Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 17
Dajmostakaka
_______16 mulin Hausthafrakex______
125 g brætt smjör/ Sólblóma
__________400 g rjómaostur_________
__________120 g flórsykur__________
250 g Dajm súkkulaði
__________sem mulið er frosið______
21/? dl þeyttur rjómi
Setjið kex og brætt smjörið í botn á
eldföstu móti eða í lausbotna form og
þjappið vel. Þeytið saman ost og flór-
sykur og bætið að lokum Dajm
súkkulaði saman við og þeyttum
rjóma. Berið fram með kvöldkaffi eða
sem eftirrétt.
R ommhílutertd
____________4 eggjahvítur___________
____________200 g sykur_____________
________2 bollar Rice Crispies______
1 tsk. lyftiduft
Þeytið saman eggjahvítur og sykur
og blandið síðan varlega saman við
Rice Crispies og lyffidufti.
4 dl þeyttur rjómi
Krem:
__________1 dl hitaður rjómi________
________22-25 muldar rommkúlur______
________100 g rjómasúkkulaði________
2 eggjarauður
Rjóminn er hitaður og síðan er
súkkulaði og rommkúlum bætt í
rjómann. Eggjarauðunum er blandað í
að síðustu. Hrært vel og kælt niður.
Þegar kremið er orðið kalt er það þeytt
í hrærivél. Á fyrsta þotninn eru settar
tíu muldar rommkúlur og Anna María
segir gott að blanda með þessu ban-
anasneiðum. Ofan á þetta fer hluti af
kreminu og 4 dl af þeyttum rjóma þar
ofan á. Seinni botninn kemur ofan á og
að lokum afgangurinn af kreminu.
Skreytið síðan með rjóma og romm-
kúlum. Þessi terta er jafnvel betri þeg-
ar hún kemur úr frysti og þá þorgar sig
að taka hana úr frystinum 2-3 klukku-
stundum áður en hún er borin fram.
oMaœfrí
2 botnar sem duga í tvær kökur:
________4-5 eggjahvítur_______
________4 dl púðursykur_______
1 tsk. lyftiduft
Þeytið vel saman eggjahvítur og púð-
ursykur og bætið í lyftidufti. Setjið
deigið í tvö hringlaga form eða skúffu.
Klæðið fyrst með álpappír. bakið við
200°C í 5-7 mínútur og lækkið síðan í
100-110°C í um hálftíma.
Fylling í eina köku:
______________1/2 Itr rjómi____________
_______ piparmyntusúkkulaði____________
salthnetur/rúsínur eða
Nóakropp eða hrís
Þeytið hálfan lítra af rjóma og setjið
helminginn í skál eða mót og setjið
einn botn ofan á rjómann (botninn má
vera tættur niður).
Ofan á botninn kemur pipar-
myntusúkkulaði niðurbrytjað eftir
smekk. Svo kemur rjómi ofan á þetta.
Salthnetur og súkkulaðirúsinur fara
svo efst eftir smekk eða ef tertan er
fyrir börn segist Anna María gjarnan
setja í staðinn Nóakropp eða hrís.
En ég fer ekki í fjósið á jólanótt",
bætir hún við með mikilli áherslu
og hristir höfuðið. Ég reyni að
leyna fávisku minni með því að
spyrja óbeint hvort henni finnist
það ekki þorandi.
„Þú veist að á jólanótt segir sag-
an að kýrnar tali saman og fari fólk
í fjós eftir miðnætti á jólanótt geti
kýrnar ært fólk svo það bíði þess
ekki bætur“, segir hún og henni er
fúlasta alvara. „Það þyrftu að vera
alvarlegar aðstæður til að ég léti
tilleiðast að fara í fjósið."
Farið þið eitthvað í bæinn á að-
ventu eða jólum segir ég til að
dreifa talinu. Mér hefur alltaf fund-
Jólasýprisinn
er til í mörgum
stæröum
Chamaecyparis lawsoniana „Ellwoodii“
• Þessi sýpris er mikið notaður í JÓLASKREYTINGAR
og tekur sig vel út skreyttur rauðum gerviberjum og
slaufum.
• EINNIG ER KJÖRIÐ að nota þennan sýpris sem
tímabundið skraut í stofum, í kerjum á dyrapöllum
við útidyr eða á legstaði. Hann heldur sér
fagurgrænum allan veturinn, en þarfnast
endurnýjunar þegar vorar.
Sé hann notaður sem stofuskraut er áríðandi að
vökva vel svo að moldin þorni aldrei upp. Plantan
þolir stofuhita nokkuð vel, en meiri líkur eru á að
hún dafni til frambúðar þar sem ekki er of heitt á
henni.
• Ellwoods-sýprisinn getur staðið úti í görðum á
sumrin og langt fram á haust. Á veturna getur
plantan staðið í óupphituðum gróðurskálum eða
útigeymslum.
DAJMOSTAKAKA.
ist óþægilegt að ræða um svona
hluti, sem enginn veit hvort eigi við
rök að styðjast en enginn getur á
hinn bóginn rengt.
„Nei við erum afskaplega heima-
kær, börnunum finnst reyndar nóg
um. Búskapnum fylgir hinsvegar
mikil binding og við fórum ekkert í
frí frá búinu í fyrra og einungis í
þrjá daga í sumar. Við eigum þó til
að skreppa suður á kvöldin ef
þannig liggur á okkur og bjóða
börnunum í bíó eða fara í heim-
sókn til ættingja í Keflavík. Fyrstu
búskaparárin fórum við alltaf til
Keflavíkur eða fjölskyldan kom
ROMMKULUTERTA.
hingað á jóladag en núorðið heyrir
það til undantekninga. Tengdafor-
eldrar mínir búa við hliðina og á
jólunum förum við yfir til þeirra eða
þau koma til okkar.“
Ég fer að huga að heimferð enda
farið að rökkva úti. Jólin eru á
næsta leiti og maður kemur svo
sannarlega ekki að tómum kofan-
um þegar girnilegar uppskriftir ber
á góma. Eftir að hafa blaðað að-
eins og velt fyrir okkur kökum og
mat erum við sammála um að vel
færi á að kynna rommkúlutertu fyr-
ir lesendum, Dajmostakökuna og
það sem börnin kalla Oddaæði.