Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 49
Island vann Frakk-
land á alnetinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
JÓHANN Hjartarson og Hclgi Ólafsson íhuga stöðuna í skákum sínum
í landskeppninni á Netinu.
SKAK
Síminn - Internet, Reykjavík og
myndver Canal+ í Frakklandi:
I.AMISKI I'I'M f SKÁK
Á ALNETINU
Skákáhugamenn fengu smjörþefinn
af því sem koma skal í skákinni þeg-
ar ísland og Frakkland mættust f
óvenjulegri landskeppni á alnetinu.
SÍÐASTLIÐINN laugardag fór
fram nýstárleg skákkeppni, en þá
háðu íslendingar sína fyrstu land-
skeppni í skák þar sem keppendur
áttust við gegnum alnetið. Islensku
keppendurnir sátu að tafli í þjón-
ustuveri Símans - Intemet að
Grensásvegi 3 í Reykjavík, en þeir
frönsku í myndveri í Jonzac í
Frakklandi. Skákirnar voru sýndar
beint á sjónvarpsstöðinni Canal+ í
Frakklandi. I hvorri sveit vom sex
skákmenn, þrír titilhafar og þrír
hreyfihamlaðir skákmenn. Tíma-
mörk í skákunum voru 35 mínútur á
mann auk þess sem 5 sekúndur
bættust við fyrir hvern leik. Viður-
eigninni lauk með sigri Islendinga,
sem hlutu fjóra vinninga gegn
tveimur vinningum Frakkanna. Sig-
urinn var jafnvel örugggari en töl-
urnar gefa til kynna og úrslitin voru
ráðin strax að fjóram skákum lokn-
um þegar íslendingar höfðu fengið
3Vs> vinning gegn Vz vinningi Frakk-
anna. Úrslit á einstökum borðum
urðu þessi:
1. Jóhann Hjartars. - Marciano
V2 — Vz
2. Helgi Ólafss. - Relange 1-0
3. Jón V. Gunnarss. - Fressinet 0-1
4. Heiðar Þórðarson - Londex 1-0
5. Snæbjöm Axelsson - Moirat
V2 — V2
6. Sigurður Björnsson - Kamal 1-0
Þeir David Marciano og Eloi
Relange era stórmeistarar, en
Laurent Fressinet er alþjóðlegur
meistari.
Eins og áður segir var keppninni
sjónvarpað beint í Frakklandi, en
tilgangurinn var sá að vekja athygli
á málefnum hreyfihamlaðra. Það er
því skemmtilegt að það vora einmitt
félagarnir í Taflfélagi Sjálfsbjargar
sem skópu sigurinn með því að fá
21/2 vinning af þremur mögulegum á
4.-0. borði. Þetta er einnig ánægju-
legt út frá því sjónarhorni að það
sýnir sérstöðu skákarinnar meðal
keppnisgreina. Flestir geta stundað
skák og haft gaman af. Það eru
jafnvel til samtök blindra skák-
manna sem taka þátt í Ólympíumót-
inu í skák og standa sig ótrúlega
vel.
Aðstaða skákáhugamanna til að
fylgjast með keppninni var afar góð.
Þeir sem höfðu möguleika á því
gátu mætt í þjónustuver Símans -
Internet. Þar sem teflt var í gegn-
um FICS skákþjóninn var einnig
hægt að fylgjast með öllum skákun-
um leik fyrir leik á alnetinu. Auk
þess var bein myndútsending á net-
inu frá keppnisstað á Grensásvegi.
Kynning á keppninni og úrslit henn-
ar vora birt á heimasíðu Símans -
Intemet, þar sem einnig var hægt
að nálgast forrit til að fylgjast með
keppninni. Það er því lítið hægt að
setja út á skipulagningu þessarar
keppni, nema að tilkynnt var um
hana með alltof stuttum fyrirvara.
Þá var einnig upphaflega auglýst
röng tímasetning á keppninni. Þrátt
fyrir það vakti hún mikla athygli
meðal skákáhugamanna hér á landi
og einnig erlendis þar sem fjöldi
manna fylgdist með henni í gegnum
alnetið og að sjálfsögðu í Frakk-
landi á sjónvarpsstöðinni Canal+.
Að þessum skemmtilega viðburði
stóðu í sameiningu Skáksamband
íslands, Taflfélag Sjálfsbjargar og
Síminn - Intemet.
Við skulum líta á vinningsskák
Helga Ólafssonar. Hann skapar sér
mótfæri með svörtu og vinnur peð,
en biskupapar Frakkans í endatafii
hefði átt að tryggja honum jafntefli.
En Relange, sem er ungur að árum
og ein helsta von Frakka í skákinni,
vildi meira og varð hált á því:
Hvítt: Eloi Relange
Svart: Helgi Ólafsson
Enski leikurinn
1. c4 - e5 2. Rc3 - Rf6 3. g3 - Bb4
4. Bg2 - 0-0 5. e4 - Bxc3 6. dxc3 -
d6 7. De2 - a6 8. Rf3 - Rbd7 9. Rd2
- b5 10. a4 - bxc4 11. Rxc4 - a5 12.
b4 - axb4 13. cxb4 - Ba6 14. Dc2 -
c5 15. b5 - Bxb5 16. Rxd6
16. - Da5+ 17. Bd2 - Bxa4 18.
Bxa5 - Bxc2 19. Kd2 - Ha6 20.
Kxc2 - Hxd6 21. Bc3 - He8 22.
Hhdl - Hxdl 23. Hxdl - Rf8 24. f3
- R6d7 25. Bfl - He7 26. Bb5 - g6
27. Kb3 - f5 28. Hd6 - fxe4 29. f4?
- h5 30. Bc4+ - Kh7 31. fxe5 -
Rxe5 32. Hd8 - Hb7+ 33. Kc2 -
Rxc4 34. Hxf8 - g5 35. Hc8 - Ra3+
36. Kcl - Hbl+ 37. Kd2 - Hhl 38.
Ke3 - Rc4+ og hvítur gafst upp.
Sveitakeppni grunnskóla
í Breiðholti
Keppni í Sveitakeppni grunn-
skóla í Breiðholti er nú lokið í yngi-i
flokki. Ölduselsskóli sigraði örugg-
lega í keppninni, hlaut 28 vinninga
af 30 mögulegum. Sigur Öldusels-
skóla var verðskuldaður og sveitin
tapaði einungis tveimur skákum.
Úrslit í yngri flokknum urðu sem
hér segir:
1. Ölduselsskóli A-sveit 28 v. af 30
2. Seljaskóli A-sveit 22'/2 v.
3. Hólabrekkuskóli 21 v.
4. Breiðholtsskóli A-sveit 17i/z v.
5. Ölduselsskóli B-sveit 15+2 v.
6. Breiðholtsskóli B-sveit 8+2 v.
7. Seljaskóli B-sveit 7 v.
Sigursveit Ölduselsskóla skipuðu:
1. Hjörtur Ingvi Jóhannsson 5 v. af 5
2. Benedikt Örn Bjarnason 5 v. af 5
3. Hafliði Hafliðason 5 v. af 5
4. Vilhjálmur Atlason 3 v. af 5
5. Öm Stefánsson 5 v. af 5
6. Þórður Rafn Gissurarson 5 v. af 5
Láras Knútsson sér um skák-
kennslu og þjálfun sveita Öldusels-
skóla. Ekki er að efa að Öldusels-
skóli á eftir að styrkja stöðu sín enn
frekar á næstu árum ef áfram verð-
ur haldið vel
utan um skákkennsluna þar.
Sveit Seljaskóla sem lenti í öðru
sæti var skipuð eftirtöldum skák-
mönnum:
1. Halldór Heiðar Hallsson 4 v. af 5
2. Viktor Orri Valgarðsson 4 v. af 5
3. Finnur Óli Rögnvaldsson 3 v. af 5
4. Viðar Örn Atlason 5 v. af 5
5. Gunnar Gunnarsson 3+2 v. af 5
6. Andri Bjöm Sigurðsson 3 v. af 5
Kristbjörn Björnsson og Jónas
Jónasson sjá um skákkennslu og
þjálfun sveita Seljaskóla. Greinileg-
ar framfarir má merkja í frammi-
stöðu Seljaskóla undir þeirra for-
ystu. Kristbjörn hefur undanfarin
ár verið einn virkasti leiðbeinandi í
skák í gmnnskólum Reykjavíkur og
hefur unnið afar gott starf.
Sveit Hólabrekkuskóla sem lenti í
þriðja sæti skipuðu:
1. Birgir Magnús Björnsson 3 v. af 5
2. Sigrún Erla Ólafsdóttir 4 v. af 5
3. Ingólfur Helgason 3 v. af 5
4. Steinunn Kristjánsdóttir 4'/z v. af 5
5. Garðar Þór Þorkelsson 2+2V.
6. Agnes Eir Magnúsdóttir 4 v.
1. vm. Elsa María Þoríinnsdóttir
2. vm. Jörgen Pétur Jörgensson
Gísli Sváfnisson hefur séð um
skákkennslu og þjálfun sveita Hóla-
brekkuskóla um langt árabil og náð
að byggja upp mikinn skákáhuga í
skólanum. Árangurinn hefur heldur
ekki látið á sér standa og nemendur
skólans hafa unnið til fjölda verð-
launa, bæði í einstaklings- og
sveitakeppni. Það er athyglisvert að
í sveit Hólabrekkuskóla eru fjórar
stúlkur, en árangur þeirra var með
miklum ágætum. Reyndar var hlut-
fall stúlkna í keppninni hærra en
gengur og gerist í skákmótum, en
alls tóku 10 stúlkur þátt í henni.
Keppnin var haldin í Hellisheim-
ilinu. Skákstjóri var Vigfús Ó. Vig-
fússon.
Unglingameistaramót Hellis
Unglingameistaramót Hellis
hófst 30. nóvember. Þremur um-
ferðum er lokið á mótinu og að þeim
loknum eru þrír skákmenn efstir og
jafnir með þrjá vinninga. Röð efstu
manna er þessi:
1.-3. Sigurður Páll Steindórsson 3 v.
1.-3. Guðni Stefán Pétursson 3 v.
1.-3. Ólafur Gauti Ólafsson 3 v.
4.-9. Eiríkur Garðar Einarsson 2 v.
4.-9. Ólafur Kjartansson 2 v.
4.-9. Ingibjörg Edda Birgisdóttir 2 v.
4.-9. Benedikt Örn Bjai-nason 2 v.
4.-9. Gústaf Smári Björnsson 2 v.
4.-9. Halldór Heiðar Hallsson 2 v.
o.s.frv.
Skákstjóri er Vigfús Óðinn Vig-
fússon. Mótinu lýkur mánudaginn 7.
desember. Af þessum sökum fellur
niður unglingaæfing þann dag, en
næsta unglingaæfing verður 14.
desember kl. 17:15.
Atskákmót öðlinga
Júlíus Friðjónsson sigraði á at-
skákmóti öðlinga eftir harða keppni
við Þorstein Þorsteinsson. Þeir vora
jafnir fyrir síðasta keppnisdaginn,
en óvænt tap Þorsteins íyrir Herði
Garðarssyni réði úrslitum.
1. Júlíus Friðjónsson 7l/z v. af 9 möguleg-
um
2. Þorsteinn Þorsteinsson 7 v.
3. Áskell Örn Kárason 6 v. (39,5 stig)
4. Ögmundur Kristinsson 6 v. (39 stig)
5. Sigurjón Sigurbjörnsson 5+2 v.
6. Jón Torfason 5 v.
7. -8. Ingimar Jónsson og Jóhann Örn
Sigurjónsson 4V2 v. o.s.frv.
Skákstjóri var Ólafur Ásgrímsson.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
JP
AKUREYRI - Haftækni - 462 7222 - B. Slgurgeirsson - 462 6015 • BORGARNES - Tölvubóndlnn - 437 2050 •
DALVÍK - H.S. Verslun - 466 1828 • EGILSSTAÐIR - Tölvusmiöjan - 471 2266 • ÍSAFJÖRÐUR - Bókaverslun Jónasar
456 3123 • NESKAUPSTAÐUR - Tölvusmiöjan - 477 1005 • SAUÐÁRKRÓKUR - Element Skynjaratækni - 455 4555
VESTMANNAEYJAR - Tölvuver - 481 2566
Tæknival
www.taeknival.is
Skeifunni 17 • Sími 550 4000 • Opió virka daga 09:00 -18:00 • laugardaga 10:00 - 16:00
AKRANES - Tólvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tæknlval - 461 5000 • EGILSSTAÐIR • Tölvuþjónusta
Austurlands - 470 1111 • HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 • HÚSAVÍK - E.G. Jónasson -
464 1990 • iSAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 3072 REYKJANESBÆR -Tölvuvæöing - 421 4040
SAUÐÁR KRÓKUR - Skagfiröingabúö - 455 4537 • SELFOSS - Tðlvu- og rafeindaþj. - 482 3184
VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122
EPSON
HflRSBREIÐDIN
SKIPTIR MfiLI . ..
720dpi PhotoReal Ijósmynda■
gædi fyrir svart/hvfto ,
og litaprentun
Einfaldur í notkun
G oSur hugbónaður til
ótprentunar og myndvinnslu
Tenging MS-Windows
EPSON 640
• 1440dpi upplausn
ísvart/hvítu oglit
• HraSprentun (S bls. á mín.
ísvart/hvrtu, 3, S bls.
ámín.ílit)
• EPSON PhotoEnhance
fyrir aukin gæði
. ímyndaprentun .
• Sérhannaður fyrir Windows
stýrikerfið
• Ijósmyndahugbunaður fylgir
• MeS smæstu blekpunkta
sem völ er á, jafnt fyrir lit
og svart/hvíta prentun
• 1440dpi upplausn með
EPSON MieroPiezo U/tro
• Fullkomin PhotoReol ''
Ijósmyndaprentun
• Allt aS 40% hraS-
virkari en Stylus Color 640
• HannaSur fyrir Windows DOS
og Macintosh
• Tenging fyrir PC og Mac
EPSON 850
• HahraSaprentun (9 bls.
á mín. ísvart/hvítu, 8,5
bls. á mín. í lit)
• 1440dpi upplausn
í svart/hvítu og lit
• Fyrir Windows 3.1,
Windows 95, Windows
NT 4.0 og Macintosh
•AukobúnaSur Postscripjt
og nettenging
EPSON prentararnir, sem eru tvímælalaust
meS þeim betri á markaónum, henta jafnt
fyrirtækjum sem einstaklingum. LÍttu inn og
kynntu þér frábær gædi utprentunar í EPSON.