Morgunblaðið - 18.11.1998, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 18.11.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NOVEMBER 1998 BREF TIL BLAÐSINS Er eftirsjá í drasli? Frá Kiistínu Reynisdóttur: AÐFARANÓTT 9.11 sl. átti sér stað sá sorglegi atburður að áttræð kona, ábúandi að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, varð fyrb- miklu tjóni er eldur kviknaði í íbúðarhúsi hennar. Þó var það huggun harmi gegn að ýmislegt heillegt mátti fínna í húsinu, þ.m.t. yfir hundrað ára gamlar dagbækur föður henn- ar. En ekki vannst tími til að fara gaumgæfilega yfir það sem eftir var af eigunum hennar því aðfara- nótt þess 10.11. sl. eða nokkrum klukkustundum síðar blossar eldur aftur upp í húsinu og nú brann það til kaldra kola og allt sem inni var. Oft kom ég inn á það virðulega og fallega heimili sem Kálfatjörn var. Þar var veglegt heimilisbóka- safn, mikið af fallegum gömlum húsgögnum, gömlum silfurbúnaði og öðrum fágætum munum. Þetta hlýlega heimili sem öllum stóð opið var ávallt svo snyrtilegt og vel um það hugsað að til þess var tekið enda alveg sérstaklega gott fólk sem þar hefur búið í gegnum tíð- ina. Guði sé lof lyrir að ekki varð manntjón í þessum bnma en þó er það bæði mjög átakanlegt og sorg- legt þegar fréttir berast af fólki sem misst hefur heimili sitt og/eða aleiguna hvernig sem slíkt vill til. Þá hefur vinátta, samhygð og hlut- tekning allra sem að málunum koma verið helsta hjálparhella þeirra sem hafa átt um sárt að binda. Því varð ég felmtri slegin eftir seinni fréttatíma Ríkissjónvarpsins þann 10.11 sl. en þar var birt viðtal við einn af þeim slökkviliðsmönn- um sem kom að eldsvoðanum. í þessu viðtali greinir hann frá til- drögum seinni eldsupptakanna. Að hans sögn hafði hann talið óhætt að yfirgefa húsið eftir fyrri brunann þar sem hann taldi fullvíst að eldur myndi ekki blossa upp á ný. Ekki er ég kunnug eldvarnaraðgerðum almennt en mér hefur skilist að það sé regla að vakta slík hús í allt að sólarhring eða þar til tryggt er að ekki kvikni eldur að nýju. Ekki er hægt að skilja orð slökkviliðs- manns öðruvísi en svo, að þetta hús hafi verið mikill eldsmatur og því fæ ég ekki skilið hvers vegna það var ekki vaktað með tilliti til þess. Hvort sem hér eru um að ræða skort á tækjabúnaði, vítavert kæruleysi, handvömm eða hvað annað þykir mér orðalag þessa slökkviliðslmanns í áðurnefndu sjónvarpsviðtali með afburðum ein- kennilegt en þar segir hann húsið hafa verið fullt af fötum og öðru „drasli“. Söfnunarfénu er varið til þróunarverkefna Frá Önnu Ólafsdóttur: VEGNA skrifa Ástþórs Magnús- sonar í Bréfi til blaðsins á laugar- dag vill Hjálparstarf kirkjunnar (áður Hjálparstofnun kirkjunnar) taka fram eftirfarandi: Hjálparstarf kirkjunnar tók að sér, að béiðni Norðurpólsins á Akureyri, að finna móttakendur fyrir jólpakka sem Norðurpóllinn hyggst safna nú í nóvember og fram að jólum handa börnum í stríðshrjáðum löndum. Norðurpóll- inn mun annast söfnun og frágang og bera allan kostnað við pakkana. Hjálparstarf kirkjunnar mun hinsvegar, með fulltingi fulltrúa síns í Bosníu og í samvinnu við samstarfsaðila þar, taka á móti pökkunum þegar þeir koma þang- að og deila þeim út til barna á svæðinu. Þetta hefur Ástþóri verið gert ljóst oftar en einu sinni. Því er frá- leitt að segja að hefðbundin jóla- söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem landsmenn þekkja til með gíróseðli og söfnunarbauk okkar fari í téða jólapakkasendingu Norðurpólsins. Söfnunarfé HK er varið til þróunarverkefna sem Hjálparstarfið hefur skuldbundið sig til, aðstoðar bágstadda íslend- inga og neyðarverkefna erlendis, en Mið-Ameríka er nú efst á baugi í þeim efnum. F.h. Hjálparstarfs kirkjunnar, ANNA ÓLAFSDÓTTIR, fræðslufulltrúi Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. Barnamyndatökur PÉTUR PÉTURSSON LIÓSMYNDASTÚDÍÓ Laugavegi 24 • 101 Reykjavík Sími 552 0624 Hvernig má það vera að maður í þessari stöðu komi með slíka yfir- lýsingu þegar um er að ræða aleigu einhvers? Fyrir utan þá ónærgætni og vanvirðingu sem felst í þessum orðum langar mig að vita hvort það sé almenn venja slökkviliðsmanna að leggja mat á innanstokksmuni sem orðið hafa eldi að bráð í hús- brunum sem þessum og tjá sig um það í sjónvarpi? Að lokum, getur aleiga einhvers, hver sem hún kann að vera, kallast „drasl“? Það sætir ekki undrun að slökkviliðsmaður með slíkt viðhorf yfirgefi brennandi hús. KRISTÍN REYNISDÓTTIR, Freyjugötu 35, Reykjavík. ilisö IKIsIk SíaiiPí Fyllir vöðva orkuforða og byggir upp Venjulegir orkudrykkir inni- halda einfaldar sykrur sem hvetja líkamann til að losa of- magn insúlíns sem aftur hvet- ur líkamann til fitumyndunar og veita vöðvunum engin uppbyggingarefni. 330 ml Kick Start inniheldur: Fullkomna blöndu af sykrum, próteinum, steinefnum og 16.010 mg af hreinum amínósýrum Fita = 0 Fæst í verslunum Hagkaups, Nýkaupa, World Class og Gym 80. Umboðsaðili: Cetus, sími 551 7733 Gleraugnaverslunin Sjónarhóll Glæsibæ og Hafnarfirði GLERAUGNAVERSLUN j Glæsibær S. 588-5970 Hafnarflörður S. 565-5970 Sjónarhóll er frumkvöðull Viðurkenndir glerja- og umgjarðaframleiðendur að g|eraugnaverðs AMERISKU UniOMREMIIII ÞAIIVIRKA! ÁRAIMGURINIM SÉST Á ÖRFÁUM DÖGUM! Amerísku undrakremin frá INSTITUTE-FOR-SKIN-THERAPY græða, jafna, slétta, mýkja, næra, stinna, hindra hrukkumyndun, minnka svitaholur, deyfa brúna aldursbletti, varðveita raka, verja fyrir utanaðkomandi áhrifum og veita húðinni heilbrigðan og ferskan blæ. Ótrúlegt en satt - árangur af notkun snyrtivara frá INSTITUTE- FOR-SKIN-THERAPYer sýnilegur á örfáum dögum, enda kremin framleidd í Hollywood, Kaliforníu þar sem fólk hefur hvorki tíma til né áhuga á að bíða eftir árangri, vill og verður að sjá hann STRAX! Snyrtivörur fyrir allar húðgerðir, ilmefnalausar, náttúrulegar, ofnæmisprófaðar, með og án ávaxtasýru. Dagkrem, næturkrem, augnkrem, olíulaust rakakrem, C-vítamínkrem, hreinsigel, bólumeðferð fyrir unglinga, magnaðir andlitsmaskar sem VIRKA o. fl. o. fl. 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR Gildir til 27 nóv. 1998 Fást aðeins á völdum snyrtistofum í Kaliforníu og á íslandi hjá: Snyrtistofunni MAJU, Bankastræti 14, R, s. 551 7762 Snyrtistofunni Evu, Ráðhústorgi 1, Akureyri, s. 462 5544 Snyrtistofunni Dönu, Hafnargötu 41, Keflavík, s. 421 3617 og hjá KOSMETU ehf, Síðumúla 17,108 R, s. 588 3630 Sendum vandaðan, litprentaðan, íslenskan upplýsingabækiing ásamt verðlista ef óskað er! e.h.f. Síðumúla 17 • 108 R • Sími: 588-3630 • Fax: 588-3731 Opið frá kl. 17:00-19:00 daglega. Netfang: kosmeta@islandia.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.