Morgunblaðið - 18.11.1998, Side 64
Drögum næst
24. nóvember
HAPPDRÆTTI
( \:t HÁSKÓLA ÍSLANDS
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Drög að ályktun um sjávarútvegsmál hjá Framsókn
Hluta af aukningu
kvóta haldið eftir
FRAMSÓKNARMENN telja áð
skattleggja eigi með sérstökum
hætti söluhagnað sem myndist við
sölu á veiðheimildum og fénýtingu
veiðiheimilda með öðrum hætti
þegar einstaklingar hætti starf-
semi í atvinnugreininni. Þannig
megi best koma í veg fyrir að ein-
staklingar fénýti endurnýjanlegar
veiðiheimildir í eigin þágu. Þá telja
framsóknarmenn að stjórnvöld
í—JSigi að halda eftir hluta af aukn-
ingu veiðiheimilda og hafa þær
meðal annars til leigu á kvótaþingi
til að auka fi-amboð veiðiheimilda
þar.
Þetta kemur fram í drögum að
ályktun um sjávarútvegsmál sem
lögð verða fram á flokksþingi
Framsóknarflokksins sem hefst á
föstudaginn kemur. Orðrétt segir:
„Leita ber leiða til að tryggja
rekstrargrandvöll aflamarksskipa
og auðvelda aðgang þeirra að
veiðiheimildum, með það að mark-
Söluhagnaður
verði skatt-
lagður með sér-
stökum hætti
miði að treysta stoðir sjávar-
byggða á landsbyggðinni. Fram-
sóknarmenn telja að stjómvöld
eigi að halda eftir hluta af aukn-
ingu veiðiheimilda. Þessar heim-
ildir verði meðal annars til leigu á
kvótaþingi til þess að auka fram-
boð veiðiheimilda á kvótaþingi.
Framsóknarmenn telja eðlilegt
að leitað verði leiða til að skatt-
leggja með sérstökum hætti sölu-
hagnað sem myndast við sölu ein-
stakra aðila á veiðiheimildum og
þegar einstakir aðilar fénýta sínar
veiðiheimildir með öðram hætti við
að hæþta starfsemi í atvinnugrein-
inni. Á þann hátt má best koma í
veg fyrir að einstaklingar fénýti
endurnýjanlegar veiðiheimildir í
eigin þágu.“
Hvalveiðar á
næsta kjörtímabili
Einnig kemur fram í drögunum
að framsóknarmenn telja að
krókabátar án aflahámarks eigi
eins og aðrir að lúta reglum um
hámarksafla, þannig að fiskveiði-
stjómun sé virk, en hlutdeild
þeirra í heildarafla hafi aukist
mjög á undanförnum áram.
Þá segir að Framsóknarflokkur-
inn muni taka afstöðu til tillagna
auðlindanefndarinnar þegar þær
komi fram. Fram kemur að þeir
leggja einnig sérstaka áherslu á
rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á
lífríki hafsins og að taka eigi
ákvörðun um að nýta sjávar-
spendýr á vísindalegum forsend-
um og hefja hvalveiðar á næsta
kjörtímabili.
Morgunblaðið/RAX
Fiskur á rá
LILJA Þórarinsdóttir í Neskaupstað var að hengja upp fisk niðri á
bryggju þegar ljósmyndari átt.i þar leið um. Fallegt veður hefur verið
í Neskaupstað undanfarið og gott tóm gefist þar til ýmissa verka
utanhúss.
Hlutafjárútboð FBA
Búnaðar-
bankinn
safnaði
kennitölum
FORRÁÐAMENN verðbréfafyrir-
tækja telja framvirk kaup á hluta-
bréfum og söfnun kennitalna í þeim
“~~tilgangi að komast yfir stærri hlut í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
(FBA) hvorki vera ólögleg né sið-
laus. Þeir segja að með umræddum
viðskiptum hafi eftirmarkaður með
hlutabréf færst framar en áður og
slíkt sé eðlilegt.
Búnaðarbankinn tók virkan þátt í
framvirkum viðskiptum með hluta-
bréf FBA en forráðamenn annarra
verðbréfafyrirtækja, sem Morgun-
blaðið ræddi við í gær, neituðu því
að um skipulagða söfnun kennitalna
hefði verið að ræða.
Ami Oddur Þórðarson, for-
stöðumaður markaðsviðskipta hjá
Búnaðarbankanum, segir að bankinn
hafi tekið að sér að eiga framvirk
tfiðskipti með hlutabréf í FBA og
hann hafi keypt og selt hlutabréf áð-
ur en úboðinu lauk og eftir það. Það
sé ánægjulegt við þessi framvirku
viðskipti að almenningi hafi þannig
gefist kostur á að taka þátt í einka-
væðingarverkefni án þess að hafa yf-
ir miklum fjármunum að ráða.
Aðspurður hvort Búnaðarbank-
inn hefði beinlínis safnað kennitöl-
um, eða kauprétti, fyrir ákveðna
viðskiptavini, sagði Árni Oddur að
verðbréfaviðskipi gengju út á að
leiða aðila saman, sumir kaupi og
-Ú^Srir selji, og hlutverk verðbréfa-
miðlara væri að miðla viðskiptum.
„Búnaðarbankinn er sterkt afl á
verðbréfamarkaði, tók virkan þátt í
þessum viðskiptum, og hafði mikið
um það að segja að einkavæðing
FBA tókst svo vel sem raun ber
vitni,“ sagði Árni Oddur.
'* ■ Eftirmarkaður hlutabréfa/18
Verðmætasta frímerkjabréfíð
BIBLÍUBRÉFIÐ frá 1876. Það er með 23 skildingafrímerkjum.
Biblíubréfið sýnt
í Kaupmannahöfn
BIBLÍUBRÉFIÐ, örk með 23
skildingafrímerkjum frá Is-
landi, verður sýnt í fyrsta sinn
á Norðurlöndunum á Póst- og
símaminjasafninu í Kaup-
mannahöfn 19.-22. nóvember
nk. Biblíubréfið er frá árinu
1876 og er talið einstæður frí-
merkjafundur. Það fannst árið
1972 inni í gamalli Biblíu. Það
er eina þekkta bréfið með
þjónustufrímerkjum og er af
þeim sökum talið það
verðmætasta sem frá Islandi
hefur komið. Það var síðast
selt á uppboði hjá Feldman í
Sviss fyrir um 17 milljónir
króna.
Magni R. Magnússon kaup-
maður segir að bréfið hafi ver-
ið selt á uppboði í Þýskalandi
og horfið af markaðnum.
Skyndilega hafi það verið
boðið upp og selt hjá Feldinan
í Sviss árið 1983. Salan var ein
af tíu hæstu það ár í frímerkja-
heiminum.
„Bréfið á að hafa fundist í
Biblíu úti á landi. Það er með
skildingafrímerkjum og er frá
þeim tíma þegar myntbreyting
varð á íslandi. 1. janúar 1875
voru teknar upp krónur og
aurar í stað rfkisdala og skild-
inga. Sýsluinaðurinn á Kiða-
bergi í Árnessýslu, Þorsteinn
Jónsson, fékk sendingu með
nýju peningunum sem hann
átti að láta til skipta fyrir
ríkisdali og skildinga og því
fylgdi annað bréf, sem er hið
svokallaða Biblíubréf," segir
Jón Aðalsteinn Jónsson, orða-
bókarritstjóri og frímerkjasér-
fræðingur.
Á umslaginu, sem stílað er
til sýslumannsins í Árnessýslu,
era 22 átta skildinga frímerki
og eitt fíögurra skildinga frí-
merki. Á umslaginu kemur
fram að þyngdin á sendingunni
er 10 pund og 82 kvint. Á því
stendur að með fylgi forsiglað-
ur peningaböggull með 75 kr. í
10, 5, 2 og 1 eyris peningum
sem jafngildi 37 ríkisdölum og
48 skildingum. Líklega sendi
landfógetinn bréfið.
DC 8 vél missti
hjól í flugtaki
HJÓL losnaði undan DC 8 vöra-
flutningavél í eigu Air Touras á Ir-
landi í flugtaki á Keflavíkurflug-
velli sl. laugardag. Miklar eldglær-
ingar urðu við óhappið. Islenskir
flugumferðarstjórar sáu hvað hafði
gerst og sneru vélinni inn til lend-
ingar á ný eftir að eldsneyti hafði
verið losað úr tönkum hennar yfir
hafi.
Vélin millilenti í Keflavík á leið
sinni frá Ostende í Belgíu til
Hondúras með hjálpargögn. Fimm
vora í áhöfn vélarinnar, allir frá Ir-
landi. Skúli Jón Sigurðarson, for-
stöðumaður rannsóknarnefndar
flugslysa, segir að allt hafi verið
með eðlilegum hætti í fluginu nema
í flugtaki þegar starfsmenn í flug-
turni tóku eftir eldglæringum frá
aðalhjólunum hægra megin. Kom í
ljós að innra hjólið á vélinni aftan-
verðri hafði losnað af. Fjögur hjól
era á hvorri hlið. Flugstjórinn
sleppti eldsneyti yfir hafi og lenti
vélinni án vandræða.
Hjólið fannst síðar á vellinum.
Skúli Jón segir að bilað hafi lega í
hjólinu þannig að hún hafi of-
hitnað og eyðilagt felguna. Vélin
var færð inn í flugskýli sl. sunnu-
dag og varahlutir fengnir erlendis
frá. Flugleiðir önnuðust viðgerð á
henni og hélt hún aftur af landi
brott sama dag.
„Það er ekki hægt að segja að
það hafi verið hætta á ferðum
vegna þess hvernig þetta bar að.
Starfsmenn í flugturni sáu þetta og
þess vegna tók flugstjórinn ekki
upp hjólin. Hætta hefði getað verið
á ferðum hefði hann gert það
vegna þess hve mikill hiti myndast
við þetta. Það hefði getað myndast
íkveikjuhætta," segir Skúli Jón.
Bilun af þessu tagi hefur komið
fyrir áður í DC 8 vélum og kvaðst
Skúli Jón minnast svona atviks
hjá Cargolux fyrir mörgum árum.
Loftleiðir og Flugleiðir notuðu DC
8 vélar í um 20 ár og minnist Skúli
Jón þess ekki að komið hafi upp
atvik af þessu tagi hjá þeim félög-
um.
Hátt verð á
sóknardagabátum
VERÐ fyrir krókabát í sóknardaga-
kerfi getur faiáð allt upp í 25 millj-
ónir króna, þrátt fyrir að bátarnir
hafi heimild fyrir aðeins 9 sóknar-
dögum á fiskveiðiárinu, samkvæmt
núgildandi lögum. Að sögn skipa-
sala hafa menn greitt svo hátt verð
fyrir sóknardagabáta út á hugsan-
legar breytingar á fiskveiðistjórnun
smábáta sem gætu leitt til
verðmætaaukningar í framtíðinni.
Jakob Jakobsson hjá Skipasöl-
unni ehf. segir að ekki hafi verið
mikil hreyfmg á sóknardagabátum
síðustu mánuði. Hins vegar sé nú
talsverð eftirspurn eftir krókabát-
um í þorskaflahámarkskerfið. „Það
ríkir mikil óvissa um sóknardaga á
fiskveiðiárinu og menn halda að sér
höndum á meðan svo er. Reynslan
af þorskaflahámarkinu hefur aftur á
móti verið mun betri,“ segir Jakob.
■ 25 milljónir/Bl