Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 33 Yið enda regnbogans „ „ Morgunblaðið/Kristinn FRIÐUR flokkur tilnefndra höfunda til íslensku bókmenntaverðlaunaima en tíu bækur voru tilnefndar í tveimur flokkum, flokki fagurbókmennta annars vegar og fræðibóka og bóka almenns efnis hins vegar. Islensku bókmenntaverðlaunin Þrjú tilnefnd fyrir fyrstu bók ÞRÍR RITHÖFUNDAR sem eru að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu eru meðal þeirra sem tilnefndir eru til Islensku bókmenntaverðlaun- anna í ár. Þetta eru þau Auður Jónsdóttir fyrir Stjórnlausa lukku sem gefin er út af Máli og menn- ingu, Arni Sigurjónsson fyrir bók- ina Lúx sem sömuleiðis er gefin út af Máli og menningu og Huldar Breiðíjörð fyrir ferðasögu sína, Góðir Islendingar, sem gefin er út af Bjarti. Auk þeirra þremenninga eru Guðbergur Bergsson og Thor Vilhjáhnsson tilnefndir fyrir bækur sínar, hinn fyrrnefndi fyrir skáldævisöguna Eins og steinn sem hafíð fágar í útgáfu Forlagsins og liinn síðarnefndi fyrir sögulegu skáldsöguna Morgunþula í stráum í útjpfu Máls og menningar. I flokki fræðirita og bóka al- inenns efnis voru tilnefnd eftirtalin rit: Islensk byggingararfleifð I eft- ir Hörð Ágústsson, útgefandi Húsa- friðunarnefnd ríkisins, Islenskir fuglar eftir Ævar Petersen og Jón Baldur Hlíðberg, útgefandi Vaka- Helgafell, Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, útgefandi Ið- unn, Saga Reykjavíkur 1940-1990 eftir Eggert Þór Bernharðsson, út- gefandi Iðunn, og Sjávarnytjar við Island eftir Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólaf Karvel Pálsson, útgefandi Mál og menn- ing. Dónmefndirnar sem völdu bæk- urnar voni skipaðar þeim Sigríði Á. Snævarr, Magneu J. Matthíasdóttur og Guðna Elíssyni í flokki fagurbók- mennta en Guðrúnu Pétursdóttur, Aðalgeiri Kristjánssyni og Sigurði Steindórssyni í flokki fræðirita og bóka almenns efnis, Sigríður og Guðrún voru formenn nefndanna, tilnefndar af Félagi íslenskra bóka- útgefenda, en hin eru tilnefnd af Rithöfundasambandi íslands, Heim- spekideild Háskóla íslands, Rann- sóknarráði íslands og Hagþenki, fé- lagi höfunda fræðirita og kennslu- gagna. Lokadómnefnd mun síðan velja eina bók úr hvorum flokki til verð- launa sem forseti íslands afliendir eftir áramót. Formaður hennar verður dr. Dagný Kristjánsdóttir, tilnefnd af forseta Islands, og auk þess starfa í henni formenn hinna nefndanna tveggja. Þeim sem tilnefndir voru voru af- hentir silfurbókahnífar til minja, smíðaðir hjá Jens Guðjónssyni. Kór Kársnesskóla söng undir sljórn Þór- unnar Björnsdóttur. Guðjón Sveinsson ias fyrir Breið- dalsvíking-a Vaöbrekka, Jökuldal. Morgunblaðið. GUÐJÓN Sveinsson rithöf- undur á Breiðdalsvík las úr verkum sínum í Hótel Svarta- skógi í byrj- un aðventu. Guðjón las fyrst úr ný- útkominni ljóðabók sinni I garði konu minnar en sú bók er óður til upp- græðslu og skógræktar, og sagði Guðjón skógræktará- hugann einmitt hafa vaknað upphaflega í garði konu sinnar. Guðjón las einnig úr gömlu ævintýri eftir sig sem hann segir að sé fyrir fullorðna er hann nefnir Ævintýrið við al- heimstjörnina. Einnig sýndi Guðjón myndbandsupptöku af Kór Flensborgarskóla sem söng tvö lög við ljóð eftir hann en Hrafnhildur Blomsterberg stjórnandi kórs Flensborgar- skóla fól nemendum sínum og kórfélögum að útsetja tvö lög eftir Guðjón sem verkefni undir sinni stjórn. GUÐJÓN Sveinsson Nýkomið mikið úrval af buxna- og pilsdrögtum, ásamt blússum frá Libra .... , V Einnig niikió úrval af flíspeysum og huxum, heimagöllum og peysum. i...... J Opið laúgardag frá kl. 10 lil 16, s® sunnudag frá kl. 1.3 til 17. cTniarion Reykjav.kurvegi 64, simi 5651147 BÆKUR llngl iiigabók ÁST, MMMiAIÍ OG ALLT í IMJGLI eftir Carsten Folke Moller í þýðingu Jóns Daníelssonar. Skjaldborg, 136 bls. ÉG get ekki haldið aftur af mér, ég verð bara að segja það strax; ég var að lesa frábæra bók. Ast, pening- ar og allt í rugli er eftir rúmlega tví- tugan Dana, Carsten Folke Mpller, sem er í blaðamannaskóla í Arósum. Hann er m.ö.o. landi Meistarans (með stóru emmi) sjálfs, Ole Lund Kirkegaards, og hefur án efa ein- hvem grunn frá honum. Mpller er þó ögn raunsærri og getur sögusviðið í raun verið hvar sem er. Aðalsöguhetjan, sem jafnframt er sögumaður, heitir Jónas. Einsog í u.þ.b. helmingi skandinavískra barnabóka er hann eldri bróðir yngri bróður - í hinum helmingnum er aðalsöguhetjan yngri bróðir eldri systur. Sögutíminn er rúmlega ein vika, fyrir utan fyrsta kaflann. Hann er nokkurs konar formáli, í hverjum Jónas skýrir frá ástæðum þess að hann hætti að spila í Get- raunum og hóf þátttöku í Lottó. Sjálf vikan, sögutíminn, er vægast sagt viðburðarík; Jónas vinnur í Lottó, er sleginn í rot, týnir vinn- ingsmiðanum, piranha-fiskur reynir að borða hann, hann lendir í vand- ræðum með hraðskreiðasta geim- skip vetrarbrautarinnar, byrjar með stelpu, dóttur hins krítverska Mínótavrosar sem, vegna ölæðis síns og misskilnings, reynir að koma Jónasi fyrir kattarnef og síð- an hundstrýni þegar hann fer að ráðum Dedalosar og Ikarosar og flýr með því að fljúga fram af næstu svölum. Fléttan er svipuð og í smá- sögu E.A. Poes, The Purloined Letter, á þann hátt að það sem leit- að er finnst ekki vegna þess að leit- andinn telur það falið. Par sem Jónas sjálfur er sögumaður er sag- an í fyrstu persónu, þátíð, þ.e. hann rifjar upp liðna atbm'ði. Sagan end- ar áður en hann kemur að nútíð - það er alltaf viss tímafjarlægð. Til að skýra útlit sitt eða líðan vísar hann óhikað í kvikmyndir. Þegar hann fær eina málmflís í ilina verður honum ,,-ljóst hvernig Bruce Willis hlaut að hafa liðið í „Die Hard“ þegar (bls.19) sá mæti maður skokkaði berfættur á glerbrotum á efstu hæð háhýsis. Eins telur hann sig vera ,,-orðinn gi-unsamlega líkur Sylvester Stallone í „Rocky - „ (bls. 41) þegar hann sér sig í spegli eftir að hafa verið rotaður og ef hann hefði „- kunnað textann við „Singin’ in the Rain“ hefði borgin endurómað af söng“ (bls. 77) eftir vel heppnað stefnumót. Einnig styðst hann við bókmenntaverk í tilfinningalífslýs- ingum sínum, ss. Hringadróttins sögu, Riddara hringborðsins og guðspjöllin. Á síðu 93 er honum svo mikið niðri fyrir þegar hann telur bezta vin sinn hafa svikið sig að hann minnist á nokkur frægustu fé- lagasvik sögunnar; Sesar og Brút- us, Arthúr konung og Lancelot, Jesús og Júdas. Hann endar svo lík- ingasúpu sína með snilldarlegasta stílbroti sem ég hef séð lengi - Svend Auken og „Páli hinum illa“, sem að öllum líkindum er Paul Nyr- up. Eitt skyggir þó þar á, hann heldur því fram að Júdas hafi fengið fjörutíu silfurpeninga fyrir sinn snúð. Matteus segir í sínu spjalli að laun hans hafi ekki verið nema þrjá- tíu. Hvoi'um á nú að kenna um þau mistök, sögumanni eða höfundi? Pýðing Jóns Daníelssonar er vel unnin og vönduð, nema að „upp“ er óþarft - rangt að margra mati - á eftir sögninni að vekja (112). Eftir öðrum vömmum man ég ekki. Pessi bók mun vafalítið gera sig heimakomna á einhverjum listum fyrir jólin. Heimir Viðarsson Það þarf kjark BÆKUR l( a r n a b ó k SVANUR OG JÓLIN eftir Sören Olsson og Anders Jacobs- son. Myndskreyting eftir Sören Ols- son. Þýðandi Jón Daníclsson, Skjaklborg, 182 bls. ÁRIÐ 1985 var Svíinn Svanur að byrja í 2. bekk. Sjö árum síðar var hann enn aðeins tíu ára gamall. I sjöundu bókinni um Svan, Svanur og jólin, er það tíminn og árátta hans til að fara fetið í desem- ber sem er einn stærsti „óþolin- mæðivaldur" hinnar tíu ára gömlu söguhetju. Heidur erfitt þótti mér að fínna hvert sjónarhorn sögumanns er í þessari bók og álit hans á persón- unum. Er hann að gera grín að þeim? A.m.k. er hann að gera grín að fjölskylduföðurnum, Rúdolf. Sá er, í sjálfu sér, einum of mikill auli til að hægt sé að sleppa því. Sögumaður „talar af sér“ á síðu 166 þegar hann vísar til sín í fleir- tölu („Við getum að vísu ekki ljóstr- að því upp hvað ...“) sem gæti bent til þess að hann sé einfaldlega báðir höfundarnir. Sem vel er líklegt, því rödd hans er eldri en tíu ára og er þ.a.l. ekki Svans. Enda takmarkar sögumaður sig ekki bara við hann heldur fer hann víðar, þó ekki langt og heldur ekki lengi. Það er kannski hægt að segja að þeir séu tengdir með teygju sem kippir þeim aftur saman ef fjarlægðin verður of mikil. Pó röddin sé töluvert eldri er langt því frá að hún tali niður til lesenda sinna. Hún er ekki uppi í prédikunarstól eða á ölkassa, hvað- an hún „fræðir“ þá um lífsins margan villustíginn, eins og oft vill verða í barnabókum. Jón Daníels- son heitir þýðandinn. Gæði þýðing- ar hans eru þau sem búast má við úr hans ranni - greinilegt að krónukast réð ekki hver hlaut þýð- ingarverðlaunin 1995. En þó er ég ósáttur við orðalag hans á blaðsíðu 125, hvar lýst er áhyggjum Svans - að hann þurfi hugsanlega „að vaxa upp“ úti í skógi. Islenzkt mál hefur ótal orð til að tjá þetta, s.s. stækka, þroskast, fullorðnast, alast upp eða vaxa. Að „vaxa upp“ er, að mínu mati, einum of sænskulegt („váxa upp“). Ég hélt niðri í mér andanum og vonaði að þetta íslenzka „upp“ væri bara fljótfærnis- eða gi'óf inn- sláttarvilla. En á síðu 127 birtist það aftur; þar fauk sú von. Á síðu 61 er sama orðið ritað á tvo mis- munandi vegu; „dýrðlegt" sem fimm línum neðar verður „dýr- legt“. Það vantar töluvert upp á að Svanur og jólin sé eins góð bók og hún hugsanlega gæti verið. Til þess er sagan sjálf of óljós. Olsson og Jacobsson hefðu alveg mátt hugsa betur um úrvinnsluna og kannski vanda sig örlítið meira - það er nefnilega enn til fólk sem kýs gæði umfram magn. Heimir Viðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.