Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 42

Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 42
42 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ > * Pístasíuskákr DIDDA, Eva, Anna V., Anna og Þura. Það var auðvelt að renna á hljóðið því úr kjallaranum bárust hlátrasköll. Konurnar í íslandsbanka í Mjódd höfðu fengið til sín Halldór Kr. Sig- urðsson konditormeistara til að kenna þeim að búa til jólakonfekt og þarna sátu þær áhugasamar við kertaljós og voru auðsjáanlega komnar í jólaskap. KONDITORKONFEKT. Morgunblaðið/Golli > Spumingarnar dundu á lærimeistaranum meðan hann sýndi þeim súkkulaði og marsípan og sagði þeim allt sem þarf að vita um slík hráefni til konfektgerðar. Halldór ráðlagði þeim til dæmis að bræða súkkulaði og núggat við lágan hita í örbylgjuofni eða í vatnsbaði, rómaði dönsku súkkulaðidropana sem hann sagði að mætti bræða aftur og aftur og sýndi þeim síðan hvemig mis- munandi tegundir af marsípani eru notaðar við konfektgerðina. Og svo voru það konfektfyllingamar sem ýmist voru með ristuðum möndum, líkjörum eða öðru góðgæti og hann sýndi þeim aðferðina við að búa til ekta „trufflur". Mest var undrunin þó yfir tækinu sem hann notaði til að dýfa molunum með í súkkulaði. „Og ég sem hef alltaf verið að nota skeið við þetta og allt farið í vitleysu," sagði ein. Þær ætluðu að verða sér úti um svona græjur. Flestar höfðu konurnar prófað að gera konfekt, en ekki svona flott bættu þær við og sögðu að nú yrði gerð bragarbót á því fyrir þessi jól. Það er reyndar mikið um að vera hjá þeim á næstunni því þær ætla að föndra saman og fara á jóla- hlaðborð. Halldór sem kemur í heimahús eftir pöntun og kennir konfektgerð segist vart hafa undan á þessum árstíma. Hann lærði við Kranseka- gehuset í Kaupmannahöfn eftir að hann lauk bakaranámi hér heima og kom aftur til íslands í fyrra. „Það er mjög gaman að koma svona í heimahús eða í fyrirtæki og kenna konfektgerð fyrir jólin. Ég hef nú ekki verið með marga karlmenn á námskeiði hjá mér, ætli þeir séu ekki í allt tveir. Aðallega eru þetta vinkon- ur, saumaklúbbar eða konur sem vinna saman sem ég er að kenna." Auk þess sem Halldór sýndi þeim fagmannlega hvernig hægt er K ORIENT dömuúr, silfurlitað með spöng. Ný og falleg hönnun. Kr. 11.000. ÍÚR&GULL GRETAR HELGASON URSMIÐUR Fjarðargötu 13 -15,220 Hafnarfjörður, Sími: 565 4666 SEIKO Háglansandi stál- dömuúr Silfruð sltífa með svörtum rómverskum tölustöfum, rispuvarið gler, vatnsvarið ÚR&GULL GRETAR HELGASON URSMIÐUR Fjarðargötu 13 -15,220 Hafnarfjöróur, Sími: 565 4666 að töfra fram girnilega mola þá kenndi hann þeim líka aðferð við að búa til jólaísinn. Halldór leysti okkur út með þremur uppskriftum fyrir lesendur að jólagóðgæti sem er auðvelt í tilbúningi. Toblcronemokr 100 g Toblerone _____30 ml rjómi 20 g salthnetur Cointreu líkjör eftir smekk _____(má sleppa)____ litil álform Bræðið Toblerone yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni, sjóðið rjómann og hellið honum síðan í litlum skömmtum yfir bráðnað Tobleronið, saxið salthnet- urnar smátt og setjið þær saman við. Bætið síðan Cointreu út í (er ekki nauðsynlegt). Hellið síðan í lítil álform og skreytið með salthnetum. Geymt í kæli. ;ÐALVARA TIL GJAFA . GEORG JENSEN KUNIGUND X SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 S 551 3469

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.