Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 48
48 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ætlunin var að spjalla að- eins um hangikjöt og hrein- gerningar; pakka og piparkök ur - en Inger Anna Aikman w komst fljótlega að því að jóla- undirbúningurinn er eitt- hvað allt annað og meira hjá þeim Kristínu Óskarsdótt- ur og eiginmanni henn- ar, Erni Árnasyni leikara. wmá Ww Aðventan er hellt ævintýri og þegar jólasveinarnir fara að tínast ( bæinn færist nú heldur betur fjör í leikinn í húsinu við Bröndukvísl. Mf Klárum kökurnar fyrir jól „Við byrjum voða snemma," sagði Kristín þegar við báðum hana um að lýsa undirbúningi jól- anna á þeirra heimili. „Við erum komin með fiðring strax í byrjun nóvember,“ játaði hún, „en reyn- um að hemja okkur fram að mán- aðamótum. En þá verður líka allt vitlaust,“ bætti hún við og brosti. „Við skreytum allt nema jólatréð fyrsta des. - svo það eru jól hjá okkur í heilan mánuð. Það má eig- m inlega segja að við skiptum alveg um ham; pökkum niður öllum hversdags skrautmunum og setj- um upp jólasveina, engla og alls konar skreytingar. Hinsvegar stöndum við ekki í neinum stór- hreingerningum í desember og bökum engar tuttugu „sortir“,“ upplýsti hún. „Ég baka örfáar sort- ir en svolítið mikið af hverri teg- und. Til að mynda baka ég „sör- urnar“ svona þrisvar sinnum á að- ventunni því þær eru í sérstöku uppáhaldi hér.“ Er það ekki hræði- lega flókið? spyrjum við, sem höf- um alltaf staðið í þeirri trú að þessar gómsætu kökur væru jafn erfiðar og konan sem þær eru •» kenndar við; leikkonan Sara Bern- hard. „Nei, elskan mín,“ sagði hún Óskar Örn, Erna Ósk og Sólrún María með pabba sínum Erni Árnasyni leikara með meiru. EF þau bara vissu, í hughreystingartón, „galdurinn felst í því að baka botnana fyrst, geyma þá í ísskáp yfir nótt - og búa svo til kremið og marensinn daginn eftir. Maður þarf að vera svolítið handfljótur en að öðru leyti er þetta ekkert mál,“ fullyrti hún og fékk okkur til að heita því í hugan- um að ráðast í sörurnar á næstu dögum. En leyfir hún fólki að borða kökurnar fyrir jól? „Leyfi?“ hváði Kristín, „það er regla hér á heimilinu að allar smákökur verða að vera búnar á aðfangadag. Þær eru hluti af stemmningunni á að- ventunni en það hefur enginn lyst á þeim á jóladag.“ Skyr upp um alla veggi Því hefur stundum verið haldið fram að bestu foreldrarnir séu þeir sem náð hafa að varðveita barnið í sjálfum sér og geta því hrifist með börnum sínum þegar þau upp- götva ástina, listina og það ævin- týri sem lífið er. Þau Örn og Kristín gera gott þetur en það; þau taka mjög virkan þátt ( upplifun barn- anna á jólunum; sviðsetja heilu sýningarnar til að gefa sögunum líf. „Við getum varla beðið eftir að jólasveinarnir komi til byggða,“ sagði Kristín í trúnaðartón. Nú? sögðum við, bara af því okkur datt ekkert gáfulegra í hug. „Ég er meira að segja búin að kaupa ódýr kerti sem má skemma," bætti hún þá við. Skemma? endurtókum við, eitt spurningamerki í framan. Til allrar hamingju tók Kristín eftir þessum sérkennilega svip og hélt áfram til útskýringar: „Við sviðsetj- um alltaf jólasveina-umganginn." Við vorum litlu nær. „Jú, sjáðu til, þegar Kertasníkir kemur þá sitjum við Örn kvöldið áður og nögum og bítum í öll kerti á heimilinu og dreifum þeim svo um alla stofuna. Síðan koma krakkarnir fram morg- uninn eftir og þá eru ummerkin á sínum stað; borðleggjandi sönnun þess að jólasveinarnir eru til,“ sagði hún. Éftir andartaks um- hugsun hertum við upp hugann og spurðum: „Hvað gerið þið þegar Skyrgámur er væntanlegur? „Þá slettum við skyri upp um alla veggi í eldhúsinu og auðvitað á borðið og stólana" svaraði hún, eins og ekkert væri eðlilegra. Og Bjúgna- krækir? spurðum við ofur varlega. „Þá eru hálfétin bjúgu um allt hús,“ svaraði hún og hellti meira kaffi ( bollann okkar. „Auðvitað," sögðum við ... en fengum síðan óstöðv- andi hláturskast. Hékk hálfur út um gluggann „Örn er náttúrlega leikari," sagði Kristín þegar við spurðum hana MáH JlVáÓ éá VAR HISSA Oskar Örn er fimmt- án ára og dyggur aðstoðarmaður for- eldra sinna þegar kemur að því að sviðsetja heimsóknir jólasveinanna. En það eru ekkert ofboðs- lega mörg ár síðan hann var hinumegin við borðið og vissi ekkert á hverju hann ætti von þegar hann vaknaði á morgnana. „Það er náttúr- lega það fyndna við þetta,“ sagði hann þegar við spurð- um hann hvemig honum þætti að sjá þetta ævintýri frá hinni hliðinni. „Ég man eftir þessu öllu saman; hvað ég var hissa á skyrinu og sporunum og öllu því sem fylgdi. Og nú sé ég systur mínar algjörlega gapandi af undrun yfir sömu atriðunum. Þetta er rosalega skemmti- legt,“ fullyrti hann og það hvarflar ekki að okkur að draga það í efa. En hvernig varð honum við þegar hann uppgötvaði að það voru pabbi hans og mamma sem sátu og nöguðu kerti kvöldið áður en Kertasníkir kíkti í heimsókn. „Það gerðist mjög hægt,“ svaraði hann, „fyrst vöknuðu ákveðnar grunsemdir þegar ég fann miðana til jólasveinsins uppi í skáp og svo smám saman „fattaði" ég hvað var í gangi. Mér fannst þetta bara fyndið og skemmtilegt, held ég,“ sagði hann. Mun Óskar Örn halda f þessa hefð; sviðsetja þessi leikrit upp á nýtt þegar hann eignast börn? „Já, ætli það ekki,“ svaraði hann, „þetta er hluti af stemmningunni." Ætlar hann kannski að ganga enn lengra og feta í fótspor föð- ur síns og afa; gerast at- vinnuleikari? „Kannski," svaraði hann, „annars er ég svolítið á báðum áttum enn þá.“ Svo smink-kassi og búningar eru ekki á óska- listanum fyrir þessi jól? „Nei,“ svaraði Óskar Örn og hló, „efst á óskalistanum er eitthvað sem tengist tölvum eða veiði.“ Við erum nokk- uð viss um að Bjúgnakrækir les Morgunblaðið ... Aðventan heima hjá henni Ernu Ósk er engu lík og fjölskyldan veit aldrei á hverju hún á von þegar hún vaknar á morgnana. En eitt er þó nokkuð víst; það kemur á óvart og er yfirleitt ofboðslega fyndið. Enda er Erna löngu farin að hlakka til jólanna. „Ég hlakka til að skreyta með fjölskyldunni, spila og svo auðvitað að taka upp pakkana," sagði hún þegar jólin bárust í tal. En er Erna Osk búin að útbúa óskalista? „Já,“ svaraði hún á innsoginu. „Ég er meira að segja búin að láta mömmu fá hann,“ bætti hún við. Mömmu þína? hváðum við. En á maður ekki að láta jólasveininn fá óska- listann? „Iss, það þýðir ekki neitt,“ fullyrti hún og það fór ekki á milli mála að þessi stelpa talaði af reynslu. „í fyrra skrifaði ég Kertasníki bréf og bað hann um að gefa mér tölvuúr í skóinn en svo gaf hann mér bara eitthvað allt annað,“ sagði hún hneyksluð. Við reyndum að klóra í bakkann fyrir Kertasníki og spurðum hana hvort hann hefði nokkuð fengið bréfið í tæka tíð. „Ég skildi það eftir í skónum og hann tók það,“ svaraði hún og sló þar með öll varnarvopn úr höndum okkar. „En ég er ekki viss um að þeir kunni að lesa. Ég veit ekki alveg hvort það er nokkur jólasveinaskóli uppi í fjöllunum," bætti hún við. Við ypptum bara öxlum. En svona að öðru leyti þá kann Erna bara nokkuð vel við Kerta- sníki. „Hann nagar öll kertin hennar mömmu,“ upplýsti hún, „og einu sinni var ég búin að setja sex kerti í skóinn minn handa honum og svo skrapp ég aðeins frá ... bara í nokkrar sek- úndur og þá var hann búinn að taka þau öll. En hann er samt ekki eins rosalegur og Skyrgám- ur,“ sagði hún og lyfti augabrún- um. „Hann er svakalegur sóði. Hann subbar allt út í eidhúsinu; skvettir skyri á borðið, gólfið, veggina, ísskápinn og bara út um allt. Svo verður aumingja mamma að þrífa þetta allt,“ sagði hún og hnussaði af hneykslan. Verður mamma þín ekkert reið þegar hann er búinn að leggja eldhúsið í rúst? spurð- um við og þóttumst furðu lostin. „Hún verður svolítið pirruð,“ upp- lýsti hún, „en það þýðir ekki neitt. Hann er bara svona mikill sóði.“ Eftir svolitlar umræður um Pottasleiki og Bjúgnakræki barst talið að píaníóleik og jólapökkum. „Ég er að læra jólalögin núna,“ sagði Erna. „Bjart er yfir Bet- lehem, Nú er Gunna á nýju skón- um og svoleiðis lög.“ - Svo þú vilt bara fá nýjar nótur í jólagjöf? stungum við upp á. „Neeii,“ svar- aði hún og átti bágt með að dylja hversu fáránleg henni fannst þessi hugmynd. En Barbie? Erna Ósk leit til himins eins og hún væri sko löngu, löngu vaxin upp úr því. „Mig langar mest í sjónvarp,“ við- urkenndi hún svo, „eða pússluspil með mörgum, smáum pússlum - eða gerviblóm - eða styttur af litl- um, sætum dýrum, til dæmis,“ bætti hún við. „í fyrra fékk ég einu sinni Polly Pocket-hús í skóinn,“ sagði hún svo upp úr þurru og það var greinilegt að sá jólasveinn sem það gaf hafði aldeilis slegið í gegn hjá þessari stelpu. „Það var æðislegt,11 sagði Ema Ósk og fyrir hennar hönd sendum við þakkir upp í fjöllin til þessara ólæsu sveina, sem stundum hitta þó naglann á höfuðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.