fyrsta skipti fræðileg-
ar niðurstöður rannsóknarinnar
en sama dag kemur út rit um
rannsóknina og niðurstöður henn-
ar. Haukur Þór Haraldsson, sviðs-
stjóri hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur, segir frá þátttöku
sinni í verkefninu. Heimildar-
myndin Feður í fæðingarorlofi
verður forsýnd fyrir ráðstefnu-
gesti en hún er á dagskrá RÚV-
Sjónvarps sunnudaginn 29. nóv-
ember nk.
Sérstakur fyrirlesari á ráð-
stefnunni er Bruce McDonald,
starfsmannastjóri breska sveitar-
félagsins Kingston upon Thames,
en hann á sæti í ráðgjafahóp ríkis-
stjórnar Tony Blairs um fjöl-
skylduvæna starfsmannastefnu.
Fyrirlestur hans fjallar um verk-
efni undir hans stjórn innan
Kingston sem ber heitið Striking
the Balance og er styrkt af Evr-
ópusambandinu.
Ingólfur V. Gíslason, félags-
fræðingur og starfsmaður karla-
nefndar Jafnréttisráðs, fjallar um
áhrif vinnunnar á sjálfsmynd
karla og heitir fyrirlestur hans
Vinnan - það er ég!
Lilja Mósesdóttir, hagfræðing-
ur, sem á sæti í sérfræðingahópi
Evrópusambandsins Kynferði og
atvinna, flytur fyrirlestur þar sem
hún ber saman möguleika til sam-
þættingar fjölskyldu- og atvinnu-
lífs á íslandi annars vegar og inn-
an EES hins vegar.
Ráðstefnan er öllum opin en
ráðstefnugjald er 1.800 kr. Inni-
falið í því eru ráðstefnugögn, ritið
Gegnum súrt og sætt og kaffiveit-
ingar. Skráning fer fram hjá upp-
lýsingaþjónustu Reykjavíkur-
borgar.