Morgunblaðið - 06.12.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.12.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 279. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Atlaga að yfirstétt Rúss- lands á Netinu YFIRVÖLD í Rússlandi hafa látið loka vefsetri á Netinu þar sem birtar voru upplýsingar sem þóttu stefna öryggi rússneskra stjórnmála- og embættis- manna í hættu. Á vefsetrinu kom fram að markmiðið með því væri að „minnka bilið milli rússnesku yfirstéttarinnar og þjóðarinnar". „Þjóðin þarf að vita allt um yfirstétt sína.“ Á vefsetrinu voru m.a. birt heimilis- föng rússneskra sljórnmálamanna og símasamtal dóttur Borís Jeltsíns for- seta við viðskiptajöfurinn Borís Ber- ezovskí. Nokkrar upplýsinganna voru svo ýtarlegar að leigumorðingjar voru taldir geta notað þær. Meðal annars var þar nákvæm lýsing á íbúð æðsta saksóknara Rússlands, auk upplýsinga um öryggiskerfi hennar og heimilis- föng barna embættismannsins. Á vefsetrinu var því haldið fram að Berezovskí væri viðriðinn morðið á Galinu Starovojtovu, frjálslyndri þing- konu, í síðasta mánuði. Sú ásökun þykir fáránleg og ekkert hefur bent til þess að Berezovkskí tengist morðinu. Alexander Korzhakov, fyrrverandi lífvörður Jeltsíns, hafði áður ýjað að því að Berezovskí hefði látið myrða þingkonuna og grunur leikur á að hann hafi staðið fyrir vefsetrinu. Sagt er að Korzhakov hafi lagt sig í frainkróka við að safna upplýsingum um stjórn- málamenn til að geta komið óorði á þá þegar hann var yfirmaður öryggis- sveita forsetans. Hann á nú sæti á þing- inu, er harður andstæðingur ráða- mannanna í Kreml og enn í nánum tengslum við rússnesku leyniþjónust- una. Gömul hjón svín- beygja ræningja BRESKUR dómari hefur veitt öldruð- um hjónum verðlaun fyrir hugrekki eft- ir að þau veittu vopnuðum innbrotsþjófi svo mikla mótspyrnu að hann bauðst til að greiða þeim peninga fyrir að sleppa honum. 28 ára glæpamaður braust inn í hús hjónanna í Suður-Wales, miðaði byssu á húsbóndann, 77 ára ellilífeyris- þega, og hótaði að skjóta ef hann fengi ekki peninga. „Þá skal ég hundur heita, ef þú þorir það,“ sagði þá gamli maður- inn og rak þorparanum löðrung. Þegar eiginkonan, sem er 82 ára, kom manni sínum til hjálpar og réðst á glæpamanninn féllust honum hendur. „Hvað viljið þið mikið fyrir að leyfa mér að fara?“ spurði hann. Er saka- maðurinn var leiddur fyrir rétt hreifst dómarinn svo af framgöngu hjónanna að hann ákvað að veita þeim andvirði 55.000 króna í verðlaun fyrir hugprýði. Morgunblaðið/Ásdís FUGLAVINUR VIÐ TJORNINA Mál Pinochets Ddmari sakaður um hlutdrægni London. Reuters. LÖGFRÆÐINGAR Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hafa óskað eftir því að úrskurður lávarðadeildarinnar í Bretlandi, æðsta dómstóls landsins, verði felldur úr gildi vegna meintrar hlutdrægni eins af dómurunum, að sögn breska dag- blaðsins The Guardian í gær. Lögfræðingarnir halda þvi fram að ógilda beri úrskurðinn þar sem eiginkona eins dóm- arans, Hoffmanns lávarðar, sé starfsmaður mannréttindasamtakanna Amnesty Inter- national. Afstaða Hoffmans réð úrslitum þeg- ar dómarar lávarðadeildarinnar samþykktu með þremur atkvæðum gegn tveim að Pin- ochet nyti ekki friðhelgi frá ákæru sem fyrr- verandi þjóðhöfðingi. Breski mannréttindalögfræðingurinn Geoff- rey Robertson sagði að fyllyrðing lögfræð- inganna væri fáránleg. „Lögfræðingar Pin- ochets fengu næg tækifæri til að leggja fram mótmæli vegna dómarans fyrir réttarhaldið," sagði hann. Spænskur dómari hefur krafist framsals Pinochets og Jack Straw, innam-íkisráðherra Bretlands, hefur frest til föstudagsins kemur að ákveða hvort heimila eigi breskum dóm- stólum að taka framsalsbeiðnina fyrir. Breskir embættismenn hafa neitað því að til standi að spænski dómarinn yfirheyri Pinochet í Bretlandi í stað þess að hann verði framseldur til Spánar. Fullyrt var í The Daily Telegraph á föstudag að stjórn- málamaður frá Chile reyndi nú að ná sam- komulagi við bresk stjórnvöld um þetta til að komast hjá framsali. Stjórnmálamaður- inn mun ennfremur hafa lagt til við Pinochet að hann biðji fjölskyldur þeirra, sem voru drepnir eða hurfu sporlaust á valdatíma hans, afsökunar. Straw sagði að jafnvel þótt Pinochet féllist á yfirheyrslu eða bæðist afsökunar, hefði það engin áhrif á ákvörðun sína. Kofí Annan fer til fundar við Muammar Gaddafi í Líbýu Framsalsdeilan rædd Tripoli. Reuters. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fór til Líbýu í gær til að freista þess að fá Muammar Gaddafi, leiðtoga landsins, til að verða við kröfu samtakanna um að tveir Líbýumenn yrðu framseldir til Hollands og sóttir til saka þar vegna sprengjutilræðis í bandarískri þotu yfir skoska bænum Locker- bie árið 1988. 270 manns biðu bana í tilræðinu. Annan sagði í flugvél sinni á leið til Líbýu að hann hefði ekki farið þangað til að semja við Gaddafi, markmiðið með ferðinni væri að ræða framsalsdeiluna og útskýra sjónarmið Samein- uðu þjóðanna. Lfbýska fréttastofan JANA birti í gær yfir- lýsingu þess efnis að Gaddafi hefði ekki vald til að semja um framsal mannanna. Nokkrir stjórnarerindrekar sögðu þó að Annan hefði ekki farið til Líbýu án þess að hafa fengið lof- orð um að mennirnir yrðu framseldir. Aðrir sögðu hins vegar að Gaddafi væri óútreiknan- legur og öldungis óvíst væri hvort samkomu- lag næðist. „Þeir sem trúa því að Gaddafi kunni að und- irrita samning við framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna eða einhvern annan gefa alls engan gaum að eðli alþýðulýðræðisins í Líbýu,“ sagði JANA. Fréttastofan bætti við að um 500 grasrótarnefndir stuðningsmanna Gaddafis þyrftu að samþykkja hugsanlegt samkomulag um framsalið áður en það yrði lagt fyrir þingið. Bandaríska utanríkisráðu- neytið sagði hins vegar að enginn vafi léki á því að Gaddafi hefði vald til að framselja mennina. Kringlan tekur stakkaskiptum Vísindi eða gervivísindi Er þckkingarstig þjóðarinnar í hættu? Umfram allt að halda vöku sinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.