Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Náttúruleg- ar húðvörur LYFJAVERSLUN íslands hefur hafið sölu á náttúrulegum húðvör- um frá danska fyrirtækinu Anjo. Um er að ræða tvær línur, Bi- omin, sem inniheldur Aloa Vera- gel og Aloe Vera-krem og eru m.a. notuð vegna sólbruna, minni- háttar brunasára og mýbits. Hins vegar er Anjo-línan, sem inniheld- ur ýmiss konar húð- og andlits- krem, en í þeim eru m.a. náttúru- legar ávaxtasýrur unnar úr an- anas, ástaraldini og greip. Einnig má nefna „Anti Cellulitis I.otion", sem vinnur gegn appelsínuhúð, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Allar vörurnar innihalda nátt- úrulegar jurtaolíur og jurta- extrakta og á umbúðum er að finna nákvæma innihaldslýsingu. Vörurnar eru prófaðar á fólki en ekki dýrum. Þær fást í apótekum. Verðkönnun Samkeppnisstofnunar Allt að 228% verðmunur á klippingu fyrir konur Verðkönnun hjá hársnyrtistofum Könnunin næryfir 188 hárgreiðslu- og rakarstofur á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð Lægsta Karlar 'vy.,., verð Hæsta verð Mis- munur nóv. 1997 nóv. 1998 Breyt- ingar Klipping XyV 900 2.290 154% 1.498 1.555 4% Klipping, ný lína ^ 900 2.300 156% 1.547 1.586 2% Konur Klipping 1.100 3.610 228% 1.715 1.762 3% Klipping, ný lína 1.100 3.610 228% 1.884 1.956 4% Lagning 995 2.610 162% 1.483 1.553 5% Stífur blástur 800 3.500 338% 1.554 1.628 5% Konur og karlar Hárþvottur 150 520 247% 327 330 1% Hárþvottur m/hárnær. 195 900 362% 385 382 -1% Litun, stutt hár 1.500 3.879 159% 2.353 2.467 5% Permanent, stutt hár 1.900 5.170 172% 3.640 3.756 3% Strípur, stutt hár hetta 1.000 4.100 310% 2.405 2.495 4% Strípur, stutt hár ál 1.950 4.600 136% 3.263 3.425 5% Drengir og stúlkur Klipping 600 1.900 217% 1.171 1.200 2% KLIPPING fyrir konur getur kostað 1.100 krónur en hún getur líka kostað 3.610 krónur allt eftir því á hvaða hársnyrtistofu er far- ið. Verðmunurinn eftir hársnyrti- stofum er allt að 228% á klippingu fyrir konur, 217% á klippingu fyr- ir börn og 154% á klippingu fyrir karlmenn. Þetta kemur fram í verðkönn- un sem Samkeppnisstofnun lét gera á hársnyrtistofum fyrir skömmu. Kannað var verð á þjónustu 188 hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru fjórtán þjónustuliðir kannaðir, þ. á m. klipping fyrir konur, karla og börn, lagning, hárþvott- ur, litun, permanent og strípur. Sambærileg könnun var gerð fyr- ir ári. Þjónustuliðir hækka um 3% Að sögn Kristínar Færseth deildarstjóra hjá Samkeppnis- stofnun hafa þjónustuliðir að með- altali hækkað um rúm 3% á einu ári en meðalverðbreyting hjá ein- stökum stofum var mjög mismun- andi. „Hjá 66 stofum var verðið óbreytt eða hafði lækkað lítillega frá því í fyrra. Hjá 86 stofum hafði verðið hækkað um 1-10%, verð á 25 stofum hækkaði um 11-20% og hjá fjórum hársnyrti- stofum hafði verðið hækkað meira en um 20%.“ Kristín segir að samkvæmt reglum eigi að vera skýrar verð- skrár yfír algengustu þjónustu hársnyrti.stofa við inngöngudyr, auk þess sem verðskrá á að liggja frammi við afgreiðslukassa. Við athugun á framkvæmd þessara reglna kom í ljós að á 30% hár- snyrtistofa eru verðskrár við inn- göngudyr en á 77% eru þær við afgreiðslukassa. Hún segir rétt að taka fram að oft sé ellilífeyrisþegum veittur af- sláttur og dæmi eru um að veittur sé staðgreiðsluafsláttur. A einni stofu segir hún að verð á þjónustu hækki um 5% ef borgarð er með kreditkorti. Oll efni sem notuð eru eiga að vera innifalin í upp- gefnu verði á þjónustu. Fjórar stofur hafa hækkað verðið um 20% Þegar Kristín er spurð hvaða hársnyrtistofur bjóði lægsta verð- ið segir hún að það hafí ekki verið athugað sérstaklega. „Við erum fyrst og fremst að fylgjast með verðþróuninni á þessari þjónustu og ef neytendur skoða meðalverðið á einstökum þjónustuliðum geta þeir borið það saman við það verð sem þeir borga á sinni hársnyrtistofu." - Nú höfðu íjórar hársnyrti- stofur hækkað verðið um meira en 20%. Hvaða stofur voru það? „Við gefum ekki upp nöfn á ein- stökum hársnyrtistofum. Það er frjáls verðlagning og stofum er í sjálfsvald sett hvaða verð þær bjóða.“ Gunnþórunn Jónsdóttir og Bárður G. Halldórsson Við bjóðum okkur fram til forystu fyrir Frjálslynda flokkinn Lýðræðislegar kosningar er okkar kjörorð Við skorum á alla þá, sem vilja styðja okkur að mæta á stofnfund flokksins í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, laugardaginn 28. nóvember kl. 9.30. Vinsamlegast skráið ykkur í síma 552 7200 fram á föstudag. Virkjum lýðræðið - Skráum okkur strax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.