Morgunblaðið - 28.11.1998, Page 40

Morgunblaðið - 28.11.1998, Page 40
40 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Heitt súkkulaöi tilheyrir jólunum. Hvað er hœgt að gera ef einhver missir það f fötin eða á dúkinn? Ef þvo má efnið í 95° C heitu vatni þá fara þlettirnir yfirleitt en ef efnin þola einungis lægra hitastig þá er ráðlagt að taka þá til frekari meðhöndlunar fyrir þvott. Byrjið á því að dýfa blett- Heitt súkkulaði í fötin inum í nýmjólk og þvoið síðan við 60° C. Ef hitastigið má ekki vera nema 40° C þá þarf eftir nýmjólkina að skoia hana örlítið úr með vatni. Setjið síðan uppþvottalög á blettinn og hylj- ið með plasti svo hann haldist rakur. Látið liggja í 4-6 klst. eða yfir nótt, þvoið síðan. Nýmjólkin hefur því hlut- verki að gegna að fitan í mjólkinni vinnur á óhreinindunum. NeímnMmus KOKUR .u'nii '' ■> / '080 . ujjphíft í heímí i , Sij Á Netinu er oft hægt að finna góðar uppskriftir og eftirfarandi uppskrift- ir eru þaðan. Sagan seg- r— ir að mæðgur hafi verið að borða salat á Neim- ^ an-Marcus kaffihúsinu í Dallas í Bandaríkjunum ^ og ákveðið að fá sér eitthvað sætt með kaff- inu á eftir. Smákökurnar voru svo góð- ar að þær báðu um uppskrift- ina. „Því miður,“ var svar þjónsins en þá spurðu þær hvort þær gætu keypt hana. „Já,“ var svarið og þá var þjónninn inntur eftir verðinu. „Tvo og fimmtíu“ (170 krónur) sagði hann. Mægðurnar báðu hann um að bæta upphæðinni á reikninginn. Þrjátíu dögum síðar þegar kreditkortareikningurinn berst móðurinni í pósti hljóðaði hann upp á næstum því 20.000 krón- ur. Þetta gat ekki passað, sal- atið kostaði 700 krónur og slæða sem hún keypti 1.400 krónur. Neðst stóð svo köku- uppskrift 250 dollarar eða um 17.000 krónur. Hún hringdi í kaffihúsið og kvaðst vilja skila uppskriftinni til baka. „Því miður.“ Við selj- um okkar uppskriftir svona dýrt svo aðrir taki ekki upp á að bjóða sömu kökur og við.“ Móðirin ákvað að sjá til þess að sem flestir fengju þessa uppskrift án endurgjalds og þannig er hún víst komin á Netið. En það eru nokkrar út- gáfur af uppskriftinni á Netinu. Hér koma tvær þær algeng- ustu. Við höfum ekki prófað þær en hafið hugfast ef þið prófið að baka eftir þeim að bollamálin eru bandarísk sem þýðir stór bollamál. Hver únsa (oz) samsvarar 28,35 grömm- um. Hver bandarískur bolli samsvarar 8 únsum (oz) sem eru 225 grömm. SmáMunmr ____________2 bollar smjör________ ____________4 bollar hveiti_______ __________2 tsk. matarsódi_________ ____________2 bollar sykur________ 5 bollar haframjöl sem er sett í mat- vinnsluvél og gert að fínu korni 3 bollar (24 oz) súkkulaðidropar __________2 bollar púðursykur______ ______________1 tsk. salt__________ 1 bolli (8 oz) Hershey súkkulaði niður- ______________saxað________________ ______________4 egg________________ ____________2 tsk. lyftiduft______ 3 bollar saxaðar hnetur (eigið val) 2 tsk. vanilla Eftir að búið er að fínkorna hafra- mjölið er sykur og smjör hrært létt og Ijóst. Eggjum er bætt í smátt og smátt, þá vanillu og síðan þurrefnun- um. Bætið súkkulaðidropum, Hers- hey spæninum og hnetunum í að síð- ustu. Rúllið í litlar kúlur og bakið í 10 mínútur við 175° C hita. Þetta ættu að vera um 112 smákökur. önnur Neíman Marcus uyjjsfoíft 1/2 bolli ósaltað smjör, mjúkt ___________1 bolli púðursykur__________ _____________3 msk. sykur____________ _______________1 egg___________________ _____________2 tsk. vanilla__________ ___________1 */2 tsk. matarsódi________ ____________1/2 tsk. lyftiduft________ _______________1/2 tsk. salt___________ ___________13A bolli hveiti____________ 11/2 tsk. skyndikaffi, aðeins marið 1 bolli (8 oz) dökkir súkkulaðidropar Þeytið sykur og smjör létt og Ijóst. Þeytið í eggin og vanillu. Bætið þurr- efnum í og súkkulaði og kaffi að lok- um. Búið til kúlur og bakið við 375° C í 8-10 mínútur. Þetta deig dugar í 15 stórar kökur. Hvað þarf mikið á mann? Undirbúningur á jólaboði fyrir 15-20 manns. Hvað þarft þú að áætla mikið af mat á mann? Svar: Það er ágætt að miða við að heildarmagn á mann verði 500-600 g (með forrétti, aðalrétti og eftirrétti), þetta er mjög nflegt Einnig þarf að hafa í huga hverjir eru boðnir? Hversu margir fullorðnir og hversu mörg börn? Fólk borðar mjög ólíkt. Einnig er gott að spyrja sjálfan sig: „Hversu mikið get ég borðaö?“ Betra er samt að áætla nflega á mannskapinn frekar en of lítið. Magn á mann Aðalréttur Kjöt með beinum Kjöt án beina (vöðvar) Kjöt í pottrétti Kjöthakk Fiskflök Fiskflök í pottrétti Meðlæti o.fl. Kartöflur Grænmeti Hrísgrjón, ósoðin Pasta, ósoðin Súpa Eftirréttir 200-300 g 125-175 g 100-125 g 75-100 g 150-200 g 100-150 g 150-175 g 100-150 g 1/a-1 dl 125 g 2-21/2 dl 2 dl Þegar þessi tafla er notuð til við- miðunar þarf að hafa í huga hvers konar matur er hafður, t.d. ef hafa á pottrétt, þá er yfirleitt notað mikið af grænmeti (réttinn. Ef um austur- lenskan mat er að ræða er notað mikið af hrísgrjónum sem meðlæti en minna af grænmeti. Fleiri slik at- rlði þarf fólk að hafa í huga. (jöLskylduria Nýttu þér þjónustu fagfólks og athugaðu hvort jiUagjöfm í ár leyrmt ekki hjá okkue Sericlwn urn allt lcirid. Opið cilki virka dagafrá kl. 9-18. • Hita/kælipokar frá Medisana « Yfirdýnur, fíber eða eggjabakkalaga • Sokkabuxur og sokkar sem veita sérstakan stuðning • Ýmis hentug eldhúsáhöld • Þægitegu inniskórnir frá Rhode • Barnaskór • Göngu- og hlaupagreining • Göngustafir og hækjur • Brjóstahaldarar og sundfatnaður fyrir konur með gervibrjóst • Hitahlífar Vagitrim, vinsælu þjálfunarkúlurnar til að þjálfa grindarbotnsvöðvana Við seljum hina frábæru heilsukodda Royal Rest ÖSSUR Grjóthálsl 5 110 Reykjavík Síml 515 1300 ________ Fax 515 1366 P.SSUR JEfl GJAFABREF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.