Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 47 'f me ^ „Listaverkin hans Andra - það er engin spuming," íMfl, svaraði Kristín G. Andrés- * dóttir, skólastjóri Vestur- bæjarskóla, án þess að hika er við inntum hana eftir því hvaða jóla- skraut henni þætti nú vænst um. Eitt andartak héldum við að þessi Andri væri einhver víðfrægur listamaður en þegar hún lagði „“listsköpun" hans á borðið fyrir framan okkur ákváðum við í huganum að hann hlyti að vera tveggja ára og trúlega barnabam hennar. Við nánari eftirgrennslan kom hins vegar í Ijós að Andri er 35 ára og tveir metrar á hæð. Fléttaðir jólapokar og íslenski fáninn „Ég segi henni á hverju ári að henni sé alveg óhætt að sleppa því að hengja þessar „límklessur" á tréð - hún sé fyrir löngu búin að byggja upp og efla sjálfstraust mitt,“ sagði Andri og hló þegar hann horfði á Ijósum prýtt jólatréð í stofu foreldra sinna. „Það geri ég aldrei," svaraði Kristín að bragði, „það eru allt of margar Ijúfar minningar tengdar þessum listaverkum." Og víst vekur jólatré þeirra hjóna, Kristínar og Gunnars Árnasonar, lektors við KHÍ, minningar. Það virðist hafa staðið af sér allar tísku- stefnur og -strauma og minnir mest á jólakort frá fyrri hluta aldarinnar. -En endurspeglar tréð íhalds- semi húsráðenda? „Ég hef nú oftar verið sökuð um að vera of framúrstefnuleg en íhaldssöm," svaraði Kristín og brosti þegar við bárum þetta upp á hana. „Og yfirleitt er ég afar sveigjanleg. En þegar jólatréð er annars vegar verð ég með öllu óhagganleg. Til að mynda gæti ég ekki hugsað mér að hafa rauð eða græn Ijós á trénu. Seríumar eiga að vera eins og kerti og Ijósin hvít,“ sagði hún, rétt eins og það hlytu allir að sjá. „Nú, svo verða auðvitað að vera fléttaðir jólapokar á trénu fylltir með sælgæti og lengjur með ís- lenska fánanum," bætti hún við eins og það væri bara eitt af lög- málum lífsins. Tveggja metra jólatré Nú hefur því stundum verið haldið fram að til að geta leyft sér að vera framúrstefnulegur á einu sviði þurfi menn að þekkja og halda fast í hefðir á öðrum sviðum. „Ég held að það sé töluvert til í þessu," svaraði Kristín eftir andar- taks umhugsun. „Þetta er í það minnsta það sem við reynum að gera í skólastarfinu í Vesturbæjar- skóla. Við leggjum ríka áherslu á að ýta undir sköpunargleði og frumlega hugsun en höldum fast í gamlar hefðir á mörgum öðrum sviðum. Til að mynda eru allar skólastofurnar skreyttar með músastigum í desember og öll börn fá epli á jólaballinu. Sá siður á sér ríka hefð í skólasögu landsins." - Eiga jólasiðir Kristínar þá rætur að rekja til bernskuheimilis hennar? „Já, að mjög miklu leyti. Jólatréð er ekki ósvipað - nema hvað ég ólst upp við lifandi Ijós á trénu. Hins vegar héldum við Gunnar okkar jól í Danmörku fyrstu sjö árin og þar byggðum við ofan á þann grunn sem við höfðum að heiman. Við borðum til dæmis alltaf önd á aðfangadagskvöld og eftir að Andri fæddist fórum við alltaf út í skóg og völdum okkur tré sem var jafnhátt honum. Þetta var heilmikil seremónía," rifjaði hún upp. Okkur varð sem snöggvast litið á þennan tveggja metra mann og mæðginin fóru að hlæja. „Þau hættu þessu þegar ég komst á unglingsárin," útskýrði Andri, „annars hefðu þau trúlega lent í talsverðu basli með að koma því heim.“ Að bera virðingu fyrir verkum barna er það ekki eina ástæðan fyrir því hversu vel hún hefur varðveitt allt föndrið hans og teikningar. „Mér finnst afskaplega áríðandi að for- eldrar beri virðingu fyrir verkum barna sinna,“ útskýrði hún. „Og auðvitað hefur það áhrif á sjálfs- traust barna og sjálfsímynd hvern- ig farið er með hluti sem þau hafa búið til, eytt tíma og hugsun í. Þess vegna held ég að það skipti engu máli hversu mörg börn ég hefði eignast. Ég hugsa að ég hefði sýnt þeim og þeirra verkum alveg sömu virðinguna. Það hefði bara verið svolítið meira skraut í stofunni hjá mér, fleiri illa klipptir og rangeygir jólasveinar,“ bætti hún bros- andi við. - En hafa einhverjir aðrir „listamenn“ orðið þess heiðurs aðnjót- andi að fá pláss fyrir verk sín á jólatrénu? „Ekki enn- þá,“ svaraði Kristín, „en ég á nú von á að það breytist. Ég á nefnilega tvær litlar ömmustelpur svo trúlega bætist nú eitt- hvað á tréð fyrr en varir.“ skókstjórí vesturbœjarskóh vo LISTAVERKIN hans Andra eru enn í mestu uppáhaldi hjá Kristínu. Fita í fötum Þú varst að steikja laufabrauðið og varst svo óheppin(n) að fá fitu í fötin þín. Hvað getur þú gert? Svar: Þá er gott að eiga hreinsað bensín í hreinsiefnaskápnum en það reynist vel á ýmsa fitubletti, best er að hreinsa blettinn strax. Vætið hreinan bómullarklút eða bómullarhnoðra með hreinsuðu bensíni og nuddið blettinn varlega og farið að lokum yfir með vatni, látið þoma (bensínið gufar upp). Ef ekki er til hreinsað bensín er best að nota góðan uppþvottalög (ekki mjög litsterkan) eða sólskinssápu. Fyrst þarf að væta blettinn örlítið með eins heitu vatni og flíkin þolir, síðan að setja vel af uppþvottalegi og hylja blettinn með plasti svo hann haldist rakur. Uppþvottalög- urinn er látinn liggja í 4-6 klst. eða jafnvel yfir nótt. Að því búnu er flík- in þvegin eins og venjulega. /®/agjöf % " S'VtjyýQÍjLr, bcíhfsokccr,^ö-hukjór^öxgiukjór, jtírjnjsnr, kxlctcijcikkcLr, ÍHKxtjur, skjótcibcijokjcir,jjÖHgyutcijir,jtÖKjutnijHr, kxjnr, vctttiK^ar, skicJalHHjCUÍHr o.utjt. wJL fr 8 xr it m jóle (Gj MaJkprt _ tAJ O.A IfLl Ol4- tJ IAA . Á 14 114/1 Mtesdfyrirkect unc áicúutuuj mm íws nnMH vmsntmnm lafuma 4 SUNWAY Æöffler Ot/FPO(WPAWT§ • PHOBNIX GARMONT r> r. iTATSk ... TREZETA i O * • o l n a i | GÖNGUSKÓR rllA ; toppurúm/ ú óttvúst n GOÐ TILBOjP FYRIR JOLIN & & Æ Skeifan 6 - Reykjavik - Sími 533 4450 0 gCAUMPA PÓST- SENDUM SAMDÆGURS SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík sími 511 2200 Tvær STÓRgóðar í útivist Andri Þór Gunnarsson er eina barn Kristínar en að hennar sögn *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.