Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Snýriitogar nuc^mynclir fynr ýohn 3 hnúfa rakuél m. hieðsiu verð 9.490.- kr. stgr. PHILIPS '3 hnífa rakuél m. hieðsiu hárnákvæmir reflex action hnífar, sýnir hversu mikið er eftir af hleðslu. verð 15.900.- kr. stgr. 7 teecicj J ijiur Itr /f Ef þú verslar fyrir 7.000 krónur eða meira í verslun okkar í Sætúni 8 fer nafn þitt í happapott og þú getur unnið 100.000 krónur Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 569 15 OO http.//www.ht.is umboðsmenn um land allt THE Storyteller, 1986, eftir Jeff Wall. Upplýst cibachrome-ljósmynd, 229 x 437 cm. í eigu Nútímalistasafns- ins í Frankfurt. Nýir miðlar í Vancouver MYNPLIST G a 11 e r í LJÓSMYNDLIST EITT hið versta við listalifið í Reykjavík er andi lágkúrunnar sem þar vill stundum gusta, með tilheyr- andi hrellingum fyrir listunnendur. Eg nefni Reykjavík vegna þess eins að ég hef ekki næga reynslu af öðr- um íslenskum plássum og veit því ekki hvaða andi ríkir þar. Ekki er mér þó örgrannt um að ástandið sé hvarvetna keimlíkt. Lágkúra er þýð- ing á latneska heitinu abjectio, þeirri kennd sem fær mann til að finnast sér úthýst; að maður eigi undir högg að sækja; að náunginn sitji á svikráðum við mann og því sé tími til að gjalda Iíkum líkt; auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Abjectío er auðvitað alþjóðlegt vandamál, en grefur einkum um sig meðal þeiri-a sem fínnst þeir mis- skildir, mismunað, og óttast mest að þeir muni aldrei fá notið sín nema þeir komist þaðan burt sem þeir telja sér haldið niðri. Því afskekktar sem menn búa, þeim mun hættara er þeim við ásóknum þessarar óheillakenndar, en eins og bestu menn vita þá er það hin versta mis- sýn að ætla að grasið sé grænna hin- um megin. Til að afsanna kenninguna um óheppilega staðsetningu má nefna fjölmargar borgir, en ég vel Vancou- ver á vesturströnd Kanada vegna þess hve hún er allra borga „verst í sveit sett“. Að New York einni und- anskilinni - en þangað er eilítið lengra frá Reykjavík - eru nær allar borgir heims, sem einhverju máli skipta á sviði menningar og lista, mun nær okkur Islendingum í tíma og rúmi. Þá er Vancouver aðeins þriðja stærsta borg Kanada, þótt íbúataia hennar sé vissulega hátt á aðra milljón. Staðsetningin breytir því þó ekki að Vaneouver státar af kraftmiklu myndlistarlífi og hefur fyrir löngu áunnið sér alþjóðlegan sess fyrir framsækna listamenn á sviði ljós- mynd- og myndbandalistar. Nægir að nefna þá Ian Wallace, Jeff Wall, Rodney Graham, Ken Lum og Stan Douglas. Hvarvetna má rekast á nöfn þeirra hjá virtustu listhúsum og varla er haldin sú stórsýning í heiminum að hún skarti ekki einum eða fleirum úr þeirra hópi. Ekki eru tök á að kynna alla þessa listamenn og því verða lesendur að láta sér nægja örlítinn fróðleik um tvo þeirra; þá Jeff Wall (f. 1946) núna og síðar Stan Douglas (f. 1960). Jeff Wall er meðal þekktustu listamanna samtímans. Frægð sína á hann að þakka ljósmyndlistinni, en svo kallast sú tegund listar þar sem ljósmyndatækninni er beitt sem list- miðli án þess að inntakið hverfíst um tökuna sem slíka. Jeff Wall sviðset- ur nefnilega myndefni sitt líkt og listmálarar gerðu forðum daga. Hann er því ekki fréttaljósmyndarí, heldur ljósmyndari sem segii’ sögur með því að bregða upp tilbúnu minni. En þar sem hægt er að rugl- ast á flestum myndum Wall og venjulegum frétta- eða tækifæris- ljósmyndum verður að telja hann nútímalegan raunsæislistamann; sannan arftaka Gustave Courbet (1819-1877) og Edouard Manet (1832-1883). í stórvirki sínu Sagnaþulurinn, frá 1986, staðsetur Jeff Wall þulinn neðst í vinstra horni hinnar risa- stóru ljósmyndar. Þar situr sagna- meistarinn ásamt tveimur áheyi'- endum, í stellingum sem fengnar eru að láni úr Morgunverði Manets. Ögn ofar og aftar er par, sömuleiðis fengið úr impressjónísku málverki. Um leið undirstrikar Ijósmyndin nú- tímann með tröllauknum hraðbraut- arkantinum hægra megin. Áhorf- andinn er ekki staddur á Signubökk- um á öldinni sem leið, heldur á okk- ar dögum vestur í Bresku-Kól- umbíu. Þetta rúmlega fjögurra metra langa risaverk er lýst upp af flúr- ljósum aftan frá líkt og stór aug- lýsing í ljósakassa. Slík umgjörð er eftirlætisumbúnaður Wali. Með því undirstrikar hann enn frekar nútímalega ásýnd verka sinna; andrúmsloft sem mundi glatast ef verkið væri málað. Með mögnuð- um ljósmyndum sínum sannar Jeff Wall að það er lítils að sakna frá raunsæislist 19. aldar. Undur- skörp ljósmyndatækni nútímans heldur sér fullkomlega þótt stærð myndarinnar sé ríflega tíu fer- metrar. Halldór Björn Runólfsson Máradans TÓÍVUST Geislaplötnr PÉTURJÓNASSON Francisco Tárrega (1852-1909); 19 smálög (dansar, forspil, æfingar o.fl.) Fcrnando Sor (1778-1839); Fantasia op. 21 - „Les Adieux“. José Luis González (1932-1998); Æfing. Einleikari; Pétur Jónasson. Utgáfa: Japis JAP 9864-2. Lengd: 54T5. Verð: kr. 2.099. ÞESSI diskur Péturs Jónassonar er annar gítardiskurinn sem er til umfjöllunar í dálkum þessum nú fyrir þessi jól. Þann fyrri, disk Ein- ars Kristjáns Einarssonar, hlustaði ég á mér til mikillar ánægju og það sama á við um margt sem á þessum nýja diski Péturs Jónassonar er. Skemmtilegt er að geta borið saman spilamennsku þessara tveggja hljóðfæraleikara - svo ólíkir eru þeir. Reyndar er aðeins eitt lag sem báðir diskarnir eiga sameigin- legt, en það er Caprícho árabe eftir Tárrega. Þetta fallega lag er einn af hápunktunum á plötu Einars - spil- að tilfínningaþrungið, rómantískt og ákveðið. Pétur fer talsvert blíð- ari höndum um lagið. Kannski má tala um meiri fágun, léttari áslátt og tón og eins er túlkunin ekki eins rómantísk og hjá Einari. Þótt þetta sé eina lagið sem báðir diskarnir eiga sameiginlegt er það um margt dæmigert fyrir heildaryfírbragð diskanna tveggja. Tónninn hjá Pétri Jónassyni er mjög þýður, hreinn og hvergi svo mikið sem vottar fyrir misfellum. Tækni hljóðfæraleikarans er svo gersamlega hafín yfir alla gagnrýni að það liggur við að manni þyki nóg um. Eg veit að það hljómar þver- sagnakennt að halda því fram að hlutimir geti orðið of fullkomnir. En það liggur við að ég vildi óska þess að Pétur tæki fleiri „sénsa“ líkt og Einar Kristján gerir á sinni plötu - hugsanlega mætti segja að spilamennska Péturs Jónassonar væri einum of gætileg og ekki nógu „hættuleg“. Þegar á heildina er litið er disk- urinn svolítið einlitur og viðburða- lítill. Ég er þess reyndar fullviss að þetta er ekki leik Péturs að kenna - mér er nær að halda að þarna sé or- sakanna að leita í lagavalinu. Mörg laganna 19 eftir Tárrega eru reglu- lega falleg, t.d. María, Rosita, Marí- eta, Alborada - „Cajita de Música" (takið eftir því hversu glæsilega Pétur spilar þessar ofurfínlegu skreytingar - nr.5, 0’56 - 1’27), Estudio de velocidad og Caprícho árabe, en mörg hinna em satt að segja mjög keimlík og ekki sérlega áhugaverð og hefðu sum mátt missa sig í þessu safni. Fantasía Sors fínnst mér líka hreint út sagt ótrú- lega þunnur þrettándi og þar breyt- ir snilldarlegur gítarleikur Péturs engu um, því miður. Eg held að Pétur hefði gert betur í því að velja það bitastæðasta af lögum Tárregas og spila svo að auki verk fleiri tónskálda, t.d. er mikið til af áhugaverðri gítartónlist frá Suð- ur- og Mið-Ameríku. En auðvitað þarf enginn að fræða Pétur um það. Það á við um þennan disk eins og svo marga aðra að menn ættu að láta það vera að spila hann allan í einu. Það væri ábyggilega til bóta að grípa nokkra vel valda mola úr þessu safni þegar við á og njóta þeirra þeim mun betur. Varla hefur Tárrega ætlast til þess að maður hlustaði á 19 lög eftir hann í einni lotu? Eins og áður var sagt þá er leikur Péturs Jónassonar sérstaklega fal- legur og músíkalskur - hann er óumdeilanlega í röð fremstu gítar- leikara. Valdemar Pálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.