Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 65

Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 65 Skógræktar- ritið 1998 ÚT ER komið Skógræktarritið 1998 og segir í tilkynningu að að vanda sé þar að finna margar áhugaverðar og fjölbreyttar greinar og skiptast á stuttar og lengri. Einnig segir: „Ritið er litskrúð- ugt og vel hannað. Undanfarin ár hefur kápa Skógræktarritsins verið prýdd mynd eftir einhvern helstu málara landsins þar sem viðfangs- efnið tengist íslenskum trjágróðri. Að þessu sinni prýðir ritið verk eftir Kristínu Jónsdóttur listmálara, ljós- mynd af málverkinu Dimmuborgir. Átján höfundar skrifa í ritið Alls skrifa 18 höfundar í ritið og um 20 greinar er að fínna í ritinu er spanna ýmsa þætti er snerta skóg- rækt. Ein viðamesta gi-einin í ritinu er eftir Helga Hallgrímsson nátt- úrufræðing. Þar gerir hann heild- stæða grein fyrir viðarsveppum (fúasveppum) á íslenskum trjám en þeir eru ákaflega mikilvægir lífríki skógarins og efnahringrás hans. Fáir taka eftir slíkum sveppum en hér er vakin athygli á þessum hluta skógarins. Björn Jónsson, fyrrver- andi skólastjóri Hagaskóla, hefur ekki farið troðnar slóðir í ræktun sinni. Hann fræðir lesendur um ræktunarstarf sitt á Sólheimum í Landbroti en þar hefur hann náð ótrúlegum árangi-i. Um Tré ársins skrifar Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs Islands. Að venju skrifar nestor íslenskrar skógrækt- ar, Sigurður Blöndal, fjölmargar greinar m.a. „Fyn- og nú“ sem er nokkurs konar „klassiker" í ritinu. Þá má nefna skemmtilega gi-ein um Skógi-æktarsamkomu í Atlavík 1943. Tvær vísindalegar niðurstöðu- gi'einar eru í ritinu. Annars vegar grein eftir Aðalstein Sigurðsson og Sigvalda Ásgeirsson um „Aðferðir við ræktun alaskaaspar". Hins veg- ar grein um „Varnir gegn frostlyft- ingu plantna", sem fjórir höfundar skrifa. Þá er afar athyglisverð grein er nefnist „Hrís og annað eldsneyti" eftir Grétar Guðbergsson jarðfræð- ing. Þar kemur fram mikilvægi hríssins í afkomu og viðurværi landsmanna fram á þessa öld. Hörð- ur Kristinsson grasafræðingur varpar Ijósi á fléttur á íslenskum trjám. Siginín Helgadóttir líffræðingur skrifar greinina „Tsonokwa vættur skógarins" og fínnur samlíkingu með vættum indíána á vesturströnd Ameríku og íslensku tröllunum. Þá er síðbúin gi-ein eftir Sigurð Gunn- arsson, fyn-verandi skólastjóra á Húsavík, en hann lést 1996.1 grein- inni rifjar Sigurður upp minningar og sögu skógi-æktarfélags á Húsa- vík. „Maður og tré“ er viðtalsgrein við Baldur Jónsson á Vesturgötu 25 í Reykjavík. Að lokum eru nokkrar hefð- bundnar greinar, minningargreinar, yfírlit um gróðursetningu, skýi-sla rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá og sagt frá síðasta aðalfundi Skóg- ræktarfélags fslands. Skógræktarritið er 160 blaðsíð- ur.“ Sálarrannsóknar- félag Islands 80 ára ÁTTATÍU ár eru liðin 19. des. frá stofnun Sálarrannsóknarfélags ís- lands. Af því tilefni verður efnt til afmælisfundar í Iðnó, fímmtudags- kvöldið 10. desember kl. 20. Nokkrir af þeim miðlum sem starfa á vegum SRFÍ munu taka þátt í afmælisfundinum og má þar nefna Bjarna Kristjánsson, Guð- rúnu Hjörleifsdóttur, Maríu Sigurð- ardóttur og Þórunni Maggý Guð- mundsdóttur. „Breski ærslamiðillinn Derek Johnson ásamt Kay Austin ætlar að reyna að koma öllum verulega á óvart með dagskrá sem er ólík öllu því sem við eigum að venjast. Gunnar St. Ólafsson, forseti SRFÍ, flytur ávarp og Guðmundur Einarsson, verkfræðingur, sem starfað hefur sem forseti og vara- forseti meira og minna síðustu þrjá áratugina rekur sögu félagsins. Kristín Þorsteinsdóttir miðill mun gera tilraun til að ná sambandi við látna foiystumenn sálarrann- sókna á íslandi. Það verður áhuga- vert að heyra hvað þeir hafa til mál- anna að leggja ef tilraun þessi geng- ur upp. Kynnir afmælishátíðarinnar verð- ur Guði’ún Þórðai-dóttir leikkona. Félagsmenn fá tækifæri til að kaupa miða á ski’ifstofu SRFÍ í Garðastræti 8 frá og með mánudeg- inum 7. desember. Miðaverð fyrir skuldlausa félagsmenn er 1.500 kr. en 2.000 kr. fyrir þá sem ekki eru í félaginu," segir í fréttatilkynningu. SRFÍ á Netið Stefnt er að því að opna heima- síðu SRFI á Netinu nú í desember. Þar verður hægt að nálgast upplýs- ingar um sögu og starfsemi félags- ins og um miðlana sem hjá því starfa. Á heimasíðunni verður einnig hægt að leggja inn timapant- anir hjá miðlum og huglæknum og senda póst til félagsins. Upplýsingar um slóð og netfang verða birtar í smáauglýsingum SRFÍ í Morgunblaðinu þegar heimasíðan er komið í gagnið. Fagráð um endur- nýtingu og úrgang STOFNFUNDUR FENÚR, fag- ráðs um endurnýtingu og úrgang, verður haldinn miðvikudaginn 9. desember kl. 11.30 í Vei’kfræðinga- húsinu, Engjateigi 9. I framhaldi af í’áðstefnunni End- urvinnsla í nútíð og fi’amtíð í júní sl. kynnti undirbúningshópur hug- myndir að stofnun íslensks fagráðs um soi’phirðu og endui’vinnslumál. Félaginu er ætlað að efla faglega umræðu innanlands með hagsmuni samfélagsins að leiðai’ljósi. Einnig að safna og gefa út upp- lýsingar um stöðu og framvindu í sorphirðu- og endurvinnslumálum. Félagið mun reyna nýta alþjóðleg og norx-æn tengsl til áhrifa á leik- reglur framtíðarinnar þannig að tekið sé tillit til sérstöðu, fámennis og fjai-lægðar Islands frá mörkuð- um. Undii’búningsnefndin tók mið af því hvernig erlend ft’jáls félagasam- tök, svo sem Dakofa, hliðstætt danskt félag, og ISWA, alþjóðasam- tök á sama sviði, vinna að þessum málaflokki á þjóðlegum og fjölþjóð- legum nótum. „Undii’búningsstjórnin skorar á þá sem hafa áhuga á eða eiga hags- muni tengda þessum málum að ger- ast félagar í samtökunum," segir í fréttatilkynningu. Úr dagbók lögreglunnar Strangt eftirlit með ölvunarakstri 4. til 7. desember 1998 TALSVERT annríki var hjá lög- reglu þessa helgi. Alls voi’u rúm- lega 500 verkefni færð til bókunar en alvarleiki og umfang hvers máls er þó æði misjafnt. Löggæslumyiidavélar Eftii’lit lögreglu með sérstökum myndavélum hefur nú verið hafið á ákveðnu svæði í miðborginni. Er hér um talsvert mikilvægt öi’ygg- istæki að ræða fyrir borgara og lögreglu. Þannig urðu lögreglu- menn sem unnu við eftirlit á myndavélunum varir við kai’lmann þar sem hann braut rúðu í veit- ingastað á föstudagskvöldið. St- arfsmenn brugðust skjótt við og tóku málið í sínar hendur. Þá urðu lögreglumenn varir við skyndilega fjölgun lögi’eglumanna í miðborg- inni á föstudagskvöldið. Skýringar mátti leita til þess að piltur hafði tekið ófrjálsi’i hendi hátíðai’jakka lögreglu í heimahúsi og talið hann kjöi-inn til brúks í skemmtanalíf- inu. Að sjálfsögðu er slík notkun einkennisfatnaðar óheimil auk þess sem notkun lögreglufatnaðar er eingöngu heimil lögreglumönn- um eða öðrum borgui’um með sér- stöku leyfí. Hraðakstur Alls voi’u 32 ökumenn stöðvaðir um helgina vegna hraðakstui-s. Nokkir þeirra urðu að sjá á eftir ökuréttindum sínum vegna akst- ui-sins en aðrir sitja eingöngu uppi með fjársektir. Ökumaður var stöðvaður á Bústaðavegi að morgni laugardags eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 111 km hraða. Annar var stöðvaður á Héðinsgötu á laugai’dagsmorgun eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 107 km hraða. Þá var öku- maður stöðvaður á Suðui’götu um miðjan sunnudag eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 94 km hraða. Umfei’ðarniálefni Lögreglu var tilkynnt um 46 árekstra um helgina enda skyggni ekki með besta móti. Lögi-eglan hafði af þeim sökum uppi nokkrar aðgerðir sem fólu í sér ábendingar til ökumanna um að bæta lýsingu ökutækja þar sem henni var ábótavant. Umferðarslys varð á Bústaða- vegi um miðjan föstudag er tvö ökutæki skullu saman. Farþegi úr annarri bifreiðinni var fluttur á slysadeild vegna eymsla í baki. Á síðustu dögum hefur vei’ið strangt eftirlit lögreglu með ölv- unax-akstri. Óhætt er að segja að mjög margir ökumenn hafí vei’ið stöðvaðir og ástand þeii’ra kannað og því miður er það í allt of möi’g- um tilvikum sem ástandið er ekki í lagi. Ljóst er að almennir borgar- ar taka virkan þátt í aðgerðum lögreglu, tryggingarfélagana, um- ferðai’i’áðs og fleiri því mikið er um að hi’ingt sé til lögi’eglu og til- kynnt um ökumenn sem hugsan- lega séu ölvaðir. Ölvunax-akstur er talið eitt alvai-legasta umferðar- brot samkvæmt umfei’ðarlögum. Því er undarlegt til þess að vita hversu margir fi’eistast til að aka eftir neyslu áfengis vitandi um möguleika á því að verða stöðvaðir og þær alvarlegu afleiðingar sem af slíkum akstri geta hlotist. Síðan 25. nóvember sl. þegar sérstakt átak hófst hafa 50 ökumenn verið stöðvaðir í höfuðboi’ginni vegna gi’uns um ölvunai’akstur, reyndar er hluti þeirra undir sviptingai’- möi’kum. Ökumaður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið á bifreið og gert tih’aun til að aka á vegfarendur í Mosfellsbæ að morgni laugardags. Réttindaleysi við akstur Borið hefui’ á því undanfax-ið, að einstaklingar án ökuréttinda séu staðnir að aksti’i. Er það algeng- ast að það séu einstaklingar sem sviptir hafa verið réttindum vegna ýmissa umferðarlagabrota sem freistast til að aka þrátt fyrir rétt- indaleysið. Mjög háar fjáx-sektir ei’u við þessum aksti’i og eftirlit lögreglu strangt. Þannig var t.d. einn ökumaður handtekinn að moi-gni sunnudags þar sem lög- í’eglumenn veittu honum athygli við akstur. Við leit i bifreið hans fundust síðan ætluð fíkniefni. Hann var fluttur á lögi’eglustöð. Þá er það einnig þekkt að krakkar taka ökutæki foreldra eða forráða- manna sinna áður en aldri til að öðlast ökui’éttindi er náð. Þannig var t.d. 14 ára piltur stöðvaður á bíl um helgina sem hann hafði tek- ið í leyfisleysi. Annar 15 ára piltur var stöðvaður í Breiðholti eftir að hafa tekið ökutæki heimilisins í óleyfi. Pilturinn var fluttur á lög- reglustöð þangað sem hann var sóttur af foi’eldri. Þá voru tveir 16 ára piltar handteknir eftir að hafa stolið bifreið í Breiðholti. Þeir voi’u fluttir í fangageymslu. Skemmdarverk Tveir 18 ára piltar vox’u hand- teknir eftir að þeir höfðu unnið skemmdir á strætisvagnaskýlum með því að ki-ota á þau. Piltarnir voi-u fluttir á lögreglustöð og mega vænta fjái-sekta fyrir athæfí sitt. Karlmaður var handtekinn á Seltjarnarnesi að moi’gni sunnu- dags eftir að hafa unnið skemmdir á vei’slunarhúsnæði og bifreið. Hann var fluttur í fangahús lög- reglu. Afskipti vox-u höfð af tveim- ur ungum piltum á Langholtsvegi að morgni sunnudags eftir að sést hafði til þeirra reyna að vinna skemmdir á bift-eiðum. Líkamsmeiðingai’ Karlmaður var handtekinn eftir að hafa kastað flösku að lögi’eglu- mönnum við skyldustöi-f, ráðist síðan að þeim og náð að vinna skemmdir á einkennisfatnaði. Hinn 24 ára karlmaður var fluttur í fangahús lögreglu. Til átaka kom milli gesta á vínveitingastað í aust- urborginni að lokinni skemmtun á sunnudag. Nauðsynlegt i’eyndist að handtaka 5 kai’lmenn í átökum og voru þeir fluttir í fangahús lög- reglu. Leitað að vitnum RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Kópavogi leitar að vitnum að umferðai’óhappi sem átti sér stað þann 1. september sl. um 17.30 í Skeifunni, á móts við Rúmfatalagei’- inn. Ökumanni gráxrar nýlegrar fólks- bift-eiðai’ af Renault-gerð er gefíð að sök að hafa ekið á konu sem vai’ á gangi ásamt tveimur börnum sínum. Þeii- sem geta gefið einhvei’jar upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Kópa- vogi í síma 560-3030. ---------------- Skattahækk- anir svik við borgar- starfsmenn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun fundar D&F, stéttai’félags, með boi’garstai’fs- mönnum: ,Á fjölmennum fundi D&F, stétt- ai’félags, með borgarstarfsmönnum fimmtudaginn 3. desember var eftir- farandi ályktun samþykkt samhljóða á fundinum. „Fundur starfsmanna Reykjavík- ui-boi’gar sem eru félagsmenn í Dagsbi’ún og Framsókn, stéttarfé- lagi, lýsii’ stuðningi við mótmæli stjórnar við skattahækkun borgai’- innar og ítrekar hai’ðorð mótmæli við þessum skattahækkunum sem ei’u svik við gerða kjarasamninga.“ ------♦-♦-♦----- Utgáfutón- leikar Jóla- kattanna JÓLAKETTIR hafa gefið út jóla- plötuna Svöl jól og í tilefni af því verða haldnir tónleikar í Iðnó kl. 20.30 þriðjudagskvöldið 8. desember. Með Jólaköttunum koma fí’am söngvararnir Páll Óskai- Hjálmtýs- son, Skapti Ólafsson og Rósa Ing- ólfsdóttir. Auk þeirra syngur Móa á plötunni en hún er vant við látin er- lendis og getur því ekki mætt annað- kvöld. Annars eru Jólakettirnir þeii’ Kai’l Olgeirsson píanóleikari, Snox-ri Sig- urðarson ti’ompetleikax’i, Hjörleifur Jónsson trommuleikari og Gunnai’ Hi-afnsson bassaleikai’i. ------♦-♦♦------ Jazz á Sóloni SWING hljómleikar vei’ða haldnir á Sólon Islandus í kvöld, þi’iðjudags- kvöldið 8. desember, kl. 21. Finnski klarinett og saxafónleik- ai’inn Pentti Lasanen leikur ásamt víbi’afónleikaranum Árna Scheving, píanóleikaranum Ólafi Stephensen, bassaleikaranum Tómasi R. Einai’s- syni og trommuleikai’anum Guð- mundi R. Einarssyni. Þetta er í annað skipti sem Pentti Lasanen kemm’ til Islands. Hann kom hingað 1991 á RúRek-jazzhátíð fyrir tilstuðlan fínnska útvarpsins ásamt tveimur öðrum fínnskum jazz- leikurum og var sett saman til hljóð- ritunai’ hljómsveit er samanstóð af þremm- Finnum og þx-emm’ íslend- ingum og var hljómsveitin nefnd Scheving/Lasanen sextettinn. Pentti er hér staddur ásamt gítai’- leikai’anum Taisto Wesslin en þeir voi-u fengnir til að koma fí’am á veg- um Non-æna hússins í tilefni þjóðhá- tíðai’dags Finna. ------♦♦♦------- LEIÐRÉTT Röng mynd RÖNG rnynd bii’tist í sunnudagsblað- inu á dagski’ái’síðu fyx-ix’ mánudaginn 7. desember. Myndin sem bii’tst vai’ af Önnu Sigríði Guðnadóttur en ekki Rristínu Einarsdóttir sem rétt hefði vei’ið. Hlutaðeigendur ei’u beðnir vel- virðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.