Morgunblaðið - 28.11.1998, Page 41

Morgunblaðið - 28.11.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 41 : UR&GULL GRETAR HELGASON URSMIÐUR Fjarðargötu 13 - .15,220 Hafnarfjörður, Sími: 565 4666 Skólavcrdus+íg 1 a SEIKO Seilco chronograph- úr. Hannað fyrir flugmenn, reiknar t.d. út flughraða, eldsneytiseyðslu og. o.m.fl Tveir tímar, vekjari, vatnshelt 100 m. sœnsJc svímsteík ________Ófrosið ferskt svínalæri_____ 50 g gróft salt á hvert kjðtkíló 10-15 g púðursykur á hvert kjötkíló Fjarlægið fremsta hækilinn af kjötinu og ekki skera í puruna. Nuddið salti og púðursykri vel inn í kjötið og látið standa í tvo til þrjá daga. Setjið kjötið síðan í pækil og látið það vera í honum í tíu daga. Pækillinn er búinn til á eftirfarandi hátt: 115 g af salti í hvern lítra vatns 10-15. grömm af strásykri í hvern lítra vatns (má gjarnan vera aðeins _________meira magn sykurs)__________ vatn svo fljóti vel yfir svínslærið Það er nauðsynlegt að pækillinn fljóti vel yfir kjötið sem síðan er látið liggja 10 daga í pæklinum. Á meðan er gott að geyma tunnuna með kjötinu og pæklinum í kaldri geymslu. Að tíu dögum liðnum er kjötið tekið úr pækli og það er steikt í ofni við 75- 100°C í eina klukkustund á hvert kíló. Þegar búið er að steikja kjötið er puran tekin af því. Það er best að taka puruna af meðan kjötið er heitt. Að því búnu er penslað yfir kjötið með eggi, púðursykri og sinnepi sem hrært hefur verið saman. Baldur segist ætíð nota ríflega af sinnepi en segir það þó vera smekksmál hvers og eins. Að lokum er raspi stráð yfir og kjöt- ið brúnað í ofninum við mikinn hita í örskamma stund. Kjötið er síðan kælt og borðað með kartöflusalati, ananas, aspas og öðru sem vill. aó sœnshim síð FJÖLSKYLDUHEFÐ að ujm uyy a yennan reti um joun #ÞAÐ eru næstum tuttugu I ár síðan hjónin Baldur Sveinsson og Erla Ás- geirsdóttir fóru að mat- reiða svínslæri að sænskum sið. Fósturbróðir Baldurs, Eggert Jó- hannsson, var búsettur í Svíþjóð um árabil og kom með þessa upp- skrift með sér frá Svíþjóð. „Við höfðum fengið að smakka á þessu hjá honum og við fórum að prófa þetta fyrir jólin og fermingar- veislur. Núorðið þykir öllum þetta ómissandi þegar veisla stendur fyrir dyrum eða jólin eru framund- an. Á jóladag er þetta ávallt á borðum hjá okkur.“ Baldur segir að matreiðslan sé nokkuð einföld en kjötið sé afar gott matreitt með þessum hætti og það er borið fram kalt. Morgunblaðið/Golli SVÍNAKJÖTIÐ er yfirleitt borið fram kalt með kart- öflusalati en þeir sem vilja geta líka prófað það með sósu og kartöflum. feykirófa Leikföng sem koma skemmtilega á óvart Morgunblaðið/Árni Sæberg BALDUR Sveinsson og Erla Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.