Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 08.12.1998, Qupperneq 80
. .tannlæknar mæla með því w,<o>«»s ' csssa MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJA\GK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Malbikað í hlýindunum í desember MIKIL hlýindi hafa verið á land- inu undanfarna daga og í gær komst hitinn hæst í 13 stig á Vopnafirði og víða um norðaust- an- og austanvert landið fór hit- inn yfir 10 stig. Á Akureyri var 10 stiga hiti og í Reykjavík 9 stig og nýttu starfsmenn Malbikunar Bergsteins ehf., sér hlýindin og malbikuðu við Elliðavatn. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra er ekki oft sem viðrar til malbikunar á þessum árstíma en þó kemur fyrir að hægt er að sinna nauðsynlegum lagfæringum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofunni fer að draga úr hlýindum næstu daga og má búast við 7-8 stiga há- marks hita í dag en á fimmtudag kólnar og má búast við frosti um allt land á föstudag og laugar- dag. Stjórnarfundur hefur verið boðaður í dag hjá fslenskum sjávarafurðum Velja um samvinnu með SH eða Norway Seafood REIKNAÐ er með að stjórn íslenskra sjávaraf- urða hf. ákveði á fundi í dag hvort óskað verður eftir formlegum samningaviðræðum við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hf. um sameiningu félag- anna í eitt. Skiptar skoðanir eru innan ÍS um málið og var óformlegum samningaviðræðum við SH hætt um helgina þegar ákveðnir framleiðend- ur og hluthafar beittu sér fyrir því að teknar voru upp viðræður við norska stórfyrirtækið Norway Seafood um samvinnu. Norway Seafood er hluti af Aker RGI, fyrir- tækjasamsteypu sem norski stórútgerðarmaður- inn Kjell Inge Rökke á meirihlutann í. Fulltrúar norska fyrirtækisins komu hingað til lands á sunnudag, að tilstuðlan Sighvats Bjamasonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf., og ræddu við fulltrúa stórra hluthafa ÍS fram á mánudag. í gær var ekki vitað um niðurstöður samtala við Norðmennina en þeir IS-menn sem hvað mestar efasemdir hafa um samruna við SH gerðu sér í gær vonir um að fyrir fundinn yrði lagður annar valkostur, raunhæf hugmynd um samvinnu við Nonvay Seafood sem fæli í sér lausn á rekstrarvanda ÍS svo félagið gæti starfað áfram með sæmilegri reisn sem sjálfstætt hlutafélag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur meðal annars verið rætt um samvinnu fyrirtækj- anna um sölu íslenskra fískafurða og sameiningu fiskréttaverksmiðja þein-a í Bandaríkjunum. Norska fyrirtækið á gamla fiskréttaverksmiðju í New Bedford og til skoðunar hefur komið að leggja hana niður í kjölfar sameiningar sölufyrir- tækjanna vestra og auka í staðinn vinnslu í nýrri fiskréttaverksmiðju IS í Newport News. Atkvæðagreiðsla í dag Boðað hefur verið til fundar stjórnar IS í dag 9g síðdegis í gær bjuggust heimildarmenn innan ÍS við því að málið yrði gert upp með atkvæða- greiðslu um tillögu um að ganga til formlegra viðræðna við Sölumiðstöðina. Málið er afar viðkvæmt og erfitt að fá nokkrar upplýsingar um afstöðu stjórnarmanna íslenskra sjávarafurða eða annarra hluthafa og framleið- enda. Heimildarmenn Morgunblaðsins töldu þó í gær líklegra að SH-leiðin yrði farin en sú norska. ■ Ákvörðun um samruna/41 Morgunblaðið/Árni Saaberg Barist um kauprétt hlutabréfa Búnaðarbankans Hækkun frá útboðs- gengi orðin 17,2% Ríkisstjórnin tekur kvótamálið til umræðu á fundi sínum á morgun Yfír 300 um- sóknir um kvóta hafa borist KAPPHLAUP er á fjármálamark- aði um hlutabréf í Búnaðarbanka Islands hf. í hlutafjárútboði bank- ans, sem hefst í dag. Bankar, spari- sjóðir og verðbréfafyrirtæki hvetja almenning til að taka þátt í útboð- inu og bjóðast til að kaupa kauprétt einstaklinga á gengi sem er hærra en nafnvirði bréfanna. Hver ein- staklingur getur sótt um kaup á allt að 500 þúsunda króna hlut á geng- inu 2,15.1 gær buðu verðbréfafyrir- tækin Handsal og Fjárvangur til að kaupa kauprétt einstaklinga á geng- inu 2,52. Nemur hækkunin frá út- boðsgengi 17,2%. Islandsbanki birti auglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem hann óskar eftir því að kaupa hluta- bréf eða kauprétt hlutabréfa í Bún- aðarbankanum og ábyrgist að þeir, sem framselji kauprétt sinn til ís- landsbanka, fái hærra gengi en út- boðsgengið fyrir sinn hlut. Lands- bankinn tilkynnti í kjölfarið að hann myndi veita almenningi sömu þjón- ustu og Islandsbanki og í gær brugðust margar aðrar fjármála- stofnanir við með sama hætti. Guðmundur Kr. Tómasson, að- stoðarmaður bankastjóra Islands- banka, segir að hátt í tíu þúsund manns hafi nú þegar framselt kaup- rétt sinn til íslandsbanka og miðað sé við gengið 2,28. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að bank- inn vilji stuðla að því að eignaraðild verði sem dreifðust í sölu ríkisbank- anna og því hafi hann ekki áður tek- ið þátt í verslun með kauprétt. „Við höfðum ekki heldur áform uppi um það núna en töldum síðan að við yrðum að veita sömu þjónustu og aðrir bankar veita.“ Samræmist ekki stefnu ríkisstjórnarinnar Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir að framvirk viðskipti samræmist ekki stefnu ríkisstjórn- arinnar um dreifða eignaraðild. Hann segir að þegar sölu ríkis- banka verði haldið áfram, komi til greina að skoða nýjar leiðir. T.d. sé hægt að bjóða öllum viðskiptamönn- um bankanna hlutabréf á hagstæðu verði eða að senda allri þjóðinni hlut í banka á hagstæðu verði og setja það skilyrði að menn ættu hlutinn í tiltekinn tíma, t.d. þrjú ár. ■ Hæstu boð/18 ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að verði lagt fram frumvarp til breytinga á lög- um um stjórn fiskveiða sé líklegt að beðið verði með að svara umsóknum um veiðileyfi og kvóta, sem ráðu- neytinu hafi borist, þangað til að Al- þingi hafi fjallað um frumvarpið. Um þetta hafi þó ekki verið tekin endanleg ákvörðun. Ráðuneytinu höfðu í gær borist yfir 300 umsóknir um veiðileyfi og kvóta. Fyrstu umsóknirnar bárust fyrir helgi en í gær barst skæða- drífa umsókna í ráðuneytið. Voru þær alls staðar af landinu. Fjórir lögfræðingar kallaðir til ráðuneytis Þorsteinn Pálsson sagði að á veg- um sjávarátvegsráðuneytis væri verið að skoða viðbrögð við dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jó- hannessonar. Til ráðgjafar hefðu verið kallaðir lögfræðingarnir Þor- geir Örlygsson prófessor, Eiríkur Tómasson prófessor, Árni Kolbeins- son ráðuneytisstjóri og Baldur Guð- laugsson hæstaréttarlögmaður og ynnu þeir ásamt starfsmönnum ráðuneytisins að málinu. Til skoðun- ar væri hvort og þá hvemig breyta GRÝLA ætti lögum. Málið væri flókíð og þyrfti að skoða það vel frá öllum hliðum. Hann sagði að ríkisstjórnin myndi fjalla um málið á fundi á morgun, miðvikudag, en óvíst væri hvort niðurstaða fengist á fundinum eða hvort hún þyrfti lengri tíma til að skoða það. „Aðalatriði er að það þarf að fara vandvirknislega yfir þetta. Það kom fram í ræðum flestra alþingis- manna, sem töluðu í utandag- skrárumræðum á Alþingi á föstu- dag, að það yrði að vanda þessa meðferð og við höfum hugsað okkur að gera það,“ sagði Þorsteinn. ■ Vilja veiða/2 ■ Um livað snýst/40 -------------- Reykjavíkur- apótek til sölu á 290 milljónir AUSTURSTRÆTI 16, eða Reykja- víkurapótek eins og það er gjarnan kallað, er til sölu. Húsið er í eigu Háskóla íslands og verðhugmynd er um 290 milljónir króna. Háskóli Islands rekur apótekið í húsinu og reyndi fyrr á árinu að selja reksturinn. Ekkert hefur ver- ið ákveðið um áframhald hans. Húsið skiptist í kjallara, verslunar- hæð, fjórar skrifstofuhæðir og ris, og er samtals um 2.500 fermetrar. Innréttingarnar í apótekinu eru friðaðar. Húsið teiknaði Guðjón Samúels- son en það var fyrirtækið Nathan og Olsen sem hóf byggingu hússins árið 1916. ■ Hús/2C
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.