Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 27
-,AÖ ?yÍ7 InllTi
Silfrið pússað
Hvernig er best að hreinsa silf-
urhnífapörin hennar ömmu?
Svar: Ýmsir sjálffægjandi vökvar
eru tii á markaði sem hægt er að
nota. Einnig er hægt að búa til
einfaldan fægiiög heima sem
reynst hefur vel. 250 ml vatn, 1
tsk. lyftiduft, 1 tsk. matarsódi.
Petta er allt soöið saman, pott-
urinn tekinn af hellunni og hlut-
irnir sem á að hreinsa settir út í,
látnir iiggja þar um stund. Hiut-
irnir veiddir upp úr, þvegnir vel
úr heitu vatni (best er að hita kait
vatn) og þurrkaðir. Notið ekki
hitaveituvatn því silfrið dökknar
fyrir áhrif brennisteinsins í vatn-
inu og veldur því að fægja þarf
silfrið oftar. Gott er að hafa í
huga að það verður að hreinsa
allan fægilög vei af, annars fellur
fyrr á silfrið að nýju. Fægilög má
yfirleitt ekki nota á oxideraða
muni og ekki heldur á silfur sem
skreytt er með dökkum skugg-
um í munstri. Oxideringin eyði-
leggst og skuggarnir hverfa. Silf-
ur sem notað er sjaldan má
geyma í plastpoka en gæta
verður þess að ekki komist raki í
pokann (þá fellur á silfrið). Silfur
sem notað er oftar er betra að
geyma innpakkað í sérstaka
dúka sem innihalda efni sem
hlífir silfrinu (einnig má nota
sýrusnauðan pappir).
Vond lykt í
ísskápnum
Margir gera stórhreingemingu
fyrir jólin. Hvað er tii bragðs að
taka þegar vond lykt situr föst í
kæliskápnum eða öðrum hirsl-
um og fer ekki eftir endurtekin
þrif?
Svar: Gott ráð er að setja salm-
íakspíritus út í þvottavatnið, farið
eftir leiðbeiningum á umbúðum.
Að lokum er farið yfir með hreinu
þvottavatni. Salmíakspíritus fæst í
lyfjabúðum. Farið varlega með
efnið þvi það er ætandi og ertir
bæði augu og öndunarfæri. 10%
upplausn er nægjanlega sterk.
Olía í stað
smjörlíkis
Þú ætiar að hugsa um heilsuna
þessi jól og vilt nota olíu í stað
smjörlíkis í baksturinn.
Svar: ( olíu er Iítið af mettaðri fitu
en við höfum mikið af henni í
smjörlfki. Mettaða fitan hækkar
kólesterólið í blóðinu. Olían inni-
heldur ómettaða fitu og hún er
hagstæðari heilsu okkar. Þegar
við notum olíu í stað smjörlikis er
auðveldasta aðferðin að breyta
grömmum beint yfir í dl. Smjör-
líkið er venjuiega mælt í grömm-
um en olían í dl. Ef uppskriftin
inniheldur 100 g af smjörlíki þá
notum við u.þ.b. 1 dl af ollu, 200
g eru því 2 dl. Ef uppskriftin inni-
heldur 10 g af smjörlíki þá eru
það u.þ.b. 1 msk. af olíu, 50 g af
smjörlíki eru því 5 msk. af olíu. Ef
við viljum vera mjög nákvæm þá
ættum við að minnka magnið af
olíunni svolítið en það myndi
flækja útreikninga enn frekar,
þetta er mun þægilegra og hefur
ekki áhrif á baksturinn. Gott er
að bæta svolitlu salti við upp-
skriftina þegar olían er notuð.
Best er að nota sólblómaolíu,
jurtaolíu, maísolíu eða sojaolíu í
bakstur. Eitt enn þarf að hafa í
huga. Ef olían er notuð í hrærðar
kökur er mjög mikilvægt að
þeyta oliu og sykur vel saman og
eins þegar eggjunum er bætt
saman við.
Hvað á ekki
að frysta?
Hvaða matvörur er ekki gott að
frysta?
Það er ekki ráðlagt að frysta
tómata, agúrkur, majónes, jógúrt,
sýrðan rjóma, kartöflur, banana,
salatblöð og soðin egg. Allt sem
inniheldur mikla fitu hefur tak-
markað geymsluþol, fitan þránar
með tímanum. Það er aldrei gott
að margfrysta og þíða matvæli,
það getur valdið eitrun.
Komdu
fjölskyldfunni út!
Gefðu henni jólagjafir sem stuðla að aukinni útivist og hreyfingu
og þar með betri líðan, bæði andlegri og líkamlegri.
Leki Makalu göngustafapar
Jólatilboð 4.491 kr.*
Verð áður 4.990 kr.
Skíðapakkar með
15% staðgreiðslu-
afslætti
Munið gjafabréfin frá Skátabúðinni
teÁitzfy jét!
*Staðgreiðsluverð
Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík
SímiSII 2030 • Fax 5/ / 2031
www.skatabudin.is
Skíðapakki fyrir börn
Jólatilboð 14.960 kr *
Verð áður 17.600 kr.
Skíðapakki fyrir krakka
Jólatilboð 18.862 kr*
Verð áður 22.190 kr.
Skíðapakki fyrir fullorðna
Jólatilboð 19.941 kr*
Verð áður 23.460 kr.
Gönguskíðapakki
Jólatilboð 15.751 kr.*
Verðáður 18.530 kr.
Ketch skíða- og kuldagallar
Jólatilboð 5.391 kr.*
Verð áður 5.990 kr.
Rossignol skótöskur
Jólatilboð 1.755 kr.*
Verðáður 1.950 kr.
Rossignol skíðapokar
Jólatilboð 2.655 kr.*
Verð áður 2.950 kr.
Cintamani skíðaúlpa á krakka
Jólatilboð 8.991 kr. *
Verð áður 9.990 kr.
Karrimor Rona fiíspeysa
Jólatilboð 7.992 kr.*
Verð áður 8.880 kr.
Jura gönguskór úr leðri
Jólatilboð 9.880 kr.*
Verð áður 12.350 kr.
Cintamani skíðaúlpa á fullorðna
Jólatilboð 17.955 kr.*
Verð áður 19.950 kr.
eða
Jólatilboð 3.591 kr.*
Verð áður 3.990 kr.
buxur