Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 1
STOFNAÐ 1913
281. TBL. 86. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
FBI birtir skjöl um
Frank Sinatra
Mafíu-
ásakanir
ósannaðar
Washington. Reuters.
BANDARÍSKA alríkislögregl-
an, FBI, birti í gær 1.275 síður
af skjölum sem hún safnaði ára-
tugum saman um söngvarann
og leikarann góðkunna Frank
Sinatra sem lézt fyrir rúmlega
hálfu ári, 82 ára að aldri. Vonazt
hafði verið til að í skjölunum
kæmu fram upplýsingar sem
tækju af vafa um tengsl
Sinatras við mafíuna og fleiri
vafasöm mál sem útbreiddur
orðrómur var um á meðan hann
lifði.
1 skjölunum er meðal annars
að fínna upplýsingar um, að
ónafngreindur uppljóstrari FBI
hafí haldið því fram að Sinatra
hafi árið 1950 smyglað einni
milljón dollara inn til Italíu fyr-
ir hinn fræga mafíósa Charles
„Lucky“ Luciano. Fjöldann
allan af ásökunum um vinsam-
leg tengsl Sinatras við ýmsa
nafntogaða forkólfa mafíunnar
er að fínna í skjölunum og um
að Sinatra hafi verið hliðhollur
kommúnistum. Af skjölunum að
dæma tókst FBI hins vegar
aldrei að sanna að hann hefði
tekið beinan þátt í mafíustarf-
semi eða að hann hefði verið
kommúnisti.
Ófáar hótanir
I skjölunum kemur hins veg-
ar fram að á löngum ferli
Sinatras var enginn skortur á
mönnum sem hótuðu honum
öllu illu - slíkar hótanir áttu
sér oft upptök í kvennamálum
hans - og reyndu að kúga fé út
úr honum.
Ummæli nýs utanríkisráðherra Þýzkalands á NATO-fundi
Yopnaleitin í írak
Mælist til breytinga
á kjarnavopnastefnu
Kj arnor ku veldin
hafna hugmynd-
um Fischers
Brussel. Reuters.
JOSCHKA Fiseher, utanríkisráð-
herra Pýzkalands, hvatti í gær Atl-
antshafsbandalagið (NATO) til að
sýna gott fordæmi í baráttunni gegn
útbreiðslu gereyðingarvopna í heim-
inum með því að lýsa því yfir að það
muni ekki beita kjarnorkuvopnum að
fyrra bragði. Fischer, sem er í for-
svari fyrir flokk þýzkra Græningja,
lét þessi ummæli falla á fundi utan-
ríkisráðherra NATO-ríkjanna, sem
hófst í gær, en þar var rætt um hlut-
verk hernaðarbandalagsins á kom-
andi öld. Fulltrúar kjarnorkuveld-
anna í bandalaginu vísuðu hugmynd-
um Fisehers á bug.
Fischer, sem er fyrsti stjórnmála-
maðurinn með rætur í friðarhreyf-
ingunni sem situr ráðheirafund
Joschka Fischer
NATO, sagði bandalagsríkin aldrei
hafa skirrst við að ræða forboðnar
hugmyndir, það hefði ávallt verið
styrkur NATO og að svo ætti að
vera áfram.
Stefnubreyting ekki á dagskrá
Fulltrúar NATO sögðu ekki úti-
lokað að Kanada, Noregur og Grikk-
land myndu leggja þessum hug-
myndum hinna nýju valdhafa í
Þýzkalandi lið en kjarnorkuveldin í
hópi NATO-ríkjanna, Bandaríkin,
Frakkland og Bretland, höfnuðu
hins vegar algerlega að láta binda
hendur sínar með þessum hætti.
Halldór Asgrímsson utanríkisráð-
herra, sem sat fundinn, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að það hefði
ætíð verið áhugamál Islendinga að
kjamorkuvopnum yrði útrýmt. Rætt
hefði verið um hver væri heppilegasta
leiðin til þess. Magn kjarnorkuvopna í
Evrópu hefði minnkað um 80% og
stöðugt væru í gangi samningar um
frekari eyðingu kjamavopna.
„Það liggur alveg Ijóst fyrir að það
verður engin breyting á stefnu
NATO í þessum málum nema að ná-
ist um það algjör samstaða," sagði
Halldór, „og það er ljóst að það mun
engin slík breyting verða gerð á
fundinum í Washington í vor.“ Þá
verður hálfrar aldar afmælis banda-
lagsins minnzt og að líkindum form-
lega gengið frá inngöngu Póllands,
Tékklands og Ungverjalands í það.
■ Rætt um hlutverk NATO/25
Skyndi-
rannsdknir
leyfðar
Moskvu. Reuters.
TAREQ Aziz, aðstoðarforsætisráð-
herra Iraks, sagði í gær að Irakar
væru tilbúnir að aðstoða vopnaeftir-
litsmenn Sameinuðu þjóðanna við
skyndirannsóknir á stöðum, þar sem
gmnur leikur á að gereyðingarvopn
hafí verið falin, að því tilskildu að
þær fullnægðu þeim skilyrðum sem
áður hefði verið samið um við SÞ.
Aziz varaði hins vegar við því að
Irakar léðu ekki máls á því að vopna-
leitinni yrði haldið áfram lengi nema
leiðtogar Vesturlanda samþykktu að
aflétta viðskiptabanninu sem sett
var á Irak fyrir átta árum vegna inn-
rásarinnar í Kúveit.
Vopnaeftirlitsnefnd SÞ (UNSCOM)
hóf í gær fyrstu vopnaleitina, sem
reynir á það hvort Irakar standa við
loforð sín frá því í síðasta mánuði um
fullt samstarf við hana. Aziz kvaðst
hafa fengið upplýsingar um að eftir-
litsmennimir hefðu leitað á fjórum
stöðum í gær og bætti við að leitin
fullnægði skilyrðum sem hann hefði
samið um árið 1996 við Rolf Ekeus,
þáverandi formann UNSCOM.
Lokaslagur
verjenda
Clintons
Washington. Reuters.
LÖGMENN Hvíta hússins hófu í
gær lokaslaginn í að afstýra því að
efnt verði til málshöfðunar til emb-
ættismissis á hendur Bill Clinton
forseta. Þeir sögðu dómsmálanefnd
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að
forsetinn harmaði að hafa villt um
fyrir fjölskyldu sinni og þjóð, en að
brot hans réttlætti ekki málshöfð-
un.
„Eins örugglega og við vitum öll
að það sem hann gerði var syndsam-
legt, þá vitum við líka að það réttlæt-
ir ekki málshöfðun," sagði Greg
Craig, einn lögmannanna.
I dag tefla verjendurnir fram sem
vitni repúblikananum William Weld,
fyrrverandi ríkisstjóra Massachu-
setts sem starfaði sem háttsettur
embættismaður í dómsmálaráðu-
neytinu í forsetatíð Ronalds Reag-
ans. Hann verður 15. vitnið sem verj-
endur Clintons kalla til.
■ Talið víst/22
Reuters
Eftirvænting
í Palestínu
Krónprins Sádi-Arabíu beinir aðvörunarorðum til olíuríkjanna við Persaflóa
Góðu dagarnir eru liðnir
Abu Dhabi. Reuters.
„VIÐ getum ekki lengur treyst á
þá auðsuppsprettu, sem olían er.
Þeir dagar eru liðnir og þeir koma
ekki aftur.“ Þetta var boðskapur
Abdullah, krónprins í Sádi-Arabíu,
á fundi hjá efnahagsráði Persaflóa-
ríkjanna. Hvatti hann til aukins
einkaframtaks og sagði, að al-
menningur yrði að venja sig af því
að vera algerlega upp á ríkið kom-
inn.
Abdullah var ekkert að skafa ut-
an af því í ræðunni, sem hann flutti
að viðstöddum furstum og prinsum
frá Barein, Kúveit, Óman, Katar og
Sameinuðu furstadæmunum fyrir
utan Sádi-Arabíu. Sagði hann, að
kominn væri tími til að kalla hlut-
ina sínu rétta nafni og viðurkenna,
að í olíuríkjunum væri nú kreppa
eins og verðlaginu á útflutnings-
framleiðslunni væri nú háttað.
Abdullah sagði, að gömlu, góðu
dagarnir væru liðnir og kæmu ekki
aftur. íbúar í ríkjunum yrðu að
horfast í augu við það, að ekki væri
lengur hægt að sinna öllum þeirra
þörfum næstum endurgjaldslaust.
Hvatti hann til aukins einkafram-
taks og sagði, að ætluðu Persaflóa-
ríkin að komast af yrðu þau að
tengjast nánum böndum efnahags-
lega og koma á einum sameiginleg-
um markaði. Agreiningur milli
ríkjanna hefur komið í veg fyrir
það í 15 ár en Abdullah lagði til, að
nú rækju ríkin af sér slyðruorðið
og yrðu búin að koma á tollabanda-
lagi eftir ár.
Sérfræðingar í málefnum Mið-
austurlanda segja, að ræða
Abdullah mai’ki nokkur tímamót.
Yfírleitt séu ræður ráðamanna í
arabaríkjunum langar en efnislitlar
en nú hafi kveðið við annan tón.
Sádi-Arabía sé forysturíki í þessum
heimshluta og því megi búast við, að
önnur fari að þess dæmi.
BILL Clinton mun hinn 14.
þessa mánaðar verða fyrstur
Bandaríkjaforseta til að fara í
opinbera heimsókn til yfirráða-
svæða heimastjórnar Palestínu-
manna. Hér eru palestínskir
feðgar önnum kafnir við að
þerra nýprentuð veggspjöld
með mynd af Clinton í prent-
stofu á Gaza-svæðinu í gær.
Palestínumenn hafa fagnað
hinni væntanlegu heimsókn sem
tákni um stuðning við fullveldi
þeirra.