Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 49 Island vann Frakk- land á alnetinu Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓHANN Hjartarson og Hclgi Ólafsson íhuga stöðuna í skákum sínum í landskeppninni á Netinu. SKAK Síminn - Internet, Reykjavík og myndver Canal+ í Frakklandi: I.AMISKI I'I'M f SKÁK Á ALNETINU Skákáhugamenn fengu smjörþefinn af því sem koma skal í skákinni þeg- ar ísland og Frakkland mættust f óvenjulegri landskeppni á alnetinu. SÍÐASTLIÐINN laugardag fór fram nýstárleg skákkeppni, en þá háðu íslendingar sína fyrstu land- skeppni í skák þar sem keppendur áttust við gegnum alnetið. Islensku keppendurnir sátu að tafli í þjón- ustuveri Símans - Intemet að Grensásvegi 3 í Reykjavík, en þeir frönsku í myndveri í Jonzac í Frakklandi. Skákirnar voru sýndar beint á sjónvarpsstöðinni Canal+ í Frakklandi. I hvorri sveit vom sex skákmenn, þrír titilhafar og þrír hreyfihamlaðir skákmenn. Tíma- mörk í skákunum voru 35 mínútur á mann auk þess sem 5 sekúndur bættust við fyrir hvern leik. Viður- eigninni lauk með sigri Islendinga, sem hlutu fjóra vinninga gegn tveimur vinningum Frakkanna. Sig- urinn var jafnvel örugggari en töl- urnar gefa til kynna og úrslitin voru ráðin strax að fjóram skákum lokn- um þegar íslendingar höfðu fengið 3Vs> vinning gegn Vz vinningi Frakk- anna. Úrslit á einstökum borðum urðu þessi: 1. Jóhann Hjartars. - Marciano V2 — Vz 2. Helgi Ólafss. - Relange 1-0 3. Jón V. Gunnarss. - Fressinet 0-1 4. Heiðar Þórðarson - Londex 1-0 5. Snæbjöm Axelsson - Moirat V2 — V2 6. Sigurður Björnsson - Kamal 1-0 Þeir David Marciano og Eloi Relange era stórmeistarar, en Laurent Fressinet er alþjóðlegur meistari. Eins og áður segir var keppninni sjónvarpað beint í Frakklandi, en tilgangurinn var sá að vekja athygli á málefnum hreyfihamlaðra. Það er því skemmtilegt að það vora einmitt félagarnir í Taflfélagi Sjálfsbjargar sem skópu sigurinn með því að fá 21/2 vinning af þremur mögulegum á 4.-0. borði. Þetta er einnig ánægju- legt út frá því sjónarhorni að það sýnir sérstöðu skákarinnar meðal keppnisgreina. Flestir geta stundað skák og haft gaman af. Það eru jafnvel til samtök blindra skák- manna sem taka þátt í Ólympíumót- inu í skák og standa sig ótrúlega vel. Aðstaða skákáhugamanna til að fylgjast með keppninni var afar góð. Þeir sem höfðu möguleika á því gátu mætt í þjónustuver Símans - Internet. Þar sem teflt var í gegn- um FICS skákþjóninn var einnig hægt að fylgjast með öllum skákun- um leik fyrir leik á alnetinu. Auk þess var bein myndútsending á net- inu frá keppnisstað á Grensásvegi. Kynning á keppninni og úrslit henn- ar vora birt á heimasíðu Símans - Intemet, þar sem einnig var hægt að nálgast forrit til að fylgjast með keppninni. Það er því lítið hægt að setja út á skipulagningu þessarar keppni, nema að tilkynnt var um hana með alltof stuttum fyrirvara. Þá var einnig upphaflega auglýst röng tímasetning á keppninni. Þrátt fyrir það vakti hún mikla athygli meðal skákáhugamanna hér á landi og einnig erlendis þar sem fjöldi manna fylgdist með henni í gegnum alnetið og að sjálfsögðu í Frakk- landi á sjónvarpsstöðinni Canal+. Að þessum skemmtilega viðburði stóðu í sameiningu Skáksamband íslands, Taflfélag Sjálfsbjargar og Síminn - Intemet. Við skulum líta á vinningsskák Helga Ólafssonar. Hann skapar sér mótfæri með svörtu og vinnur peð, en biskupapar Frakkans í endatafii hefði átt að tryggja honum jafntefli. En Relange, sem er ungur að árum og ein helsta von Frakka í skákinni, vildi meira og varð hált á því: Hvítt: Eloi Relange Svart: Helgi Ólafsson Enski leikurinn 1. c4 - e5 2. Rc3 - Rf6 3. g3 - Bb4 4. Bg2 - 0-0 5. e4 - Bxc3 6. dxc3 - d6 7. De2 - a6 8. Rf3 - Rbd7 9. Rd2 - b5 10. a4 - bxc4 11. Rxc4 - a5 12. b4 - axb4 13. cxb4 - Ba6 14. Dc2 - c5 15. b5 - Bxb5 16. Rxd6 16. - Da5+ 17. Bd2 - Bxa4 18. Bxa5 - Bxc2 19. Kd2 - Ha6 20. Kxc2 - Hxd6 21. Bc3 - He8 22. Hhdl - Hxdl 23. Hxdl - Rf8 24. f3 - R6d7 25. Bfl - He7 26. Bb5 - g6 27. Kb3 - f5 28. Hd6 - fxe4 29. f4? - h5 30. Bc4+ - Kh7 31. fxe5 - Rxe5 32. Hd8 - Hb7+ 33. Kc2 - Rxc4 34. Hxf8 - g5 35. Hc8 - Ra3+ 36. Kcl - Hbl+ 37. Kd2 - Hhl 38. Ke3 - Rc4+ og hvítur gafst upp. Sveitakeppni grunnskóla í Breiðholti Keppni í Sveitakeppni grunn- skóla í Breiðholti er nú lokið í yngi-i flokki. Ölduselsskóli sigraði örugg- lega í keppninni, hlaut 28 vinninga af 30 mögulegum. Sigur Öldusels- skóla var verðskuldaður og sveitin tapaði einungis tveimur skákum. Úrslit í yngri flokknum urðu sem hér segir: 1. Ölduselsskóli A-sveit 28 v. af 30 2. Seljaskóli A-sveit 22'/2 v. 3. Hólabrekkuskóli 21 v. 4. Breiðholtsskóli A-sveit 17i/z v. 5. Ölduselsskóli B-sveit 15+2 v. 6. Breiðholtsskóli B-sveit 8+2 v. 7. Seljaskóli B-sveit 7 v. Sigursveit Ölduselsskóla skipuðu: 1. Hjörtur Ingvi Jóhannsson 5 v. af 5 2. Benedikt Örn Bjarnason 5 v. af 5 3. Hafliði Hafliðason 5 v. af 5 4. Vilhjálmur Atlason 3 v. af 5 5. Öm Stefánsson 5 v. af 5 6. Þórður Rafn Gissurarson 5 v. af 5 Láras Knútsson sér um skák- kennslu og þjálfun sveita Öldusels- skóla. Ekki er að efa að Öldusels- skóli á eftir að styrkja stöðu sín enn frekar á næstu árum ef áfram verð- ur haldið vel utan um skákkennsluna þar. Sveit Seljaskóla sem lenti í öðru sæti var skipuð eftirtöldum skák- mönnum: 1. Halldór Heiðar Hallsson 4 v. af 5 2. Viktor Orri Valgarðsson 4 v. af 5 3. Finnur Óli Rögnvaldsson 3 v. af 5 4. Viðar Örn Atlason 5 v. af 5 5. Gunnar Gunnarsson 3+2 v. af 5 6. Andri Bjöm Sigurðsson 3 v. af 5 Kristbjörn Björnsson og Jónas Jónasson sjá um skákkennslu og þjálfun sveita Seljaskóla. Greinileg- ar framfarir má merkja í frammi- stöðu Seljaskóla undir þeirra for- ystu. Kristbjörn hefur undanfarin ár verið einn virkasti leiðbeinandi í skák í gmnnskólum Reykjavíkur og hefur unnið afar gott starf. Sveit Hólabrekkuskóla sem lenti í þriðja sæti skipuðu: 1. Birgir Magnús Björnsson 3 v. af 5 2. Sigrún Erla Ólafsdóttir 4 v. af 5 3. Ingólfur Helgason 3 v. af 5 4. Steinunn Kristjánsdóttir 4'/z v. af 5 5. Garðar Þór Þorkelsson 2+2V. 6. Agnes Eir Magnúsdóttir 4 v. 1. vm. Elsa María Þoríinnsdóttir 2. vm. Jörgen Pétur Jörgensson Gísli Sváfnisson hefur séð um skákkennslu og þjálfun sveita Hóla- brekkuskóla um langt árabil og náð að byggja upp mikinn skákáhuga í skólanum. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa og nemendur skólans hafa unnið til fjölda verð- launa, bæði í einstaklings- og sveitakeppni. Það er athyglisvert að í sveit Hólabrekkuskóla eru fjórar stúlkur, en árangur þeirra var með miklum ágætum. Reyndar var hlut- fall stúlkna í keppninni hærra en gengur og gerist í skákmótum, en alls tóku 10 stúlkur þátt í henni. Keppnin var haldin í Hellisheim- ilinu. Skákstjóri var Vigfús Ó. Vig- fússon. Unglingameistaramót Hellis Unglingameistaramót Hellis hófst 30. nóvember. Þremur um- ferðum er lokið á mótinu og að þeim loknum eru þrír skákmenn efstir og jafnir með þrjá vinninga. Röð efstu manna er þessi: 1.-3. Sigurður Páll Steindórsson 3 v. 1.-3. Guðni Stefán Pétursson 3 v. 1.-3. Ólafur Gauti Ólafsson 3 v. 4.-9. Eiríkur Garðar Einarsson 2 v. 4.-9. Ólafur Kjartansson 2 v. 4.-9. Ingibjörg Edda Birgisdóttir 2 v. 4.-9. Benedikt Örn Bjai-nason 2 v. 4.-9. Gústaf Smári Björnsson 2 v. 4.-9. Halldór Heiðar Hallsson 2 v. o.s.frv. Skákstjóri er Vigfús Óðinn Vig- fússon. Mótinu lýkur mánudaginn 7. desember. Af þessum sökum fellur niður unglingaæfing þann dag, en næsta unglingaæfing verður 14. desember kl. 17:15. Atskákmót öðlinga Júlíus Friðjónsson sigraði á at- skákmóti öðlinga eftir harða keppni við Þorstein Þorsteinsson. Þeir vora jafnir fyrir síðasta keppnisdaginn, en óvænt tap Þorsteins íyrir Herði Garðarssyni réði úrslitum. 1. Júlíus Friðjónsson 7l/z v. af 9 möguleg- um 2. Þorsteinn Þorsteinsson 7 v. 3. Áskell Örn Kárason 6 v. (39,5 stig) 4. Ögmundur Kristinsson 6 v. (39 stig) 5. Sigurjón Sigurbjörnsson 5+2 v. 6. Jón Torfason 5 v. 7. -8. Ingimar Jónsson og Jóhann Örn Sigurjónsson 4V2 v. o.s.frv. Skákstjóri var Ólafur Ásgrímsson. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson JP AKUREYRI - Haftækni - 462 7222 - B. Slgurgeirsson - 462 6015 • BORGARNES - Tölvubóndlnn - 437 2050 • DALVÍK - H.S. Verslun - 466 1828 • EGILSSTAÐIR - Tölvusmiöjan - 471 2266 • ÍSAFJÖRÐUR - Bókaverslun Jónasar 456 3123 • NESKAUPSTAÐUR - Tölvusmiöjan - 477 1005 • SAUÐÁRKRÓKUR - Element Skynjaratækni - 455 4555 VESTMANNAEYJAR - Tölvuver - 481 2566 Tæknival www.taeknival.is Skeifunni 17 • Sími 550 4000 • Opió virka daga 09:00 -18:00 • laugardaga 10:00 - 16:00 AKRANES - Tólvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tæknlval - 461 5000 • EGILSSTAÐIR • Tölvuþjónusta Austurlands - 470 1111 • HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 • HÚSAVÍK - E.G. Jónasson - 464 1990 • iSAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 3072 REYKJANESBÆR -Tölvuvæöing - 421 4040 SAUÐÁR KRÓKUR - Skagfiröingabúö - 455 4537 • SELFOSS - Tðlvu- og rafeindaþj. - 482 3184 VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122 EPSON HflRSBREIÐDIN SKIPTIR MfiLI . .. 720dpi PhotoReal Ijósmynda■ gædi fyrir svart/hvfto , og litaprentun Einfaldur í notkun G oSur hugbónaður til ótprentunar og myndvinnslu Tenging MS-Windows EPSON 640 • 1440dpi upplausn ísvart/hvítu oglit • HraSprentun (S bls. á mín. ísvart/hvrtu, 3, S bls. ámín.ílit) • EPSON PhotoEnhance fyrir aukin gæði . ímyndaprentun . • Sérhannaður fyrir Windows stýrikerfið • Ijósmyndahugbunaður fylgir • MeS smæstu blekpunkta sem völ er á, jafnt fyrir lit og svart/hvíta prentun • 1440dpi upplausn með EPSON MieroPiezo U/tro • Fullkomin PhotoReol '' Ijósmyndaprentun • Allt aS 40% hraS- virkari en Stylus Color 640 • HannaSur fyrir Windows DOS og Macintosh • Tenging fyrir PC og Mac EPSON 850 • HahraSaprentun (9 bls. á mín. ísvart/hvítu, 8,5 bls. á mín. í lit) • 1440dpi upplausn í svart/hvítu og lit • Fyrir Windows 3.1, Windows 95, Windows NT 4.0 og Macintosh •AukobúnaSur Postscripjt og nettenging EPSON prentararnir, sem eru tvímælalaust meS þeim betri á markaónum, henta jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum. LÍttu inn og kynntu þér frábær gædi utprentunar í EPSON.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.