Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 72

Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 72
■72 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ FÓLK í FRÉTTUM Margt sem kemur upp úr dúrnum í Latador Það er alveg hreina satt! H: 'VAR. er íþróttaálfur- inn?“ spyr Róbert Ólíver mömmu sína er við ök- iUm eftir Hringbraut og erum á leið í miðbæinn. „Hann er á Hótel Borg,“ svarar Edda Björg- vinsdóttir og hlær. Stundarkorni síðar mætir íþróttaálfurinn okkur í borgaralegum klæðum í anddyri hótelsins og Róbert Ólíver hrópar upp yfir sig: „Vá, hvað þú ert flottur!" „Takk,“ svarar Magnús Scheving og brosir út að eyr- um. Enda er hann gest- gjafínn þetta síðdegi á Borg- inni þar sem tóli manns eru saman- komnir til þess að spila Latador. Fljótlega storma inn í salinn Geir Sveinsson, Guðrún Helga Arn- arsdóttir og sonur þeirra Amar Sveinn. „Eg sá strák svona alveg eins og þig,“ segir Róbert Ólíver ákafur. „Það eru margir líkir mér,“ svarar Arnar Sveinn spekingslega. Sæmundur fær rokkspjaldið Þegar fjölskyldufólkið er sest við N spilaborðið fer Magnús lauslega yf- ir reglumar. A meðan dundar Arnar Sveinn, sem hefur spilað Latador áður, sér við að finna spíkat í hreyfispilunum. „Eg get nefnilega farið í spíkat," segir þessi ungi fimleikapiltur með ákefð. Allir búa yfir einhverjum hæfi- leikum sem þeir geta virkjað í spilinu. Þar á meðal Sæmundur Pálsson lögregluþjónn sem er sestur við borðið ásamt barnabarni sínu, Asgerði Egilsdóttur, Hann kann víst að dansa rokk. En hvemig spil er Latador? Þar er fetaður slóði dyggðarinnar og margvísleg fræðsla flétt- uð inn í ævintýraferð leikmannanna. Þess er þó gætt að gamanið sé í fyrirrúmi og er bryddað upp á bráðskemmtileg- um þrautum fyrir þátttakendur í því skyni. „En hvað við erum hepp- in að fá að spila,“ segir Edda glöð í bragði. „Svo getum við stofnað svona klúbb.“ Latador er spil fyrir metnaðar- fulla því það er byrjað á að kjósa bæjarstjóra. Annar fær að stjórna tónlistinni sem fylgir spilinu á geisladiski með 42 lögum eftir Mána Svavarsson. Hvert þeirra er 25 sekúndur og er spilað við hverja hreyfiþraut. Og þá er bara að byrja. Hver fjölskylda er með einn spilakall og Fríða Halldórsdóttir, sem er mætt til leiks ásamt börn- um sínum, Maríönnu Þórðardóttur og Einari Aroni Þórðarsyni, fær að byrja. En hún hefði eiginlega betur sleppt því að kasta því hún „vakn- aði of seint í morgun og fer aftur á byrjunarreit". Mömmurnar sem vinna Þá er komið að Arnari Sveini sem kastar, lendir á hreyfingu og auð- vitað fær hann spíkat. „Júhú,“ hrópar hann og sýnir fimi sína á gólfinu. Guðrún Helga, móðir hans, gefur honum ekkert eftir en eitt- hvað virðist hafa gleymst að kenna Geir Sveinssyni að teygja eftir æf- ingar með handboltalandsliðinu. Þau fá að gera aftur vegna góðrar frammistöðu og lenda aftur á hreyfingu. Að þessu sinni gera þau skíðaæfingu og leysa það með sóma. Magnús Scheving ákveður að breyta reglunum svo næsti fái að gera. Sæmundur og Asgerður gera næst og lenda á samviskuspurn- ingu. „Einhvewa hluta vegna er það þannig að mömmurnar vinna alltaf samviskuspum- ingarnar," segir Magnús. „Asa svarar," segir Sæmundur fljótm- til svara. „Not- arðu hjálm þegar þú hjól- ar?“ er spum- ingin sem hún fær. „Já,“ svarar hún og fer tvo áfram. Næst fá þau hreyfingu og Magnús dregur fram spjald sem hann hafði geymt handa Sæmundi. ,Ef einhver fær stig fyrir rokkið er það Sæmi,“ segir hann. Og það reynist rétt vera. Fjölskyldan ósigrandi Þvínæst er komið að Eddu, Evu, Róberti Ólíver og Gísla Rúnari sem hefur bæst í hópinn. Teningunum er kastað og þau lenda á hreyfingu. „Hjálp!“ stynur Edda. „Verður þér sparkað," spyr Magnús og þeim er falið að sparka upp í lofið. „Eg kemst miklu hærra en þú, Edda!“ hróp- ar Gísli Rún- ar. Þau fá að gera aftur og á næsta reit eru þau rukkuð um 50 kall eða þau þurfa að fara aftur á byrjunarreit. „Eg ætla sko ekki á byrjunarreit,“ segir Edda og reiðir fram seð- ilinn. Það getur verið gott að hafa sparað. Amar Sveinn og fjöl- skylda fá samviskuspurn- ingu og era spurð hvort þau reykja. Þau hrista öll höfuðið og fá að gera aftur. „Hvílík fjölskylda," segir Magnús með að- dáun enda eru þau orðin fremst. „Þetta er fjölskylda sem sigrar Morgunblaðið/Golli ARNAR Sveinn stjórnar æfingum fyrir alla í spilinu. GUÐRÚN Helga og Arnar Sveinn sýna hvers þau eru megnug. EDDA Björgvinsdóttir, Róbert Ólíver og Gísli Rúnar á fleygiferð. MARIANNA, Einar Aron og Fríða gera höfuð, herðar, hné og tær. SÆMUNDUR og Ásgerður dansa rokk ásamt Magnúsi sem stóðst ekki mátið. allt.“ Fríða, Einar Aron og Marí- anna era þó ekki langt undan. En það er komið að Sæmundi sem ákveður að svara sjálfur næstu samviskuspurningu. „Hvenær tókst þú síðast til?“ spyr Magnús strangur á svip. „Látum okkur sjá,“ segir Sæmundur hugsi. „f síð- ustu viku tók ég til hendinni við kommóðuna," heldur hann svo áfram. „Það er alveg hreina satt!“ Magnús ákveður að trúa honum. Heimurinn er svo lítill Þannig gengur lífið í Latador fyrir sig. Alltaf gerist eitthvað nýtt og menn kynnast sífellt nýjum hliðum á náunganum. Blaðamaður hafði til dæmis ekki hugmynd um að Einar Teygir Latibær sig út fyrir landsteinana? ÓHÆTT er að segja að það er líf og fjör í Latabæ og höfund- urinn Magnús Scheving er alltaf með eitthvað á prjónun- um. Fyrst má nefna Latador sem kemur út fyrir jólin og hefur tekið Magnús tvö ár að búa til. „Það hefur farið mikill tími í að breyta og laga,“ segir hann. „Ég þurfti til dæmis að spila og skrá niðurstöðumar hjá mér örugglega milljón sinnum til að sjá hvemig spilið kæmi út. Hver reitur þarf að vera marghugsaður." Erlendir spilaframleiðend- ur hafa sýnt því áhuga að markaðssetja Latador um heim allan að sögn Magnúsar sem vonast til að það ráðist í ársbyijun hvort úr þessu sam- starfi verður. En Latibær stendur fyrir s Ymislegt á prjónunum margt, margt fleira og er stefnan að markaðssetja hann í heild sinni erlendis. Magnús er í viðræðum við er- lenda aðila um þessar mund- ir og eftir margra ára undir- búning er allt efni loks tilbú- ið til allsherjar markaðsher- ferðar, að hans sögn. Fyrst má nefna allskyns vörur tengdar Latabæ eins og bækur, púsl, vítamín og heilsuvörur. Einnig stendur til að gera sjónvarpsefni og verða það brúðuleikmyndir, teiknimyndir og stuttir þættir um lífið í Latabæ. Þá verður sett upp leikrit í september á næsta ári sem rætt hefur verið um að Sig- urður Siguijónsson leikstýri. Einnig er í bígerð að selja upp leikritið Afram Latibær á erlendum vettvangi en 30 þúsund íslendingar sáu leik- ritið í Loftkastalanum í fyrra- vetur. Það sýnir vel vinsældir leikritsins að það hefur selst á 14 þúsund myndbandsspólum. Yfir 16 þúsund geisladiskar hafa selst með tónlist eða leikfimi úr Latabæ og er í undirbúningi að hanna kennsluefni fyrir yngstu grunnskólanemendurna. Loks hefur íþróttaálfurinn sjálfur komið fram á yfir þrjú þús- und stöðum um allt land á síð- ustu árum, t.d. á leikskólum, í skólum og við ýmsar uppá- komur. Aron hefði verið í karate, að Eva væri skvísa, að Amar Sveinn hefði æft fótbolta og fimleika en hefði mest gaman að handbolta, að Sæ- mundur hefði æft ballett með Helga Tómassyni, Bryndísi Schram og Þórhildi Þorleifsdóttur. Hvað þá að Þórhildur væri mamma Guðrúnar Helgu. En svona er heimurinn lítill! Einhvern tíma tekur allt gott enda og ekki gefst tími til að klára spilið þetta síðdegi á Hótel Borg. Síðasta verkefninu er beint til Ró- berts Olíver og honum er falið að segja eitthvað fallegt við mömmu sína í 25 sekúndur eða „mikið og lengi“ eins og Gísli Rúnai- segir. „Þú ert æðisjeg og sæt og góð,“ segir Róbert Olíver. „Þú ert góð leikkona og þú ert...“ „Segðu sexí,“ hvíslar Gísli Rúnai’ að honum. „Þú ert sexísveit,“ segir þá Ró- bert Olíver einlægur að vanda. Þá er spilakassanum lokað enda ekki hægt að toppa litla spekinginn. Þegar Sæmundur kveður segir Magnús við blaðamann að þar fari best vaxni karlmaður á Islandi. „Ég var svo óheppinn að hitta hann í sundi með kassann út í loftið og ég fór bara á bólakaf og faldi mig,“ segirhann. „Þetta era ,nú ýkjur,“ segir Sæ- mundur hógvær.; „Bless, íþróttáálfurinn minn,“ segir Róbert Olíver og kyssir Magnús á kinnina. Edda hvíslar hins vegar að Sæ- mundi: „Hvenær ertu í sundi á morgnana?"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.