Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Utsala SPRON á vörum úr þrotabúi
Radíóbúðarinnar um helgina
Samningar
tókust ekki við
KRISTINN Tryggvi Gunnarsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
SPRON, segir fjarri lagi að spari-
sjóðurinn hafi fai-ið út í samkeppni
við raftækjaverslanir, þegar seldar
voru vörur á afslætti úr þrotabúi
Radíóbúðarinnar.
Stefán Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar-
innar, hefur gagnrýnt útsölu
SPRON, sem var haldin á laugar-
dag, og meðal annars sagt að ýms-
um viðskiptavinum sparisjóðsins,
sem rækju raftækjaverslanir,
þættu það kaldar keðjur frá við-
skiptabanka sínum að fara í sam-
keppni við þá við upphaf helstu
söluvertíðar í greininni.
Kristinn segir að um lítið magn
hafi verið að ræða sem hafi ekki
áhrif á verslun ræftækjaverslana
fyrir jólin. Hann sagði að
nokkrum raftækjasölum hefðu
verið boðnar vörurnar í heilu lagi
en samningar hefðu ekki tekist.
„Utsalan var neyðarúrræði af okk-
ar hálfu. Við leggjum metnað okk-
ar í að veita viðskiptavinum okkar
góða þjónustu og hörmum að hafa
þurft að sinna þessum óhjákvæmi-
legu fullnustuaðgerðum sem og
óþægindum sem þær kunnu að
hafa valdið."
Þarf ekki verslunarleyfi
Bæði SPRON og íslandsbanki
áttu veð í birgðum Radíóbúðarinn-
ar. Kristinn sagði fullkomlega eðli-
legt að bankarnir leystu til sín vör-
urnar með þessum hætti, enda
væri slíkt heimilt í lögum um við-
skiptabanka og sparisjóði. „I lög-
unum segir að bönkum og spari-
sjóðum sé heimilt án takmarkana
að yfirtaka eignir til þess að
tryggja fullnustukröfu. Bankar og
sparisjóðir þurfa því ekki sérstakt
verslunarieyfí til þess að selja vör-
ur sem þeir þurfa að leysa til sín
með þessum hætti.“
Sparisjóðurinn var einnig gagn-
í-ýndur fýrir að láta kaupendur út-
sölunnar undin-ita samning, þar
sem skýrt var tekið fram að varan
væri undanþegin ábyrgð. Kristinn
sagði ekkert athugavert við að
SPRON hefði samið sig frá ábyrgð.
„Slík leið er vel þekkt þegar um
sölu á vörum úr þrotabúum er að
ræða enda endurspeglaðist það í
verði varanna, sem voru seldar
með talsverðum afslætti."
Breytingar á bílaleigumarkaði
Auto Skandinavia kaup-
ir rekstur Stjörnubíla
AUTO Skandinavia hf. hefur keypt
rekstur bílaleigunnar Stjörnubíla
ehf., sem hefur haft umboð fyrir Av-
is RentACar hér á landi.
Bílaleigan Avis RentACar starfar
í yfir 170 löndum og hefur yfir 5
þúsund útibú. Fyrirtækið Stjörnu-
bílar tryggði sér umboð fyrir Avis
árið 1989 og hefur haft um 200 bíla
á sínum vegum. Norska fyrirtækið
Schöyen RentACar yfirtók Stjörnu-
bíla árið 1997 þegar fyrirtækið gekk
í gegnum rekstrareríiðleika. Starf-
semi Stjörnubíla er nú rekin með
hagnaði og áætlaðar tekjur fyrir-
tækisins eru um 100 milljónir króna
á árinu, að sögn Þórunnar Reynis-
dóttur, forstjóra Stjörnubíla og eins
af eigendum Auto Skandinavia.
Þórunn sagði að Schöyen Group
hefði tekið ákvörðun um að beina
sjónum sínum að bílaleigumarkaðn-
um í Noregi og nágrannalöndum í
stað þess að reka bílaleigu hér á
landi. Hún sagði að nýir eigendur
Stjömubíla hefðu víðtæka reynslu í
starfsemi bflaleiga og ferðamanna-
þjónustu.
„Markmið fyrirtækisins er að
fjölga bílaleigubílum fyrir næsta
sumar. „Mikill vöxtur hefur verið í
starfsemi bílaleiga hér á landi en er-
lendir ferðamenn eru í auknum
mæli farnir að leigja sér bílaleigu-
bíla í stað þess að fara með áætlun-
arbílum.“
Sex starfsmenn hafa starfað hjá
Stjörnubílum og sagði Þórann að
ekki væru fyrirhugaðar breytingar
á starfsmannahaldi.
Gjaldeyristekjurnar 21 milljarður fyrstu níu mánuðina
3,5 milljarða aukn-
ing á milli ára
Erlendum ferða-
mönnum fjölgaði
um 29 þúsund
GJALDEYRISTEKJUR af ferða-
mannaþjónustu námu rúmlega 21
milljarði króna fyrstu níu mánuði
ársins sem er um 3,3 milljörðum
meira en á sama tíma í fyrra eða
18% aukning á milli ára. Þar af eru
um 1,9 milljarðar vegna eyðslu í
landinu og um 1,4 milljarðar vegna
fargjaldatekna, samkvæmt upplýs-
ingum frá Seðlabanka íslands.
Miðað við þær forsendur sem nú
liggja fyrir um farþegafjölda síð-
ustu 3 mánuði ársins má gera ráð
fyrir að aukning gjaldeyristekna af
ferðaþjónustu verði a.m.k. 3,5 millj-
arðar á árinu og heildartekjurnar
því á milli 25 og 26 milljarðar króna.
Þá fjölgaði erlendum ferðamönn-
um til Islands um nærri 29.000
fyrstu 11 mánuði ársins miðað við
sama tíma í fyrra eða um 15%.
26% aukning í nóvember
I nóvembermánuði sl. komu alls
12.376 erlendir ferðamenn til lands-
ins en í sama mánuði í fyrra komu
9.816. Aukningin í nóvember miðað
við síðasta ár er 26,1%, samkvæmt
upplýsingum frá Ferðamálaráði.
Flestir hinna erlendu gesta komu
frá Bandaríkjunum eða 3.129. Frá
Bretlandi komu 2.185, frá Noregi
1.672 og 1.454 frá Svíþjóð. Þá komu
810 frá Danmörku og 623 frá
Þýskalandi.
Erlendir gestir, sem heimsækja
Island, verða fleiri á þessu ári en
nokkru sinni fyrr. Miðað við þær
upplýsingar sem nú liggja fyrir um
ferðamenn í desember er Ijóst að
þeir verða yfír 230.000 í ár eða um
30.000 fleiri en í fyrra, þegar rétt
rúmlega 200.000 gestir komu allt
árið.
Stefnumótunin
að skila árangri
Magnús Oddsson, ferðamála-
stjóri, segh- bæði tekjuaukninguna
sem og fjölgun erlendra gesta hing-
að til lands vera meiri en búist var
við í upphafi ársins. „Þetta er auð-
vitað ánægjulegt og sýnir að sú
stefnumótun sem mörkuð hefur
verið, er að skila árangri. I fyrsta
lagi hefur ferðaþjónustunni tekist
að auka komu ferðamanna utan há-
annatímans yfír sumarmánuðina í
júní, júlí og ágúst. Við sjáum fram á
að meira en helmingur gestanna
Fjöldi ferðamanna til íslands
janúar til nóvember 1997 og 1998 Breyting á milli ára
Danmörk Noregur 1997 I 19-461 ,
—:— —— —i _ _ ___ 1 W /O 1998 ; 22.080
□ 15-831 19%
18.806
Svíþjóð 118-615
119.818 6/0
Bandaríkin - 30.389 05%
38.046] 25/0
Bretland I 22.293 ! 4Q0A
"* l 26.447 19/0
Þýskaland _ J 29-188 ] 31.104 7/0
Heildarfjöldi ferðamanna—árið 1997. 194.178 14,8% J árið 1998: 222.932
Gjaldeyristekjur
janúartil september 1997 og 1998
Samkvæmt upplýsingum Breyting á
frá Seðlabanka (slands 1997 1998 milli ára
Tekjur alls 17.828 21.119 18%
Fargjaldatekjur 8.150 9.530 17%
Eyðsla í landinu 9.678 11.589 20%
Gestafjöldi 172.988 197.440 14%
eða um 116 þúsund manns komi ut-
an umrædds tímabils á þessu ári.
Þá sýna niðurstöður einnig fram á
að gjaldeyristekjur af hverjum ein-
stökum ferðamanni hafa aukist. Þar
er ekki síst um að ræða aukningu í
verslun, afþreyingu og fleiri þátt-
um“.
Magnús segir að í framtíðinni
verði að leggja enn frekari áherslu á
þriðja meginmarkmiðið sem er að
ná viðunandi arðsemi í atvinnu-
greininni sem nokkuð hefur skort á
undanfarin ár. Hann segir allar for-
sendur benda til áframhaldandi
vaxtar í ferðaþjónustu hér á landi á
næsta ári, bæði hvað varðar tekjur
og fjölda gesta.
BRIMBORG
Faxafenl 8 • Simi 515 7010
Olíufélagið
í Reykjanesbæ
Hluthafar
sam-
þykktu
samruna
HLUTHAFAR í Olíufélaginu
hf. í Reykjanesbæ, áður Olíu-
samlagi Keflavíkur og ná-
grennis, hafa samþykkt sam-
runaáætlun félagsins við Olíu-
félagið hf. á genginu 1 á móti
4. Hluthafar fá kr. 2.659,99
fyrir hverjar 10 þúsund krón-
ur nafnverðs í Olíufélaginu
eða um 27% en markaðsvirði
félagsins er talið liggja nálægt
einum milljarði króna.
Fyrirtækið sem á 60 ára af-
mæli um þessar mundir hóf
starfsemi árið 1938. Það var
einn af stofnendum Olíufé-
lagsins hf. á sínum tíma og
meðal stærstu hluthafa þess
frá upphafi.
Að sögn Guðjóns Ólafsson-
ar, framkvæmdastjóra, var til-
lagan samþykkt einróma á
hluthafafundi í Reykjanesbæ í
gær. Hann segir að hljóti til-
lagan sömu málsmeðferð með-
al forsvarsmanna Olíufélags-
ins þegar málið verður tekið
fyrir í næstu viku, verði hægt
að ganga endanlega frá sam-
rana fyrirtækjanna fljótlega.