Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 4

Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samráð Kvennalist- ans boðað til fundar SAMRÁÐ Kvennalistans hefur verið boðað til fundar nk. laug- ardag til að ræða framboðsmál hreyfingarinnar við A-flokkana. Að sögn Ingibjargar Sigurðar- dóttur, frumkvæ mdastj óra Kvennalistans, liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort einhver formleg tillaga verður lögð fyr- ir fundinn. Fundi í framboðsnefnd flokk- anna þriggja á Reykjanesi, sem vera átti í vikunni, hefur verið frestað vegna forfalla. Á síðasta fundi lögðu A-flokkamir fram tillögu um prófkjör um fimm efstu sætin, en hún hefði þýtt að fulltrúi Kvennalistans hefði aldrei lent neðar en í fímmta sæti. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætla Kvenna- listakonur á Reykjanesi að leggja fram málamiðlunartil- lögu um að þær fái fjórða sætið. Einkaframkvæmd um hjúkrunarheimili FORVAL hefur verið auglýst vegna útboðs um einkaframkvæmd á byggingu, rekstri og fjár- mögnun hjúkrunarheimilis í Reykjavík. Leitað er að aðilum tO þátttöku í lokuðu útboði. Þeir þurfa að vilja selja heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu þjónustu sem felst í því að leggja til og reka í 25 ár hjúkrunarheimili fyrir 60 aldraða sjúklinga með öllu því sem til þarf. Tveir til þrír mánuðir eru þar til útboðið sjálft fer fram. Stefnt er að þvi að rekstur hefjist á fyrri hluta árs árið 2000. Fram- kvæmdin er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Jón Ásbjörnsson, deildarstjóri útboðsdeildar Ríkiskaupa, segir að nú sé verið að efna til forvals og leita eftir áhugaaðUum sem standast þær kröf- ur sem gerðar eru um getu og hæfni tU að fram- kvæma verkið. Hér er um þjónustuútboð að ræða sem felur í sér að sá aðili sem verður iyrir valinu verður að útvega húsnæði, þjónustuna og fjár- mögnun. Utboð af þessu tagi, þar sem allir þættir þjón- ustunnar eru boðnir út, hefur ekki farið fram áð- ur. Einkaframkvæmd fólst í útboði Iðnskólans í Hafnarfirði fyrir skemmstu en þar var kennslan undanskilin. Því er gengið einu skrefi lengra núna. Jón sagði að gangurinn væri sá í slíkum útboð- um að nokkrir aðilar tækju höndum saman um verkefnið og mynduðu teymi. Bjóðendur í Iðnskól- ann voru t.a.m. einn banki, einn byggingai-verk- taki og einn rekstraraðili. „Ég sé þetta gerast svona í þessum nýjum útboðum eins og einka- framkvæmdarútboðin eru. Þetta gekk býsna vel í Hafnarfirði. Við höfum kynnt okkur þessa tegund útboða erlendis og þau eru í sjálfu sér ekki mjög flókin,“ sagði Jón. Hjúkrunarmælingar og tryggingar Hann segir að kosturinn við einkaframkvæmdir sé væntanlega sá að þeir aðilar sem veljast til verksins þurfa ekki að leggja í stofnkostnað held- ur fá greidda mánaðarlega eða árlega leigu af framkvæmdinni. Framkvæmdaaðilar þurfa því ekki að liggja með fast og bundið fjármagn heldur taka aðrir það að sér. Þátttakendur í útboðinu verða valdir 20. janúar næstkomandi. Hrafn Pálsson, deildarstjóri öldrunarmála í heilbrigðisráðuneytinu, segir að til þess að tryggja rekstur til svo langs tíma verði stuðst við svokall- aðar hjúkrunarmælingar. Hann segir að mæling- arnar verði líklega notaðar til viðmiðunar til þess að tryggja báðum aðilum gæðaþjónustu og rétta greiðslu. Hann segir að mælingar af þessu tagi sýni glögglega ef starfsmannahald, efnisnotkun og gæði þjónustunnar verða of mikil eða lítil miðað við umfang rekstursins. Lögboðið er að nota hjúkrunarmælingar á öllum hjúkrunarheimilum aldraðra. Hann segir að hjúki'unai'mælingar verði m.a. notaðai’ til þess að gefa þátttakendum í útboðinu hugmynd um kostnaðinn við þjónustuna. Einnig sé gert ráð fyrir því að þeim sem bjóða í fram- kvæmdina verði gefinn kostur á að setja fram sín- ar hugmyndir um hvemig þeir vilji tryggja sig gagnvart því að þjónustuþátturinn verði þeim ekki ofviða á rekstrartímabilinu. Morgunblaðið/Jón Sig. Embætti ríkissaksóknara Lögreglan í Reykjavík atyrt vegna handtöku EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur atyrt lögreglustjórann í Reykjavík fyrir hvernig lögreglumenn stóðu að handtöku fertugrar konu síðast- liðið sumar, en hún kærði meinta ólögmæta handtöku og frelsisvipt- ingu í kjölfarið. Embætti ríkissaksóknara stóð að rannsókn málsins með aðstoð emb- ættis ríkislögreglustjóra og er nið- urstaða rannsóknarinnar sú að ekk- ert verði frekar aðhafst í málinu. Ekki nægjanleg ástæða Embætti ríkissaksóknara sendi lögreglustjóranum í Reykjavík er- indi vegna málsins 1. desember síð- astliðinn, þar sem fundið var að því að konan var handtekin án þess að nægjanlegar ástæður væru fyrir hendi. Lögreglumennirnir sem stóðu að handtökunni hefðu þó unn- ið eftir fyrirmælum sem gerðu ráð fyrir þeirri framkvæmd, en í kjöl- farið hefði fyrirmælunum verið breytt. Þá fann embættið að því við lög- reglustjóra að ekki skyldi hafa verið skrifuð skýrsla um handtökuna eins og skylda er samkvæmt lögum og reglum um þau mál. Einnig var fundið að því að ljósmynd var tekin af konunni, án þess að skýrar reglur lægju til grundvallar myndatökunni og engin bókun var gerð um hana, svo sem hvenær myndin var tekin, hver tók hana eða hvaða viðhorf konan hafði til myndatökunnar. Ljósið á undanhaldi ÞÓ SVO að veður hafi verið ein- muna hlýtt víða um land undan- farnar vikur gleymist þó vart að vetur ríkir með tilheyrandi skammdegisdrunga. Þá sjaldan að sést til sólar er hún lágt á lofti eins og greina má á þessari mynd sem tekin var í Húnavatnssýslu fyrir skömmu. Enn mun dag stytta næstu tvær vikur en að því loknu snýst birtan til varnar á nýjan leik og vinnur að lokum tímabundinn sigur í samræmi við eilífa hringrás náttúrunnar. Þar til geta lands- menn glaðst yfir tilhugsuninni um væntanlega hátíð Ijóssins. Fara vel með þig Fáanlegar beintengdar,hleðslu og með rafhlöðum Fást í raftækjaverslunum, hársnyrtistofum og stórmörkuðum um allt land Markaðssetning Flugleiða í Bretlandi á Netinu Breskir fótboltaáhang*- endur boðnir til Islands FLUGLEIÐIR ætla að bjóða sext- án „karlmannlegum" breskum fót- boltaáhangendum til fslands í apríl næstkomandi og eiga þeir meðal annars að keppa við fótboltalið flugfélagsins sjálfs. Samkeppni er nú í gangi á vef- síðu Flugleiða og á síðum sextán breskra fótboltaliða, meðal annars Aston Villa, Leeds United, Newcastle, Westham og Sheffield Wednesday, og eru ævintýraferðir til íslands í verðlaun fyrir einn áhanganda hvers liðs. Eiga að sanna karlmennsku sína Þátttakendur eru spurður hvemig þeir myndu bregðast við ákveðnum aðstæðum á íslandi og eiga þeir með svörunum að sanna karlmennsku sína. Meðal annars er spurt hvernig þeir myndu bregðast við ef þeir væru í færi við mark andstæðinga sinna á íslandi en stórvaxinn víkingur kæmi æðandi Ekki „bullur“, segir svæðis- stjóri Flugleiða og beindi hjálmhorni sínu að þeim. Jafnframt er spurt hvað þátttak- endur myndu segja við fyrrverandi ungfrú heim eða sterkasta mann heims ef þeir hittu þau fyrir í Bláa lóninu. „Samkeppnin miðar að því að sem flestir skilji eftir tölvupóst- fangið sitt, þannig að við söfnum inn í sértilboðaklúbbinn okkar. Það er góð markaðssetning að geta sent tilboð til fólks vikulega með tölvupósti, það kostar okkur ekki neitt,“ segir Hannes Hilmarsson, svæðisstjóri Flugleiða í Bretlandi. Hannes segir að hugmyndin hafi kviknað í viðræðum við fyrirtækið sem sér um heimasíður fótboltalið- anna sextán. „Menn tengja fótbolta oft við bull- ur sem eru með ólæti, en sá hópur sem heimsækir þessar síður er að okkar mati vel þess virði að honum sé bætt við sértilboðaklúbbinn." Samkvæmt upplýsingum fyrir- tækisins, sem sér um heimasíðurn- ar, eru þær skoðaðar ellefu milljón sinnum á viku. Um 53% gestanna er fólk með háskólapróf og 12% há- skólanemar. Flestir þeirra eru á aldrinum 20-40 ára. Hannes segir að samsetning hópsins henti vel íyrir þá stefnu fyrirtækisins að ná til hópa ungs fólks í vetrarferðir til íslands. „Við eigum eftir að gera meira af þessu í framtíðinni, að búa til alls kyns samkeppni í samstarfi við aðrar heimasíður. Mai-kmiðið er tvíþætt, annars vegar að auglýsa Island og Flugleiðir og hins vegar að fá tölvupóstföng inn í gagna- grunninn okkar. Það eru flestar Flugleiðaskrifstofurnar að koma sér fyrir á þessum markaði," segir Hannes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.