Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 66

Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf > Ljóska Viðrhöffútp eáztt ^si/ö aSVfó efhiáþi/ictófcua iarJ sýnt/m- /bansu. Smáfólk MOM SAYS YOU HAD DISTEMPER, BUT YOU'RE 6ÉTTIN6 BETTER.. Hérna, Sámur „Ég kom með dá- Mamma segir að þú sért Kannski geturðu komið heim Ekki lækna mig... þetta lítinn búðing handa þér“. með hundafár, en þér er að bráðum... er gott líf... batna. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Orð í belg um sjónvarpsefni Frá Jóni Á Gissurai-syni: RÍKISSJÓNVARPIÐ hellir yfir landslýð fréttapistlum sínum írá árla morguns og fram til lágnættis. Obb- inn af hverjum fréttatíma er um íþróttir. Aldrei er svo fréttnæmt ann- að efni að íþróttum sé sleppt. Tveir menn hafa þann starfa einan að semja þessa íþróttapistla og flytja þá hlust- endum. Raunar er annar við hljóð- nemann á kappleikjum og lætur þá móðan mása, hlustendum til skap- raunar, því að á skjánum birtist allt sem máli skiptir. Konur sem lesa sjónvarpsauglýs- ingar eru einkar skýrmæltar en ósýnt um réttar áherslur. Sami málgalli veð- ur uppi á Stöð 2. Þær hlaupa iðulega yfir fyrra eða fyrsta atkvæði orða en íeggja áherslu á það næsta ef það er tví- eða fleirkvætt. Starfsmaður er þó hjá sjónvarpinu sem á að vera vinnu- félögum til trausts og halds um rétt málfar. Hann virðist láta sér í léttu rúmi liggja þessa hneisu. Hér er ekki um neina hótfyndni að ræða, örlög ís- lenskrar tungu gætu verið að veði. Sjónvarpið er með ýmislegt á döf- inni sem léttir mönnum lund í myrkasta skammdegh Enn ein stöðin er þar í fararbroddi. Útigangar henn- ar á Amarhóli eru hreint afbragð. Fleiri týpur mætti nefna en skal hér þó staðar numið. Þetta helst er iétt og kveður við nýjan tón en getur varla enst til lang- frama eins og það er uppbyggt. Ráða- menn ættu að láta vítin verða til varn- aðar, keyra ekki slíka þætti von úr viti, uns þeir verða sjálfdauðir svo sem fór með þætti Hemma Gunn. Bresku dýralífsþættimir bera af öllu sem sýnt er í sjónvarpi. Ekki er bmgðið upp augnabliksmyndum af dýram gegnum bflglugga heldur fylgst með þeim mánuðum saman í eðlilegu umhverfi. Nýjasta tækni og vísindi lýsir flóknum hlutum á svo ein- faidan hátt að hver meðalskussi verð- ur nokkurs visari. Örstutti þátturinn, Koikrabbinn, tekur á púlsinum. Vand- siglt mun þar milli skers og bára svo að öllum líki. Af hreinni rælni opnaði ég fyrir Bi- blíumyndir úr gamla testamenti sem auglýstar höfðu verið fyrir ung börn. Eg skrúfaði ekki fyrir, sem ég þó hafði búist við að gera, heldur fylgd- ist hugfanginn með til loka. Kvik- myndin rifjaði upp eina af Biblíusög- um sem ég lærði í æsku. Munur var sá að nú bar fyrir augu fjölmargt sem ekki var minnst á forðum daga, svo sem híbýli fólks, fatnað, ríðandi eftir- litsmann á úlfalda með sína löngu svipu á lofti. Konurnar á akrinum vissu til hvers hún var notuð og knippuðu hver í kapp við aðra. Steini sást velt fyrir hellismunna þar sem einkasonur ekkjunnar hafði verið lagður til hinstu hvfldar. Og Rut, að- alsögupersónan, birtist úti á akri með tínu sína að safna í hana eftirleguöx- um. Skýringar fylgdu á íslensku sem vel lét í eyram. Að lokum tilmæli til þeirra sem dagskrá ráða: Sleppið öðra hveiju íþróttum úr fréttaþáttum, frétta- mönnum sé harðlega bannað að trafla sýningar kappleikja með masi og upp- hrópunum, sýnið aðeins kappleiki sem almenningur gæti lært nokkuð af. JÓN Á. GISSURARSON, Hringbraut 50, Reykjavík. Vegna auglýsingar Islandsbanka Frá Aðalsteini Gunnari Jóhannssyni, Arnóri Gunnarssyni, Einari Geir Ingvarssyni og Þorsteini Yngva Guð- mundssyni: SUNNUDAGINN 6. des. birti ís- landsbanki hf. auglýsingu í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins þar sem bankinn lýsir yfir vilja til að kaupa hlutabréf eða kauprétt hlutabréfa í Búnaðarbankanum. Islandsbanki ábyrgist að þeh- sem framselja kaup- rétt sinn ti! Islandsbanka fái hærra gengi en útboðsgengið fyrir sinn hlut. Bankinn tekur enga söluþóknun fyrir viðskiptin og hagnaður kaupréttai- hafa er því tryggður. Það sem við viljum koma á fram- færi er að þær tölur sem Islands- banki hf. gefur upp í þessari auglýs- ingu era ekki raunhæfar og gefi ekki sanna mynd af því sem í hönd fer. í fyrsta lagi teljum við ekki koma nógu skýrt fram að sá 65.000 kr. hagnaður sem íslandsbanki gaf í skyn að gæti orðið til af hverjum hlut eigi eftir að skerðast umtalsvert. Við teljum að mun fleiri en 700 manns eigi eftir að sækjast eftir hlut í Bún- aðarbankanum og þar af leiðandi verðui- hagnaðurinn mun minni en gefið var í skyn í auglýsingunni. I öðra lagi segjast þeir munu kaupa bréfin á genginu 2,28 en útboðsgengið er 2,15. Með því era þeir að gefa í skyn að hagnaðurinn af hverjum hlut verði 0,13. Við teljum að ekki komi nógu vel fram að gengið sé breytilegt og það geti gerst að þegar þú, ágæti landsmaður, kemur með þína umsókn í útibú íslandsbanka og viljir innleysa hagnaðinn þá hafi gengið allt í einu lækkað. Hagnaðurinn þar af leiðandi mun minni en gert var ráð fyrir. Með þessu tilstandi er íslands- banki að spara sér umtalsverðan kostnað og tíma með því að kaupa hlutina á útboðstímanum. Reynslan hefur sýnt að verð á eftirmarkaði er talsvert hærra en það verð sem gengur kaupum og sölum á útboðs- tímanum. Þar af leiðandi dreifist auðurinn ekki á alla landsmenn held- ur á einn aðila og er það ekki í sam- ræmi við þá stefnu sem ríkisstjórnin setti sér þegar hún ákvað einkavæð- ingu ríkisbankanna, það er að segja dreifð eignaraðild. Við viljum hvetja landsmenn sjálfa til að taka þátt í útboðinu og eignast hlut í þessari álitlegu fjái-festingu sem Búnaðarbankinn án efa er. AÐALSTEINN GUNNAR JÓHANNSSON, ARNÓR GUNNARSSON, EINAR GEIR INGVARSSON, ÞORSTEINN YNGVI GUÐMUNDSSON, nemendur í Viðskiptaháskólanum í Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.