Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 30
30 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐVENTU
noiid a nmn hm
★ sakt
HELGI Þór Þorsteinsson, sonur Sigurbjargar
Jónsdóttur sem er fyrir miðju og dóttir hennar
Anna Marta Þorsteinsdóttir.
Margir hafa gaman af því að undirbúa komu
jólanna með bakstri og matargerð. En það
eru líka margir sem hafa látið af því að
baka mikið og hún Sigurbjörg Jónsdóttir
er ein af þeim. Hún hefur lært að njóta
aðventunnar á nýjan hátt.
Morgunblaðið/Golli
SALATIÐ hennar Sigurbjargar, bollur og salatsósa.
„Hátíðleiki aðventunnar og
jólanna er ekkert annað en
það sem fjölskyldan býr til
saman. Kökur hafa ekkert með
jólastemmninguna innra með
manni að gera. Ég var vön að baka
að minnsta kosti átta smákökuteg-
undir fyrir aðventuna og eiga þá
eftir að prófa ýmsar nýjar uppskrift-
ir. Mér hefur alltaf fundist aðventan
svo yndislegur tími og ég taldi mér
trú um að stór hluti ánægjunnar
væri fólginn í bakstrinum. I dag hef
ég þetta öðruvísi. Ég nýt jólanna á
annan hátt, föndra, fer í leikhús,
spila eða baka brauð ef löngunin til
að baka kemur yfir mig.“
48 kílóum léttari
Sigurbjörg hefur frá barnæsku
átt í baráttu við aukakílóin. Hún
segist hafa reynt hvern kúrinn á
fætur öðrum og meira að segja lát-
ið víra saman á sér munninn. Það
var ekki fyrr en hún sá Gauja litla í
sjónvarpinu að hún fékk trú á að
hún gæti breytt um lífsstíl til fram-
búðar. Núna, einu og hálfu ári síð-
ar, eru 48 kíló farin. Hún segist
hafa fengið annað tækifæri í lífinu,
- vera ný manneskja.
„Það er aldrei of seint að byrja
og fólk sem er að glíma við
aukakílóin ætti ekki að bíða fram á
nýtt ár. Það ætti að hefjast handa
strax, - einmitt núna fyrir jólin, því
annars gætu hafa bæst við 5 kíló í
janúar. Þegar ég sá Gauja litla á
sínum tíma hugsaði ég með mér:
Ef hann getur þetta þá get ég það.
Ég vona að mín reynsla geti orðið
öðrum hvatning á sama hátt.
Þetta er hægt og vilji er allt sem
þarf.“
- En er ekki erfitt að neita sér um
steikur og sætindi á jólum?
„Þetta er allt spurning um val og
vissulega er það erfitt í byrjun. Það
sjá fáir þó mjög stór manneskja
missi 5-10 kíló og þá reynir veru-
lega á þolinmæðina að gefast ekki
upp.
Þegar ég hóf að breyta um lífs-
stil var ég komin í vél á nóttunni
sem hjálpaði mér að anda, því ég
var með kæfisvefn. Auk þess var
ég illa haldin af astma og með of-
næmi fyrir öllu milli himins og jarð-
ar. Ég ætla ekki að reyna að lýsa
því hvað ég var stolt þegar ég fór
og skilaði vélinni. Núna sef ég allar
nætur og ofnæmið er ekki að
angra mig meira en gengur og ger-
ist. Ég vildi ekki skipta á þessu lífi
fyrir neinn mat, hvort sem það eru
steikur eða sætindi."
Freistingar alls staðar
Sigurbjörg segir að með þessu
sé hún þó ekki að segja að hún
falli aldrei fyrir freistingum. „Það
hefur komið fyrir en gerist sem
betur fer æ sjaldnar. Ég hef kosið
að líta á þetta sem tröppugang. Ef
ég hrasa þá rís ég upp og held
áfram.
Núorðið skipulegg ég mig vel. Ef
ég veit af veislu sem ég ætla í eða
jólin eru að koma þá borða ég létt
fyrir og eftir. Um jólin borðum við
góðan mat en fyrir jólin og strax á
eftir hef ég á borðum létt fæði,
salöt, brauð, skyr og jafrivel soðinn
fisk.“
- Breyttirðu um lífsstíl á einum
degi?
„Nei, síður en svo. Ég byrjaði
mjög pent og fór til næringarráð-
gjafa sem aðstoðaði mig við þann
lærdóm að lesa á umbúðir og vera
meðvituð um það sem ég var að
kaupa eða setja ofan í mig. Mér
hefur alltaf fundist rjómakaffi mjög
gott og ég byrjaði á því að hætta
að kaupa rjóma og nýmjólk og
skipta yfir í kaffirjóma og léttmjólk
og síðar undanrennu. Ég hætti að
drekka kók, fór yfir í sykurlaust kók
og síðan í vatnið. Svona trappaði
ég mig smám saman niður.
Þá hóf ég að fituskera kjötið
sem við borðuðum og borða kjöt
tvisvar f viku í staðinn fyrir fimm
sinnum í viku. Ég lærði smám
saman að meta vöruflokka sem ég
leit varla við. Núna borðum við
mikið grænmeti. Mér finnst t.d. frá-
bært að fá gott salat með túnfiski
eða rækjum og nýbakað brauð í
kvöldmat. Áður hefði mér ekki
fundist þetta matur."
Ekki rúllupylsa
og bjúgu
Sigurbjörgu hefur alltaf fundist
mjög gaman að elda og á haustin
var hún t.d. vön að taka slátur, búa
til rúllupylsu og bjúgu. Hún segist
vera hætt þessu.
„Mér finnst enn gaman að elda
en nú breyti ég uppskriftum. Ég
nota kaffirjóma í staðinn fyrir
rjóma, minnka yfirleitt sykurmagn (
allt sem ég geri og fækka eggjum.
!
J
JZátið tœran íoga Jíeimacyjarkertanna fœra yhkur
frið olj fegurð um fmtíðirnar
Kertin frá Kertaverksmiðjunni Heimaey eru framleidd eftir
gömlum hefðum handverksmanna. Þau eru gegnumlituð
og fáanleg í fjölmörgum fallegum htum sem eru þróaðir
tmdir ströngu gæðaeftirliti.
Allt hráefni til framleiðslunnar er sérstaklega vahð
til að tryggja sem lengstan og bestan brennslutíma.
Kertaverksmiðjan Heimaey er vemdaður virtnustaður
sem veitir fjölda fatlaðra atvinnu.
K S ,
^HjelmaeAj/
Faxastíg 46 - 900 Vestmannaeyjum - sími 481 2905