Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Fjármálafyrirtæki keppast við að bjóða í kennitölur einstaklinga í hlutafjárútboði Búnaðarbankans
Hæstu boð í kstup-
rétt á genginu 2,52
KAPPHLAUP er á fjármálamarkaði
um hlutabréf í Búnaðarbankanum í
hlutafjárútboði bankans sem hefst í
dag. Bankar, sparisjóðir og verð-
bréfafyrirtæki hvetja almenning til
að taka þátt í útboðinu og bjóðast til
að kaupa kauprétt einstaklinga á
gengi sem er hærra en nafnvirði
bréfanna.
Hver einstaklingur getur sótt um
kaup á 500 þúsunda hlut á nafnverði
á genginu 2,15 en í gær buðust verð-
bréfafyrirtækin Handsal og Fjár-
vangur tii að kaupa kauprétt ein-
stakiinga á genginu 2,52. Nemur
hækkunin 17,2% ef viðskipti verða á
þessu gengi.
Markaðsvirði bankans
10,3 milljarðar?
Heildarnafnverð hlutafjár Búnað-
arbankans var 3,5 milljarðar króna
og að fullu í eigu ríkissjóðs. í útboð-
inu nú er alls boðið út nýtt hlutafé til
almennings fyrir 350 milljónir króna
að nafnverði. Áður vai- gengið frá
sölu á hlutafé að nafnverði 250 millj-
ónir króna, sem skiptist á milli
starfsmanna bankans og lífeyris-
sjóðs þeirra. Að loknu útboði og
skráningu hefur heildarnafnverð
hlutafjár í bankanum því verið
hækkað um samtals 600 milljónir
króna eða í 4,1 milljarð. Miðað við
gengið 2,52 er markaðsvirði bankans
því 10,3 milljarðar króna. Sé gengið
2,28 hins vegar nær lagi er mark-
aðsvirðið um milljarði lægra eða um
9,3 milljarðar.
Áskriftartímabil hefst í dag og
lýkur kl. 16 nk. föstudag, 11. desem-
ber, og þurfa allar áskriftir að hafa
borist bankanum fyrir þann tíma.
Almenningi býðst að kaupa hluta-
bréf með áskriftaríyrirkomulagi og
getur hver einstaklingur skráð sig
fyrir hlutabréfum að hámarki 500
þúsund að nafnverði á genginu 2,15.
Söluverð hámarkshlutar einstaklings
gæti því numið 1.075 þúsundum en
ef til umframáskriftar kemur skerð-
ist hámarksnafnverð, sem hverjum
áskrifanda er heimilt að kaupa þar
til heildarnafnverð seldra bréfa er
komið niður fyrir 350 milljónir. Ef
þrjátíu þúsund manns, svo dæmi sé
tekið, taka þátt í útboðinu má búast
við að hlutur hvers og eins verði um
11.700 krónur að nafnvirði eða um 25
þúsund að söluvirði. Þeir, sem selja
hlutabréfm aftur á genginu 2,52,
17% hækkun frá
útboðsgengi
geta þannig búist við því að hagnast
um tæpar 4.400 krónur, þ.e. um tæp-
ar 4.000 kr. að frátöldum 10% fjár-
magnstekjuskatti.
Frumkvæði íslandsbauka
Islandsbanki birti auglýsingu í
Morgunblaðinu á sunnudag'þar sem
bankinn óskar eftir að kaupa hluta-
bréf eða kauprétt hlutabréfa í Búnað-
arbankanum. Islandsbanki ábyrgist
að þeir, sem framselja kauprétt sinn
til Islandsbanka, fái hæn-a gengi en
útboðsgengið íyi-ir sinn hlut. Bankinn
tekur enga söluþóknun íyrir viðskipt-
in og segist þannig tryggja hagnað
kaupréttarhafa.
Bankinn býður fólki að selja kaup-
rétt sinn hvenær sem er á útboðs-
tímanum 8.-11. desember. Tilboðs-
gengi bankans getur tekið breyting-
um á tímabilinu en á sunnudag var
miðað við gengið 2,28 og hafði það
ekki breyst í gær.
Landsbankinn bregst við
Á sunnudag tilkynnti Landsbank-
inn að hann myndi veita almenningi
alla þjónustu í tengslum við hluta-
fjárútboð Búnaðarbankans, þar á
meðal sömu þjónustu og Islands-
banki. Þannig er nú hægt að skrifa
sig fyrir hlutafé í Búnaðarbankanum
í öllum útibúum Landsbankans og
Landsbréfa og býður Landsbankinn
sérstök hlutabréfalán. Geta þau ver-
ið fyrir allt að 85% að kaupverði og
til allt að þriggja ára.
I gær brugðust aðrar fjái-mála-
stofnanir við hver af annarri. Spari-
sjóður Reykjavíkur og nági’ennis
óskaði eftir því að kaupa kauprétt
einstaklinga á genginu 2,28 en
hækkaði tilboð sitt í 2,45 síðar um
daginn. Verðbréfafyi’irtækin Fjár-
vangur og Handsal buðu 2,52 og
Kaupþing Norðurlands 2,50 svo
dæmi séu nefnd.
Dreifð eignaraðild?
í fréttatilkynningu frá Landsbank-
anum segir að bankinn styðji þá
stefnu stjómvalda að tryggja dreifða
eignaraðild að fjánnálafyrirtækjum
sem i-íkið hafi ákveðið að selja. I
hlutafjárútboði Landsbankans var
þessari stefnu fylgt af bankaráði og
yfírstjóm bankans og mikilvægi
di-eifðrai’ eignaraðildai’ lagt til gmnd-
vallai’ í öllum undii’búningi og fram-
kvæmd útboðsins. „Mikil þátttaka í
hlutafjánitboði Landsbankans stað-
festi vilja almennings á að gerast hlut-
hafai- í bankanum og um leið víðtækan
stuðning landsmanna við stefnu
stjórnvalda um di’eifða eignaraðild. I
hlutafjárútboði Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins gerðist það hins vegar
að Búnaðarbanki og sparisjóðirnir
(Kaupþing) stóðu fyrir viðamikilli
söfnun á áskriftum að hlutafé í bank-
anum. Nú hefur Islandsbanki hf. aug-
lýst að hann muni stunda kaup á þeim
hlutabréfum og eða kauprétti að
hlutabréfunum sem unnt er að skrá
sig íyrir í hlutafjárútboði Búnaðai’-
bankans. I ljósi breyttra aðstæðna
mun Landsbankinn einnig veita al-
menningi alla þjónustu í tengslum við
hlutafjárútboð Búnaðarbankans,
þ.á.m. sömu þjónustu og Islands-
banki hefur kynnt,“ segir í fréttinni.
Halldór J. Kristjánsson
bankastjóri
Landsbankans
Viljum
stuðla að
dreifðri
eignaraðild
HALLDÓR J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir að það
hafí verið erfíð ákvörðun að taka að
bankinn myndi
gerast þátttak-
andi í hlutafjár-
útboði Búnaðar-
bankans með
þeim hætti sem
raun varð á. Að-
spurður um
hvort rétt sé að
ríkisbanki taki
þátt í slíkum við-
skiptum segir
hann að ekki megi gleyma því að
Landsbankinn hafi skyldum að
gegna við átta þúsund hluthafa og
verði að haga ákvörðunum sínum
með hagsmuni þeirra í huga. „Við
hefðum ekki tekið þessa ákvörðun
af fyrra bragði en töldum okkur
þurfa að bregðast við þróun sem við
komum ekki af stað. Frá upphafi
höfum við viljað stuðla að því að
eignaraðild yrði sem dreifðust í sölu
ríkisbankanna og höfum því ekki
áður tekið þátt í verslun með kaup-
rétt. Við höfðum ekki heldur áform
uppi um það núna en töldum síðan
að við yrðum að veita sömu þjón-
ustu og aðrir bankar veita. Við sát-
um hjá í hlutafjárútboði Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins enda
mátti lesa úr útboðsgögnum að ekki
gardeur
-buxur
fenu
garðuwm
-klæðirþigvel
var stefnt að því að neinn aðili eign-
aðist meira en 3% hlut. Þeir sem
stóðu fyrir kaupum umfram það
gengu gegn því sjónarmiði. í sjálfu
sér gagnrýni ég ekki þátt sparisjóð-
anna. En ég hélt satt best að segja
að Búnaðarbankinn væri sammála
okkur um þetta og myndi því ekki
standa að þessum miklu kaupum á
hlutabréfum í FBA eins og raun
varð á.“
Hátt mat?
Hann segir að Landsbankinn
stundi viðskipti með hlutabréf í
Búnaðarbankanum til þess að veita
viðskiptavinum fullnægjandi þjón-
ustu en einnig í fjárfestingarskyni.
„Við bjóðumst nú til að kaupa þenn-
an rétt á genginu 2,28 og munum
líta á það í fyrramálið [í dag] hvort
því gengi verður breytt. Annars
teljum við kauptilboð á genginu 2,28
þegar komið í efri mörk þess sem
Búnaðaybankinn ætti að vera met-
inn á. Eg er því frekar undrandi á
þeim tilboðum sem maður heyrir að
minni verðbréfafyrirtækin bjóða.
Við áttum okkur ekki alveg á for-
sendum þeirra en fylgjumst grannt
með stöðunni og munum meta hana
á hverjum morgni," segir Halldór.
Helgi S. Guðmundsson,
formaður bankaráðs
Landsbankans
Viljum
veita sam-
bærilega
þjónustu
HELGI S. Guðmundsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, segir að
bankinn taki þátt í viðskiptum með
kauprétt að
hlutabréfum í
Búnaðarbankan-
um í því skyni að
veita viðskipta-
vinum sínum
sambærilega
þjónustu og aðr-
ir bankar veiti.
„Við virðum leik-
reglur ríkis-
stjórnarinnar
um dreifða eignaraðild í útboðum á
hlutafé í ríkisbönkum en verðum
jafnframt að veita viðskiptavinum
okkar þá þjónustu sem þeir óska
eftir. Bankastjórn bankans tók þá
ákvörðun að veita þessa þjónustu en
mér var kunnugt um hana og ég
styð hana. Landsbankinn tók ekki
þátt í kennitölusöfnun vegna útboðs
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
en í ljósi breyttra aðstæðna ákváð-
um við að eðlilegt væri að við þjón-
uðum viðskiptavinum okkar og öðr-
um sem vilja höndla með þennan
kauprétt."
Helgi dregur þó ekki dul á að
hann hefði viljað að atburðarásin
væri öðruvísi. „Ég hefði viljað sjá
þetta gerast með öðrum hætti. Ef
menn vilja eignast meira en sem
nemur hámarkshluta einstaklings í
útboðinu hefði verið heppilegra að
slík kaup hefðu átt sér stað á eftir-
markaði en ekki með kennitölusöfn-
un á útboðstímabilinu. Þannig held
ég líka að ríkisstjórnin hafí viljað
hafa þetta," segir Helgi.
Guðmundur Kr. Tómas-
son hjá Islandsbanka
Ætlum ekki
í verðstríð
ÍSLANDSBANKI hefur ítrekað
lýst yfír áhuga sínum á samvinnu
eða samruna við Búnaðarbankann á
undanförnum ár-
um. í ágúst síð-
astliðnum gerði
Islandsbanki
formlegt tilboð í
öll hlutabréf rík-
issjóðs í Búnað-
arbankanum á
sama gengi og
Islandsbanki
býður kauprétt-
arhöfum nú eða
2,28. Guðmundur Kr. Tómasson, að-
stoðarmaður bankastjóra Islands-
banka, sagði í gær að vel væri fylgst
með tilboðum annarra fjármálafyr-
irtækja í hlutabréf Búnaðarbankans
en ekki hefði þó verið tekin ákvörð-
un um að bjóða hærra gengi en 2,28.
„Við ætlum ekki í verðstríð um
hlutabréf i Búnaðarbankanum eða
kaupa þau á óraunhæfu gengi. Ég
verð að segja að mér fínnst það
gengi mjög hátt sem menn bjóða
núna í þessi bréf, sérstaklega vegna
þess að aðeins lítill hluti af heildar-
hlutafé er til sölu. Það er enginn
samruni á borðinu en jafnvel þótt
svo væri þætti þetta verð mjög
hátt.“
Guðmundur segir að hátt í tíu þús-
und einstaklingar hafí nú þegai’
framselt kauprétt sinn til Islands-
banka miðað við gengið 2,28. Að-
spurður hvort það væri ekki líklegt
til að valda sárum vonbrigðum hjá
þessum einstaklingum ef gengi bréf-
anna yrði hærra um leið og þau fara
að ganga kaupum og sölum á mark-
aði sagði Guðmundur: „í auglýsingu
okkar genim við fólki ákveðið tilboð
og bjóðumst til að kaupa réttinn á
því verði sem við teljum sanngjamt
eða á sama verði og við buðum fyrir
hlutabréfín í ágúst. Þá töldu flestir
að það væri raunhæft tilboð fyrir
bankann í heild. Ef verðið hækkar
upp úr öllu valdi verða aðrii- að svara
fyrir það.“
Framvirk viðskipti
Guðmundur segir ekkert óeðli-
legt við slíka verslun með kauprétt
enda sé aðeins um eina tegund
framvirkra viðskipta að ræða. „Ein-
hverjum kann að fmnast þetta óeðli-
legt vegna þess að í fyrri útboðum
keyptu aðilar notkun á kennitölu á
ákveðnu gengi og seldu til þriðja að-
ila á hærra gengi. Stærstur hluti
hagnaðar kom því e.t.v. í hlut milli-
liðar en ekki eiganda kennitölunnar.
Við kaupum hins vegar þennan rétt
til þess að eiga hlutinn en ekki til að
selja hann til þriðja aðila. Munurinn
er því sá að við gerum þetta fyrir
opnum tjöldum og gefum öllum kost
á að hagnast með því að framselja
kaupréttinn. Hins vegar virðist nú
ljóst að þátttakan verður svo mikil
að fjárhæðin verður lág sem kemur
í hlut hvers og eins og því viðbúið að
hagnaðurinn verði ekki mikill," seg-
ir Guðmundur.
Finnur Ingólfsson
viðskiptaráðherra
Hugsanlegt
að senda öll-
um lands-
mönnum
hlutabréf
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð-
herra segir að framvirk viðskipti
með kauprétt að hlutabréfum í Bún-
aðarbankanum
samræmist ekki
stefnu ríkis-
stjórnarinnar
um dreifða eign-
araðild í einka-
væðingu. Hann
segir að til
greina komi að
standa með öðr-
um hætti að söl-
unni næst þegar
hlutafé í bönkunum verði boðið út,
t.d. með því að senda öllum lands-
mönnum hlutabréf.
Finnur segir að verðlagningin
hafi verið miðuð við að um dreifða
sölu til almennings yrði að ræða.
Við slíkar aðstæður sé verðið lægra
en t.d. þegar stærri hlutir séu seldir
til aðila sem jafnframt séu að kaupa
sig til valda og áhrifa ásamt því að
fjárfesta. „Mér sýnist markaðsöflin
vera að koma fyrr að þessu máli en
menn áttu von á í þeim tilgangi að
kaupa sig til valda og áhrifa og vel
má vera að það þrýsti verðinu upp.
Ríkisstjórnin vildi dreifða sölu og
við hljótum að taka til athugunar
hvernig við stöndum að næsta
skrefí í sölu á eignarhlut ríkisins í
bönkunum.“
Hlutabréf til allra iandsmanna?
Finnur segir að eitt af því sem
komi til greina þegar sölunni verður
haldið áfram sé t.d. að bjóða öllum
viðskiptamönnum bankanna hluta-
bréf á hagstæðu verði. „Þannig væri
unnt að styrkja tengsl einstaklinga
og viðskiptabanka þeirra og hægt
væri að setja þau skilyrði að þeir
yrðu a.m.k. eigendur í ákveðinn tíma
áður en þeir gætu selt hann. Önnur
leið væri að senda allri þjóðinni hlut í
banka á hagstæðu verði og setja það
skilyrði að menn ættu hlutinn í til-
tekinn tíma, t.d. þrjú ár. Verðmæti
bréfanna myndi væntanlega aukast
og þá nytu allir ábatans.“
Finnur segir að annars sé
ánægjulegt hve víðtækur áhugi
virðist vera í þjóðfélaginu á hluta-
fjárkaupum í Búnaðarbankanum og
það sýni best að um traustan banka
sé að ræða. „Það verður afar fróð-
legt ef það gengur eftir sem jafnvel
er rætt um, að 30-40 þúsund manns
taki þátt í útboðinu. Það er af hinu
góða að almenningur skynji þannig
mikilvægi öflugs hlutabréfamarkað-
ar. Fólk fær betri tilfínningu fyrir
velgengni atvinnulífsins og hvernig
hún helst í hendur við góða afkomu
heimilanna og öflugt velferðar-
kerfi,“ segir Finnur.
Aðspurður segir Finnur að hann
hafi fullan skilning á þeirri ákvörð-
un Landsbankans að taka þátt í við-
skiptum með kauprétt að hlutabréf-
um í Búnaðarbankanum þrátt fyrir
að þannig megi strangt til tekið
segja að þar með sé einn ríkisbanki
að kaupa hlut í öðrum. „Landsbank-
inn tekur ekki þátt í þessum við-
skiptum til að öðlast völd og áhrif
heldur til að þjóna viðskiptavinum
sínum og fjárfesta í bréfum sem
skila arði. Ég er ánægður með að
stjórnendur Landsbankans skuli
þannig leitast við að auka hagnað
hans. Reyndar heyri ég af markaðn-
um að verðið hækkar ört og því er
e.t.v. rétt fyrir fjárfesta að binda sig
ekki með því að framselja kauprétt-
inn heldur sjá til hvernig eftirmark-
aðurinn þróast,“ segir Finnur.
Hallddr J.
Kristjánsson
Helgi S.
Guðmundsson
Guðmundur Kr.
Tómasson
Finnur
Ingólfsson