Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hæstiréttur- (temdi gávarútvegsráðuneytið fyrir rangan. úrskurð: Brot á stjórnarskrá að iW'rTn fGíAdhlo RÉTTURINN launaði Davíð rauðan belg fyrir gráan. Ráðherra gefur erlenda mynt GEIR H. Haarde fjár- málaráðherra gróf eft- ir erlendri smámynt í vösum sínum í gær og gaf bangsanum Benja- mín þá peninga sem hann fann, en bangs- inn er fulltrúi Um- hyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Bangsanum var ekið með viðhöfn niður Laugaveginn í gær og fann sér ból í Landsbankanum þar sem hann mun taka á móti erlendri smá- mynt. Hvetur félagið alla þá sem eiga ónotaða slíka mynt heima hjá sér til að láta féð af hendi rakna. Morgunblaðið/Ásdís 'w' S "1 • S ■w' ~jr Jolin í Vogue Gullfalleg jólaefni og gardínuefni nýkomin. Jóladúkar, -servíettur, borðar og smávara til jólagjafa. gluggatjaldadeild, Skeifunni 8 Ný lög um húsnæðismál Engar kaup- leiguíbúðir í nýja kerfínu Guðrún Erla Geirsdóttir NÝ LÖG um hús- næðismál taka gildi um næstu áramót. Guðrún Erla Geirsdóttir er formaður Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. - Fækkar þeim sem rétt eiga á lánafyrir- greiðslu í nýja kerfmu frá þvísem var íþví eldra? „Viss hluti þeirra sem áttu möguleika á lánum í eldra kerfinu mun ekki eiga aðgang að lánafyrir- greiðslu í nýju kerfi. Þá falla 100% lán út og ekki er gert ráð fyrir kaup- leiguíbúðum. Það þýðir að fleiri tekjulágar fjölskyld- ur munu leita á leigu- markað, ef leiguíbúðir fást. Reynslan hefur að undanförnu verið sú að erfitt er að fá leigðar íbúðir á höfuðborg- arsvæðinu.“ -Hversu inargur íbúðir eru í félagslega eignakerfínu í Reykja- vík?r „í félagslega eignakerfinu í Reykjavík eru um fjögur þúsund íbúðir og Húsnæðisnefnd Reykja- víkur hefur úthlutað um 400 íbúð- um á ári hverju. Við höfum ekki getað sinnt öllum þeim sem leitað hafa til okkar. Við bundum vonir við að nýja kerfið myndi leysa okkur undan því að þurfa að synja fólki um fyrirgreiðslu. Það veldur okkur miklum vonbrigðum að svo verði ekki.“ - Eftir áramót fara allir í greiðslumat í sinn viðskipta- banka og skiptir þá engu hvort þeir eru að leita eftir 70% láni eða 90% láni? „Já, sú breyting verður á að nú byrjar fólk á að fara í greiðslumat í sínum viðskipta- banka og er þá ýmist metið inn í almennt kerfi með allt að 70% lán eða í þetta nýja kerfi sem veitir allt að 90% lán til 40 ára.“ Gerla segir að upphæð og réttur til lána séu bundin ákveðnum tekju- og eignamörkum. Ekki er heimilt að selja fasteignina með láninu, nema væntanlegur kaup- andi eigi einnig rétt á 90% láni. Hún segir að sér finnist ekki lengur ástæða til að tala um fé- lagslegar eignaríbúðir heldur fasteignakaup með mismunandi lánum. „Með því móti ætti að vera hægt að losna við þann hugsunarhátt að fólk sé dregið í dilka eftir efnahag. Það veldur mér á hinn bóginn miklum vonbrigðum að ríkið veiti tak- markað fjármagn til að veita þessi 90% lán sem þýðir að áfram þurfa húsnæðisnefnd- ir að forgangsraða þeim hópum sem hafa mesta þörf fyrir þessi lán eins og bam- mörgum fjölskyldum, einstæð- um foreldrum, þeim sem vegna heilsufars og vinnugetu þurfa á þessu að halda eða vegna hús- næðisaðstæðna." Gerla bendir á að sveitarfélög hafi engu að síður 30 ára for- kaupsrétt á íbúðum í eldra kerf- inu sem fellur ekki niður með gildistöku nýrra laga. Það er síð- an ákvörðun hvers sveitarfélags fyrir sig hvort sá réttur er nýtt- ur eða ekki. -Hvaða kosti sérð þú að ný lög um húsnæðismál hafi? ►Guðrún Erla Geirsdóttir - Gerla er fædd í Reykjavík árið 1951. Hún lauk myndmennta- kennaraprófi frá MHÍ árið 1975 og lauk prófi í listrænum textíl auk leikmynda- og búninga- hönnuuar frá Rietveld Academie í Amsterdam árið 1981. Gerla hefur hannað Ieik- myndir og búninga fyrir um 30 verk. Hún var framkvæmda- stjóri Listahátíðar kvenna árið 1985 og var einn af stofnendum kvennaframboðsins í Reykjavík. Gerla sat í átta ár í menning- annálanefnd borgarinnar og gegnir formennsku í Vinnuskóla Reykjavíkur. Hún er varafor- maður atvinnu- og ferðamála- nefndar og tók við formennsku í Húsnæðisnefnd Reykjavíkur síð- astliðið vor. Gerla á þrjú börn og eitt barnabarn. „Jákvæðu breytingamar eru helst að möguleiki skapast fyrir kaupendur að fara út á almennan fasteignamarkað og leita þar að húsnæði. Það er þó með þeim fyr- irvara að næstu tvö árin geta sveitarfélög bundið lánveitingar við þær íbúðir sem þegar eru inn- an kerfisins. Það verður því væntanlega ekki fyrr en árið 2001 sem öllum stendur til boða að kaupa á almennum markaði. Einnig er það afar jákvætt að sveitarfélögum verður heimilt að breyta innlausnaríbúðum í leiguí- búðir. Á næsta ári ætlar ríkið þó einungis að heimila um 200 íbúðir sem er lág tala þegar um þúsund leiguíbúðir vantar í Reykjavík." Gerla segir að hjá félagsmálaráðuneytinu hafi verið rætt um nýj- an lánaflokk þ.e. til fé- lagasamtaka til kaupa á leiguíbúðum. „Hver útfærslan verður á eft- ir að koma í ljós.“ Hún segir að ef til vill geti stéttarfélög í gegnum sína lífeyrissjóði fundið lausn á þessu brýna verkefni eins og t.d að stéttarfélag eins og VR myndi standa að byggingu leigu- húsnæðis fyrir tekjulága félags- menn sína.“ - Koma ekki vaxtabætur núna í stað lágra vaxta? „Jú, í eldra kerfinu voru vextir lágir en í nýja kerfinu er aðstoð- in í formi vaxtabóta sem nú verða greiddar út jafnóðum. Þeir sem standa fyrir breyting- unum halda því fram að þetta komi í sama stað niður. Við mun- um sjá hvort það reynist rétt.“ Sveitarfélög hafa 30 ára forkaupsrétt á íbúðum í eldra kerfinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.