Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 61

Morgunblaðið - 28.11.1998, Síða 61
morgunblaðið LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 61 Á að sjóða ham- borgarhrygginn? Sumir eru í vandræðum með matreiðsluaðferðina á ham- borgarhryggnum eða london- lambinu. Hvort á að sjóða eða steikja? Það þarf alls ekki að vera svo flókið og hér fylgir auðveld aðferð með. Mjög gott er að byrja á því að sjóða kjötið og setja síðan í ofn. Kjötið er soðið í 30-45 mín. miðað við 1-1% kg. Best er að sjóða kjötið f plastumbúðunum og það er sett út í sjóðandi vatn- ið- Froðan er veidd af þegar þarf. Kjötið látið standa svolítið í soð- inu áður en það er sett í ofninn. Plastumbúðir eru fjarlægðar og kjötið sett í ofnskúffu eða steikar- pott. Gott er að blanda saman púðursykri og sterku sinnepi (smakka til, fer eftir smekk) og bera jafnt og þétt yfir allt kjötið. Kjötið er síðan sett inn í vel heit- an ofninn og steikt þar til púður- sykurssinnepsblandan er orðin brún og gljáandi. Passið að kjötið verði ekki of lengi inni í ofninum, því það er ekki bragðgott ef yfir- borðið brennur. Soðið má síðan nota í sósu. Ég ætla að benda á mjög svo gómsæta ostasósu sem er algjört sælgæti með léttreyktu kjöti og hana er að finna I Matarlyst á bls. 62. Mjókurdagsnefnd gaf bókina út, uppskriftir eru eftir Benediktu G. Waage og Dómhildi A. Sigfús- dóttur. Rauðvín í dúkinn? Um áramót lyfta margir glös- um og fagna nýju ári. Hvað er «1 bragðs að taka ef rauðvín fer í fötin, dúkinn eða gólftepp- ið? Besta ráðið er að taka rauðvíns- bletti í fötum/dúk strax til með- höndlunar með þvl að láta blett- inn snúa niður og kalt vatn renna i gegnum efnið (vatnið þarf ekki að vera ískalt). Bletturinn er nuddaður varlega um leið. Ef um gamla bletti er að ræða er ráð- lagt að væta blettinn örlítið með vatni, eins heitu og efnið þolir. Síðan er settur uppþvottalögur eða sólskinssápa (hyljiö blettinn með plasti) og látið liggja helst yfir nótt, efnið er loks sett I þvott. Ef litarblettur er eftir er hægt að bleikja eða aflita blett- inn en það er einungis hægt með það sem er hvítt. Ef rauðvín fer I gótftepþið er ráðlagt að væta blettinn með froðu af upp- þvottalegi (1 msk. á móti 1 dl af vatni - þeytt I froðu). Berið froð- una á með svamþi. Þegar froðan hverfur ofan I teppið er hún að vinna á óhreinindunum. Þá er tekinn klútur sem búið er að vinda upp úr volgu vatni og Þurrkað yfir með honun. Ef enn er blettur má reyna hreinsað bensín. Það getur verið erfitt að fjarlægja bletti sem eru I Ijósu teppi. Góður marengs A: Þú ætlar að baka marengs og aðal hráefnin eru eggjahvít- ur og sykur. Hvaða atriði er mikilvægt að hafa í huga? Skálin og þeytarinn verða að vera hrein og þurr. Engin eggjarauða má vera saman við eggjahvítuna. Best er að þeyta eggjahvítuna rétt áður en þú ætlar að nota hana, ef hún bíður sígur hún saman og það er ekki auðvelt að þeyta hana eins vel aftur. Eggja- hvíturnar eru nægilega þeyttar Þegar þú getur hvolft skálinni án Þess að hvítan detti úr henni. Þeyttum eggjahvítum þarf að blanda varlega saman við deigið svo það haldi stifleika sínum, best er að nota sleikju. B: Hvað getur þú gert ef mar- engsbotninn er fastur við bök- unarplötuna eða pappírinn? Þá er gott að láta plötuna standa örstutta stund á rökum klút eða dagblaði og marengsbotninn losnar auðveldlega án þess að skemmast. Háaleitisbraut 58-60, sími 581 3525 Drval af töskum fegurð ogferskleíkí AIGN! Ógleymanleg stund í jf)(ÍÖ Gjafakort, tílvalín jólagjöf Míðasölusímí. 530 3030 Opíð frá kl. 12-18 og fram að sýníngu sýníngardaga Veitíngaliús opið öll kvöld frá kl. 18 Glæsílegur jölamatseðíll Alli. 20°/o afsláttur af mat fyrír leíkhúsgestí Borðapantanír í s. 562 9700 Braun ThermoScan® eyrnahitamælir mælir raunverulegt hitastig líkamans á nákvæman, einfaldan og þægilegan hátt. Mælirinn er lagður í eyrað og mælir hitann á einni sekúndu. Tilvalinn pakki frá afa og ömmu... Braun VitalScan® blóðþrýstingsmælir gerir þér kleift að mæla bióðþrýsting þinn nákvæmlega á þægilegan og einfaldan hátt hvar og hvenær sem er. Fáanlegir í Apótekum BRflUíl Tilvalinn pakki til afa og ömmu... Smart thinking coUfornui rusinur hesUHneíur Heslihneíur hakkaðar heslihneíur kókosmjöl f möwöf með hyði PH f ntöndlur w möndlur hakkaðar coOinetukjamar ! Bráðumkoma j blessuðjólin... >■ - f****^r ; VELJUM ÍSLENSKT!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.