Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 71' FÓLK í FRÉTTUM LEIKSTJÓRINN Mel Smith og leikkonan Carole Bouquet voru kynnar kvöldsins. ítalir NATASCHA McElhone, aðal- leikkona Truman-þáttarins, tekur við verðlaununum. ERICK Zonca leiksljóri og Elodie Bouchez aðal- leikkona Draumalífs engla. stálu senunni Roberto Benigni vann þrenn af eftirsóttustu Evrópsku kvikmynda- verðlaununum þegar þau voru afhent á föstudag. Ingibjörg Þórðardóttir fylgdist með uppákomunni sem var með fjörlegra móti. AFHENDING evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fór fram með glæsibrag í Lundúnum um helgina, en gekk þó ekki snurðulaust fyrir sig. Verðlaunaafhendingin er haldin á vegum Evrópsku kvikmyndaaka- demíunnar og var hátíðin í Lundún- um önnur hátíðin sem haldin er sem liður í nýju átaki til að endurbæta stofnunina og gera henni kleift að takast á við nýja tíma og sporna við sterkum áhrifum frá Hollywood. Endm'bæturnar fólust m.a. í að bæta við verðlaunum fyrir bestu stuttmynd, bestu heimildamynd og sérstökum verðlaunum fyi'ir bestu kvikmynd sem kennd eru við hinn fræga þýska kvikmyndaframleiðanda Fassbinder. Sviðið í Old Vic leikhúsinu var vel skipulagt en þar sem hátíðinni var ekki sjónvarpað beint var áhorfend- um oft boðið upp á að bíða á meðan skipt var um svið sem skapaði vissa óánægju á meðal þekktai’i gesta og setti óneitanlega svip á heildarút- komu uppákomunnai’. Kynnar á þessari elleftu verð- launaafhendingu sem akademían stendur fyrii' voru Mel Smith sem leikstýrði m.a. gi’ínmyndinni um Mr. Bean og leikkonan Carole Bouquet sem er m.a. þekkt fyrir Chanel aug- lýsingarnar. Bauðst til að hoppa um nakinn Italska kvikmyndin Lífíð er fallegt (La vita e bella) fékk tvær tilnefning- ar á hátíðinni og fékk verðlaun bæði sem besta kvikmyndin og einnig var leikstjórinn og leikarinn Roberto Benigni kosinn besti evrópski karl- leikarinn. Benigni stal senunni við afhend- ingu verðlaunanna og sagðist m.a. vera óverðugur slíkrar ástar sem honum hlotnaðist og hann sagðist viija margfalda þá ást og gefa til áhorfenda. Hann bauðst fyrst til að hoppa nakinn fyrir framan allan sal- inn til að tjá ást sína. Síðan gekk hann lengi-a og stakk upp á að allir kæmu upp á hótelherbergið hans og svæfu saman. Lífið er fallegt (La vita e bella) er gamanmynd um útrýmingarbúðii’ nasista í seinni heimsstyrjöldinni en er að sögn leikstjórans fyrst og fremst ástarsaga og langt frá því að hafa eitthvert stjórnmálalegt gildi. Morgunblaðið/Kerry Ghais ROBERTO Benigni stal senunni í Lundúnum. JEREMY Irons ásamt eiginkonu sinni Sinead Cusack. Hann segir að aðalpersóna myndar- innar sé full af lífi og elski heiminn og því hafi verið auðvelt að sjá spaugi- l(?gu hliðina á annars niðurdrepandi veröld útrýmingarbúðanna. Benigni sagði jafnframt að hann liti á það sem sérstakan hæfileika að geta komið fólki til að hlæja og það nýtti hann sér svo sannarlega þegar hann tók við verðskulduðum verð- launum sínum á fostudagskvöldið. Emmerich vinsælastur Það var hins vegar bandaríska myndin Truman þátturinn (The Truman Show) sem hlaut titilinn besta mynd utan Evrópu. Frönsku leikkonurnar Elodie Bouchez og Natacha Regnier deildu með sér verðlaunum sem besta leikkonan fyrir myndina Draumalíf engla (La vie revee des anges) en sú mynd hlaut flestar tilnefningai'. Draumalíf engla deildi jafnframt Fassbinder verðlaununum með dönsku myndinni Veislan (Festen). Heimamenn hlutu tvenn verðlaun, annars vegar Peter Howitt fyrir besta^ handrit sem var að kvikmynd- inni Á þröskuldinum (Sliding Doors) og hins vegar Adrian Biddle fyrir kvikmyndatökuna á myndinni Slátr- aradrengurinn (Butcher Boy). Þrátt fyrh’ að íslendingar hafi ekki átt neinai’ tilnefningar vai’ þó sérstak- lega minnst á Island við afhendingu á hinum svokölluðu áhorfendaverðlaun- um sem kvikmyndahúsagestir um alla Evrópu höfðu kosið. Lesendum Morgunblaðsins gafst kostur á að taka þátt í atkvæðgreiðslunni með at- kvæðaseðli sem birtist í blaðinu. Leikstjórinn Ronald Emmerich fékk flestar tilnefningar fyrir kvik- myndina Godzilla, besti karlleikari var kosinn Antonio Banderas og Kate Winslet hlaut verðlaun fyrir frammi- stöðu sína í stórmyndinni Titanic. Irons óskaði eftir handritum Þegar veita átti verðlaunin fyrh bestu frammistöðu Evi’ópubúa utan Evrópu tókst ekki betur til en svo að kynnirinn gleymdi að lesa nafn vinn- STELLAN Skarsgard þótt standa sig best Evrópubúa utan Evrópu. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Úrslit 1998 B BESTA MYND m ■ Lífið er fallegt (La vite e bella) w leikstjori: Roberto Benigni BESTI LEIKSTJÓRI B Roberto Benigni ■ Lífið er fallegt (La vite e bella) BESTI KARLLEIKARI u Roberto Benigni m Lífið er fallegt (La vite e bella) BESTA LEIKKONA 1 Elodie Bouchez og Natacha Régnier ■h Draumalif Engla ■ (La vie revee des anges) : ÁHORFENDAVERÐLAUNIN Besti leikstjórí: Ronald Emmerich (Godzilla) Besta leikkona: . m Kate Winslet (Titanic) ..... m Besti karlleikarí: ,, Antonio Banderas (Gríma Zorrós) ■3; FIPRESCI GAGNRÝNENDA- 3.; m VERÐLAUNIN m Púðurtunnan (Bure Baruta - Serbtu) m m BESTI HANDRITSHÖFUNDUR .. Peter Howitt m 'm Á þröskuldinum (Sliding Doors) p BESTA KVIKMYNDATAKA ...: m Adrían Biddle æs Slátraradrengurinn (The Butcher Boy) . ■ SCREEN INTERNATIONAL VERÐLAUNIN Tmman þátturínn (The Truman Show) * ; BESTA HEIMILDARMYNDIN Claudio Pazienza . (Tableau avec chute) . BESTA FRAMMISTAÐA - m EVRÓPUBÚA Stellan Skarsgard :: m (Good Will Hunting/Amistad) , m BESTA STUTTMYNDIN Einn dagur (Un jour) eftir Marie Paccou (teiknimynd) FASSBINDER VERÐLAUNIN ...V. Veislan (Festen - leikstjóri Thomas Vinterberg) og ■ Draumalíf Engla (La vie revee • des anges - leikstjóri Erick Zonca) ÆVIFRAMLAG TIL KVIKMYNDA ■ Jeremy Irons (Bretland) ingshafans þegar tilnefningai’ voru taldar upp en verðlaunin féllu í skaut sænska leikarans Stellan Skarsgard fyinr frammistöðu hans í myndunum Good Will Hunting og Amistad. í þakkarræðu sinni tók hann sérstak- lega fram hversu ánægður hann væri að hljóta þessi verðlaun, sér- staklega þar sem hann hefði ekki verið tilnefndur! Breski leikarinn Jeremy Irons hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir merkt framlag sitt til kvikmynda og var leikarinn svo spenntur að taka við verðlaununum að hann ætlaði strax upp á svið en varð að láta sér lynda að dúsa í gangvegi leikhússins fyrh framan áhorfendur á meðan af- rek hans voru lesin upp. Irons sagði í þakkairæðu sinni að hann vildi gjaman sjá fleiri vel skrifuð handi’it þar sem lítið væri um slíkt nú orðið og bað alla þá sem væru ritfærir að senda sér meistarstykki sín. Verð- launaafhendingunni lauk með glæsi- legri veislu í Battersea Pai-k sem ligg- ur við Thames ánna í Lundúnum. Fallegt líf Benignis vann þrenn verðlaun Stutt Sofnaði í sönnunar- gagninu ►TUTTUGU og sjö ára tékk- neskur maður var handtekinn fyrir þjófnað eftir að hann fannst sofandi í sönnunargagninu, bfln- um sem hann var að stela. „Fremur ógeðfelld sjón blasti við eiganda bflsins þegar hann opnaði hann uin morgun og fann sofandi, dauðadrukkinn og illa þefjandi mann í bflnum," sagði talsmaður lögreglunnar í aust- urtékkneska bænum Pardubice um atvikið. Stóri bróðir fylg-ist með ►STÓRI bróðir fylgist grannt með breskum öskukörlum alla leið frá himnum til að tryggja að þeir séu ekki að drolla. Gervihnettir á spor- baug um jörðina eru svo öflugir að myndavélar þehTa geta fylgst glöggt með ferðum öskukai’la í litla bænum Teignmouth í vesturhluta Englands. Forráðamenn fyi’ii’tækisins Onyx sem sjá um sorphreinsun í bænum segja að 60 þúsund punda fjárfest- ing í gervihnetti sé liður í viðleitni þeiira til að bæta þjónustu fyrirtæk- isins, en starfsmenn og bæjarbúar era ekki sama sinnis. „George Orwell hefði svitnað ef hann vissi þetta. Það er alveg eins og árið 1984 sé runnið upp úr sam- nefndri bók hans og Stóri bróðir sé mættur á svæðið,“ var haft eftir Gordon Plahn í Times. Skildist illa í stólnum ►PRESTUR í ensku biskupa- kirkjunni situr nú sveittur við að læra tungutak safnaðarins svo ræður hans komist til skila. Tony Boyd-Williams fluttist til West Midlands fyrir tveimur árum en komst fljótlega að því að „Iærð- ur“ yfirstéttarframburður hans skildist illa í kirkjunni. Til að bæta úr þessu skilnings- leysi hefur presturinn fengið hóp heimamanna til að kenna sér málfar héraðsins, en frainburður heimamanna þykir einn sá þyngsti í Englandi. „Það er erfitt að bera fram suni orðin,“ segir presturinn sem ber tungutak heimamanna saman við ensku Shakespeare, en vonast til að skólun heimamanna skili sér í betra sambandi við söfnuðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.