Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ \UT/S,HÖ SKAUTA^. HOILIN REYKJAVIK Veturinn 1998-’99 OPNUNARTÍMAR Skólar og sérhópar Opið fró mónud. til föstud. kl. 10:00-15:00 Almenningur og hópar Múnudagu kl. 12:00-15:00 Þriðjudaga kl. 12:00-15:00 Miðvikud. og fimmtud. kl. 12:00-15:00 ogkl. 17:00 19:30 Fösludago kl. 13:00-23:00 Laugardaga kl. 13:00-18:00 (Kvölddogskrá auglýst sér) Sunnudaga kl. 13:00-18:00 Útleigo á laugardagskvöldum JÓlrhrtsedill með STEIXDRHLDOBtRDI í HRDEGINU 2.tSO fl KVÖLDIN 3-4SO Skólabrú BORÐflPANTflNIR í SÍMfl 5624455 HibemQ ÞVOTTAVÉL CERÐ LBI 261OT Nú gildir aí> hafa hrabar hendur IBERNA ÞVOTTAVEL meö 7000 sn. vinduhraba TILBOÐSVERÐ meöan birgöir endast 39.900 Úr landnorðri , ÚR LANDNORÐRI: Já, já við Islendingar eru æðislegastir og bestir. Norðmenn! þeir eru asnar, Guðjón. Kveikja þessa spjalls eru bækur Hermanns Pálssonar, Keltar á íslandi og Úr landnorðri, sem á hinn bóginn fjallar um Sama (Finna, Lappa) á landnámsöld. Bækum- ar eru ritaðar af áhuga og megintexti jafnan studdur tilvitnunum sem á að virka sann- færandi fvrir málflutn- ing höfundar en mér finnst of einhliða einsog þegar bókstafs- trúarmenn nota bibl- íutilvitnanir sjónar- miðum sínum til stuðn- ings. Það er alveg rétt hjá Hermanni að víða eru óvæntar vís- bendingar um Sama í Islenskum ritum en þá má ekki stækka þær úr samræmi við þann texta sem þær eru fengnar. I viðkomandi handritum benda meginatriði á hið gagnstæða að bein samísk áhrif hafi verið undan- tekning fremur en regla. Það væri að mínu mati hryggilegt ef íslensk- ir fræðimenn mynduðu sértrúar- hópa um kenningar þar sem ýmist er hlaðið undir keltneskan uppruna okkar eða þá samískan af því að viðtekin meginkenning um vestur- norskan uppruna Islendinga er óspennandi og að minnimáttar- kennd íslenskra stjórnmálamanna gagnvart kollegum sínum í Noregi leyfir ekki hlutlæga söguskoðun. Hermann er ekki haldinn neinni minnimáttarkennd og hann er heill í sínum fræðum og ég er sammála honum um að Islendingar þurfa að grafa upp rætur menningar sinnar til fleíri en Norðmanna og Ira. Þar sem ég bý í fyrrum Sama- landi sem að mörgu leyti minnir á North West Territories í Banda- ríkjunum langar mig til að ræða þessi mál nánar. Hér í Tromsfylki eru margir menn norskir af samískum ættum og myndu geta rakið ættir sínar til „trölla“ og „hálf-trölla“ í annan og þriðja lið en myndu bregðast við æfir ef á þá yrði gengið um sanngildið. Menn verða að átta sig á að hér þykir fínna að „vera kominn af víking- um“. Vel meinandi yfirvöld verald- leg og geistleg, fyrst dönsk síðar norsk, gerðu myndarlega tilraun til að afsiða og endursiða Sama með góðu en aðallega þó illu. Þama eiga Samar og indíánar sömu þjáninga- sögu að baki. Þessi aðför að samískri menningu er h'tið þekkt og minna rædd á Norðurlöndum en saga indíána. Samar hafa ekki fengið hjá okkur ímynd hins göf- uga villimanns og almenn vanþekk- ing okkar á norskum málefnum verður nær alger þegar að málefn- um Sama kemur. Okk- ur er alveg sama. Þó enn megi sjá lif- andi samíska menn- ingu er hin hefð- bundna tjáning hennar á undanhaldi líkt og hjá indíánum Amer- íku. Samar halda engu að síður ótrauðir uppi vömum sínum sem frambyggjar þessa lands sem við nú köll- um Norður-Noreg. Um frumbyggjahlut þeirra verður varla mikið deilt. Söguleg gögn era þeim öll í hag. Erfiðara að fullyrða mikið um forsöguleg gögn sem fyrir liggja. Séu þau hins vegar sett í Mismun norrænna þjóða verður að skýra með öðrum hætti, segir Gísli Ingvarsson, en að afí Egils Skallagríms- sonar í móðurætt hafi verið hálftröll. menningarlegt samhengi við það sem við vitum um Sama hafa for- feður þeirra byggt Skandinavíu alla nema Danmörku ef að líkum lætur allt frá lokum síðustu ísaldar. Hér er verið að ræða um 7-10 þús- und ára forsögu okkar Skandínava. Það fer því örlítið í taugarnar á mér þegar „eðalbornir" Islending- ar rekja sögu þjóðarinnar frá árinu 874 og geta að engu þeirrar feikn- arlegu forsögu sem átt hefur sér stað um nyrsta hluta álfunnar. Hvemig sem við reynum að rýna í íslenskar heimildir bókmennta, tungu og fomleifa eram við sann- arlega norskrar ættar með tak- markaðri blóðblöndun við Skota og Ira á landnámsöld. Þá má alveg reikna með að Samar eða menn samískrar ættar hafi og slæðst hingað og aukið við kyn okkar. Mjög gott mál í sjálfu sér ef satt er. Það er helst á Hermanni að skilja að Samar og Irar hafi haft stórfelld menningarleg áhrif á Is- lendinga og gert þá bæði ljóð- og bókelska (meðfram galdrakuklinu) sem hinir norsku kotbændur af Vesturlandinu vora of illa mennt- aðir til að sinna nema í besta lagi sem áheyrendur. Málið er nú ekki alveg svona móðgandi einfalt. Samgangur svokallaðra Sama og Norðmanna með tilheyrandi kyn- blöndun hefur verið mikill frá ómunatíð. Löngu fyrir landnám Is- lands er óhætt að segja. Og á sér enn stað svo um munar. Ekki hafa Norðmenn heldur farið varhluta af kynblöndun við Skota síðustu aldir og era þeir margir ansi keltneskir fyrir utan alla þá þræla írska sem hljóta að hafa verið seldir mansali á víkingaöld um Noreg allan. Mér finnst því ekkert sérstaklega erfitt að hafna þeim kenningu að Is- lendingar og Færeyingar séu að kyni og menningu verulega frá- brugðnir íbúum Vestur-Noregs al- mennt séð. Tíska meðal íslenskra fræði- manna og leikmanna er að reyna að firra sig nánum skyldleika við Norðmenn nútímans með daðri um írskan upprana eða „Herúlakenn- ingar“. Allt ber þetta keim síðari tíma túlkunar pólitíkusa á fyrir- bærinu „guðs útvalda þjóð“. Island er þá væntanlega iyrirheitna land- ið. Því Ameríka gekk okkur úr greipum. En óbreyttir Norðmenn eram við sem sagt ekki. Það er nefnilega ekki nógu fínt, kæra landar, er það? Þó að allt bendi til þess í raun og vera. Jafnvel Leifur heppni er „Son of Iceland" einsog hann hafi fæðst eingetinn og ekki nánar hægt að ættfæra. Bara staðfæra. Pabbi hans var að minnsta kosti „son of a bitch“ enda norskur sem betur fer og ekkert skyldur okkur! Reyndar mun Ari hinn fróði óvart og í aukasetningu hafa látið þess getið að Eiríkur rauði hafi verið maður breiðfirskur. ALLAR aðrar heimildir segja aðra sögu og nánari af upprana og innræti kappans. Er því hæfilegt að nýta sér heimild Ara sjálfs sem orðaði hana eftirfar- andi: „Hvatki es missagt es í fræð- um þessum, þá es skylt at hafa þat heldr, es sannara reynisk." Annað er óskhyggja en ekki fræðileg nið- urstaða. Það er ekki lengur svo að maður geti ályktað út frá niðurstöðu einn- ar rannsóknar. Ekki í raunvísind- um og ekki heldur í hugvísindum. Gild ályktun verður líkleg þegar minnst þrjár óháðar rannsóknir leiða til samskonar niðurstöðu. Hvað Hermanni Pálssyni kann að þykja líklegt verða fleiri að fjalla um áður en viðunandi niðurstaða er fengin. Veikleiki íslenskra nor- rænufræðimanna er einmitt að þeir eru Islendingar. Fyrir utan Norð- menn kannski standa Islendingar engum þjóðum að baki í þjóðernis- hyggju að ekki sé sagt rembingi. Við getum þess vegna varlega treyst okkar eigin niðurstöðum þegar þær snerta hina viðkvæmu þjóðerniskennd okkar. Ef við vilj- um gera okkur að þorpsfíflum meðal þjóða heimsins þá verðum við að biðja óháða fræðimenn evr- ópska og ameríska að kveða upp salómonsdóm yfír þrætu okkar og Norðmanna um þjóðemi þeirra feðga Eiríks og Leifs. Setjum svo að tilkvaddir fræðimenn myndu telja þá feðga fulltrúa annarrar þjóðar, nefnilega Grænlendinga, hinna fornu sem væri nú útdauð og því gæti ekkert núlifandi þjóðríki gert tilkall til þeirra eða afreka þeirra. Ætlum við þá að ganga af göflunum? Ég legg til að við kyngjum oflæt- inu og viðurkennum aftur hánor- rænan uppruna kyns og menningar okkar. Það má hins vegar endur- skoða hvað í því felst. Norðmenn eiga sér lengri sögu en íslands- byggð. Saga þeirra er því okkar saga. Fyrir þrjú þúsund árum á að giska fara suðrænni Evrópumenn að fikra sig inn í Skandinavíu með búfé og komrækt og „germanska“ tungu og blandast frumbyggjun- um. Veiðigörpum miklum bæði til sjós og lands. Hvaða tungu þeir töluðu vitum við ekki. Ekki heldur um útlit þeima. Það er hins vegar afar eðlilegt að telja veiðimenn þessa líkjast Sömum nútímans mikið. Við kynblöndunina hefur orðið til það fólk sem við í dag sjá- um byggja Skandinavíu og era Su- omear þar með taldir en þeir byggja Finnland nútímans ásamt Sömum og tala skyld tungumál. I Noregi hefur blöndunin einnig ver- ið mikil og átt sér langa sögu þegar Island loksins fannst. Kynblöndun sem varð á land- námsöld hefur því verið framhald gamallar hefðar og telja verður léttvæga séð í þrjú þúsund ára samhengi. Norðmenn nútímans vilja ekki kenna sig við Sama. Þó er óhugs- andi annað en að Samar, Svíar, Norðmenn og Finnar eigi sér allir sömu forfeður þó hlutföllin séu eitthvað ólík einsog gengur. Þetta gildir líka um Islendinga. Þeir urðu ekki til úr engu árið 874. Það gerði að vísu Leifur „Son of Iceland" hinn heppni eins og frægt er orðið. Nú er því ekki að leyna að allar áður taldar norrænar þjóðir nútím- ans eru skemmtilega frábragðnar á yfirborðinu þó auðvelt sé að sjá hina sameiginlegu menningarlegu rót allra. Mismun norrænna þjóða verður að skýra með öðram hætti en að afi Egils Skallagrímssonar í móðurætt hafi verið hálftröll. Það bendir heldur til hins gagnstæða. Höfundur er læknir, búsettur í Tromso í Norður-Noregi. Gísli Ingvarsson NÚ Á allra síðustu mánuðum hefur mikil umræða hafist í þjóð- félaginu um friðun há- lendis íslands, það er að sjálfsögðu nauðsyn- legt að góð og mál- efnaleg umræða fari fram um þessi mál en því miður hefur því ekki verið að heilsa að þessu sinni því umræð- an hefur einkennst af slíkum tilfinningahita að heilbrigð skynsemi er látin lönd og leið og við taka umræður sem byggðar eru á sama plani og umræða grænfriðunga um hvalveiðar, hval- ir skulu friðaðir hvað sem tautar og raular. Eyjabakkar hafa verið einna mest til umræðu og hefur þar margt merkilegt komið fram, t.d. hefur því verið haldið fram að Eyjabakkar séu einstök nátt- úraperla sem ekki megi snerta, en það vita auðvitað allir sem þangað hafa komið að svo er ekki, enda hafa ferðamenn sem inn á hálendið koma ekki sótt þang- að þó svo að auðvelt sé að komast þangað akandi. Eyjabakkar era ekki meiri nátt- úraperla heldur en mörg þau svæði sem verið er að leggja undir malbik á suð- vesturhominu, og ekki hef ég orðið var við að fólk amaðist við því að byggðir væra steinkumbaldar og lagðar sverar lagnir um allt þegar virkjað er í einni helstu nátt- úruperlu Islands, Þingvöllum. Ferðaskrifstofur hafa látið til sín taka í sambandi við þetta mál en þeim þykir sjálfsagt ágætt að eiga eitt stykki hálendi til að selja aðgang að en hjá þeim er aðalmál- ið ekki friðun heldur gróðasjónar- mið og það er auðvitað snjallræði hjá þeim að nota þá sem slegnir era friðunar-blindu til að vinna að þessu máli fyrir sig. Ferðamannaiðnaðurinn er vax- andi á Islandi en það vitum við Austfirðingar að hann fer að lang- mestu leyti fram á þrem mánuðum yfir hásumarið, a.m.k. hér austan- lands og Fljótsdalsvirkjun mundi engu breyta þar um. í viðtali við Eyjabakkar eru ekki meiri náttúruperla, segir Haukur Björns- son, en mörg svæði sem fara undir malbik á suðvesturhorninu. einhvem af forystumönnum um friðun á hálendinu nú um daginn gaf hann í skyn að skáldið Einar Benediktsson, sem á sínum tíma barðist fyrir virkjun fallvatna á ís- landi, myndi í dag sennilega vera á móti virkjunum og þá verður manni spurn hvort ekki sé full- langt gengið að vera að skipta um skoðun fyrir mann sem legið hefur í gröf sinni í áratugi í leit að rökum fyrir máli sínu. Hámark vitleysunnar er síðan þegar tvær ungar stúlkur ætla að fara að svelta sig uppí Háskóla Is- lands yfir jólin fyrir þennan mál- stað með þeim rökum að þær séu að gera þetta fyrir framtíð barna sinna, ekki veit ég hvort þessar stúlkur eiga einhver börn en það get ég upplýst að ég á fjögur börn sem ég hef áhuga á að geti valið sér að búa á Austfjörðum í fram- tíðinni og geti fundið störf er hæfa þeirra menntun, en það mun ekki gerast nema að til komi ný at- vinnutækifæri og tel ég að Fljóts- dalsvirkjun muni eiga stóran þátt í myndun þeirra tækifæra. Ég vil að lokum skora á stjórn- völd að láta ekki tískusveiflu hafa áhrif á stefnu sína og hvika ekki frá þeim ásetningi að hefja virkjun Jökulsár í Fljótsdal og uppbygg- ingu stóriðju í Reyðarfirði sem snúa mun vörn í sókn á Austur- landi, Austfirðingum og íslandi öllu til heilla. Höfundur er rekstrarstjóri á Eski- firði. Friðunartískan Haukur Björnsson /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.