Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
PRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 15
Formleg vígsla á dreifikerfí Hitaveitu Dalvíkur á Árskógsströnd
Öll hús í þéttbýliskjöm-
unum tengjast hitaveitu
FORMLEG vígsla Hitaveitu Dal-
víkur á dreifikerfi hitaveitunnar á
Arskógsströnd fór fram í Félags-
heimilinu Árskógi sl. laugardag.
Það var Karólína Björg Gunnars-
dóttir, ábúandi á Brimnesi, sem
gangsetti dælu sem dælir inn á
dreifikerfið.
Öll hús í þéttbýliskjömunum
tveimur, Ai-skógssandi og Hauga-
nesi hafa tengst hitaveitu og áætl-
uð árleg notkun er 120.000
rúmmetrar vatns. Með tilkomu
hitaveitunnar mun húshitunar-
kostnaður lækka um 40% frá því
sem áður var. Aætlaður kostnaður
við byggingu veitunnar er um 85
milljónir króna og er rannsóknar-
kostnaður þá ekki meðtalinn.
Dreifikerfi veitunnar er um 7 km
og stofnæðar um 4 km á lengd.
Húshitunarkostnaður
jafnaður um áramót
Rögnvaldur Skíði Friðbjörns-
son, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar,
flutti ávarp við vígsluna og sagði
að það hlyti að vera mikið fagnað-
arefni fyrir þá sem nú eiga þess
kost að njóta þessara hlunninda
sem vatninu fylgja. „Ekki bara
efnahagslega, en þau eru vissulega
veraleg, heldur og öll þau þægindi
sem því fylgir að hafa rennandi
vatn í húsum sínum allan sólar-
hrínginn og í krönunum þegar á
þarf að halda.“
Rögnvaldur Skíði kom einnig inn
á þá umræðu sem átt hefur sér
stað á opinberam vettvangi, að
jafna beri kostnað við hitun íbúðar-
húsnæðis þar sem hitaveitu nýtur
ekki við og að það verði gert með
aukinni þátttöku Landsvirkjunar
og ríkissjóðs. Það sé veralegt hags-
munamál fyrir landsbyggðina að
þetta náist fram. Hann sagði að
þrátt fyrir að væntanlegt væri að
Morgunblaðið/Kristján
KARÓLÍNA Björg Gunnarsdóttir, ábúandi á Brimnesi, gangsetti dælu
sem dælir inn á dreifikerfi Hitaveitu Dalvíkur á Árskógsströnd og not-
aði tölvutæknina við það verk. Með henni á myndinni eru t.h. Þor-
steinn Björnsson hitaveitustjóri, Rögnvaldur Skfði Friðbjörnsson, bæj-
arstjóri Dalvíkurbyggðar, og Kristján Snorrason, fyrrverandi oddviti.
VALGERÐUR Sverrisdóttir alþingismaður skoðar borkrónuna sem
kom niður á heita vatnið á Brimnesborgum hinn 19. október 1997.
Borkrónan hefur verið skreytt með platta því til staðfestingar og þá
þótti við hæfi að prýða hana blómum á þessari hátíðarstundu.
húshitun yrði að einhverju leyti
jöfnuð innan skamms tíma af opin-
berri hálfu, hefði sveitarstjórn
áform um að hefja jöfnun húshit-
unarkostnaðar í sveitarfélaginu
þegar um næstu áramót.
Verða jöfnunargreiðslur
skattlagðar?
„Þegar kemur að því að fram-
kvæma þetta er talið auðveldast og
eðlilegast að það gerist með bein-
um fjárframlögum til viðkomandi.
Hver er þá afstaða skattayfirvalda
til slíkra greiðslna? I dag bendir
allt til þess að greiðslur yrðu skatt-
lagðar hjá viðkomandi en beðið er
eftir endanlegu áliti frá ríkisskatt-
stjóra. Það væri algjörlega óviðun-
andi ef sú staða kæmi upp að þess-
ir fjármunir yrðu skattlagðir og
yrðu til þess að ríkissjóður fengi
tekjur af þessari aðgerð og við því
þyrfti að bregðast. Ég vil að það
komi skýrt fram að þessi jöfnuður
á að koma frá Landsvirkjun og ríki
en ekki úr sjóðum sveitarfélagsins
eða veitunnar," sagði Rögnvaldur
Skíði.
Reiknað með 70 rúmmetrum
á klukkustund
Á áranum 1994-1997 vora bor-
aðar rannsóknarholur í leit að
heitu vatni í fyrrverandi Árskógs-
hreppi og í október 1997 var komið
niður á heitt vatn á tæplega 450
metra dýpi á Brimnesborgum. Við
prufudælingu gaf holan 50 lítra á
sekúndu af 75 gráða heitu vatni.
Miðað við núverandi virkjun hol-
unnar er reiknað með að hún geti
gefið 70 rámmetra af heitu vatni á
klst. en meðalnotkun er áætluð 13
rámmetrar á klst. Miðlunarrými er
fyi-ir 305 rúmmetra sem á kaldasta
tíma ætti að endast til 10-12 klst.
notkunar.
Rauða kross deildir á Norðurlandi
Safna hann-
yrðaefnum og
senda til Lesótó
RAUÐA kross deildir á Norður-
landi standa nú fyrir söfnun á
hannyrðaefnum sem senda verða
til Lesótó, en þær hafa efnt til
slíkra safnana undanfarin ár. Tekið
er við góðum notuðum og ónotuð-
um efnum, efnisafgöngum, tölum,
prjónum, nálum og öðra sem kem-
ur sér vel við hannyrðir.
Söfnunin stendur til 10. janúar
næstkomandi og er það von Rauða
kross deildanna að Norðlendingar
bregðist enn og aftur vel við og
taki þátt í söfnuninni. Þeim sem
eru að taka til í saumakörfunni eða
skápunum og eiga hannyrðaefni á
lausu er bent á að hafa samband
við Rauða kross deild í sinni heima-
byggð, Akureyrardeild Rauða
krossins eða svæðisskrifstofu
Rauða krossins á Norðurlandi.
Að söfnun lokinni verða hann-
yrðaefnin send til Lesótó en þar
vinna konur ýmsan varning úr
efniviðnum og selja. Ágóðanum er
varið til reksturs heilsugæslu-
stöðva en einnig hafa konurnar
nokkrar tekjur af vinnu sinni til
framfærslu fjölskyldu sinnar.
Rauða kross deildirnar á Norð-
urlandi hafa verið í vinadeildasam-
vinnu við Rauða krossinn í Lesótó
frá árinu 1993. Lesótó er fjalllent
ríki í Suður-Afríku með um tvær
milljónir íbúa en aðalatvinnuvegur
landsins er landbúnaður og meðal
útflutningsvara er di-ykkjarvatn.
Styðja rekstur tveggja
heilsugæslustöðva
Meðal verkefna Rauða krossins í
Lesótó er rekstur heilsugæslu-
stöðva í afskekktustu héraðum
landsins, en Rauða kross deildir á
Norðurlandi hafa stutt rekstur
tveggja heilsugæslustöðva. Hvor
stöðin þjónar um það bil 10 þúsund
manns og er enga aðra læknisþjón-
ustu að fá á þeim svæðum. I heilsu-
gæslustöðvunum hefur meginá-
herslan verið lögð á fyrirbyggjandi
aðgerðir, s.s. bólusetningar,
mæðra- og ungbarnaeftirlit, heil-
brigðisfræðslu, næringarráðgjöf og
eftirlit með næringarástandi ungra
barna auk þess sem veitt hefur
verið meðhöndlun við staðbundn-
um sjúkdómum.
Kerru og vélsleða stolið
VÉLSLEÐA og kerru sem hann
var í var stolið síðastliðið föstu-
dagskvöld, á tímabilinu frá kl. 18
til 19, en kerran stóð utan við
Baugsbót við Frostagötu 1 b á
Akureyri.
Um er að ræða yfirbyggða
kerru fyrir einn sleða og var hún
óskráð. Yfirbyggingin er úr
svörtu áli, en járngrind neðan við
hana er grá að lit, klædd brúnum
vatnsheldum krossviði. Vélsleð-
inn sem í kerrunni var er af
gerðinni Polaris Indy 650 RXL
árgerð 1991, dökkblár að lit og
ber hann skráningarnúmerið SM-
029.
Áþekk kerra sást aftan í bíl á
leið suður til Reykjavík þessa
nótt en þeir sem einhveijar upp-
lýsingar geta gefið um hvar
kerruna eða vélsleðann er að
finna eru beðnir að hafa sam-
band við rannsóknardeild lög-
reglunnar á Akureyri.
Fjölmenni
á Vetrar-
sporti ‘99
ÚTILÍFSSÝNINGIN Vetrarsport
‘99 var haldin í íþróttahöllinni á
Akureyri um liðna helgi. Talið er
að ríflega 2.500 manns hafi sótt
sýninguna en alls kynntu 27
sýnendur vöra sína og þjónustu.
Gott veður og færð gerðu að
verkum að óvenju mikið var um ut-
anbæjarfólk á sýningunni. Hópar
fólks komu langt að gagngert til að
skoða sýninguna, m.a. frá Reykja-
vík, Borgarnesi og Austfjörðum.
Félag vélsleðamanna í Eyjafirði
stóðu fyrir sýningunni eins og það
hefur gert undanfarin 12 ár. Árs-
hátíð félagsins var svo haldinn í
Sjallanum á laugardagskvöld og
vora þar veittar viðurkenningar
fyrir glæsilegasta bás sýningarinn-
ar, glæsilegasta bílinn og glæsileg-
asta sleðann. Breyttur Pajero á 38
tommu dekkjum var valinn bíll
sýningarinnar, Pantera 800 sleði
sýningarinnar og bás Akureyrar-
bæjar, íþrótta- og tómstundaráðs
var valinn glæsilegasti básinn.
-----------------
*
Aætlun um
sjálfbæra
þróun á norð-
urslóðum
STOFNUN Vilhjálms Stefánsson-
ar stendur fyrir minningarfyrir-
lestri um Vilhjálm Stefánsson í
dag, þriðjudaginn 8. desember, í
aðalsal Háskólans á Akureyri að
Sólborg og hefst hann kl. 16.
Fyrirlesari er dr. Oran R.
Young, prófessor og forstöðumað-
ur í arktískum fræðum við Háskól-
ann í Dartmouth í Bandaríkjunum.
Hann mun tala um gerð áætlunai-
um sjálfbæra þróun á norðurslóð-
um. Erindið er flutt á ensku.
Dr. Young er prófessor í um-
hverfisfræðum og þekktur fræði-
maður á sviði auðlindastjórnunar
og áhrifa hnattrænna umhverfis-
breytinga á norðurslóðum og hefur
hann skrifað nokkrar bækur um
þessi efni.
------♦-♦“♦-----
Notastöðin Oddi hf.
Meint fjár-
málamisferli
rannsakað
EFNAHAGSBROTADEILD Rík-
islögreglustjóra rannsakar meint
fjármálamisferli hjá Nótastöðinni
Odda hf. á Akureyri, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Mál þetta kom upp í byrjun
þessa árs og snertir þrjá fyrrver-
andi starfsmenn fyi’irtækisins svo
og svokallaðar svartar greiðslur til
starfsmanna vegna yfirvinnu. Fjöl-
margir aðilar hafa verið yfirheyrðir
vegna málsins og þar á meðal allir
starfsmenn Nótastöðvarinnar.
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Minningarfyrirlestur
Yilhjálms Stefánssonar
Efni:
Creating an Arctic Sustainable Development Strategy.
Fyrirlesari:
Prófessor Oran R. Young
Tími:
Þriðjudagur 8. desember kl. 16:00
Staður:
Aðalsalur Háskólans á Akureyri, Sólborg
Allt áhugafólk um norðurslóðir og sjálfbæra þróun velkomið.