Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ LANDIÐ Könnun Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar Morgunblaðið/Björn Blöndal VIÐ upphaf kynningarfundarins. Frá vinstri til hægri eru: Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, svæðisvinnumiðlun Suðurnesja, Jón Björn Skúlason, atvinnuráðgjafi MOA, Kjartan Már Kjartansson, formaður Markaðs- og at- vinnumálaráðs Reykjanesbæjar, Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Friðjón Einarsson, framkvæmdastjóri MOA, Jóhann D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Suðurnesja. Vísbending um góðar atvinnu- horfur Keflavík - „Atvinnuhorfur eru góðar og allt bendir til að þetta geti orðið uppgangssvæði á næstu árum,“ sagði Kjartan Már Kjart- ansson formaður Markaðs- og at- vinnumálaráðs Reykjanesbæjar þegar kynnt var könnun sem gerð var á vegum ráðsins um atvinnulíf og menntun á Suðurnesjum ný- lega. Urtakið í könnuninni voru öll fyrirtæki á Suðurnesjum og var svörun um 70%. Fram kom að ekki virðist nægjanlegt framboð af menntuðu vinnuafli og þá sér- staklega konum. Atvinnuleysi hef- ur farið snarminnkandi, er nú 1,6% og 94% þeirra sem skráðir eru atvinnulausir hafa eingöngu grunnskólapróf. Jón Björn Skúlason atvinnuráð- gjafi MOA sagði að ef tekin væri áætluð fjölgun frá 1998 til 2003 og skipt eftir menntun þá inuni störfum sem krefjast iðn- eða stúdentsprófs ijölga um 52% en spurn eftir fólki sem hefur aðeins grunnskólapróf minnka um tæp 11%. Störfum sem kreljast há- skólaprófs eða meistaragráðu muni fjölga um 32%. Jón Björn sagði að tæplega 30% þeirra sem svöruðu segðu að ekki væri nægj- anlegt framboð af menntuðu vinnuafli á Suðurnesjum og um 50% iðnfyrirtækja. Hann sagði ennfremur að Ijölgun stöðugilda frá 1993 til 1998 hefði verið um 24% en samkvæmt þessari könnun verður 20% fjölgun starfa til árs- ins 2003 og þar sé ekki reiknað með fyrirtækjum sem stofnuð kunni að verða á tímabilinu. Þekking og hæfni ræður úrslitum Kjartan Már Kjartansson sagði að þarna væri verið að reyna að skyggnast inn í framtíðina og meta væntingar atvinnulífsins til menntunar. Upplýsingar í könn- uninni ættu að geta orðið stjórn- endum fyrirtækja, starfsmönnum og nemendum leiðarljós um gildi menntunar og sveitarstjórnar- mönnum leiðbeining um stefnu í menntunarmálum framtíðarinnar. Krafan um aukna menntun í at- vinnulífinu ykist með hverju árinu sem liði. Þekking og hæfni starfs- fólks fyrirtækja væri talin ráða úrslitum í hörðum heimi sam- keppninnar og fyrirtæki gerðu því auknar kröfur um menntun og endurmenntun starfsfólks. Aðventu- hátíð í Skógum AÐVENTUHÁTÍÐ Eyvindar- hólaprestakalls og Grunnskól- ans í Skógum undir Eyjafjöllum var haldin annan sunnudag í að- ventu. Séra Halldór Gunnars- son sóknarprestur stýrði fjöl- skyldumessu í Eyvindarhóla- kii-kju með aðstoð nemenda Grunnskólans, sem báru ljósið á táknrænan hátt inn í kirkjuna, sungu jólasálma, fluttu hugleið- ingar og fleira. I messukaffi, sem haldið var að lokinni guðsþjónustu bauð Kvenfélag Austur-Eyfellinga kaffíveitingar og flutt var leik- og söngdagskrá, sem nemendur höfðu æft fyi-ir tilefnið. Þá komu rithöfundamir Sveinbjörn I. Baldvinsson og Ami Sigurjóns- son og lásu úr nýútkomnum verkum sínum. Nemendur Grunnskólans höfðu veg og vanda af skreytingu félagsheim- ilisins ásamt kennurum, en jafn- framt héngu myndir á veggjum eftir nemendur yngri deildanna. Nemendur allra deilda Grunnskólans höfðu einnig sett saman ljóðabók, sem seld var á staðnum, hvemar ágóði af sölu skyldi renna í sjóð til kaupa á píanóbekk, fyrir nýjan flygil fé- lagsheimilisins, sem kvenfélagið festi kaup á í haust. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir RAY ka Msengana, formaður Rauða kross Suður-Afríku, heimsótti m.a. 3. bekk í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Formaður RKI í Suður-Afríku á Reyðarfírði Reyðarfirði - Hér hafa verið á ferð- inni Ray ka Msengana, formaður Rauða kross Suður-Afríku, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður RKI, Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri RKÍ, og Óskar S. Jónsson, svæðisfulltrúi RKÍ á Aust- urlandi, ásamt félögum úr Austur- landsdeildum RKÍ. Þau hafa heim- sótt skóla, leikskóla, dvalarheimili aldraða, fískvinnslustöðvar og fleiri staði. Tilgangurinn með heimsókn þess- ari er að koma á vinadeildarsam- starfi milli deilda Rauða kross ís- lands á Austurlandi og deilda á Western Cape-svæðinu í Suður-Af- ríku. Á sameiginlegum fundi deild- anna hér á Austurlandi 2. desember síðastliðinn. var skrifað Undir vilja- yfírlýsingu þess efnis, að byrjað yi’ði á formlegu samstarfi á næsta ári. Samstarfíð á að beinast að því að vinna með ungu fólki, til dæmis að koma götubörnunum inn í félags- miðstöðvar þar sem þau geta stund- að nám, eytt tómstundum við tónlist o.fl. Hafa ekki borð og stóla í Grunnskóla Reyðarfjarðar heilsaði Ray ka Msengana upp á nemendur og spjallaði við þá. Sagði hann þeim frá skólunum í sínu heimalandi, þar sem sums staðar eru allt að 60 nemendur hjá hverj- um kennara, sumir nemendur hafa ekki borð og stóla heldur vinna á gólfinu. Hann hvatti nemendur til að vera duglega að læra og biýndi fyrir þeim að forðast reykingar, áfengi og eiturlyf. Nemendur 2. bekkjar sungu jóla- lög fyrir gestina og nemendur 8. bekkjar afhentu Ray ka Msengana pakka með verkefnum sem þau höfðu unnið í enskutímum. Þar sögðu þau frá sinni heimabyggð og hvert þeirra skrifaði síðan bréf til jafnaldra í Suður-Afríku. Vonast þau til að komast í bréfasamskipti við þá. Morgunblaðið/Sigurður Hannesson SVEINBJÖRN Sverrisson, elsti starfsmaður Óslands hf., og Halldór, ungur sonur Björns E. Traustasonar, verksmiðjustjóra, taka fyrstu skóflustunguna að nýju verksmiðjunni. Bygging nýrrar bræðslu hafin á Höfn Hornafirði - 2. desember var merk- isdagur í atvinnusögu Hornfirðinga en þá hófst formlega bygging á nýju verksmiðjuhúsi Óslands fiskimjöls- verksmiðju hf. við hlið þess gamla í Óslandi á Höfn. Gamla verksmiðjan hefur nokkuð lengi verið starfrækt á undanþágu vegna ófullnægjandi hreinsibúnaðar og var meira að segja stöðvuð um þriggja mánaða skeið í sumar. Stærð nýja hússins verður 27X50 metrar að litlum hluta á tveimur hæðum eða alls um 1.500 fermetrar. Héðinn smiðja hannaði húsið og sér einnig um uppsetningu stálgrindai' og véla. Áætlað er að fullbúið kosti allt saman 7-800 milljónir króna. Af- kastageta verksmiðjunnar verður 900 tonn á sólarhring og þess má geta að í henni verður stærsti loft- þurrkari sem til er í heiminum. Fyrsti áfanginn, sem nú er hafinn, felst í jarðvinnu, broti á gömlum þró- arveggjum, gerð undh-staðna, steypu platna og lagningu frárennslislagna. Þessi áfangi var boðinn út í lokuðu útboði og hlaut Trévirki ehf. verkið á 21.340.220 krónur en tilboð barst einnig frá Sveini Sighvatssyni upp á krónur 24.404.140. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 19.266.900. Vinnu við fyrsta áfanga á að vera lokið eigi síðar en 15. mars nk. Und- irverktakar hjá Trévirki verða Hjarðarnesbræður hf. með jai'ð- vinnu, Bragi Karlsson með lagnir og Ólafur Karl Karlsson með múrverk. Nýja verksmiðjan á að verða tilbúin til notkunar 1. júní á næsta ári og binda Hornfirðingar miklar vonir við að hún eigi efth- að mala gull. Ekki spillir heldur að með henni á hvim- leiður reykur að heyra sögunni til. Námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson HÓPURINN sem tók þátt í námskeiðinu á vegum Iðntæknistofnunar. Hrunamannahreppi - Námskeið á vegum Iðntæknistofnunar um stofnun og rekstur smáfyrirtækja var haldið síðustu tvær helgar í Aratungu og á Flúðum, tvo daga á hvorum stað. Námskeiðið sóttu 17 manns auk leiðbeinenda, sem voru Brynhildur Bergþórsdóttir, rekstrarhagfræðingur, Guðbjörg Björnsdóttir, markaðsfræðingur, og Jón Gíslason, rekstrarhag- fræðingur með meiru. Að sögn Ásborgar Arnþórsdótt- ir, ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu, var námskeiðið ætlað fólki sem vill stofna smáfyrirtæki eða kynna sér rekstur þeirra. Einnig fólki sem er með fyriríæki og vill afla sér meiri þekkingar á þessum sviðum. Ásborg sagði að þeir sem sóttu námskeiðið væru afar ánægðir og teldu sig hafa lært mjög mikið á þessum fjórum dögum. Meðal þess sem farið væri yfir væri áætlunar- gerð, hvað þyrfti til að geta stofn- að fyrirtæki, farið í gegnum rekstur fyrirtækja, hvernig menn gera áætlanir, markaðsmál og margt fleira. Hugmyndir um ný Ásborg sagði ennfremur að margar góðar hugmyndir væru uppi um stofnun smærri fyrir- tækja hér í uppsveitum en fólkið sem sótti þessar leiðbeiningar kemur úr mörgum greinum at- vinnulffsins. Hún sagði námskeiðið haldið til að skjóta sterkari stoð- um undir atvinnulífið og þá mögu- leika á sóknarfæruin sem hér gerðust, einkum í þeim byggðar- kjörnum sem myndast hafa í upp- sveitunum. Mætti þar t.d. nefna margskonar þjónustu fyrir ferða- menn sem hér væru afar margir, einkum að sumarlagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.