Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 18.11.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 45 ÞORSTEINN GUÐNI ÞÓR RAGNARSSON aftur og aftur og fylgdi ávallt Önnu og gerði hana að fyrirmynd sinni. Anna kom henni og öllum öðrum sem með henni voru til nokkurs þroska. Það var eins og Anna gæti alltaf bætt við sig, þó svo hún hefði meira á sinni könnu en velflestir. Hún og Hjalti tóku að sér fólk sem átti við erfiðleika að stríða i lífinu, geðræn vandamál eða önnur. Stundum fengu skjól hjá þeim lítilmagnar samfélagsins sem enginn annar vildi hafa. Svo var með Bubba sem dvalið hafði lengstan hluta ævinnar á geðsjúkrahúsi og hefur búið síð- ustu áratugi á Kiðafelli. Anna ann- aðist hann af hjartahlýju og rögg- semi og kom fram við hann eins og einn af fjölskyldunni. Þegar hún vann í garðinum eða tók sér heilsu- bótargöngu hafði hún Bubba með sér. Með þrotlausri elju og mann- kærleik náði hún að ná fram meiri bata og lífsgleði hjá honum en tekist hafði á stofnunum. Mannskostir Önnu kristallast í umhyggjusemi við vandalausa sem hún tók að sér. Það sem þér gerið mínum minnsta bróður það gerið þér mér boðaði Kristur. Þau eru mörg sporin síðan Anna Einarsdóttir sleit barnsskónum í föngulegum systrahópi á Akranesi. Við lok vegferðar er gott til þess að vita að henni verður vel fagnað meðal vina á völlum Paradísar. Þorvaldur Friðriksson. Ljós frá loga aðgi’einir sig lokar blóm inn í blánótt brennir himin í stjörnum og kallar sig í huga sínum sól. (H.Á) Á auðu landi á Kiðafelli voru gi’óðursett tré. Veðrið hefur sett svip sinn á þessi tré gegnum tíðina því að þau hallast undan vindi og hafa fæst náð fullri stærð en þó orð- in nógu stöndug til að veita skjól lit- skrúðugri blómadýrð og tjörn. Elsku Anna mín, þetta er staður- inn þinn og nú þegar þú ert farin frá okkur og ég svona langt í burtu sé ég þig fyrir mér þar innan um blóm- in. Það er farið að kvölda og flestir eru famir inn að hvíla sig, en þú ert enn að störfum, óþreytandi í að bæta, fegra og fullkomna verk þitt svo að við, sem höfum verið svo lánsöm að þekkja þig og það sem þú hefur skapað, getum haldið áfram að njóta á nýjum degi. Oft sagðirðu mér frá því þegar þú fyrir mörgum árum byrjaðir að setja niður fyrstu hríslurnar og rok- ið var svo mikið eins og svo oft á Kiðafelli að varla var stætt. Fæstir höfðu þá trú á því að þér tækist það sem þú ætlaðir þér. En með vilja- styrk og dugnaði sem einkenndi allt sem þú gerðir tókst þér með tíman- um að rækta garð sem er engu lík- ur. Þú áttir þér alltaf einhverja drauma og ég var svo heppin að fá að eyða nokkrum sumrum með þér á Kiðafelli til að taka þátt í þeim og gleðinni yfir því að láta þá verða að veruleika. Mér er minnisstætt þeg- ar þú vaktir mig einn morguninn til að segja mér að þig langaði til að búa til tjörn í garðinn. Mér fannst hugmyndin fjarstæðukennd en áður en ég vissi af hafðirðu drifið mig á fætur og við vorum komnar út í garð og byrjaðar að moka. Lengi vel virtist þetta ætla að verða óvinn- andi verk, en einhvern veginn tókst þetta nú á endanum. Hún er ógleymanleg stundin þegar við stóð- um við eldhúsgluggann um kvöldið, þú hafðir sett ljós ofan í vatnið og nú horfðum við út í rökkrið á þessa lýsandi tjörn. Elsku Anna, það er sárt að kveðja þig, en ég gleðst þó yfir öllum skemmtilegu minningunum, sem þú skilur eftir hjá okkur. Þú hafðir hæfileika til að skapa ævintýri í hversdagsleika og ég veit, að þar sem þú ert heldurðu áfram að fegra umhverfi þitt. Elsku Hjalta, börn- unum þínum, barnabörnum, barna- barnabörnum og öllum aðstandend- um sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Við geymum minningu um drottningu í huga okkar. Hjördís Árnadóttir. „Drottinn, ó, Drottinn vor, dagamir líða“ Engin ný sannindi það, og ár líða hratt. Menn fmna það best á efri ár- um, þegar nálgast brottfarardag- inn. En mörgum ungum er tíminn skorinn knappt og aldnir bíða og líða - afgangurinn allt þar í milli. - Minningabrotin eru á stangli við veginn, sum hafa veðrast, mást og molnað - sem betur fer fennir i mörg sporin. - Kannski skiptir það eitt máli, sem notalegast er að orna sér við, þegar leiðir skilja: vinarþel, minning um góð kynni og ærlegt hjartalag í raun. Fólkið leggur í hann út í lífið - búið nesti og nýjum skóm úr for- eldrahúsum, það er gangur lífsins. Systurnar níu fara hver sína leið. Ég man vetrarlanga skólavist með Önnu systur á Hallormsstað, og löngu liðin sumur við matseld í vegagerð - nóg um það. En leiðir lágu saman þegar á daginn leið. Hún Anna var komin að Kiðafelli til hans Hjalta. Síðar komum við í bæ- inn eftir útivist á öðrum landshorn- um. Fyrr höfðum við gert marga góða reisu með þeim. Þau voru ólöt að líta inn, og þá var lagt í hann, heilsað upp á óbyggð - fjöll og fjöru, kannske varð fallegur steinn fyrir fæti. Að klífa brattann og eiga stund utan alfaraleiða var heilsu- bnmnur og sálubót. Sumarauka bættum við saman í safnið, nokkur skipti - þótt góður væri, þá læra menn, ef vissu ekki áður: að heima er best. Kiðafell var hennar fasti punktur í tilverunni. Þar lét hún rækilega til sín taka, mældi ekki stundirnar við að prýða óðalið inni og utan dyra. Handaverkin og hugur hennar votta það, að henni var allt annað betur lagið en sitja með hendur í skauti. - Eftir að búskap þeirra Hjalta linnti, var snarlega hafin bændagisting. Náðugir dagar voru ekki ofarlega á óskalista hennar. Vandalausan tók hún á heimilið, sem smá ábót, hana munaði ekki um það. Stórfjölskyld- an á Kiðafelli átti öruggt skjól í ranni þeirra Önnu og Hjalta - börn- in mörg og unga kynslóðin fundu sig þar heima. Állt er að breytast. Sætið hennar við spilaborðið autt. Nú ríkir þögn, þeir morgnar eru orðnir að sælli minningu, þegar hún sló á þráðinn, það var hennai- háttur að slíta ekki tengslin. Nú er sambandið torveld- ara um geimdjúpin, en stendur til bóta. Myrkt varð um miðjan dag á Kiðafelli, daginn þann, þegar hún Anna var burtu kölluð. Viku fyrr bauð hún til afmælisfagnaðar. Mann gi-unaði margt, en hver heldur ekki dauðahaldi í vonina - þó að við vit- um hana vonlausa. Nú drúpir sorg yfir bænum og hópnum hennar en hún er margs orðin vísari en við, sem horfum yfir hafið. Innileg kveðja að lokum, elsku systir, frá mér og mínu fólki. Megi „hinn eilífi andi, sem í öllu og alls- staðar býr“ vera þér ljós á nýju landi. Hjalti vinur, og allt þitt fólk, sé ykkur forsjóninni falin. Beta Einarsdóttir. Elsku amma, ég veit að þú ert á góðum stað og þér líður vel en það er svo erfitt að hugsa um að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur heima. Þú varst alltaf svo dugleg með stóra garðinn þinn, hestaleiguna, gisti- þjónustuna og allt saman. Þú varst alltaf svo hress og ég held að ég hafi aldrei séð þig veika. Mér finnst svo leiðinlegt að hafa ekki verið heima til að kveðja þig og geta ekki verið í jarðarförinni, en mér þykir heiður að vita að þú verðir jörðuð á afmæl- isdaginn minn. Ég og Hilda ætlum að vera í kirkju, ég hér í Danmörku og Hilda á Ítalíu á meðan á athöfn- inni stendur svo við getum samt sem áður tekið þátt í loka kveðju- stundinni. Ég veit að þetta er mjög erfitt fyrir Hildu og þar sem hún hefur ekki tækifæri til að skrifa þér þá skrifa ég þessa minningargrein fyrir hönd okkar beggja. Það var undarlegt að seinasta kvöldið sem þú sofnaðir fékk ég undarlegan verk í magann og Hilda fékk svipaðan verk daginn sem þú dóst og ég fékk sama verkinn dag- inn eftir, áður en við vissum að þú værir dáin. Ég veit að fleiri fundu fyrir svipuðum verk á þessum tíma. Það er gott að verkurinn þinn er farinn og kannski var verið að sýna okkur verkinn þinn svo við ættum auðveldara með að skilja að það væri gott að þú fengir að fara fyrst þér var farið að líða illa. Það verður skrítið að koma heim um jólin og finna fyrir því að þú sért farin. Það var alltaf svo gaman að hlusta á þig segja frá þvl þegar þú varst ung og aðrar skondnar sögur. Ég man einu sinni eftir því þegar ég og Hilda gistum hjá þér og afa og þú sast inni hjá okkur og sagðir okkur sögur og við vildum alltaf að þú segðir okkur fleiri og fleiri sögur því þú kunnir svo margar og sagðir svo skemmtilega frá. Sagan um Eineyg, Tvíeyg og Þríeyg var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég á svo margar góðar minningar frá þér og það verður frá svo mörgu að segja ófæddum barnabamabömum. Þeg- ar ég fékk að vita fyrir tveimur vik- um að þú værir með krabbamein var það heitasta óskin mín að barnið mitt sem er á leiðinni fengi að kynn- ast þér. Ég átti alls ekki von á því að það væri svo stutt í að þú mundir deyja. Ég veit þú munt fylgjast með okkur og það er mér mikil huggun að vita að þú sért hjá okkur þó svo að við getum ekki séð þig. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stund- imar sem við áttum með þér og ég vil að þú vitir að þú átt stóran sess í hjarta okkar. Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Joh.3,16.) Rakel og Hilda. Kæra amma, Við kveðjum þig með sorg í hjarta, við eigum eftir að sakna þín mikið. Við minnumst stundanna sem við áttum með þér á Kiðafelli, dugnaðar þíns og kærleika. Mai'gs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans djTðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Saknaðarkveðjur, Hjalti og Anna Björk. + Þorsteinn Guðni Þór Ragn- arsson fæddist í Reykjavík hinn I. maí 1939. Hann lést á Landspítalanum 25. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 3. nóv- ember. Þegar Solla systir hringdi til mín og færði mér tíðindin um andlát Steina frænda, eins og hann var nefndur innan fjölskyldu okkar, fór um mig undarleg tilfinning og minningar streymdu í huga minn. Þrátt fyrir að biðin hafi verið löng og baráttan ei-fíð við illskeyttan sjúkdóm er alltaf mikið tilfmninga- stríð þegar kallið kemur. Ég man fyrst eftir Steina í æsku. Þar sem hann er af kynslóð for- eldra minna, var ég aðeins lítill drengur, og töluverður samgangur þeirra á milli. En í seinni tíð hitti ég Steina og fjölskyldu, einungis á mannamótum innan fjölskyldunn- ar. Ég man alltaf hvað ég bar mikla virðingu fyrir Steina og fyrsta upp- lifunin var þegar Steini, sem var í Lögreglunni í Reykjavík, kom eitt sinn á löggæslu-mótorhjóli heim til okkar og krakkarnir í hverfinu hópuðust að til að skoða, þá var hann „frændi minn“. Hann hefur alveg haldið þessari miklu virðingu sem ég upplifi sem ungur drengur, aðallega vegna þess hve fáguð og vönduð persóna hann var, hann var metnaðargjarn og keppnismaður í einu og öllu. Hann var mikill fjölskyldumaður, ræktaði fólkið sitt vel. En það sem kom mér mest á óvart var þegar hann hellti sér út í golfíþróttina,- vegna þess að þótt það séu íþrótta- menn í fjölskyldunni, fannst mér Steini ekki þessi íþróttatýpa, en hann afsannaði þá hugmynd mína allsnarlega og var mjög frambæri- legur golfari. Það er eins og með svo margt sem hann ætlaði sér, að honum tókst að ná settum mark- miðum. Það er erfítt að kyeðja sína nán- ustu á besta aldri. Ásthildur, Lilja, Raggi, Karen og nánasta fjöl- skylda, mínar dýpstu samúðar- kveðjur og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Ragnar Rögnvaldsson. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf gi-einin að berast fyrir hádegi tveimur vh'kum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar SKÚLA TRYGGVASONAR verkfræðings, Hæðarbyggð 24, Garðabæ. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun fær starfsfólk deilda A-7 og A-3 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Hjúkrunarþjónustan Karitas. Jónína Magnúsdóttir, Magnús Ágúst Skúlason, Árni Þór Skúlason, Tryggvi Sveinsson, Þóra Eiríksdóttir, Magnús K. Jónsson, Unnur H. Lárusdóttir og systkini. + Elskulegu vinir og samferðafólk. Við þökkum þann mikla samhug og vináttu, sem til okkar hefur streymt vegna veikinda og andláts ÁSU HAFLIÐADÓTTUR í Rauðholti. Guð blessi ykkur öll. Sævar Sigbjarnason, Líneik Anna Sævarsdóttir, Magnús B. Ásgrímsson, Hafliði Sævarsson, Guðný Gréta Eyþórsdóttir, Helga Sævarsdóttir, Ásgeir Sveinsson, Sigbjörn Óli Sævarsson, Sindri Baldur Sævarsson. + Innilegt þakklæti til allra, er sýndu okkur vin- semd og samúð við andlát og útför eigin- manns míns og föður okkar, SVEINS TÓMASSONAR fyrrv. slökkviliðsstjóra á Akureyri. Fyrir hönd vandamanna, Helga Gunnlaugsdóttir, Þórey, Gunnlaugur Búi og Tómas Sveinsbörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu vegna andláts og útfarar UNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Heiðarvegi 35, Vestmannaeyjum. Sigfús Sveinsson, Katrín Sigfúsdóttir, Jón Ragnar Björnsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.