Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Jóíabókadcmi sna scnsur bttur upp Jclabékadceini 1 'M > J ■ v,..j §|jjg j F!j BÆKUR renna út fyrir jólin. títsölustaðir keppa nú um kaupendur - bjóða tilboð af ýmsu tagi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bitist um bókelska Verðstríð er hafið á bókamarkaði, heldur fyrr en undanfarin ár. Tilboð taka á sig ýms- ar myndir enda öllum aðilum í mun að beina jólaösinni til sín. En hvað þýðir þetta fyrir bóksöluna? Fyrir bókelskt fólk? Orri Páll Ormarsson heyrði hljóðið í bóksölum. „ÞRÍR pottar mjólk, skyr, hálft franskbrauð, kartöflur, hrossa- bjúgu, grænar baunir, þrjár skáldsögur, tvær ævisögur og ein ljóðabók." Innkaupalisti hins al- menna borgara hefur breyst, að minnsta kosti fyrir jólin. Jólabæk- urnai- fást nú í stórmörkuðum og það sem meira er - á niðursettu verði. Bókaverslanir eiga engra kosta völ nema koma í kjölfarið - verðstríð geisar. Hagkaup raddi brautina í þessu efni á sínum tíma. Tók bækur til sölu og lækkaði á þeim verðið. Jón Björnsson íramkvæmdastjóri segir fyiirtækið fylgja þeirri stefnu að bjóða jólabækumar, alla útgefna titla, á lægra verði. „Þetta er stefna Hagkaups, hvort sem bæk- ur, hangikjöt, geislaplötur eða gallabuxur eiga í hlut.“ Jón segir engan aðila bjóða jóla- bækumar í heild sinni á jafn lágu verði og Hagkaup. Fyrirtækið lækkaði verð á öllum jólabókum um 25% um helgina og að sögn Jóns era á bilinu fimmtíu til hund- rað titlar seldir með misjöfnum af- slætti núna. „Það kom töluverður kippur í bóksölu um helgina og við verðum með allskonar tilboð fram að jólum, eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og sérstakar áhersl- ur um helgar. Það á margt eftir að gerast fram að jólum.“ Jón segir jólabóksöluna hafa aukist umtalsvert á undanfömum árum og verðlækkanir hljóti að eiga þar drjúgan þátt í máli. „Neysla á bókum hefur aukist. Það er Ijóst. Þegar skáldsögur lækka úr 3.500 krónum niður í 2.200 eða jafnvel 1.900, svo dæmi sé tekið, segir það sig líka sjálft að neyslan hlýtur að aukast. Verðið er orðið sambærilegt við verð á geislaplöt- um og myndbandsspólum.“ Jón segir Hagkaup ekki hafa tapað á bókum - fyrirtækið hafi ekki, og muni ekki, borga með vöranni. ,Auðvitað kostar það sitt að lækka verðið en við höldum okk- ur við þá stefnu að vera trúir neyt- andanum. Við stöndum við gefín loforð. Þegar neytandi er staddur inni í Hagkaup á hann að geta treyst því að hann sé að gera góð kaup - sjái ekki sama hlutinn auglýstan á lægra verði annars staðar þegar hann kemur út úr búðinni. Um það snýst málið.“ Af þessum sökum segir Jón Hagkaup fylgjast vel með verðþróun hjá samkeppnisaðilum. „Við könnum verð daglega." Af hinu góða ef bóksala eykst Árni Einarsson verslunarstjóri hjá Máli og menningu segir verðstríðið leggjast vel í menn þar á bæ. „í gegnum árin höfum við al- mennt tekið þá afstöðu að ef þess- ar verðlækkanir þýða að fleiri bækur fara inn á heimili fólks fyrir jólin sé það af hinu góða. Stað- reyndin er líka sú að bóksala hefur aukist umtalsvert á undanförnum áram af þessum sökum. Er hægt að hafa á móti því? Þetta er kjarni málsins og spurningar um peninga frá einu ári til annars gleymast því tiltölulega fljótt. Menn finna bara aðrar lausnir." Ámi segir Mál og menningu ánægða með sinn hlut þau ár sem verðstríð hefur geisað á bóksölu- markaði. ,Aukin sala hefur skilað sér til okkar og undanfarin jól hafa verið okkur góð. Fyrir nokkrum áram var fólk að kvarta undan háu verði á bókum. Þetta era viðbrögð markaðarins við því og fólk hefur verðlaunað hann með því að kaupa bækur í auknum mæli.“ Mál og menning lækkaði verð á öllum bókum sem út koma fyrir jólin um 10-30% um helgina og segir Árni þá lækkun munu hald- ast fram að jólum. „Við hringlum ekki með þessar lækkanir. Þegar ákvörðun hefur verið tekin stend- ur hún. Þeir sem koma í dag njóta sömu kjara og þeir sem koma á morgun." Ámi segir verðstríðið þýða, eðli málsins samkvæmt, að verslanir séu að gefa eftir hluta af álagningu sinni. „í flestum tilfellum mætast útgefendur og verslanir á miðri leið - útgefandinn ber um það bil helming af lækkuninni og búðirnar helming. Þannig eru báðir aðilar að skerða sinn hlut svo þetta gangi upp. Auðvitað era líka einhver dæmi um að bóksalinn gefi meira eftir og þegar búið er að lækka verð á bókartitli um 30% segir það sig sjálft að búðin er að fá lítið sem ekkert í sinn hlut. Þá hefur komið fyiir að útgefendur hafí gefið allt að 45% afslátt til að ýta á eftir lækkun á verði viðkomandi bókar.“ Árni segir samskipti manna á milli á bóksölumarkaði komnar í tiltölulega fastar skorður og fyrir vikið sé orðið auðveldara að bregð- ast við þegar verðstríðið skellur á. „Hvenær þetta byrjar og í hvaða mynd þetta birtist er þó alltaf óvænt. Verðlækkanirnar eru til dæmis heldur fvrr á ferðinni núna en undanfarin ár. Vanalega hafa þær skollið á um leið og nýtt korta- tímabil hefst, þannig að þær eru viku fyrr á ferðinni núna.“ í bóksölu frá 1872 Gunnar Dungal framkvæmda- stjóri Pennans/Eymundssonar kveðst ekki búast við að verðstríðið verði eins harkalegt og sumir vilja vera láta. „Auðvitað verða verslanir með tilboð en ég á ekki von á flöt- um afslætti á alla titla. Þetta á eftir að jafna sig enda fóra menn heldur fyrr af stað nú en áður.“ Bókatilboð var í verslunum Pennans/Eymundssonar um helg- ina sem fólst í því að væra fjórar bækur keyptar, fékkst sú ódýrasta ókeypis. Segir Gunnar menn nú vera að skoða framhaldið en ljóst sé að boðið verði upp á frekari lækkanir fram að jólum. „Ey- mundsson hefur verið í bóksölu síð- an 1872 og ekki förum við að hætta því núna, þótt tímar séu breyttir og samkeppni hafí aukist. Við munum bregðast við þessu.“ Gunnar leggur áherslu á að Penninn/Eymundsson sé bóka- verslun allt árið um kring. „Sumir aðilar selja bækur í nokkrar vikur á ári en við allan ársins hring. Bókin er ekki á undanhaldi og við höfum aukið úrvalið í verslunum okkar jafnt og þétt undanfarin misseri. Auðvitað leggjum við mikla áherslu á innlendai- bækm' - erum með alla íslenska titla - en við höfum líka stóraukið framboð á erlendum bók- um enda era ekki endilega íslensk- ar bækur í jólapakkanum." Alltaf ódýrastir Bónus mun spila sínar verðlækkanir eftir eyranu, að sögn Guðmundar Marteinssonar fram- kvæmdastjóra. „Við höfum alltaf verið ódýrastir - og verðum það áfram,“ segir hann en verð í Bón- us-verslununum er 30-35% undir leiðbeinandi útsöluverði. „Við er- um að leggja mikla vinnu og pen- inga í verðkannanir og ef einhver bókartitill er ódýrari annars staðar en hjá okkur er það bara einskær óheppni. Fólk á að geta gengið að því vísu að sé bók á tilboði ein- hvers staðar fái það hana á lægra verði í Bónus. Ut á það gengur hugmyndin." Guðmundur er ekki í vafa um að verðstríðið hafí skilað sér til bó- kaunnenda. „Bóksala hefur aukist verulega, á því leikur enginn vafi. Samt tel ég hæpið að gera ráð fyr- ir metsölu í ár, einfaldlega vegna þess að það er miklu minna um spennandi titla nú en til dæmis í fyrra. Einmitt þess vegna held ég að ekki sé grundvöllur fyrir því að þrýsta verðinu neðar en við höfum þegar gert hjá Bónus.“ Guðmundur lítur fyrst og síðast á bóksölu sem þjónustu við við- skiptavini Bónuss. „Við höfum ekki mikið upp úr þessu - töpum hrein- lega á sumum titlum. Þetta er hins vegar þjónusta við viðskiptavini okkar, bæði þá sem koma dags daglega og líka þá sem koma bara til að kaupa bækur. Við erum líka sannfærðir um að þeim viðskipta- vinum, sem versla ekki hjá okkur reglulega en koma til að kaupa bækur, snúist hugur og beini sín- um viðskiptum upp frá því í aukn- um mæli til okkar.“ Nýr forseti Bandalags íslenskra listamanna TINNA Gunnlaugsdóttir leikkona var kjörin forseti Bandalags ís- lenski-a listamanna til næstu tveggja ára á aðalfundi banda- lagsins, sem haldinn var sl. laugardag. Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, sem gegnt hefur Tinna embættinu Gunnlaugsdóttir síðastliðin sjö ár, óskaði eftir lausn frá því vegna starfa sinna á nýjum vettvangi, en hann var nýverið ráðinn rektor Listaháskóla íslands. Fundinn sóttu fulltrúar þeirra ellefu listgreinafélaga sem aðild eiga að samtökunum. Samþykktar voru nokkrar ályktanir um lista- og menningarmál, m.a. varðandi stofn- un Listaháskóla íslands, byggingu tónlistarhúss í Reykjavík, frumvarp til leiklistarlaga, eflingu stjórnsýslu ríkisins á sviði menningarmála og varðandi vinnuaðstöðu myndlistar- manna. ---------------- Reykjavík, menningar- borg Evrópu Þrír starfs- menn ráðnir RÁDNIR hafa verið þrír nýir starfsmenn hjá Reykjavík menning- arborg Evrópu árið 2000, tveir framkvæmdastjórar og útgáfu- og kynningarstjóri. Þau eru Svanhildur Konráðsdótt- ir, útgáfu- og kynningarstjóri, sem hóf störf í haust. Svanhildur varð verkefnisstjóri íslenskrar listahátíð- ar í London árið 1994 auk þess sem hún sá um kynningarmál Lista- hátíðar í Reykjavík á nýliðnu vori. Skúli Helgason, framkvæmda- stjóri innlendra verkefna. Hann starfar nú sem dagskrárstjóri hjá Bylgjunni og mun hefja störf í haust. Sigrún Valbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri erlendra verkefna. Hún hefur m.a. staifað sem deildar- sérfræðingur í menntamálaráðu- neytinu og var framkvæmdastjóri BIL - Bandalags ísl. leikfélaga. --------------------- Nýjar bækur • GÓÐA ferð, Sveinn Ólnfsson, er eftir Friðrík Eríingsson. í kynningu segir að þetta sé upp- vaxtarsaga sem lýsi á hárfínan hátt þeirri baráttu sem fylgir því að komast til þroska; þeim átökum sem það kostar að horfast í augu við sjálfan sig í lífsins ólgusjó. Hér er Sveinn Ólafsson, þrettán ára gam- all, í leit að fót- festu, að feta sig áfram á því hengiflugi sem ýmist leiðir að hyldýpinu einu eða lyftir til hæstu hæða. Friðrik Erlingsson er fæddur árið 1962 og þetta er þriðja skáld- verkið sem hann sendir frá sér. Fyrir fyrstu bók sína, Benjamín dúfu, hlaut hann íslensku barna- bókaverðlaunin og hefur sú saga verið kvikmynduð og sýnd víða um heim. Friðrik hefur einnig skrifað leikrit fyrir sjónvarp. Útgefandi er Iðunn. Bókin er 240 bls. prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Kápuna gerði Gunnar Karlsson. Verð: 3.380 kr. Friðrik Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.