Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Svavar Gestsson
alþingismaður
Sérnefnd
fjalli um
Hæstarétt-
ardóm
SVAVAR Gestsson, þing-
flokksformaður Alþýðu-
bandalagsins, sagði í upphafi
þingfundar á Alþingi í gær að
sér þætti eðlilegt að Alþingi
kysi sérnefnd, sem skipuð
væri fulltrúum allra þing-
flokka, til þess að gera tillög-
ur um hvernig best verði
brugðist við dómi Hæstarétt-
ar í máli Valdimars Jóhanns-
sonar gegn íslenska ríkinu.
Taldi hann að Alþingi gæti
ekkei-t í málinu og að það ætti
ekki að bíða eftir því að „sjáv-
arútvegsráðherra þóknaðist
að koma með tillögur“ til Al-
þingis.
Umfjöllun þarf að byggja á
ítarlegri skoðun
Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegsráðherra skýrði frá
því, vegna þessara ummæla
Svavars, að ríkisstjómin
hefði fjallað um málið og að
það væri nú til skoðunar í
sjávarútvegsráðuneytinu.
Hann ítrekaði að umfjöllun
um dóminn þyrfti að byggja á
ítarlegri skoðun á honum og
kvaðst vænta þess að ríkis-
stjórnin gæti kynnt niður-
stöður sínar innan tíðar.
I framhaldi af þessum orð-
um ráðherra sagði Svavar að
hann teldi lítillækkandi fyrir
Alþingi að bíða eftir þvi sem
kæmi frá ríkisstjóminni um
þetta mál og boðaði því þings-
ályktunartillögu um kosningu
sémefndar til að fjaila um
dóm Hæstaréttar.
í máli Svavars kom einnig
fram það sjónarmið að þetta
mál yrði ekki leyst með
breytingum á 5. gr. laga um
stjómun fiskveiða heldur
þyrfti að taka á málinu í heild,
bæði að því er varðaði fisk-
veiðistjómunina sem og und-
irstöðuþætti stjórnskipunar-
mnar.
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis
hefst kl. 13 í dag með utan-
dagskrárumræðu um sölu
hlutabréfa í bönkum. Að
henni lokinni verður fram
haldið annarri umræðu um
gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði.
Frumvarpi til fjáraukalaga
vísað til þriðju umræðu
Hækkar um 619,9
milljónir króna
FRUMVARPI til fjáraukalaga fyrir
árið 1998 var vísað til þriðju um-
ræðu á Alþingi í gær en þá voru
jafnframt samþykktar breytingar-
tillögur meirihluta fjárlaganefndar
Alþingis sem nema samtals 619,9
milljónum króna til hækkunar.
Breytingartillögur minnihluta
fjárlaganefndar upp á 746 milljónir
ki'óna voru hins vegar dregnar til
baka í gær, en þær gengu út á að
rétta hlut ör-
orku- og ellilíf-
eyrisþega og að
auka fé til
sjúkrahúsanna í
Reykjavík. Að
sögn Kristínar
Halldórsdóttur,
Samtaka um
kvennalista, eru
tillögumar
dregnar til baka
til þriðju umræðu
með hliðsjón af þeim athugunum
og viðræðum sem nú eru í gangi
um þessi mál.
Jón Kristjánsson, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, mælti fyrir
tillögum meirihluta nefndarinnar
fyrir helgi og sagði m.a. við það
tækifæri að ef eitthvert mál gengi
eins og rauður þráður I gegnum
breytingartillögur meirihlutans þá
væri það hækkun á launakostnaði
vegna þeirra kjarasamninga sem
verið hefðu í gangi og aðlögunar-
samninga. Til að mynda hækkar
framlag til málefna fatlaðra um 54
milljónir króna til að mæta áhrifum
kjarasamninga á stofnunum fyrir
fatlaða, svo dæmi sé nefnt.
Mótmæla að kjör fólks
skuli ekki leiðrétt
Sigríður Jóhannesdóttir mælti
fyrir breytingartillögum minnihluta
fjárlaganefndar. Sagði hún m.a. að
minnihlutinn áteldi harðlega að ekki
skuli vera gerð tilraun til að rétta
hlut þeirra sem
eingöngu hefðu
framfærslu af
grunnlífeyri með
tekjutryggingu
vegna elli eða ör-
orku „Sam-
kvæmt útreikn-
ingum fagmanna
á þróun launa og
lífeyris á sl. fjór-
um árum vantar
1.842 millj. kr.
upp á að greiðslur til þessa fólks
jafnist á við lægstu umsamin laun.
A þessu ári skortir 148 millj. kr. til
þess að jöfnuði sé náð miðað við
meðaltalsvísitölu launa. Því leggur
minnihlutinn til að þessum hópum
verði bættur tekjumissir sem svar-
ar þeirri upphæð. Einnig leggur
minnihlutinn til aukaframlög til
Ríkisspítala og Sjúki'ahúss Reykja-
víkur til að minnka rekstrarhalla
svo við hann megi una,“ sagði hún
m.a., en eins og áður segir voru
þessar breytingartillögur dregnar
til baka til 3. umræðu.
ALÞINGI
Mótmæla auka-
fjárveiting*u
vegna sölu FBA
GUÐMUNDUR Ámi Stefánsson,
þingflokki jafnaðarmanna, og
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
flokki óháðra, mótmæltu í at-
kvæðagreiðslu á Alþingi í gær um
frumvarp til fjái-aukalaga fyrir árið
1998, tillögu meirihluta fjárlaga-
nefndar um 49,5 milljóna króna
viðbótarfjárheimild til útboðs- og
einkavæðingarverkefna vegna
kostnaðar við sölu hlutabréfa ríkis-
ins í Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins hf. í haust.
I nefndaráliti meirihlutans segir
að gerður hafi verið 45 milljóna
ki'óna samningur við Fjárfesting-
arbanka atvinnulífsins um umsjón
með sölunni og að hann hafi síðan
samið við öll innlend verðbréfafyr-
irtæki og banka um þátttöku í söl-
unni. Þar að auki hefði kostnaður
við mat á verðmæti bankans verið
4,5 milljónir. Samtals væri því ósk-
að eftir 49,5 m.kr viðbótarfjár-
heimild.
Verið að borga þeim fyrir-
tækjum seni fljúgast á
Steingrímur J. sagði m.a. eftir-
farandi þegar hann gerði grein fyr-
ir atkvæði sínu í gær: „Hér á að
spreða út nær 50 millj. kr. og
dreifa þeim á banka og verðbréfa-
fyrirtæki til að borga þeim fyi-ir út-
boð á hlutabréfum sem þau svo
sjálf fljúgast á um að hreppa þegar
þau er komin til sölu og þjóða of-
fjár í kennitölur almennings til að
ná þessu síðan til sín. Verður
skrípaleikurinn ekki fullkomnaður
með betri hætti en að borga þeim
fyrir að standa í þessum áflogum
um bréfin sem sett eru á markað.
Ég segi eins og er að það er örugg-
lega viða meiri þörf fyrir þessar 50
milljónir en í þessa hít. Ég greiði
því atkvæði gegn þessari tillögu
með alveg óvenju góðri samvisku.“
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra sagði aftur á móti að það
væri undarleg afstaða að vera á
móti því að greiddar skyldu þókn-
anir eða sölulaun, eins og í því til-
felli sem hér um ræddi. „Mér
finnst það furðuleg afstaða sem hér
kemur fram að fyi'irtæki eigi að
taka að sér að veita þessa þjónustu
án þess að fá eitthvað greitt fyrir
hana,“ sagði hann og benti á að áð-
ur hefði slíkur sölukostnaður jafn-
an verið dreginn frá heildarand-
virðri seldra eigna ríkisins og því
hefði hann ekki sést. Nú væri hins
vegar heildarbrúttóandvirði tekið
inn og síðan væri gerð grein fyrir
sölukostnaðinum með sérstakri
færslu.
Breytingartillaga meirihlutans
var samþykkt í atkvæðagreiðslunni
en 19 greiddu atkvæði á móti.
ÞINGMENN fylgjast alvarlegir með umræðum.
Morgunblaðið/Ásdís
Stj órnarandstaðan spyr um
frumvarp um persónuvernd
ÖSSUR Skarphéðinsson, þingflokki
jafnaðarmanna, kvaddi sér hljóðs í
upphafi þingfundar á Alþingi í gær
og óskaði eftir því við ríkisstjórnina
að frumvarp til laga um persónu-
vemd og meðferð persónuupplýs-
inga, sem samþykkt hefði verið af
ríkisstjórninni í lok október sl., lægi
fyrir Alþingi áður en önnur umræða
um frumvarp til laga um gagna-
grunn á heilbrigðissviði færi fram,
en til stóð að sú umræða færi fram
síðar um daginn, sem hún reyndar
og gerði.
Benti Össur m.a. á að í frumvarp-
inu um persónuvernd væri kveðið á
um aðbúnað tölvunefndar og sagði
nauðsynlegt að slíkar upplýsingar
lægju fyrir áður en hægt yrði að
taka afstöðu til gagnagrunnsfrum-
varpsins. Aukið eftirlit tölvunefndar
væri einn af lykilþáttum persónu-
vemdar í gagnagrunnsfrumvarpinu.
Fleiri þingmenn stjómarandstöðu
tóku undir óskir Össurar og gengu
sumir jafnvel svo langt að fara fram
á að frumvarpið um persónuvemd
yrði afgreitt á Alþingi áður en fram-
varpið um gagnagrunn á heilbrigð-
issviði kæmi til afgreiðslu í þinginu.
„Það er ósvinna að ætla sér að
knýja fram afgreiðslu [gagna-
grunnsfrumvarpsins] áður en [per-
sónuverndarfrumvarpið]...verður
afgreitt hér á Alþingi," sagði Hjör-
leifur Guttormsson, þingflokki
óháðra.
Tengist ekki afgreiðslu
gagnagrunnsvi'umvarpsins
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra varð til svara og fullyrti að
frumvarpið um persónuvernd, sem
ríkisstjórnin hefði afgreitt til
stjórnarflokkanna, tengdist ekki
afgreiðslu gagnagrunnsfrumvarps-
ins. Það væri sjálfstætt mál og
óháð því. Sagði hann því næst að
persónuverndarfrumvarpið hefði
ekki verið afgreitt úr báðum
stjórnarflokkunum og lægi því ekki
fyrir þinginu enn sem komið væri.
Síðar kom reyndar í ljós að frum-
varpið hefði verið afgreitt úr þing-
flokki framsóknarmanna en væri
enn til umræðu í þingflokki sjálf-
stæðismanna. Þorsteinn Pálsson
upplýsti að þrátt fyrir það væri
enginn ágreiningur um frumvarpið
í þingflokknum.
Jóhanna
Sig-urðardóltir
Finnur
Ingólfsson
Utandagskrárumræða
á Alþingi í dag
Rætt um
útboð á
hlutafé í
bönkum
UMRÆÐA um útboð á hlutafé í
bönkum verður utandagskrár á Al-
þingi í dag. Málshefjandi er Jó-
hanna Sigurðardóttir alþingismaður
og Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra verður til svara.
Jóhann hefur lagt fram spuming-
ar í fjórum liðum vegna þessa máls.
Hún spyr viðskiptaráðherra hvaða
álit hann hafi á því að stórir fjárfest-
ar, m.a. fjármálastofnanir í meiri-
hlutaeigu ríkisins, hafi náð til sín
með kennitölusöfnun hlutafé í Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins sem
var langt umfram leyfilegt hámark
og hvort hann telji viðskiptin sam-
rýmast eðlilegum viðskiptaháttum.
Hún spyr hvort raungengi FBA
hafi verið hærra með tilliti til þess
að hækkun á gengi bréfanna varð
strax 30%. Hún spyr hvert áætlað
tekjutap ríkissjóðs sé vegna þessa.
Hún spyr hvort ráðherra muni beita
sér fyrir aðgerðum til að koma í veg
fyrir kennitölusöfnun í sölu hluta-
fjár í Búnaðarbankanum og ef Al-
þingi heimilar frekari sölu á hlutafé
í FBA. Loks spyr hún hvernig við-
skiptaráðherra ætli að tryggja
framgang á stefnu ríkisstjórnarinn-
ar um dreifða eignaraðild.