Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SKINANDI TOIVl IST Hallgrfmskirkja KÓRTÓNLEIKAR Karlakór Reykjavíkur ásamt ein- söngvumm og hljdðfæraleikurum flutti íslensk og útlend jólalög. Laugardag kl. 17. ÞAÐ er gleðilegt hvað það er orð- inn stór þáttur í jólaundirbúningi fólks að sækja tónleika. Á tiltölu- lega fáum árum hefur svipmót jóla- föstunnar breyst svo um munar hvað þetta varðar. Og svo virðist sem fólk fái ekki nóg, þótt framboð tónleika sé mikið. Það er jafnvel auglýst að uppselt sé á aðventutón- leika. Klukkutíma fyrir tónleika Karlakórs Reykjavíkur í Hallgríms- kirkju á laugardag var fólk farið að bíða eftir að komast í salinn til að ná í gott sæti, og hálftíma fyrir tónleik- ana var kirkjan þéttsetin eftirvænt- ingarfullum tónleikagestum. Hátíðleiki þessara tónleika var innsiglaður strax í upphafsverki þeirra, Sónatínu fyrir tvo trompeta og orgel eftir Jóhann Pezel. Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Óm Pálsson léku á trompeta og Hörður Áskelsson á orgelið. Verkið er lítið og snoturt og var leikið með reisn og músíkölskum glæsibrag. Karlakórinn hóf söng með þrem- ur lögum án undirleiks, þjóðlaginu Með gleðiraust og helgum hljóm, ítalska madrigalanum Alta trinita beata, og Heilig, heilig, heilig, úr Þýskri messu eftir Schubert. Það var strax ljóst að langt er síðan hljómur kórsins hefur verið svo fal- legur og jafn sem nú. Það var hrein unun að hlusta á þessi lög í flutningi kórsins. Stjómanda kórsins, Frið- riki S. Kristinssyni hefur tekist að stilla þetta stóra hljóðfæri þannig að jafnvægi milli radda er orðið mjög fallegt, innraddirnar skýrar, tenórinn hreinn og bjartur og mjúk fylling í bassanum. Þama var líka margt fallega músíkalskt, og ljóst að mikil vinna hefur verið lögð í að móta lögin hvað varðar dýnamík og blæ. Karlakór er stórt og fallegt hljóðfæri og blæbrigði þess ótelj- andi. Það er gaman að heyra hvað mikið hefur verið lagt upp úr því að nýta þetta litróf blæbrigða til að auðga tónlistina. Signý Sæmundsdóttir söng tvö lög með kómum, Ave Maríu eftir Schubert og Frið á jörðu eftir Árna Thorsteinsson. Signý lagði allan sinn músíkalska innileik í flutning- inn og tókst ákaflega vel. Þetta var virkilega fallegt. Tvö norræn jólalög vom á efnisskránni, sænska lagið Jól, jól, skínandi skær og lettneska þjóðlagið Á aðventu. Kórinn söng bæði lögin listilega, en lettneska lagið geldur þess hve áherslur í texta passa ólánlega illa við lagið. Björk Jónsdóttir söng tvö lög með kórnum Bæn Leónóra úr Valdi ör- laganna eftir Verdi og Ave María eftir Kaldalóns. Söngur Bjarkar var daufur og hún fjarri sínu besta. Slæmt er þegar sólistar þurfa að hafa nótur íyrir framan sig í stutt- um einsöngsatriðum, en það verður pínlegt, þegar samanburðurinn blasir við: heill karlakór sem syngur heilan konsert algjörlega blaðlaust! Eftir hlé léku trompetleikaramir og Hörður Áskelsson Kansónu eftir Frescobaldi, og gerðu það af sömu kúnst og fyrr. Þá söng kórinn Fögur er foldin í útsetningu fyrir kór, tvo trompeta og orgel. Þetta er ákaflega glæsileg útsetning og flutningur kórs og hljóðfæraleikara afar hátíð- KÓR legur, þar sem kórparturinn er lengstum einradda. Lofsöngur Beet- hovens var sunginn með of miklum þjósti, of hratt og of gróft. Þama vantaði meiri yfirvegun, hendingar fengu ekki að lifa til enda og vantaði meiri uppbyggingu í lagið. Það skorti hins vegar ekki rismikla upp>- byggingu í Þakkarbæn eftir Valer- ius, sem var vel sungin. Óskar Pét- ursson söng næst tvö lög, Allsherjar drottinn eftir César Franck og Ó, helga nótt eftir Adams og skilaði hvoratveggju prýðilega, þótt nót- umar fyrh’ framan hann trufluðu. Blandaður kvartett söng með kóm- um í enska laginu í árdagsbirtu efsta dags, og kom þá til liðs við ein- söngvarana þrjá, kórfélagi, Hjálmar Pétursson. Hann var sá eini þeirra sem söng þetta snotra lag utanað. Einhverjum kann að þykja þetta smásmugulegar athugasemdir, en söngur er jafnt list orðs sem tóna, frásögn, stemmning, eða hugvekja í tónum; og sú list verður að geta skil- að sér milliliðalaust frá söngvara til hlustanda. Allt annað er bara eins og að horfa á málverk gegnum grisju. Kórinn er greinilega búinn að leggja mikla vinnu í undirbúning þessara tónleika og hlýtur að eiga skilið að atvinnufólkið standi sig jafn vel. Þótt það sé ekki algilt að stórir kórar syngi blaðlaust, þá á sú stað- reynd að Karlakór Reykjavíkur gerði það nú, þátt í því hve söngur þeirra á tónleikunum var hrífandi. Leikur Harðar Áskelssonar á orgel- ið var góður; raddir smekklega vald- ar og hljómuðu vel með kórsöngn- um. Karlakór Reykjavíkur hefur náð góðum árangri í uppbyggingu fal- legs kórhljóms. Það er auðheyrt að mikið hefur verið unnið og sú vinna skilar sér í afar hljómfögi'um söng. Það þarf að halda áfram á sömu braut, og halda áfram að vinna með músíkalska þætti söngsins. Þá verð- ur kórinn áfram svo góður sem raun ber vitni. Þessi uppbygging á innviðum kórsöngsins hefur haldist í hendur við uppbyggingu húss kórsins í Skógarhlíð, sem gefið var nafnið Ýmir fyrir skömmu, en í þá uppbyggingu hafa kórfélagar sjálfir einnig lagt gríðarlega vinnu. Með svo fallegum söng sem á laugardag- inn, verðskuldar kórinn þetta hús margfalt, - verst ef það er þegar orðið of lítið fyrir allan þann fjölda sem vill heyi'a í þeim. Bergþóra Jónsdóttir Strákur hitt- ir stelpu Morgunblaðið/Árni Sæberg Sungið fyrir fjöldann FJÖLMENNI hlýddi á söng Kristjáns Jóhannssonar dóttur. Tilefni komu Kristjáns var ný geislaplata í Kringlunni á laugardag, þar sem hann söng með hans, Helg eru jól, sem hann svo áritaði í Kringl- Skólakór Kársness undir stjórn Þónmnar Björns- unni og síðar á Akureyri. SJOJVVARP Sunnudagsleikliúsið FYRSTA ATRIÐI Höfundur: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leik- mynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Leikendur: Björn Ingi Hilmarsson og Halldóra Geirharðsdóttir. HVERNIG á að skrifa leikrit? Um hvað á það að vera? Um hvaða fólk? Hvað heitir það? Hvað gerir það? Hvaðan kemur það? Hvert er það að fara? Hvað vill það og hvar er það? Persónurnar tvær í leikriti Karls Ágústs Ulfssonar eru hand- ritshöfundarnir Freyja og Baldur. Þau ætla að skrifa leikrit og hnjóta um allar þessar grundvallarspurn- ingar sem svara verður beint eða óbeint þegar einni eða fleiri per- sónum er stefnt saman í leikhæfan texta. Flest af því sem þeim dettur í hug er ekki nógu gott eða er hent útaf borðinu fyrir þá sök að vera klisja; það hefur verið sagt eða gert ótal sinnum áður, allir þekkja það. „Klisja,“ segja þau miskunn- arlaust hvort við annað, drepa hug- myndirnar jafnharðan og undir hvílir óttinn við að þau verði ófrumleg fundin. Þau komast þó aðeins af stað, fyrsta atriðið fer í gang, strákur hittir stelpu, en hvaða strákur og hvaða stelpa? Hvar hittast þau? Hjá tannlækni, í kirkjugarði, í strætó. Hvað eru þau að gera þar? Bara eitthvað! Karl Ágúst leggur sjálfur upp með klisju í þessum leikþætti, leikrit um fólk að skrifa leikrit, klisja um klisju, en leggur jafnframt til hið sígilda svar, að ef vel er gert, ef vel er unnið, skiptir minna máli hversu klisjukennt efn- ið er. Karl Ágúst svarar fyrir sína parta ágætlega þeim spurningum sem vefjast íyrir Baldri og Freyju. Leikþáttur hans er um strák og stelpu að skrifa leikrit. Strák og stelpu í kvikmyndabransanum sem hafa áður verið par, en era hætt saman; hann segist ekki geta skrif- að án hennar, hún hélt að hann væri að gera henni greiða þegar hann bað hana að semja með sér. Þau langar bæði að skrifa eitthvað skemmtilegt og framlegt en líklega langar þau þó mest til að byrja saman aftur, því þau era enn hrifin hvort af öðra. Með þessu lyftir höf- undurinn leikþættinum af stigi klisjunnar og gerir hann að bita- stæðum texta; hann leggur persón- unum til tilfinningalegar forsendur, gefur þeim tilfinningaleg markmið, samtal þeirra gæðist dramatískri spennu, einstök orð og setningar fá aðra og dýpri merkingu og undir- texti byrjar að krauma. Takmarkið sem lagt var til í upphafi, að skrifa leikrit, verður að aukaatriði; aðalat- riðið er hvort Baldur og Freyja nái saman aftur. Takist þeim það ligg- ur líka í loftinu að þeim muni takast að skrifa leikritið sitt. Þau hafa sætaskipti og Freyja sest við tölv- una. Hún er komin heim. Þannig næst hið raunveralega markmið leikþáttarins og svörin við öllum spurningunum sem spurt var í upp- hafi taka mið af því. Björn Ingi og Halldóra léku Baldur og Freyju af góðum skilningi og náðu ágætlega að skila þeirri sögu sem liggur að baki samskiptum þeirra; þau era allan timann að skoða hvort annað, reyna á þanþolið, gefa eftir og taka á, sitt á hvað og húmorinn liggur í því hversu grafalvarlega þau taka sig. Karl Ágúst Ulfsson skrifar sam- töl af miklu öryggi og leggur per- sónunum afskaplega eðlilegt og þjált mál í munn. Stundum varð textinn allt að því of hversdagsleg- ur, sumar setningarnar óþarflega smáar og „ókei“ var hreinlega of- notað, hvort sem það var í öllum til- vikum lagt til af höfundi eða var innskot leikaranna. Leikstjórnin fylgdi verkinu vel eftir; smátt og smátt opnaðist sag- an á bakvið, smáatriðum í svip- brigðum var vel fylgt eftir og myndstjórnin var ágætlega með á nótunum. Leikþátturinn fékk svo á sig örlítið „leikhúslegan" blæ, með nokkuð svo uppstilltri leikmyndinni í sjónvarpstúdíóinu og draum- kenndum atriðum þar sem Freyja og Baldur „duttu inn“ í hugmyndir sínar, með búningaskiptum og áhrifatónlist. Á stöku stað var tón- listin ofnotuð til áherslu þegar þunginn í leiknum hefði fyllilega nægt; Björn Ingi og Halldóra höfðu yfrið sannfærandi tök á þessu ást- fangna pari sem reyndi að ná sam- an með því að skrifa leikrit um strák og stelpu sem ná saman. Hávar Sigurjónsson TÓrVIJST Langholtskirkja AÐVENTUTÓNLEIKAR Söngsveitin Fflharmonía, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kammersveit und- ir forustu Rutar Ingólfsdóttur íluttu kirkjulega tónlist frá ýmsum timum, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Sunnudagur 6. desember. ÁRLEGIR jólatónleikar Söng- sveitarinnar Fílharmoníu njóta mik- illa vinsælda og undir stjórn Bern- harðs Wilkinsonar hefur kórinn staðið fyrir mjög vönduðum jólatón- leikum og sannast það, að kórstjór- inn hefur úrslitaáhrif um hversu vel er sungið og undir stjórn Bernharðs var söngurinn að þessu sinni sérlega fagurlega mótaður. Tónleikamir hófust á þremur enskum kórlögum, tveimur þeim fyrstu frá 16. og 17. öld, eftir Farr- ant, kórstjóra Elísabetar I. og Gibbons, er var í þjónustu Karls I. Enska jólalagið Lúra sér, lúra, sem Þorsteinn Valdimarsson orðklæddi svo fagurlega, var ásamt fyirnefnd- um lögum mjög vel sungið, hljómur kórsins var í góðu jafnvægi, þrátt fyrir fámenna kariasveit. Aðfanga- dagur jóla, 1912, eftir Sigvalda Kaldalóns og Stefán frá Hvítadal, stóð einhvern veginn á skakk við önnur viðfangsefni, sérstaklega vegna ritháttar lagsins, sem er nærri þeim ættjarðarlögum, er á þeim tíma (1912) vora í tísku hér á landi. In dulci jubile í raddsetningu J.S. Bach var mjög vel flutt en næsta lag, Jesú, þú ert vort jólaljós, er samstofna lagi Kaldalóns og þó sama megi segja um Forunderligt at Anægju- legir aðventu- tónleikar sige eftir Carl Nielsen, býr þetta einfalda lag yfir sérkennilegum þýð- leika, sem kórinn skilaði vel. Ensk hljómskipan er á köflum mjög sér og það mátti heyra í útsetningu Vaughan-Williams á enska jólalag- inu On Christmas night. Elgar átti tvö næstu lög, Ave veram corpus og Ave María og kom þá til leiks kammersveit undir forustu Rutar Ingólfsdóttur. Hljómskipan Elgars er oft langt frá því að vera ensk, eins t. d. í Ave veram, sem er há-evrópsk og einstaklega fögur tónsmíð, er var mjög vel flutt. Fyrri hluta tónleik- anna lauk með fjöldasöng, á laginu Frá Ljósanna hásal. Eftir hlé var hljómsveitin með og þá voru flutt meginverk tónleik- anna. Fyrsta verkið var þáttur úr kantötu nr. 140, Vakna, Sions verðir kalla, snilldar kóralforspilsútfærsla eftir meistara J.S. Bach og var fal- legur samleikur strengjanna sérlega hreinn, á móti sálminum, sem er sunginn einraddaður. Lengsta verk tónleikanna var Hear my prayer, eftir Mendelssohn og var Sigrún Hjálmtýsdóttir einsöngvari í þessu fallega verki, sem var mjög vel flutt, ekki síst af hálfu Sigrúnar. Vöggu- ljóðið úr Æsku Krists eftir Berlioz var mjög fallega flutt af kórnum og sama má segja um enska jólasálm- inn, The truht sent from above, í út- setningu Vaughan-Williams. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng með kórnum perluna Nóttin var sú ágæt ein. Pie Jesu, eftii' Lloyd-Webber, er byggt á ágætri tónhugmynd en í það vantar alla úrvinnslu hugmynd- anna og verður því harla lítið í sér. Sigrún söng þetta litla lag fallega og með henni lék stjórnandinn listavel á flautuna sína. Ave Maria eftir Luigi Luzzi er ekki merkileg tón- smíð en var vel flutt, einkum af Sig- rúnu. Síðasta kórverkið Let all the world in every corner sing, eftir Vaughan-Williams, var nútímalegast af viðfangsefnunum á þessum tón- leikum og þar mátti heyra t.d. nokk- uð af þrástefum en það var samt töluverð reisn yfir verkinu, sem kór og hljómsveit skiluðu ágætlega. Síð- asta viðfangsefni tónleikanna var svo Nóttin helga, eftir A.C. Adam, í umritun Guðmundar Gilssonar og söng Signín einsöng í þessu mjög svo mikið sungna jólalagi. Efnis- skráin var svo fullgerð með fjölda- söng í lagi Mendelssohns, Friður, friður Frelsarans. Þetta voru hefðbundnir jólatón- leikar, rneð þeim undantekningu er varðar verkin eftir J.S. Bach, þáttinn úr kantötu nr. 140 og Heyr bæn mína, eftir Mendelssohn. Söngsveit- in Fílharmonía söng mjög vel undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Sig- rún Hjálmtýsdóttur var og mjög góð, sérlega í verki Mendelssohns og kammersveitin var sömuleiðið góð, svo að tónleikarnir í heild vora hinir ánægjulegustu aðventutónleikar. Jón Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.