Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 22

Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Náttúruleg- ar húðvörur LYFJAVERSLUN íslands hefur hafið sölu á náttúrulegum húðvör- um frá danska fyrirtækinu Anjo. Um er að ræða tvær línur, Bi- omin, sem inniheldur Aloa Vera- gel og Aloe Vera-krem og eru m.a. notuð vegna sólbruna, minni- háttar brunasára og mýbits. Hins vegar er Anjo-línan, sem inniheld- ur ýmiss konar húð- og andlits- krem, en í þeim eru m.a. náttúru- legar ávaxtasýrur unnar úr an- anas, ástaraldini og greip. Einnig má nefna „Anti Cellulitis I.otion", sem vinnur gegn appelsínuhúð, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Allar vörurnar innihalda nátt- úrulegar jurtaolíur og jurta- extrakta og á umbúðum er að finna nákvæma innihaldslýsingu. Vörurnar eru prófaðar á fólki en ekki dýrum. Þær fást í apótekum. Verðkönnun Samkeppnisstofnunar Allt að 228% verðmunur á klippingu fyrir konur Verðkönnun hjá hársnyrtistofum Könnunin næryfir 188 hárgreiðslu- og rakarstofur á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð Lægsta Karlar 'vy.,., verð Hæsta verð Mis- munur nóv. 1997 nóv. 1998 Breyt- ingar Klipping XyV 900 2.290 154% 1.498 1.555 4% Klipping, ný lína ^ 900 2.300 156% 1.547 1.586 2% Konur Klipping 1.100 3.610 228% 1.715 1.762 3% Klipping, ný lína 1.100 3.610 228% 1.884 1.956 4% Lagning 995 2.610 162% 1.483 1.553 5% Stífur blástur 800 3.500 338% 1.554 1.628 5% Konur og karlar Hárþvottur 150 520 247% 327 330 1% Hárþvottur m/hárnær. 195 900 362% 385 382 -1% Litun, stutt hár 1.500 3.879 159% 2.353 2.467 5% Permanent, stutt hár 1.900 5.170 172% 3.640 3.756 3% Strípur, stutt hár hetta 1.000 4.100 310% 2.405 2.495 4% Strípur, stutt hár ál 1.950 4.600 136% 3.263 3.425 5% Drengir og stúlkur Klipping 600 1.900 217% 1.171 1.200 2% KLIPPING fyrir konur getur kostað 1.100 krónur en hún getur líka kostað 3.610 krónur allt eftir því á hvaða hársnyrtistofu er far- ið. Verðmunurinn eftir hársnyrti- stofum er allt að 228% á klippingu fyrir konur, 217% á klippingu fyr- ir börn og 154% á klippingu fyrir karlmenn. Þetta kemur fram í verðkönn- un sem Samkeppnisstofnun lét gera á hársnyrtistofum fyrir skömmu. Kannað var verð á þjónustu 188 hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru fjórtán þjónustuliðir kannaðir, þ. á m. klipping fyrir konur, karla og börn, lagning, hárþvott- ur, litun, permanent og strípur. Sambærileg könnun var gerð fyr- ir ári. Þjónustuliðir hækka um 3% Að sögn Kristínar Færseth deildarstjóra hjá Samkeppnis- stofnun hafa þjónustuliðir að með- altali hækkað um rúm 3% á einu ári en meðalverðbreyting hjá ein- stökum stofum var mjög mismun- andi. „Hjá 66 stofum var verðið óbreytt eða hafði lækkað lítillega frá því í fyrra. Hjá 86 stofum hafði verðið hækkað um 1-10%, verð á 25 stofum hækkaði um 11-20% og hjá fjórum hársnyrti- stofum hafði verðið hækkað meira en um 20%.“ Kristín segir að samkvæmt reglum eigi að vera skýrar verð- skrár yfír algengustu þjónustu hársnyrti.stofa við inngöngudyr, auk þess sem verðskrá á að liggja frammi við afgreiðslukassa. Við athugun á framkvæmd þessara reglna kom í ljós að á 30% hár- snyrtistofa eru verðskrár við inn- göngudyr en á 77% eru þær við afgreiðslukassa. Hún segir rétt að taka fram að oft sé ellilífeyrisþegum veittur af- sláttur og dæmi eru um að veittur sé staðgreiðsluafsláttur. A einni stofu segir hún að verð á þjónustu hækki um 5% ef borgarð er með kreditkorti. Oll efni sem notuð eru eiga að vera innifalin í upp- gefnu verði á þjónustu. Fjórar stofur hafa hækkað verðið um 20% Þegar Kristín er spurð hvaða hársnyrtistofur bjóði lægsta verð- ið segir hún að það hafí ekki verið athugað sérstaklega. „Við erum fyrst og fremst að fylgjast með verðþróuninni á þessari þjónustu og ef neytendur skoða meðalverðið á einstökum þjónustuliðum geta þeir borið það saman við það verð sem þeir borga á sinni hársnyrtistofu." - Nú höfðu íjórar hársnyrti- stofur hækkað verðið um meira en 20%. Hvaða stofur voru það? „Við gefum ekki upp nöfn á ein- stökum hársnyrtistofum. Það er frjáls verðlagning og stofum er í sjálfsvald sett hvaða verð þær bjóða.“ Gunnþórunn Jónsdóttir og Bárður G. Halldórsson Við bjóðum okkur fram til forystu fyrir Frjálslynda flokkinn Lýðræðislegar kosningar er okkar kjörorð Við skorum á alla þá, sem vilja styðja okkur að mæta á stofnfund flokksins í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, laugardaginn 28. nóvember kl. 9.30. Vinsamlegast skráið ykkur í síma 552 7200 fram á föstudag. Virkjum lýðræðið - Skráum okkur strax

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.