Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
PRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 47 ^
var ávallt mikil umferð enda Rúna
alin upp í stórri fjölskyldu og vön
margmenni. Hún var ein þeirra
manneskja sem laðaði hið jákvæða
og góða fram í umhverfi sínu enda
sjálf lífsglöð og umræðugóð. Slíkar
manneskjur eru því miður alltof fá-
gætar.
Nú er Rúna horfin héðan og stórt
skarð eftir skilið. Þótt söknuðurinn
sé sár, ekki síst fyrir börn hennar
og barnabörn, er gott að geta yljað
sér við minninguna um hina hlýju
og brosmildu persónu. Hugsanlega
hittir hún Garðar sinn á nýju til-
verastigi og skal enginn draga í efa
að þar rís nýtt Bjarmaland og fjöl-
sótt af þeim sem viJja láta sér líða
vel.
Við viljum þakka henni Rúnu fyr-
ir að fá að kynnast henni og allri
fjölskyldu hennar. Þau kynni hafa
gefið okkur ómetanlegt veganesti.
Við vottum börnum hennar, tengda-
börnum og barnabörnum, ásamt
systkinum, okkar dýpstu hluttekn-
ingu. Blessun fylgi minningunni um
Sigrúnu Þorgrímsdóttur.
Ingvar, Valgerður
og Hjálmar.
EINAR
HELGA-
SON
+ Einar Helgason fæddist á
Hofi í Vopnafirði 25. desem-
ber 1922. Hann lést á Hjúkrun-
arheimilinu Eir 17. nóvember
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Askirkju 27. nóvem-
ber.
Kvöldið 17. nóv. sl. sofnaði hann
inn í eilífðina, eins og leið okkar
liggur. Rúmum fimm árum fyrr
fékk hann heilablóðfall og þá dó í
raun hraustmennið, fagmaðurinn,
ferðagarpurinn og þverhausinn
hann bróðir minn. Maðurinn sem
áratugum saman ók öræfin á bflum
sem gátu það ekki, en komust bara
ekki upp með neitt múður. Áður en
hann eignaðist bfl gekk hann þau
þver og endilöng.
Eftir áfallið var þessi járnkarl að-
eins skuggi af sjálfum sér, en sá
skuggi megnaði að lýsa öðrum full-
hraustum.
Af mildi sinni eftirlét forsjónin
honum hjartahlýjuna, glaðlyndið,
megnið af minninu, heilsu til að
staulast um. Og æðruleysi sem vakti
aðdáun allra sem því kynntust.
Eitt sinn spurði ég þennan fyrr-
um afburðafagmann og dugnaðar-
fork hvernig heilsan væri. Þá leit
hann á mig brosandi og svaraði:
„Heilsan - hún er ljómandi, bara
gagnslaus."
Á stéttarfélagsfundi hlýddi ég
eitt sinn á erindi þess spaka manns
Páls Skúlasonar. Þar nefndi hann
að til væru auðæfi, sem yxu við það,
að af þeim væri eytt. Þau hétu kær-
leikur. Þessi gömlu sannindi blöstu
við mér í verki þegar ég sá umönn-
un bróður míns á hjúkrunarheimil-
inu Eir.
Ást og umhyggja sonanna og fjöl-
skyldunnar var vissulega aðdáunar-
verð, en kom mér ekki á óvart.
Ég þakka forsjóninni samvistirn-
ar við bróður minn meðan hann var
í fullu fjöri, en ekki síður hinn bækl-
aða, sem ætíð gladdi nærstadda
með brosinu, hlýjunni og óbugandi
jákvæðni sinni, þrátt fyrir heilsu-
leysið.
Ég bið fjölskyldu hans Guðs
blessunar í sorginni og um alla
framtíð.
Kristinn Helgason.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, véirituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1116, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Skarðshlíð 14c,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli að morgni föstu-
dagsins 4. desember.
Útförin auglýst síðar.
Jóhannes Ólafsson,
Elísabet Ballington,
Jón Jóhannesson, Sigrún Magnúsdóttir,
Sigfús Jóhannesson, Sigríður Elefsen,
Guðrún Jóhannesdóttir, Gunnar B. Aspar,
Hólmfríður Jóhannesdóttir, Birgir R. Sigurjónsson,
Ingveldur Jóhannesdóttir, Jörundur Traustason,
María Jóhannesdóttir, Þorsteinn Sveinsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir,
LÁRA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Vesturgötu 158,
Akranesi,
lést laugardaginn 5. desember á
Landspítalanum.
Frímann Jónsson,
Jón Frímannsson,
Fanney Frímannsdóttir,
Erna Frímannsdóttir,
Guðmundur M. Ólafsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
SIGHVATUR BJARNASON,
fyrrv. aðalféhirðir,
Háaleitisbraut 54,
Reykajvík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi sunnu-
dagsins 6. desember.
Elín Jóhanna Ágústsdóttir,
Kristín Lynch, Charles T. Lynch,
Bjarni Sighvatsson, Auróra Guðrún Friðriksdóttir,
Viktor Á. Sighvatsson, Jóna Margrét Jónsdóttir,
Ásgeir Sighvatsson, Hilda Torres,
Elín Sighvatsdóttir.
+
GÍSLI BJARNASON,
Grænuvöllum 1,
Selfossi,
lést á öldrunardeild Ljósheima, Selfossi, sunnudaginn 6. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Benedikta G. Waage, Hallur Árnason,
Gísli Jóhann Hallsson, Elín B. Ásbjörnsdóttir,
Þorvaldur Friðrik Hallsson,
Anna Guðrún Hallsdóttir.
SIGRÚN
ÞORGRÍMSDÓTTIR
+ Sigrún Þorgrímsdóttir
fæddist á Húsavík hinn 8.
maí 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 20. nóvember síð-
astliðinn og fór útför hennar
fram frá Safnaðarheimilinu í
Sandgerði 28. nóvember.
Eftir fremur erfiða sjúkdómslegu
er hún Rúna okkar dáin. Um hug-
ann fljúga minningar frá tuttugu
ára kynnum okkar af þessari ein-
stöku konu.
Ung og lítil fjölskylda, nýflutt til
Sandgerðis, þurfti á dagmömmu að
halda. Nokkrar mætar konur létu af
sér vita en einhvern veginn kom
aldrei til greina annað en trúa fal-
legri og hlýlegi’i konu, Rúnu, fyrir
barninu smáa. Samt hafði hún alla
fyrirvara á og lýsti efasemdum um
að hún gæti valdið hlutverki dag-
móðurinnar - þrátt fyrir að hafa
alið sjálf upp fjögur fyrirmyndar
börn. Barnið fór fyrsta daginn,
„svona til reynslu“, eftir það varð
aldrei aftur snúið. Hin nýja „amma“
átti eftir það hjarta hins stutta
sveins. í raun þarf ekkert meira að
segja til að lýsa mannkostum Sig-
rúnar Þorgrímsdóttur. Hver sú
manneskja, sem vinnur hug og
hjarta smáfólksins, er sterk og góð
manneskja. Um það þarf ekki fleiri
orð eða lýsingar. Rúna var slík
manneskja.
Fyrir okkui- fjölskylduna reynd-
ust það hin mestu gæfuspor að
verða þeirrar ánægju aðnjótandi að
kynnast Rúnu og öllu hennar fólki á
Bjarmalandi. Fyrr en varði vorum
við tekin sem hluti af þessari stóru
og samrýndu fjölskyldu. Gesta-
gangurinn á Bjarmalandi var alltaf
mikill. Þangað leitaði fólk af ýmsum
ástæðum, til að gleðjast, létta á
raunum sínum eða bara til að njóta
andrúmsloftsins á Bjarmalandi. Þar
+
Elskulegur eiginmaöur minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR EGILSSON
fyrrv. pípulagningameistari,
Höfðagrund 24,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn
4. desember.
Jóna Valdimarsdóttir,
Guðni Þórðarson, Sjöfn Guðmundsdóttir,
Gylfi Þórðarson, Marta Ásgeirsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS ZAKARÍASSON,
Austurbrún 2,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 6.
ember.
Soffía Magnúsdóttir,
Stefán Magnússon, Bára Jóhannsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir, Stefán Stefánsson
og barnabörn.
+
Bróðir okkar og frændi,
GUNNAR SIGURJÓNSSON
frá Granda í Dýrafirði,
Hátúni 12,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 3. des-
ember.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 11. desember kl. 15.00.
Aðstandendur.
+
Elskuleg móðir okkar,
BERGÞÓRA LÁRUSDÓTTIR
frá Heiði á Langanesi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri,
föstudaginn 4. desember, verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. desember
kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Alda Jónatansdóttir,
Magnús Jónatansson,
Jóna Þrúður Jónatansdóttir,
Sævar Jónatansson,
Björgvin Smári Jónatansson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞORBJÖRG AGNARSDÓTTIR,
áður til heimilis
í Granaskjóli 40,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 10. desember kl. 13.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Ingibjörg Árnadóttir,
Hólmfríður Árnadóttir, Bjarni Jónsson,
Brjánn Árni Bjarnason, Steinunn Gunnlaugsdóttir,
Bolli Bjarnason, Ellen Flosadóttir,
Þorbjörg Nanna Haraldsdóttir,
Kristjana Edda Haraldsdóttir,
Heimir Haraldsson
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför
þróður okkar og mágs,
RÚTS HALLDÓRSSONAR,
Sólvallagötu 14,
Reykjavik.
Brynjólfur H. Halldórsson,
Guðrún St. Halldórsdóttir, Brian Dodsworth.
*