Morgunblaðið - 08.12.1998, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 67
í
BRÉF TIL BLAÐSINS
SLOPPAR
Burt með bæjarstjórana
Frá Arngrími Arngiimssyni:
ÞAÐ ÞARF að styrkja stoðir sveit-
arfélaganna. Með auknum verkefn-
um þarf að endurskipuleggja fjár-
hag þeirra. Þvílík orð heyrast frá
talsmönnum landsbyggðar nú. Og
engin furða. 3.500 milljónir í mínus
eru líka peningar. EF til vanans
lætur eru talsmennirnir að biðja
um hæm skatta. En er nú ekki
komið nóg af svo góðu? Væri ekki
betra að vinda ofan af kerfínu og
minnka það, alveg sérstaklega
skrifstofuhaldið? Hér áður fyrr
þegar sveitarfélögin fóru niður fyr-
ir núllstrikið var viðkvæðið að nú
þyrfti að spara í rekstri. Vissulega
gekk það eftir: færri bréfaklemm-
ur voru notaðar, það dró úr papp-
írssóun, frestað var endurnýjun
tölvukerfís um eitt ár, eða svo.
Ástæðulaust er að gera lítið úr
slíkum sparnaði, en gáum að: hann
hossar ekki hátt í reikningnum í
árslok.
Það verður að stinga í hin feitari
stykkin. Nú er svo komið að um
það bil 80% af öllum tekjum bæj-
arfélaga er þegar ráðstafað í upp-
hafi hvers árs. Það er, fastir út-
gjaldaliðir eru niðurnjörvaðir og
greiðslurnar til þeirra ganga sjálf-
virkt fyrir sig. Þá er eftir fimmt-
ungur heildartekna sem bæjarfé-
lagið hefur til framkvæmda.
Hérna erum við komin að aðal-
starfí bæjarstjóra: að skipuleggja
og fylgjast með hvernig þessu fé
er varið. Þveröfugt við þá ímynd
sem haldið er að almenningi er
þetta ekki mikið starf, nema í allra
stærstu bæjarfélögunum. Eftir að
bæjarstjórn hefur ákveðið skipt-
ingu þessa fjár í fjóra eða fimm
staði, er ekki mikið sem þarf að
gera. Þar sem þörfin að bæta fjár-
hag sveitarfélaganna er raunveru-
leg, verða þau að hætta að dýfa
tánni í sparnaðarbalann og láta sig
hafa það, þessu sinni, að stinga
fætinum á botn. Best er að hækka
laun ritara bæjarstjóra um 20%,
gera hana að bæjarritara (þessar
konur gjörþekkja venjulega bæinn
sinn, eru oft klókar og skynsamar)
og segja bæjarstjóranum upp
störfum. Með þessu móti fækkum
við skrifborðunum, sem pappírar
þurfa að fara um, og aukum þar
með skilvirkni. Hvað varðar ráð-
stefnur og fundi sem bæjarstjóri
hefur sótt geta bæjarfulltrúar sem
best skipt þeim á milli sín. Þeir
fundir sem raunverulega þarf að
sækja eru færri en menn halda.
Vissulega er harkalegt að setja
bæjarstjórana þannig út á stéttina,
en gætum að. Þetta eru allt mjög
færir menn á besta aldri. Þeir geta
sem best stofnað saman hugbún-
aðarhús og notað þekkingu sína og
reynslu til að búa til hugbúnaðinn
bæjarstjórinn sem þeir geta síðan
selt um heimskringlu alla og
þannig lagt af mörkum til þjóðar-
búsins.
Fannst starfsfólkið öðruvísi
En það er fleira sem bæjar-
stjórnir geta gerf til að lækka út-
gjöld. Nýlega sendu tvær mennta-
konur, þær Hanna B. Sigurjóns-
dóttir og Rannveig Traustadóttir,
frá sér bókarkorn, Umdeildar fjöl-
skyldur, (Félagsvísindastofnun ‘98,
fæst í M og M). í bókarkorni sínu
rekja þær stöllur dæmi af mæðg-
um sem saman ala upp tvö börn
dótturinnar. Dæmið má rekja í fá-
um orðum: Leikskólinn sendir
ábendingu til barnaverndarnefnd-
ar um annað barnið: „Það er fýla af
barninu og það er alltaf í sömu föt-
unum.“ Nú, fagmenn félagslega
hjálparkerfisins leggja nú hart að
mæðgunum að þiggja aðstoð við
uppeldi barnanna. Gallinn er bara
sá að mæðgurnar vilja ekki þiggja
þessa aðstoð og líta á félagslega
hjálparliðið sem andstæðinga sína.
Þeim finnst sem sé starfsfólkið,
læknar, sálfræðingar, hjúkrunar-
fræðingar, félagsráðgjafar, uppeld-
isfræðingar, samræmingarfulltiú-
ar og leikskólakennarar öðruvísi
Einstæðar mæður eru líka fólk -
Opið bréf til blómaskreytingakonu
Frá Þórhildi Sif Þórmundsdóttur:
EG umgengst margar ungar mæð-
ur. Sjálf var ég ung þegar ég átti
mitt barn. Þær ungu mæður sem
ég þekki, og þegar segi ungar
meina ég á aldrinum 22 til 23, eiga
það allt sameiginlegt að vera bráð-
greindar ungar konur með mikla
hæfileika á ýmsum sviðum, sem í
dag þrátt fyrir að þær eigi börn
eru að gera allt það sem þær geta
til að þeim sjálfum og börnum
þeirra farnist vel í samfélaginu.
Þessar mæður eru allt annað en
kaldlyndar, reyndar þekki ég eng-
ar mæður sama á hvaða aldri þær
eru sem hugsa betur um börnin sín
og sjálfar sig.
Reyndar væri athyglisvert að
vita hvaðan þú hefur þínar upplýs-
ingar um það að íslenskar mæður
séu kaldlyndar miðað við annars
staðar í heiminum. En þá yrði ég
að lesa eftir þig aðra grein sem ég
hef síst af öllu áhuga á að gera.
Barnabætur hér á landi eru lág-
ar miðað við nágrannalöndin.
Samt sem áður er algengara að
ungar konur eignist börn, oftast
ógiftar. Þannig að bara svo þú og
þeir fáu sem eru að spá í það viti
að við erum ekki að stela frá kerf-
inu. Og þó barnabætur væru
hærri þá myndum við alveg ör-
ugglega ekki frekar láta barna
okkur. Svona bara kemur fyrir.
Frekar væri æskilegt að feður
barna okkar borguðu hærra með-
lag, þeir sem eru ennþá í námi
ættu að fá styrk frá ríki eða sveit-
arfélagi til þess að borga það.
Eg vil ekki heyra meira um að
mæðurnar séu byrði á samfélag-
inu því þar sem móðir er, hefur
verið og á að vera virkur faðir.
Það mætti hvetja feðurna til þess
að vera meira með börnum sínum
séu þeir hæfir til þess, því fjórir
dagar í mánuði, ef það er þá svo
mikið, er ekki nóg. Börnin þarfn-
ast félagslegs taumhalds og upp-
eldi beggja foreldra og ef faðir er
lítið með barni sínu er líklegt að
barnið finni til höfnunar. Móðirin
er stundum þreytt og getur barnið
fundið til vanlíðanar yfir því að
mamma sé kannski þreytt ein-
göngu vegna einhvers sem það
gerði, það er óþekkt eða tók ekki
upp kubbana sína. Þar af leiðandi
getur barnið orðið meðvirkt. Því
er betra að hafa föður við höndina
til aðstoðar því það er réttur
barnsins, andlega betra fyrir móð-
urina ekki síður en fjárhagslega.
Það er ekki hægt að skylda feður
tl að vera eð börnum sínum meira
en sýslumaður úrskurðar sem er
gert ef í ógöngur fer. Flestar ungu
konurnar voru ekki búnar að
ákveða barneignir, en þær urðu
þrátt fyrir það ófrískar og ákváðu,
í staðinn fyrir að fara í fóstureyð-
ingu, sem sjálfsagt er mjög kvala-
full andlega og líkamlega, að
ganga með barnið sitt og taka
ábyrgð á gerðum sínum.
Þær sem era í námi fá styrk frá
Félagsmálastofnun. Ef hægt er að
kalla það að ræna kerfið þá eiga
þær örugglega eftir að borga það
allt til baka og mun meira til þeg-
ar þær era farnar að að vinna fyr-
ir góðum peningum eftir námið og
borga skatta. Já, við spjörum okk-
ur alveg ágætlega. Við höfum
enga ástæðu til að láta vorkenna
okkur né heldur finnst okkur
ástæða til þess. Við viljum bara
láta virða okkur eins og allar
manneskjur. Við eram hrikalega
duglegar og eigum það svo sann-
arlega skilið. Og það á aldeilis eft-
ir að rætast úr okkur öllum. Eg er
að læra sál- og félagsfræði á fram-
haldsskólastigi sem ég mun ljúka
innan tíðar. Auk þess er samhliða
þessum fögum kennd uppeldis-
fræði og t.d. lögfræði sem er val.
Ég er viss um að þú ert mjög góð í
því sem þú gerir en þú ættir eigin-
lega bara að láta þá sem hafa vit á
svona hlutum um þá. Þú getur
flett upp á öllum erfiðu orðunum í
uppflettibókum félagsfræðinnar
og sálfræðinnar. Ef þú hefur að-
gang að þeim.
ÞÓRHILDUR SIF
ÞÓRMUNDSDÓTTIR,
Grjótaseli 10, Reykjavík.
• lólbtilboð
~\.á aöVenhi #
NILFI
New
Minni og
ódýrari
ryksuga
Sömu
sterku
NILFISK
gϚin
Meban birgbir endast
Abeins kr. 15.900,- stgr.
HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420
Þar sem þjálfunin byrjar
pulsmælar
P. Ólafsson ehf.,
Trönuhrauni 6, Hafnarfiröi,
simi 565 1533, fax 565 3258.
Reykiavik:
íþrótt Skipholti,
Markiö Ármúla,
Útilíf Glæsibæ,
Söluaðilar POlflR púlsmæla:
Intersport Bíldshöföa, Sportkringlan World Class Fellsmúla,
Veggsport Stórhöföa, Kringlunni, Gullúrið Álfabakka.
Hreysti Fosshálsi og Stoötækni Kringlunni,
Faxafeni, Sparta Laugavegi,
við sig en foreldra hinna barnanna.
Hér má spara með því að draga úr,
helst hætta alveg, óvelkominni að-
stoð hins opinbera. Best væri að fá-
tæklingar hefðu skýlausan rétt að
neita slíku fólki að vaða inn á gafl
hjá sér. Undarleg tilviljun er að
engin dæmi munu um að börn
ríkra foreldra hafi orðið fyrir af-
skiptum barnaverndarnefndar.
Én af hverju er barnavemdar-
nefnd þess umkomin að slíta barn
frá foreldri sínu? Viðkvæði nefnd-
arinnar er ávallt: það er barninu
sjálfu fyrir bestu. Minnsta um-
hugsun sýnir okkur strax að þessi
viðbára er röng. Það er nefnilega
ekki hægt að líta á hagsmuni barns
í tómarúmi, foreldrarnir skipta líka
máli. Af því leiðir að þessi nefnd
sem svo mjög minnir á hreppa-
flutninga fortíðar, þarf að taka upp
nýja starfshætti. Foreldrar eiga
líka sinn rétt og nefndin verður að
gera öllum augsýnilegt að í störf-
um sínum hafi hún haft heill fjöl-
skyldunnar allrar að leiðarljósi. Því
nefnd, sem svo mjög byggir starf
sitt á ofbeldi, verður að geta sýnt
öllum að hún sé aðeins að fram-
fylgja réttlætinu, en ekki að
þröngva vilja sínum upp á aðra.
Láti nefndin ógert að umbylta sér í
réttlætisátt, hljóta þeir sem hjá
standa og horfa að spyrja sig: af
hverjum er fýlan?
ARNGRÍMUR ARNGRÍMSSON,
Baldursgötu 23, Reykjavík.
UTIUF
GLÆSIBÆ • S: 581 2922
www.utilif.is
Stjörnuspá á Netinu
vfj> mbl.is
_AL.L.TA/= eiTTHSTAO NÝTT
Dömusloppar
Herrasloppar
Velúrgallar,
renndir, hnepptir
og hnýttir.
lympfsL
Kringlunni 8-12, sími 553 3600
ÁRVÍK
ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
rÓTRÚLEGT
! JÓLATILBOÐ
HÓTEL OG BÍLL
í DESEMBER
LYKIL HÓTEL
CABIN
býður gistingu og bíl á
aðeins kr.
5.800,- sólarhringinn
I Innifalið:
| Tveggja manna herbergi í eina
| nótt, með morgunverði +
I bílaleigubfll með 100 km
I (trygging og VSK innifalinn).
Góður kostur fyrir þá sem
heimsækja höfuðborgina
í desember.
I Upplýsingar og
I pantanir
I í síma 511 6030
og fax 511 6031.
Frottéslopparnir
eru komnir
FALLEGIR UTIR
Tískuverslun • Kringlunni 8-12 • Sími 5533300