Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
MORGUNBLADIÐ
FRÉTTIR
Átta kindur fundust eftir að hafa verið tepptar í sjö vikur í helli í landi Krossdals í Kelduhverfí
FJÓRAR af þeim fimm kindum sem lifðu af vistina
í hellinum í fjárhúsinu í Keldunesi.
Voru tepptar í
hellinum í um
sjö vikur
ÁTTA kindur fundust í helli í
landi jarðarinnar Krossdals í
Kelduhverfi í N-Þingeyjarsýslu
sl. laugardag. Þijár kindanna
voru dauðar, ein mjög illa á sig
komin og fjórar rólfærar, eins og
Sturla Sigtryggsson, bóndi í
Keldunesi II og eigandi kind-
anna, orðaði það.
Talið er að kindurnar hafí ver-
ið tepptar í hellinum í um 7 vikur
eða frá því um 20. október. Að
sögn Sturlu hafa kindurnar farið
inn í hellinn undan veðri og siðan
fennt fyrir hellismunnann. Sturla
sagði kindurnar hafa nærst í all-
an þennan tíma á snjó og kannski
mold, þær væru mjög magrar og
illa farnar og hann hafði ekki
mikla trú á að þær kindur sem
fundust á lífi myndu hafa það af.
Það var hundur Sveins Þórar-
inssonar í Krossdal, nágranna
Sturlu, sem fann kindurnar er
hann var á leið til ijúpna með
húsbónda sínum. Sveinn sagði að
hans hundur, Neró, hafi stokkið
af pallbíl er hann ók nálægt hell-
ismunnanum á leið til ijúpna sl.
fimmtudag. Neró lét ófriðlega en
Sveinn sagðist ekki hafa áttað
sig á hlutunum fyrr en hundur-
inn endurtók leikinn á sama stað
á laugardag.
Hundurinn ómetanlegur
„Ég sá á hundinum að ekki var
allt með felldu og var fljótur að
reka augun í kindurnar í hellin-
um. En það var hundurinn sem
fann féð og við hefðum aldrei
fundið það án hans. Neró hefur
leikið þennan leik áður og það er
alveg ómetanlegt að eiga hund
með slíka náðargáfu," sagði
Sveinn.
I Krossdalslandi eru margir
hellar, þar af um 6 aðalhellar,
eins og Sveinn orðaði það, og er
Dimmihellir þeirra stærstur.
Hellirinn sem kindurnar fundust
í er nokkuð stór, eða um 20
metra langur og 10 metra breið-
ur. Sveinn sagði að hellarnir
væru stundum fullir af fé á sumr-
in. Það flýði mývarginn og einnig
hafí lambfé leitað skjóls í hellun-
um í vondum vorveðrum.
Morgunblaðið/Kristján
SVEINN Þórarinsson í Krossdal og hundur hans Neró við hellismunnann þar sem
kindurnar átta fundust sl. laugardag.
Forseti Hæstaréttar segir gildi dóma ekki fara eftir
fjölda dómara sem skipa dóminn hverju sinni
Fimm dómarar dæma
í mikilvægum málum
PÉTUR Kr. Hafstein, forseti
Hæstarcttar, segir að engin skila-
boð felist í því frá Hæstarétti hvort
fimm eða sjö dómarar dæma í máli.
Stór hluti af málum sem dæmd eru í
fimm manna dómi séu mikilvæg mál
sem varði miklu.
í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli
Valdimars Jóhannessonar, sem varð-
ar lögin um stjóm fiskveiða, hafa
sumir lögfræðingar og stjómmála-
menn haldið því fram að við túlkun
dómsins verði að hafa í huga að fimm
dómarar hafi dæmt í málinu, en það
þýði að Hæstiréttur hafi ekki talið
málið mikilvægt. Forseti Hæstarétt-
ar var spurður um þessa túlkun.
Engin skilaboð frá réttinum
„Það er heimild í dómstólalögun-
um íyrir forseta Hæstaréttar til að
ákveða að sjö dómarar sitji í dómi í
sérlega mikilvægum málum. Þetta
er heimildarákvæði og það er alltaf
matsatriði hvort það skuli notað.
Það er ekkert tilefni til að draga þá
ályktun að önnur mál, sem dæmd
eru í fimm manna dómi geti ekki
verið sérlega mikilvæg. Staðreynd-
in er sú að mjög stór hluti af þeim
málum sem dæmd eni í fimm
manna dómi eru mikilvæg og varða
miklu. Það felast því engin skilaboð
frá réttinum að einu eða neinu leyti
í að fimm dæma í máli. Auk þess er
það grundvallaratriði að fonnlega
er gildi dóma hið sama hvort sem
það eru sjö eða fimm dómarar sem
dæma,“ sagði Pétur.
Pétur vildi ekki tjá sig efnislega
um dóm Hæstaréttar í máli Valdi-
mars Jóhannessonar.
Launaskrið með-
al iðnaðarmanna
Framhaldsskólanemendur af landsbyggðinni þurfa að
greiða 130-375 þús. krónum meira en aðrir nemendur
Nemur 4-14% af út-
gjöldum fjölskyldu
VIÐBÓTARKOSTNAÐUR við að
hafa nemanda á framhaldsskólastigi
eða háskólastigi í skóla fjarri
heimabyggð sinni, nemur á milli 130
og 375 þúsund krónum, að teknu til-
liti til dreifbýlisstyrkja sem nem-
endur af landsbyggðinni geta feng-
ið. Þessi upphæð svarar til 4%-14%
af neysluútgjöldum 3-6 manna fjöl-
skyldu.
Þetta er ein niðurstaða skýrslu
sem Hagfræðistofnun HÍ hefur
unnið fyrir menntamálaráðuneytið
um framfærslukostnað og lögheim-
ilisflutninga íslenskra námsmanna.
Líklegt til að letja
Stofnunin telur að viðbótar-
kostnaður sá sem hlýst af dvöl nem-
enda sem stunda nám í grunn- og
framhaldsskólum og búa í heima-
vistum eða í leiguhúsnæði fjam
heimabyggð sé á bilinu 190 til 475
þúsund krónur. Til frádráttar þeirri
upphæð koma síðan styrkir sem
veittir eru nemendum af lands-
byggðinni. Er veittur grunnstyrkur
að upphæð 55 þúsund krónur, en við
geta bæst 22 þúsund krónur hjá
þeim sem leigja af vandalausum og
allt að 25 þúsund krónur í ferða-
styrk til þeirra sem lengst þurfá að
fara í næsta framhaldsskóla.
„Ætla verður að ólíklegra sé að
einstaklingur sem þarf að leggja í
mikinn kostnað við viðbótarmennt-
un sæki sér slíka menntun en annar
jafnhæfur og jafngamall einstak-
lingur, sem getur aflað sér viðbótar-
menntunar með lægri tilkostnaði,"
segir í skýrslunni.
I skýrslunni kemur einnig fram
að lítill munur er á upphæð lána eða
tíðni lántöku hjá lánþegum LÍN eft-
ir búsetu. Þetta telja skýrslu-
höfunda sýna að ekki sé teljandi
munur á lánsfjárþörf nemenda í
sérskólum og háskólum eftir bú-
setu.
í kjölfar
þingsályktunar
Skýrslan var unnin að beiðni
ráðuneytisins í framhaldi af þingsá-
lyktun þar sem menntamál-
aráðherra var falið að gera úttekt á
kjörum og stöðu fólks er stundar
nám fjarri heimabyggð. Skýrslu-
höfundar telja ólíklegt að náms-
menn er stunda nám fjarri heima-
byggð geti bætt stöðu sína fjárhags-
lega með því að breyta lögheimili
sínu.
NOKKURT launaskrið hefur átt
sér stað meðal iðnaðai-manna að
undanfórnu samkvæmt niðurstöð-
um launaútreikninga og kannana
sem nokkur félög iðnaðarmanna
hafa birt. Þetta kemur fram í grein
í Vinnunni, blaði Alþýðusambands
Islands.
„Séu laun rafiðnaðarmanna á
þriðja ársfjórðungi þessa árs borin
saman við laun þriðja ársfjórðungs
ársins 1997, þá hafa heildarlaun
hækkað um 9,8%. Sé aðeins tekið
tillit til dagvinnulauna, er hækkun-
in 9,2%,“ segir í blaðinu. Bent er á
að hér sé um talsvert launaskrið að
ræða þar sem hækkanir sam-
kvæmt kjarasamningum hafi
hljóðað upp á 4% á sama tíma. Haft
er eftir Guðmundi Gunnarssyni,
formanni Rafiðnaðarsambandsins
að telja megi víst að hækkanirnar
hafi verið meiri á höfuðborgar-
svæðinu en á landsbyggðinni.
Sagði hann helstu ástæður launa-
skriðsins vera vinnustaðasamninga
í stærri fyrirtækjum og samninga
einstaklinga í minni fyrirtækjum.
„Milli áranna 1996 og 1997
hækkuðu heildarlaun bfliðnamanna
um tæp 14%. Án bónuss var hækk-
unin 11,3%. Samkvæmt nýjustu
launakönnun, sem gerð er af
Bíliðnafélaginu og Félagi blikk-
smiða í sameiningu, hafa heildar-
laun hækkað um 8,15% milli ár-
anna 1997 og 1998, en án bónuss
hafa launin hækkað um ríflega níu
og hálft prósent," segir í Vinnunni.
Haukur Harðarson, formaður
Bíliðnafélagsins, segir skýringarn-
ar á þessu skriði fyrst og fremst
vera einstaklingssamninga. Pa
kemur fram í blaðinu að alls
hækkaði tímakaup með bónus hja
málmiðnaðarmönnum á höfuðborg-
arsvæðinu um 10,3% milli áranna
1997 og 1998. Á landsbyggðinni var
sambærileg hækkun 7,6%. Laun
netagerðarmanna, iðnaðarmanna
og almennra starfsmanna
hækkuðu einnig á bilinu
9,5%-15,3% en þær tölur eru þó
birtar með fyrirvara um fá svör í
hverjum hópi í könnunum, að því
er segir í Vinnunni.