Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 14
14 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ nr.r, rí, Ryð-eða myglublettir í jóladúknum A. Hvað á að gera ef komnir eru ryðblettir í fallega „spari“ jóla- dúkinn? B. En ef það eru komnir myglu- blettir? Svar: A. Ef um bómullar- eða hördúk er að ræða þá má nota sýrusalt á ryðbletti. Leysið upp 1 tsk. af sýrusalti í 'h I af sjóðandi vatni. Dýfið blettinum í upplausn- ina og skolið vandlega með hreinu vatni. Gott er síðan að þvo dúkinn. Svar B. Ef þvo má dúkinn við 60° C eða 95° C þá ætti það að duga til þess að fjar- lægja mygluna. Ef um viðkvæm- ari dúk er að ræða er gott að nudda blettina varlega með borðediki og hafið alltaf þurrt undirlag. Dúkurinn er síðan þveginn. Sósan hleypur í kekki Þú ert að útbúa sósuna með jólasteikinni og hún hleypur í kekki. Hvað getur þú gert? Svar: Það er best að sia sósuna (hella henni á sigti). Ef þú þarft að hita sósuna upp þá skaltu gera það við hægan hita og bæta út í mjólk/vökva ef þarf. l' hvíta sósu myndir þú nota mjólk, í brúnar sósur myndir þú nota vatn eða soð. Sósan of þunn Sósan er alltof þunn og gestirn- ir eru að koma. Hvernig á að gera sósuna þykkari? Svar: Þá er gott að nota maísmjöl eða kartöflumjöl, þú hrærir hvort sem er út í vatn (1 lítri af sósu þarf 5-6 tsk. af þykkingarefni sem hrært er út í 5-6 msk. af vatni), hitar sósuna að suðu og hellir blöndunni út (og þeytir vel. Þeyttur rjómi Margir nota mikinn rjóma yfir hátiðarnar. Hvað þarf að hafa í huga svo rjóminn þeytist sem best? Svar: Bæði rjóminn og skálin sem þeyta á í, þurfa að vera vel köld. Ef settir eru 2-3 dropar af sítrónusafa saman við þá þeytist rjóminn enn betur. Hvernig er best að geyma rjómann ef keypt hefur verið of mikið magn? Geymsluþol á rjóma í frysti er nokkuð gott. Best er að frysta nýjan rjóma og ekki taka hann úr umbúðunum. Ef þú ætlar að þeyta rjóma sem hefur verið fryst- ur skiptir miklu máli að það sé ekki allt frost farið úr honum, byrj- ið að þeyta hann á meðan enn eru ísnálar til staðar. Frystur rjómi hentar einnig mjög vel í sósur, súpur og ýmsa rétti. ★ Frönsk síáhihðíkaim SIGURLÍNA Kristjánsdóttir ásamt barnabarninu sínu, Elínu Sjöfn Stephensen. FRÖNSK súkkulaðikaka Morgunblaðið/Golli STÓRFJÖLSKYLDAN kemir saman a jolaaag „Við höfum þetta einfalt og bætum bara í pottréttinn hráefni eftir því sem fjölskyldu meðlimunum fjölgar,“ segir hún Sigurlína Kristjánsdóttir, en stórfjölskylda hennar hefur fyrir sið að hittast á jóladag. #„Þrátt fyrir að við séum um þrjátíu talsins viljum við endilega halda í þennan sið og hittast. Þau okkar sem búa í rúmgóðu húsnæði hafa skipst á að halda jólaboðið og við systurnar höfum hist á Þorláksmessu til að elda pottréttinn." Sigurlína segir að stundum fari fjöldinn yfir 30 því sá sem býður heim til sín er oft með fjölskyldu maka síns líka. „Allir hafa hins vegar mjög gam- an af þessu jólaboði og vilja halda áfram að hittast. Við höfum alltaf þennan pottrétt og síðan koma all- ir með köku og eftir matinn drekk- um við því kaffi.“ Hún segir að fjölskyldan dansi síðan í kringum jólatréð og syngi jólasöngva. Annáll til vina Sigurlína segir að jólahaldið sé annars hefðbundið að flestu leyti nema hvað jólakortin hennar eru óvenjuleg. „Ég bjó úti á landi um skeið og þegar ég flutti síðan í bæinn fannst mér ég þurfa að skrifa vinum mínum hvað væri að frétta héðan af okkur úr bænum. Ég hóf því að skrifa nokkurs konar annál ársins og hef haldið þeim sið síðan, að senda öllum slíka jólakveðju." Sigurlína segir að nokkrir hafi tekið upp á því að svara henni í sömu mynt og það segir hún að sé mjög skemmti- legt. Við báðum Sigurlínu að gefa okkur uppskrift að pottréttinum og hún lumaði líka á góðri upp- skrift að franskri súkkulaðiköku sem dóttir hennar Halldóra Traustadóttir kom með í fartesk- inu frá Frakklandi fyrir nokkrum árum. Nautahöt í mubvínssósu __________•' 1 laukur_____________ ____________50 g smjör____________ _______350 g gott nautagúllas_____ ____________'h tsk. salt__________ ___________'A tsk. pipar__________ ___________125 g sveppir__________ ____________1 dl rauðvín__________ ________ 2 dl rjómi_______________ sósulitur Kjötið er skorið smátt og steikt létt (sárinu aðeins lokað) í smáskömmt- um á pönnu og síðan látið í pott. Steikið sveppi og lauk og látið saman við. Kryddið eftir smekk, bætið í rauðvíni og rjóma og hitið að suðu. Lækkið hitann og sjóðið í um 4-5 mínútur. Ágætt er að gera þennan pottrétt einum eða tveimur dögum áður en bera á hann á borð. Frönsk súkkulMéa ____________200 g smjör_________ 200 g suðusúkkulaði (Síríus) ______________4 egg______________ _____________3 dl sykur________ _____________1 dl hveiti______ _________100 g heslihnetur_______ flórsykur til skrauts Bræðið saman smjör og súkkulaði og kælið. Þeytið vel saman egg og sykur og bætið síðan í vel kældu súkkulaðinu og smjörinu. Síðast er hveiti og hesli- hnetum blandað saman við. Setjið í tvö 20x20 sm kökumót eða eitt stórt mót sem búið er að smyrja og hveitistrá og bakið í 35 mínútur við 180°C. Stráið flórsykri yfir og berið fram með þeytt- um rjóma. Kakan á að vera blaut. Mörkin 3 - S: 568-7477 opið lau. 10-16 ttl 20 dos nfX réf. fjrrfr jófrrT Harðir þurrk- aðir ávextir Uppáhalds jólasælgæti fjölskyld- unnar inniheldur mikið af þurrk- uðum ávöxtum. Ávextirnir eru frekar harðir og klesstir. Hvað er til ráða? Svar: Gott er að setja ávextina i heitan ofn í nokkrar mínútur. Einnig hægt að nota örbylgjuofninn og þá þarf miklu styttri tíma. Geymsluþol eggja Hvernig er best að geyma eggja- rauðurnar þegar eingöngu eggja- hvíturnar eru notaðar? Svar: Það er alltaf best að frysta það sem afgangs er, nema það eigi að notast daginn eftir, þannig haldast gæðin best. Það er hægt að frysta heil egg, eggjahvítur og jafnframt eggjarauður. Heil egg eru þeytt létt saman fyrir frystingu og í 5 egg er sett 1 msk. af sykri og 1 -1 ’/a tsk. af salti. Eggjarauður eru einnig þeyttar létt saman og sama magn af sykri og salti sett saman við. Eggjahvíturnar eru frystar án sykurs og salts. Best er að láta eggin þiðna hægt og ró- lega (í (sskáp) og síðan þarf að hafa í huga viðbætt sykur- og salt- magn þegar tekið er mið af þeirri uppskrift sem á að nota. Geymslu- þol: 8-10 mánuðir við 18° C. Eggjahvítur geymast betur en heil egg og eggjarauður. Kakan föst í forminu? Eflaust hefur einhver lent í því að kakan sat föst í forminu, þrátt fyrir að formið hafi verið smurt að innan með smjörlíki/olíu. Svar: Það hefur stundum reynst vel að hvolfa forminu og þekja það með viskastykki sem búið er að vinda upp úr vel heitu vatni. Siðan er að bíða þar til kakan losnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.