Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 39 LISTIR Skrifa þetta aðallega til að skemmta mér Ur djúpi tilfinninga BÆKUR Ljóö SPENNUSÖGUM úr íslenskum veruleika fer Qölgandi á bóka- markaðnum og einn þeirra sem sendir frá sér spennusögu nú er Arni Þórarinsson, betur þekktur sem fjölmiðlamaður og kvik- myndagagnrýnandi. Þetta er fyrsta skáldsaga Arna. „Nei, þetta hefur nú ekki __ blundað lengi í mér,“ segir Árni spurður um skáldsagnaskrifín. „Eg er hins vegar mjög harður spennusagnalesari, hef farið nokkuð vítt um það svið og lesið mikið, einkum þó Ameríkanana, og það var einmitt einn slíkur, Ross Macdonald að nafni, sem ég var að lesa þegar aðstæður urðu þannig að ég gat ekki haldið áfram. Þá fór ég að leika mér að því að búa til fléttu sem gæti hugsanlega gerst í íslensku um- hverfí. Eg hafði ekkert annað að gera og þetta var því algjör til- viljun fyrir fimm árum eða svo. Fyrir vikið fær Ross þessi einmitt kveðju í upphafí bókarinnar." Var sagan þá fímm ár í fæðingul „Já og nei, svo gerði ég nú ekki meira, skrifaði svo fyrsta kaflann ári síðar og tvo til þijá eftir enn eitt árið. Þá lét ég mér vitrari menn lesa þetta og fékk það jákvæð viðbrögð að ég ákvað bara að klára þetta. Það gerði ég svo í fyrrasumar og hafði mjög gaman af,“ segir Arni. Sagan segir af Einari blaða- manni og rannsoknum hans á sérkennilegu dauðsfalli á Flug- vallarhótelinu. Reynsla höfund- arins sem blaðamanns leynir sér ekki, eða hvað? __ „Nei, vissulega ekki,“ svarar Árni, „enda þekki ég þennan Ijölmiðlaheim best og hef gaman af því að skrifa um hann. Þannig held ég að maður geti helst gert eitthvað trúverðugt. Einar er gamall í hettunni og hefur sína fyrirvara á umhverfið. Hann er djúpt sokkinn að mörgu leyti, en sjálfsbjargarviðleitnin rekur hann áfram og ekki síður réttlætiskenndin, sem er nauð- synlegur hlutur í spennusögum. Persónur í krimmum verða að hafa hæfilegt af hvoru tveggja; forvitni og réttlætiskennd." Árni tekur undir það, að spennusögunni hafi hingað til ekki verið gert hátt undir höfði í íslenskum bókmenntum. „Með fullri virðingu fyrir svokölluðum fagurbókmenntum, þá verða ávallt einnig til bækur um fólk sem rekst af leið og fremur brot á siðareglum, nú eða lögum sam- félagsins. Fólk sem fer fram á ystu nöf í lífinu. Þessar sögur eru ekki ómerkilegri en aðrar sögur, ef þær eru vel gerðar. Þetta eru ekki aðeins metsölubækur meðal helstu menningarþjóða, heldur fá þær og sinn skerf af verðskuldaðri athygli á bóka- markaðnum. Mér finnst þó raun- ar núna, að margar spennusögur sem koma út núna séu að fá skilningsríkari viðtökur en oft áður. Kannski að krimmanum verði nú sýnd sama virðing og natni og öðrum bókum. Slíkt væri enda ekki nema sjálfsagt." Árni telur að hægt sé að búa til spennufléttu í kringum atvik í lífi flests fólks. „Islenskur veru- leiki er þar hvergi undanskilinn. Flestir hafa einhverja leyndar- dóma í sínu lífi, sem þeir vildu síður að kæmust upp á yfir- borðið. Margir hafa sagt erfitt að skrifa um sakamál á fslandi, jarðvegurinn sé ekki nægilega fijór, en ég held að það standist ekki ef grannt er skoðað. Að mínu mati er þetta miklu fremur spurning um hvernig til er sáð í þennan jarðveg. Lykillinn er að nýta sér fremur takmarkanir hans, en að láta þær hindra sig.“ Aðalpersónur í spennusögum eiga það til að skjóta upp kollin- um í fleiri sögum höfunda sinna. Á nokkuð að svæfa Einar blaða- mann? „Eg held nú að það sé betra að bíða og sjá, en fyrstu viðbrögð eru óneitanlega hvetjandi. Ég skrifa þetta aðallega til að skemmta mér og vonandi finnst einhverjuin öðrum gaman að lesa það. Það er nú einu sinni þannig, að þótt maður reyni að hafa flétt- una vitræna, umhverfið trúverðugt og persónunarnar áhugaverðar, þá er þetta um- fram allt skemmtilesning. Mér þykir mjög vænt um Einar, þekki hann mjög vel þótt hann sé vita- skuld samsettur úr mörgum ólík- um persónum. Mér líður vel í hans félagsskap og þess vegna er aldrei að vita.“ / g hafði legið á maganum þversum í bælinu og vissi ekki hvað ég hét. Síminn hafði dottið á gólfið og lent á Jim Beam flösku sem var að tæmast í drulluga __ mottuna, rétt eina ferðina. Eg seildist eftir flöskunni til að bjarga því sem bjargað varð. Þótt mottan hafi áreiðanlega haft þörf fyrir afréttara er það ég sem ræð. Inn í eyrað boraði sig nefmælt- ur djöfull sem endurtók: „Einar? Heyrirðu hvað ég segi? Það var einhverjum stútað á Flugvallar- hótelinu..." „Það var ekki ég,“ sagði ég og lokaði augunum. „Ekki svo ég muni.“ „Þú ættir kannski að rifja það upp,“ sagði nefið í eyranu, einum of hryssingslegur fyrir minn smekk. „Þú ættir kannski líka að reyna að rifja upp að þú ert enn á launaskrá blaðsins og því fylgir sú hræðilega skylda að vinna fyrir laununum og því fylgir síðan sú hræðilega skylda að vera í vinnu- færu formi, þó ekki væri nema annað slagið." ORÐIN TÓM SUMARVORIÐ Ljóðabækur eftir Hafþór Ragnarsson og Einar Sigurð. 1998. ORÐIN tóm nefnir Hafþór Ragn- arsson bók sína. Ekki verður auðráðið af ljóðunum hvernig skilja beri það heiti. Það er svo sem ekk- ert nýtt að ung skáld snúi út úr gömlum orðasamböndum og meini annað en það sem 1 þeim felst. A hinn bóg- inn kann að vera að Hafþór meini fyllilega það sem hann segir, að skilja beri heitið svo að skáldskapur verði aldrei meira en orðin tóm, nái sem sé aldrei að lýsa til fulls tilfinningum þeim sem inni fyrir búa. Hafþór yrkir í spakmælastíl. Ljóð hans eru orðfá og meitluð. Afstaða hans til lífsins og tilverunn- ar er stundum dálítið fjarræn ef ekki kald- ranaleg og þá alla jafna háði blandin. Hvað minnis- stæðast kann að verða af ljóðum hans? Það getur verið álitamál. Síðasta ljóðið er ekki best. En það segir kannski nokkuð um viðhorf skáldsins, almennt. Úr sýnisbók heitir það: Það er eins með þetta ljóð og önnur; það missti ljómann um leið og það varð skyldulesning. Stysta ljóðið í Orðin tóm er aðeins ein lína, fjögur orð. Blossi nefnist það og felur í sér hnyttinn orðaleik: Svo reyktu þau galdraloft. Sumarvorið Einars Sigurðar er allt annars eðlis. Einar Sigurður er mælskari, opinskárri. Kannski er hann líka uppreisnargjarn. Staf- setningai-villurnar í bók hans eru svo margar að maður hlýtur að gruna hann um vísvitandi mótþróa við reglurnar. Einar Sigurður yrkir um ástina. Ljóð hans, sem eru afar tilfinningarík, geta verið hvort tveggja í senn, einlæg og ungæðis- leg, samanber Algert æði: M ert fíðrildi flöktandi, flöktandi vængir. Æðisleg, æðisleg, æðislegt brosið. Hjartað hlýtt, hjartað hlýtt. Viltu vera memm. Þessar tvær bækur lýsa fremur stuðningi við ljóðið en þær séu lík- legar til að hafa áhrif á Ijóðlistina; meira þarf til. Hvort heldur skáld notar hefðbundið myndmál eins og Einar Sigurður í Algert æði eða hristir upp í hugrenningunum með margi-æðum orðaleikjum eins og Hafþór Ragnarsson er ljóst að tján- ingarmáttur ljóðsins dugir enn til að kafa ofan í sálardjúpin og draga upp á yfírborðið gullfíska þá sem þar bæra ugga og draumlynda fólkið kallar einu orði - ást! Nú, eða hreinsa til þar á botninum! Erlendur Jónsson Einar Sigurður Hafþór Ragnarsson VÍGASLÓÐ BÆKUR Ungli ngasaga NÁVÍGI Á HVALASLÓÐ Eftir Eh'as Snæland Jónsson. Kápu- hönnun: Inga Elsa Bergþórsdóttir Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Vaka - Helgafell hf. 1998. - 148 síður. HÉR situr bráðfímur höfundur við vefstól og leikur svo með þræði, að úr verður eftirtektarverð spennusaga. I annan stað kemur, að lesanda er boðið til kynna við fjölskyldu, sem hefír menntað sig til og vinnur við að reyna að leysa einn gátuhnúta sköpunarinn- ar, - háttu og siðu bláhvala. Af nærri óskiljanlegu örlæti fá þau í hendur skip og tæknitól svo fullkomin, að fárra draumar hafa slík galdratól rámað, hvað þá meir. Þau halda út á hafið vísindahjónin Bogi og Hulda, og með þeim er sonurinn Ingi, 14 ára, þá okkur er boðið um borð. Þau elta hvalina Emblu og Ask og son þeirra Daníel, skrá hljóð þeirra og háttu í von um, að falli í skiljanleg tákn mannlegum heila. Verk þeirra, enn á rannsóknarstigi leysa vanda, sem menn hafa oft staðið vanmáttka gegn, þá hvalatorfur heimta að fá að ösla á land, yfirgefa hafið, þykjast ekki eiga þar heima lengur. Inn á sviðið er leiddur Wilson, hvalavinurinn mikli. Áhugi hans er annar en vísindahjónanna, en samt horfir hann í augu lesandans og spyr: Hvernig umgengst þú móður náttúru? Honum fylgir ljóshærð hnáta, Helena, jafnaldra Inga. Höfundur er ekki í neinum vanda, - með tölvum og „netpósti" að kveikja þann neista er breytist í saklausa ást. Þau hittast ungmennin, _ haldast í hendur, - kyssast, en glíma líka við ægilega atburði saman. Það kemur sem sé í ljós, að hin deyðandi græðgi bjó Hermes, skipið, í hendur vísindafjölskyldunnar, í von um að geta notað þau sem lykla að valdahirzlum. Hvernig? Það er ekki tuggið í les- andann, en Askur, hval- urinn blái, breytir Hermesi í flak í djúpi hafsins, - lætur við það Ufið. Það er gleði í húsi afa og ömmu í Vestmanna- eyjum, þá Ingi sezt þar við borð á ný, frá hliði Heljar heimtur. Þetta er spennusaga, en leiðir lesandann að þroska- spurnum um ævintýrið líf; saga skrifuð af mik- illi íþrótt. Vel er til út- gáfu vandað; prófórk þaullesin; en ekki felli eg mig við eignarfallið á nafni telpunnar, lærði sem strákur, að Helena og Elín væru af sama meiði og ættu að beygjast eins. Smámunir, - smekksatriði. Návígi á hvalaslóð, hlýtur að verða skynsöm- um unglingum skemmtilestur, en um leið vegvísir til þroska, - bæði máls og hugsunar. Hafi höfundur og útgáfa þökk fyrir vandað verk. Sig. Haukur Elías Snæland Jónsson Minning Leifs Ásgeirssonar BÆKUR Minningarrit LEIFUR ÁSGEIRSSON MINNINGARRIT liitstj.: Björn Birnir, Jón Ragnar Stefánsson, Ottó J. Björnsson og Reynir Axelsson. Raunvísindastofnun Háskólans, íslenzka stærðfræðifélag- ið. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1998, 479 bls. LEIFUR Asgeirsson prófessor við Háskóla íslands var fæddur árið 1903 og andaðist árið 1990. Fremur hljótt hefur verið um þann mann, að mér finnst, enda var hann einn þeirra sem vann störf sín í kyrrþey, barst lítt á og bar ekki verðleika sína á torg. Samt fer vart á milli mála að hann var stórmerk- ur vísindamaður og hinn gegnasti skólamaður. Þakkan'ert er því að vinir hans, samverkamenn og nem- endur hafa efnt til mikils minning- arrits um Leif Ásgeirsson. Rit þetta skiptist í sex hluta. Hinn fyrsti er ævisaga Leifs eftir Jón Ragnar Stefánsson (Saga stærðfræðings. Af ævi og starfi Leifs Ásgeirssonar). Það er mikil ritgerð, um 170 bls., raunar heil bók. Mjög er sú ævisaga vel rituð, á vönduðu máli og góðum stfl. Höfundur er einstaklega nákvæm- ur og kannski stundum óþarflega svo. Það liggur jafnvel við að Leif- ur sjálfur gleymist. En allt er það skrif engu að síður næsta athyglis- vert, einkum þegar á það er litið að sáralítið hefur verið skrifað um menntunar- og starfsumhverfi ís- lenskra stærðfræðinga. Auðséð er á öllu að höfundur hefur lagt mikla vinnu í þessa ritgerð og í lokaorðum hans kemur bert fram að mikið hefur þurft fyrír því að hafa að ná til sumra heimilda. Dagana 2. og 3. október 1990, nokkrum vikum eftir lát Leifs Ásgeirssonar voru fluttir fimm fyrirlestr- ar (málstofa) á vegum stærðfræðistofu og reiknifræðistofu Raun- vísindadeildar Háskól- ans í minningu Leifs. Fyrirlesarar voru Björn Birnir (Tilvistar- brestur bundinna ástanda í ólínulegum bylgjujöfn- um), Eggert Briem (Föll sem verka á hlutrúm í Co (X)), Jón I. Magnússon og Reynir Axelsson (Keilur í ríkjum og auðkenning samhverfra algebra), Sigurður Helgason (Radon-ummyndunin. Afbrigði og notkun) Þessir fyrir- lestrar eru prentaðir hér í 2. hluta ritsins. Þriðji hlutinn birtir stærðfræði- greinar Leifs Ásgeirssonar, sem á prent komu. Er sú fyrsta doktors- ritgerð hans (á þýsku) 1936. Á eftir fara sjö ritgerðir ýmist á ensku eða þýsku. Ekki myndi þetta kallast mikil framleiðsla, ef um sum önnur fög væri að ræða. En annan mæli- kvarða verður að leggja á ritverk stærðfræðings. Auk þess nægðu þessi ritverk vel til þess að Leifur Ásgeirsson var alþjóðlega viður- kenndur og virtur vísindamaður. Fjórði hlutinn inniheldur þrjár ritgerðir um stærðfræði Leifs Ás- geirssonar. Tveir þeir fyrstu voru fluttir í íslenzka stærðfræðifélaginu á áttræðisafmæli Leifs. Þann fyrri flutti Hall- dór I. Elíasson, eftir- maður Leifs á kennar- arstóli (Aðferð Leifs Ásgeirssonar), og hinn flutti Sigurður Helga- son (Oldujöfnun í hómógen rúmum). Þá er og í þessum hluta ritgerð Halldórs I. Eííassonar, Fjölnar Leifs Ásgeirssonar fyrir ölduvirkja. I fimmta hluta eru greinar almenns eðlis eftir Leif Ásgeirsson. Eru það fimm greinar og eitt viðtal og auk þess sjö smágreinar eða pistlar frá unglingsárum hans. Ekki leynir sér í þessum skrifum hversu prýðilega ritfær Leifur Ás- geirsson hefur verið. I síðasta kafla eru prentaðar eft- ii-mælagreinar um Leif Ásgeirsson, átta talsins. Bókinni lýkur með Myndaskrá, Nafnaskrá og Eftinnála ritstjór- anna. iEns og geta má sér til af þessari upptalningu er þetta geysimikið rit og veglegt. Stærðfræðigreinarnar eru að sjálfsögðu ekki lestrarefni annarra en lærðra manna í stærðfræði. En aðrir hlutar ritsins eru áhugaverður lestur fyrir allan almenning og í heild stuðlar ritið vissulega að því að varðveita minn- ingu þessa merka vísindamanns og brautryðjanda í fræðigrein sinni hér á landi. Sigurjón Björnsson Leifur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.