Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 8
8 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ V- r5 ÞORVALDUR, Sigurður, Valgerður, Arnljótur og Ingveldur með Gylfa en dótturina Unni Malín vantar á myndina. Jólaundirbúningurinn á heimili Ing- veldar Róbertsdóttur og Sigurðar Ör- lygssonar felst aðallega í piparköku- bakstri og þá er ekki bara verið að tala um að baka venjulegar piparkökur og skreyta heldur er bakað almennilegt piparkökuhús. Börnin á heimilinu eru fimm talsins og öllum finnst þeim skemmtilegt að taka þátt í bakstrinum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg INNBAKAÐAR nautalundir í Madeirasósu með bökuðum kartöflum Hátíð þegar kjötið er hengt upp „Við höfum fyrir sið að borða hangikjöt á jóladag." Ing- veldur segir að fjölskyldan sé í sel- skap sem ber heitið „Dead meat society". „Við mætum með kjötið til hans Sverris Ólafssonar í Straumi í Hafnarfirði. Við kaupum framparta og læri og förum með til hans. Sverrir leggur kjötið í hefð- bundinn saltpækil eins og tíðkaðist á árum áður. Síðan er haldin mikil hátíð þegar kjötið er hengt upp í reyk. Þá er farin blysför, sungið og spilað á hljóðfæri og hver fjöl- skylda hengir upp sinn mat. Kjötið er reykt við birkikubba og tað og látið hanga nokkra sólarhringa og það er síðan sótt fyrir jólin. Fjölskyldan fjölmennir í heim- sókn á jóladag og borðar hangi- kjötið sem við berum fram með heimatilbúnu rauðkáli að hætti mömmu, baunum og gráð- ostasósu." Ingveldur segir að gráðostasósan sé ekki flókin í til- búningi en hún sé rosalega góð. Ég bræði gráðost í mjólk og bæti í súpukrafti. Það er nú allt og sumt en sósan er engu lík með hangi- kjötinu." Bömín síd alltaf m ai ; ÝTA J SKRE JOLATREÐ - Borða börnin sósuna? „Já og hún er miklu betri en hvíta sósan. Núorðið er sósan orð- in óaðskiljanlegur hluti af þessari máltíð okkar.“ - Hvað er svo borðað á aðfanga- dag? „Við höfum ekki komið okkur upp föstum siðum í því sambandi og það veltur bara á því hvað er girnilegt í kjötborðinu í hvert skipti.“ Nýbakaðar smákökur á aðventunni Ingveldur segist baka jafnt og þétt alla aðventuna og kökurnar eru borðaðar jafnóðum. „Krökkun- um finnst gott að koma heim úr skólanum og fá nýbakaðar smákökur.“ Á aðfangadag, rétt fyrir lokun, fer fjölskyldan og kaupir jólatré. „Þessi hefð hefur fest i sessi hjá okkur og þegar við mætum með Á.GUÐMUNDSSON ehf. húsgagnaverksmiðja jólatréð heim fá krakkarnir frjálsar hendur við skreytingar. Þau ráða því algjörlega hvernig tréð lítur út. Á meðan þau dunda sér við að gera jólatréð tilbúið gefst tími til að elda og undirbúa hátíðina." Sælgæti í morgunmat Mörg börn yrðu örugglega hrifin af morgunmatnum á þessu heimili þegar jóladagsmorgunn rennur upp, en þetta er eini dagur ársins sem börnin fá sælgæti í morgun- mat. „Við fáum alltaf Macintosh- góðgæti í jólagjöf og börnin vita að þau mega fá sér góðgætið á jóla- dagsmorgun." Skata eða rúgbrauð Fjölskyldan fer í skötu til vina- fólks á Þorláksmessu. Ingveldur segir að ekki séu öll börnin hrifin af kæstri skötu en þau borða þá bara rúgbrauð og kartöflur ( staðinn. Á gamlárskvöld borðar fjölskyld- an alltaf eitthvað sem ekki hefur verið eldað áður. [ fyrra voru það innbakaðar nautalundir og Ingveld- ur féllst fúslega á að gefa lesend- um uppskriftina. Einnig fengum við uppskrift að auðveldum eftirrétti, Feneyjabrjósti. innbafahr mmklundír í Madeímósu fyrir 6 ________1 kg ungnautalundir_____ 500 g smjördeig Sveppamauk: ___________200 g sveppir________ _____________2 laukar__________ ________ 100 g skinka __________salt og pipar________ ___________1 dl brauðrasp_______ ___________1 msk. olía__________ 1/2 dl Madeirasósa Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100 Fax 567 0320 UlpurJ J Náttföt Sokkar - Buxur Skyrtur " Hattar - Peysur . Slifsi Húfur Sloppar J Hanskar JSB-nærföt Qæðavara á jjóðu verði Guðsteins Eyjólfssonar/ Laugavegi 34, sími 551 4301 Madeirasósa: 7 dl kjötsoð 1 dl Madeiravín 30 g smjör 30 g smjörlíki 30 g hveiti Brúnið kjötið á pönnu í smjöri og kælið síðan. Hellið soði á pönnuna og bakið sósuna upp með hefð- bundnum hætti. Setjið vínið út í hana og takið pottinn strax af hell- unni. Saxið sveppi, skinku og lauk og steikið í olíu. Kryddið með salti og pipar og sparið ekki piparinn. Bætið sósunni út í maukið og þykkið með brauðraspinu. Rúllið út smjördeigið, skiptið því í tvennt og hafið annan hlutann dálitlu stærri. Smyrjið maukinu á deigið, setjið kjötið ofan á, mauk þar ofan á og smjördeig efst. Rúllið upp á kant- ana og skreytið með afgöngum af deigi. Gerið tvö lítil göt á deigið að of- an og bakið í ofni við 220°C í 15-20 mínútur. Berið fram með strengjabaunum og gulrótum og bökuðum kartöflu- rétti. í kartöfluréttinn fara niðurskorn- ar kartöflur, púrrulauksneiðar og venjulegur laukur. Þessu er raðað á víxl í eldfast mót og hellt yfir blöndu af sýrðum rjóma og mjólk sem búið er að rífa ost út í og krydda með seas- on all og pipar. Bakað í ofni í 30-40 mínútur. F eneyjdrjóst 1/2 dós niðursoðnir ferskjuhelmingar _____Þunnar sneiðar marsípan___ ________2 msk. brætt smjör______ 2 msk. hunang möndluflögur Ferskjurnar eru settar í eldfast mót ásamt vökvanum og þær látnar snúa á hvolf. Marsípan er sett ofan á og síðan er það penslað með bræddu smjöri og hunangi sem búið er að hræra saman. Möndluflögum er stráð yfir að lokum. Bakað í ofni við 200°C hita í 10-15 mínútur og borið fram með góðum ís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.