Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 58

Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 58
58 C LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ A Persónuleg og fagleg þjónu&u S?O^T ÍTItfSHR wJl eiganI hihiíi " UTIVISTARBUÐIN við Umferðarmiðstöðina BDBIN Lau8av80i25 Smv5518805 tpðrtí@maedaJs Morgunblaðið/Golli SKWÁ PAKKA VÍÐA í blómaverslunum er hægt að kaupa þurrkaða ávexti og einnig getur fólk sjálft þurrkað ýmsar tegundir ávaxta og skreytt með bæði pakka og jólatré. Sumir skera ávextina niður í þunnar sneið- ar, setja þá á dagblöð eða þerripappír og láta þorna á miðstöðvarofni. Aðrir hafa brugðið á það ráð að láta ávexina þorna í bökunarofni. Þá eru þeir þurrkaðir við 50°C þangað til þeir eru orðnir þurrir og það getur tekið töluvert langan tíma. Kíwí í sneiðum kemur vel út þurrkað, eplin verða oft dökk en lime tekur sig vel út þurrk- að og bæði appelsínusneiðar og greipsneiðar líka. Skreyti fólk jólapakkana með þurrkuðum ávöxtum, kanil- stöngum og t.d. snæri eða gylltum vír þá er upplagt að pakka inn í endurunninn papp- ír, hör, striga eða bylgjupappír. merkið tryggi ' gæðin Snjóbrettabúð íslendinga Þar sem snjóbrettin, fatnaðurinn, skórnir, spólurnar..................og gleraugun fást! aoa HeímatíMín JOLAKORT ÞAÐ er alltaf skemmtilegast að fá heimatilbúin kort. Mörgum vex í augum að búa til kortin sín en það þarf ekki að vera svo flókið. Hún Margrét Ásta Jónsdóttir hefur stundum búið til jólakortin og að þessu sinni eru þau búin til úr þykkum pappír og á hann litar hún svo faliegar jólamyndir. „Það er hægt að finna falleg- ar jólamyndir í litabókum. Þeg- ar búið er að finna til nokkrar myndir þá eru þær Ijósritaðar í þeirri stærð sem jólakortin eru.“ Hún setur þær síðan á jólakortin og tekur afrit með því að setja kalkipappír á milli. Margrét litar myndirnar með trélitum og tússlitum en bend- ir á að börnum finnist oft gott að nota vaxliti og þeir gangi alveg. Öll fjölskyldan getur semsagt sameinast um jóla- kortagerðina þetta árið. Til að gera kortin jólaleg setur Mar- grét síðan límglimmer á útlín- urnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.